Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Elliði Vignisson, bæjarstjóri íVestmannaeyjum, ritar opið
bréf til þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins þar sem hann lýsir
áhyggjum sínum af stöðu sjávar-
útvegsins og þar með landsbyggð-
arinnar.
Elliði bendir áað Alþingi
hafi farið offari
gagnvart sjávar-
útvegi og sjávar-
byggðum. „Frum-
vörp hafa komið fram með stuttum
fyrirvara og án samráðs við
sjávarútvegssveitarfélögin sem þó
eiga allt undir því hvernig að mál-
um er staðið. Skollaeyrum hefur
verið skellt við vönduðum umsögn-
um og látið undir hælinn leggjast
að meta áhrif lagafrumvarpa á
íbúa sjávarbyggða og fyrirtækin
sem þeir eiga og/eða starfa hjá,“
segir hann.
Og hann bætir við að vonir hansog fjölmargra annarra um
breytt vinnulag og áherslur í kjöl-
far stjórnarskipta hafi því miður
ekki gengið eftir. Þess vegna sé
svo komið að Vestmannaeyjabær
og fyrirtæki í Vestmannaeyjum
stefni að dómstólaleið til að ná
leiðréttingu á stjórnvaldsákvörð-
unum í sjávarútvegi.
Elliði nefnir einnig að sjávar-útvegurinn hafi staðið af sér
„stöðugar hótanir og gríðarlegar
álögur í tíð vinstri stjórnar Jó-
hönnu og Steingríms J.“ Nú séu
hins vegar blikur á lofti og það sé
„á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins að
bregðast við þessum blikum og
koma í veg fyrir alvarlegar afleið-
ingar fyrir íbúa sjávarútvegs-
sveitarfélaga og á íslenskt hag-
kerfi.“
Vonandi leggja þingmenn viðhlustir og víkja með afger-
andi hætti af leið vinstri stjórnar-
innar.
Elliði Vignisson
Þörf ábending
STAKSTEINAR
Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Ís-
lands sendi í gær frá sér ályktun
þar sem mótmælt er „skefjalausum
niðurskurði“ á starfi skólans. Skor-
að er á ríkisstjórn og Alþingi að
taka til alvarlegar skoðunar „þá
fordæmalausu stöðu“ sem stofn-
unin hafi verið sett í.
Bent er á að frá stofnun skólans
árið 2005, með sameiningu Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri,
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins og Garðyrkjuskóla ríkisins á
Reykjum, hafi starfsfólki fækkað
um helming þrátt fyrir fyrirheit um
uppbyggingu.
„Nú er nóg komið“
„Ekki sér fyrir endann á niður-
skurði og uppsögnum starfsfólks
með óvæntum niðurskurði á fram-
lögum frá atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneyti um 18 milljónir, til
viðbótar við harða endurgreiðslu-
kröfu Alþingis og mennta- og
menningarmálaráðuneytis. Sú fjöl-
breytta starfsemi á sviði mennt-
unar og rannsókna á íslenskri nátt-
úru, matvælaframleiðslu og
fjölbreyttri nýtingu náttúru-
auðlinda sem fram fer við skólann
á því verulega undir högg að
sækja,“ segir í ályktun starfsfólks-
ins, sem klykkir út með þessum
orðum:
„Kæru ráðamenn þjóðarinnar:
Nú er nóg komið.“
Hvanneyri Starfsfólk Landbúnaðar-
háskólans hefur miklar áhyggjur.
Mótmæla
niðurskurði
harðlega
Starfsfólk á
Hvanneyri uggandi
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um
launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir samkeppni um
hönnun á nýju einkennismerki, jafnlaunamerki fyrir vottun á
jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana.
Samkeppnin er öllum opin en veitt verða ein verðlaun
að upphæð 1.000.000 kr.
Skilafrestur tillagna er til kl. 12:00, 5. nóvember 2014.
Einkennismerkið skal endurspegla inntak jafnlaunastaðals þ.e. að jafnverðmæt störf njóti
sömu kjara og réttinda óháð kyni og hvers konar mismunun. Merkið þarf að vera nothæft
í alþjóðlegu samhengi þar sem Jafnlaunastaðallinn er fyrstur sinnar tegundar í heiminum
og gæti verið þýddur og innleiddur erlendis. Merkið þarf að vera áhugavert, einkennandi
og auðvelt í notkun í öllum miðlum. Valdar tillögur verða sýndar á norrænni ráðstefnu um
jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði þann 13. nóvember. Á ráðstefnunni fer verðlauna-
afhending einnig fram.
Jafnlaunastaðallinn er stjórntæki sem nýtist atvinnurekendum við mótun eða endurskoðun
á launastefnu sinni og þeim aðferðum og viðmiðum sem notuð eru við launasetningu. Jafn-
launastaðallinn er afurð áralangs samstarfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og
stjórnvalda. Um er að ræða útfærslu á ákvæði í jafnréttislögum 10/2008 um jafna stöðu
og jafnan rétt karla og kvenna til launa. Markmið innleiðingar jafnlaunastaðals er að auka
gagnsæi og gæði í launaákvörðunum svo jafnverðmæt störf njóti sömu kjara og réttinda.
Nánari upplýsingar um hönnunarsamkeppnina er að finna á vefslóðinni
www.honnunarmidstod.is
Samkeppni umjafnlaunamerki
Veður víða um heim 7.10., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 11 léttskýjað
Akureyri 11 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 10 þoka
Ósló 7 alskýjað
Kaupmannahöfn 13 skúrir
Stokkhólmur 10 skýjað
Helsinki 10 heiðskírt
Lúxemborg 11 skúrir
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 15 léttskýjað
París 15 skýjað
Amsterdam 12 skúrir
Hamborg 13 skýjað
Berlín 15 heiðskírt
Vín 15 alskýjað
Moskva 5 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 22 léttskýjað
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 20 alskýjað
Winnipeg 2 skúrir
Montreal 15 skúrir
New York 20 heiðskírt
Chicago 16 skýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:58 18:34
ÍSAFJÖRÐUR 8:07 18:35
SIGLUFJÖRÐUR 7:50 18:18
DJÚPIVOGUR 7:28 18:02
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga