Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ronald K. Noble, framkvæmdastjóri alþjóðalögreglunnar Interpol, kom í opinbera heimsókn til Íslands í gær. Noble átti fund með Haraldi Johann- essen ríkislögreglustjóra og Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni, forsæt- is- og dómsmálaráðherra. Noble hefur setið í embætti síðan árið 2000 og átt stóran þátt í að gera Interpol að opnara og öflugra samfélagi á sviði al- þjóðlegs lögreglusamstarfs. Noble setti sér það sem markmið að heim- sækja öll 190 aðildarlönd Interpol á meðan hann væri framkvæmdastjóri og með heimsókninni til Íslands í gær lokaði hann hringnum. Ísland var síð- asta aðildarlandið sem hann heimsótti á 14 ára framkvæmdastjóraferli sín- um. Netglæpir allsstaðar Nobel sagði á blaðamannafundi sem var haldinn í tilefni af heimsókn- inni að samstarfið á milli Interpol og íslensku lögreglunnar væri eins sterkt og það gæti orðið. Hann sagði mjög lága glæpatíðni hér og að Ísland væri öruggt land en eins og annars- staðar í heiminum þá væru tölvu- og netglæpir áhyggjuefni. „Þú getur orðið fyrir netglæpum hvar sem er í veröldinni. Við einblín- um á þá og okkar markmið er að deila upplýsingum með Íslandi og öðrum löndum um tæknina sem þessir glæpahópar nota fyrir skipulagðar netárásir.“ Árásirnar hraðari en varnirnar Spurður hvernig íslenska lögreglan sé undir það búin að takast á við net- glæpi svarar Noble að allir séu að reyna að vera betur undir það búnir. „Það eru allir staddir í netörygg- ismálum þar sem þeir ættu ekki að vera, því árásirnar koma miklu hrað- ar en varnirnar. Þann 1. október síð- astliðinn fórum við af stað með verk- efnið Global Complex fyrir netglæpi og netöryggi og með því verkefni von- umst við til að vera betur undirbúin heldur en við höfum verið. Þetta er eitthvað sem öll lönd þurfa að vera meðvituð um því það er dýrt að byggja upp netvarnir en auðvelt að blekkja saklausa borgara og hleypa netglæpamönnum inn í persónuleg fjármál sín,“ segir Noble ennfremur. Markmiðið með Global Complex verkefni Interpol er að gefa lögreglu- mönnum um allan heim bæði verk- færi og getu til að takast á við sífellt snjallari og háþróaðri úrlausnarefni tölvu- og netglæpamanna. Átta Íslendingar á lista Nú í haust setti Interpol annað nýtt verkefni á fullt. Það kallast Foreign Terrorist Fighter (FTF) og miðar að því að hindra fjölþjóðleg hryðjuverk, auka eftirlit með erlendum bardaga- mönnum og takmarka hreyfingu þeirra. Ísland tekur þátt í því verkefni að hluta, sérstaklega þegar kemur að vegabréfaeftirliti. Þá komast lög- reglumenn hér auðveldlega inn í gagnagrunn Interpol og eykur það líkurnar á að ná glæpamönnum sem hingað koma, að sögn Noble. Noble sagði að Interpol hefði unnið mjög náið með íslensku lögreglunni í öll þau fjórtán ár sem hann hefur ver- ið framkvæmdastjóri, sérstaklega hefði samstarfið aukist eftir efna- hagshrunið í tengslum við fjölgun efnahagsglæpa. Átta Íslendingar eru nú á skrá Interpol. Netglæpir áhyggjuefni  Ronald K. Noble, framkvæmdastjóri alþjóðalögreglunnar Interpol, segir gott samstarf milli Interpol og íslensku lögreglunnar  Búa sig betur undir netglæpi Morgunblaðið/Eggert Glatt á hjalla Ronald K. Noble, framkvæmdastjóri Interpol, og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri á blaðamannafundinum í gær. Viðræður Félags íslenskra atvinnu- flugmanna (FÍA) og Icelandair Group halda áfram og segir Hafsteinn Páls- son, formaður FÍA, þær ganga ágætlega. Næsti fundur hafi verið boðaður á föstu- dag. Kjarasamningur flugmanna sem var framlengdur í vor eftir að lög voru sett á verkfall þeirra rann út um mánaðamótin. Ágætur gangur í við- ræðum flugmanna Kjaraviðræðurnar. Nemendur í efstu bekkjum grunn- skóla í Reykjavík fá að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í fjarnámi samhliða grunnskólanáminu verði tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins samþykkt. Henni hefur verið vísað til skóla- og frístunda- ráðs borgarinnar. Lagt er til að Reykjavíkurborg hefji viðræður við ríkið um að þess- ir nemendur geti tekið áfangana sér að kostnaðarlausu. Markmiðið sé að þessum hópi standi fjölbreytt- ara nám til boða til að koma betur til móts við sjónarmið um ein- staklingsmiðað nám. Þannig myndi einnig skapast aukin samfella á milli skólastiga. Fái að taka fram- haldsskólaáfanga Samkvæmt nýrri könnun MMR eru flestir, eða 74% aðspurðra, andvígir því að sveitarfélög úthluti trú- félögum ókeypis lóðum undir trúar- byggingar. Hefur andvígum fjölgað frá síðustu mælingu MMR. Nú sögðust 51,8% þeirra sem tóku afstöðu vera mjög andvíg, bor- ið saman við 45,5% í sept-ember 2013. Frekar andvígir reyndust vera 22,2% aðspurðra. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 8,1% vera frekar eða mjög fylgjandi, borið saman við 10,0% í september 2013. Samtals tóku 92,5% afstöðu til spurningarinnar. Miðað við stuðning svarenda við stjórnmálaflokka reyndist Samfylk- ingarfólk vera líklegra til að vera fylgjandi ókeypis lóðaúthlutun en stuðningsfólk annarra flokka. Aukin andstaða í könnun við ókeypis lóðir til trúfélaga Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íslenskur hjúkrunarfræðingur, Magna Björk Ólafsdóttir, starfar nú fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Genf og stýrir þar námskeiðum fyrir fólk frá samtökunum og fleiri hjálparsamtökum sem hyggst veita aðstoð vegna ebólufaraldursins í Vestur- Afríku. Liðlega 30 manns eru á hverju námskeiði og hyggst Magna vinna við þau út árið. Sjálf var Magna í Síerra Leóne í sumar á veg- um íslenska Rauða krossins en kom þaðan fyrir um mánuði. Hún vann ekki sjálf á sjúkrahúsi Rauða krossins þar sem ekki var búið að reisa það en vann við ýmis önnur verk- efni í baráttunni við faraldurinn. Mest var hún með sjálfboðaliðum sem sáu um að jarðsetja látna sjúklinga. Um er að ræða námskeið fyrir fólk frá ýmsum löndum sem mun starfa í tjald- sjúkrahúsi Rauða krossins í Síerra Leóne og að öðrum verkefnum tengdum ebólunni. Ebóla smitast ekki með loftinu heldur við snertingu. „Í þjálfuninni kennum við m.a. fólk- inu að klæða sig í og úr hlífðarbúningnum sem það verður að nota á sjúkrahúsinu,“ segir Magna Björk. „Einnig hvernig meðhöndla ber dáið fólk, einnig úrgang frá sjúklingunum og hvernig haga ber samskiptum við fólkið. Við kennum fólkinu það sem hafa ber í huga varð- andi smitgát. Og við fjöllum líka töluvert um sál- fræðilegu hliðina gagnvart sjúklingunum sjálf- um, sjálfboðaliðum og öðrum sem vinna þarna, fræðslu til samfélagsins, stuðningsmeðferð, hvað er gert og hvað er ekki gert, hverju þarf að vara sig á, hvernig tilfellin eru rakin.“ Erfitt að vinna í hlífðarbúningi Magna segir að einnig sé mikilvægt að fræða væntanlega starfsmenn um hefðir og allar aðstæður í þessum heimshluta. Ýmsar hefðir varðandi samskipti milli einstaklinga og í fjölskyldum, einnig þegar kemur að því að jarðsetja fólk, séu mjög ólíkar því sem þekkist í vestrænum ríkjum. Hún er spurð um hlífðarbúningana sem minna helst á fatnað geimfara, undir þeim klæðist fólkið venjulegum skurðstofubúningi og stígvélum. „Svo er farið í sjálfan hvíta gall- ann. Maður reynir að hylja eins mikið og mað- ur getur af eigin húð, í rauninni er maður hul- inn alveg frá tánum og upp úr. Það eina sem sést af manni utan frá er svæðið umhverfis augun, það sést í gegnum hlífðargleraugun. Yfir höfuðið er dregin eins konar húfa og mað- ur setur upp svuntu. Notuð eru tvö pör af and- litsmöskum, annað undir og hitt yfir, tvö pör af hönskum, fyrst eitt latexpar þegar maður er að fara í búninginn og síðan annað utan yfir til að þétta betur. Hitinn er mikill þarna, um 30 stig og hit- inn inni í búningnum er oft um 47 stig. Starfs- maður er því ekki lengur en í mesta lagi klukkutíma inni á spítalanum í einu. Á þeim tíma getur maður misst allt að tvo til þrjá lítra af vökva. Þetta er því gífurlega krefjandi.“ Hitinn inni í hlífðarbúningi 47 stig  Erfiðar aðstæður hjá hjúkrunarfólki sem berst við ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku  Íslenskur hjúkrunarfræðingur stýrir þjálfun fólks sem Rauði krossinn sendir á vettvang Faraldur í V-Afríku » RKÍ mun ekki senda fleira fólk til Vestur-Afríku að svo stöddu vegna smit- hættunnar. Norsk kona, sem smitaðist í Síerra Leóne, var í gær flutt til Óslóar og verður þar í einangrun. Talið er að hlífðarbúningur hennar hafi ef til vill ekki verið í lagi. » Meðgöngutími ebólu er að jafnaði 6- 10 dagar. Smithættan er langmest ef fólk kemst í beina snertingu við úrgang eða vessa úr látnu fólki eða sjúklingum. Dán- artala sýktra er mjög há, 30-90%, en til eru mismunandi afbrigði af ebólu.Ljósmynd/Magna Björk Ólafsdóttir Hætta Heilbrigðisstarfsmenn í V-Afríku. Magna Björk Ólafsdóttir Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra sér um öll alþjóðleg samskipti á milli lögregluliða í heiminum og við alþjóðastofnanir eins og Int- erpol. Tíu manns starfa hjá al- þjóðadeildinni. Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri segir samstarfið við Interpol vera mjög mikið. „Við erum með tíu starfsmenn og flestir þeirra eru meira og minna í sólarhrings- samskiptum við Interpol. Verið er að senda upplýsingar á milli landa og grennslast fyrir um eitt og annað. Það er mjög mikil vinna á lögreglusviði varðandi þetta,“ segir Haraldur. Sú vinna hafi aukist síðustu ár. „Upplýs- ingaflæðið eykst jafnt og þétt. Gagnabankar og hraði samskipt- anna eykst með nýrri tækni.“ Mjög mikið samstarf ÍSLAND OG INTERPOL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.