Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 15
beint úr kjötvinnslunni og að boðið
verði upp á heimsendingu. Verða
vörulistar kynntir næstu daga.
Áfram verður slátrað um 45
sauðfjárgripum á sólarhring en að-
eins þrisvar í viku. Þannig verður
kjötinu leyft að hanga lengur en í
stóru sláturhúsunum og stuðlar það
að meyrnun kjötsins.
Aðbúnaður dýranna á líka að
vera betri í Seglbúðum en í hefð-
bundnum sláturhúsum. Akstur með
þau er minni og álagið á þau þar af
leiðandi minna. Þá sé einnig minni
hávaði í smærri sláturhúsum en
stórum.
Mikill áhugi er á nýja slátur-
húsinu og hafa fjölmargar fyrir-
spurnir borist um framleiðsluna.
Nær sjö hundruð hafa skráð sig vini
fyrirtækisins á Fecebook eru þeir
ekki bara frá Íslandi heldur frá
fimmtán löndum.
Ljósmyndir/Seglbúðir
Varan Áhersla er á að framleiða hágæða vöru með sjálfbærni náttúrunnar og velferð dýranna að leiðarljósi.
Innandyra Allur nauðsynlegur búnaður er til staðar í sláturhúsinu.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Fagleg þjónusta í 60 ár
Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 www.facebook.com/HYGEA
Glæsilegur kaupauki fyrir
þig ef þú kaupir vörur frá
Estée Lauder fyrir 6.900.-
eða meira í Hygea.
Síðasti dagurinn
í dag miðvikudag.
dagar í Hygeu Kringlunni
Starfsmenn verktakafyrirtækis-
ins Ístaks vinna þessi misserin að
breikkun vegarins yfir Hellis-
heiði og um Kambana. Fram-
kvæmdum á að ljúka eftir rúmt
ár, en undir er að breikka veginn
á 14,8 km kafla, það er frá
Hveradalabrekkum að hring-
torgi við Hveragerði. Vegurinn
verður að framkvæmdum lokn-
um 2+1 yfir heiðina 2+2 í Kömb-
unum, það er fjórar akreinar.
Verður með aðskildum aksturs-
reinum alla leið, með vegriði í
miðju. Innifalin er bygging
fernra undirganga og stokks yfir
lagnir Orkuveitu Reykjavíkur
sem eru víða á þessum slóðum.
Þetta er eitt stærsta verkefni í
vegagerð á landinu sem unnið er
að um þessar mundir. Á Hellis-
heiðinni er fjöldi vinnuvéla og
fjölmennur vinnuflokkur frá Ís-
taki, sem tekur 1,3 milljarða fyr-
ir pakkann allan.
Samkvæmt tölum frá Vega-
gerðinni fara 6.310 bílar á dag
yfir Hellisheiðina. Er það svo-
kölluð ársdagsumferð. Hún hef-
ur aukist að undanförnu og nálg-
ast nú að vera svipuð og 2007.
Ölfusið þarf að bíða
Þegar gróskutíð í efnahagslíf-
inu var sem mest var til umræðu
að fara í vegagerð þessa með
fjármögnun einkafyrirtækja. Af
því varð ekki. Þó var þrýst á af
Sunnlendingum, sem lengi hafa
óskað eftir breiðari vegi, enda er
þessi leið lífæð þeirra. Tals-
verður áfangi þykir hafa náðst
með yfirstandandi fram-
kvæmdum. Þó er bent á að einna
flest umferðarslys á leiðinni milli
Selfoss og Reykjavíkur hafi orðið
í Ölfusi, austan við Hveragerði,
en nokkuð er í að vegabætur þar
komist til framkvæmda.
sbs@mbl.is
Framkvæmdir á leiðinni austur fyrir fjall
Ístak breikkar Hellis-
heiði og Kambana
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hellisheiði Vegna framkvæmda þarf á nokkrum stöðum að fara um
hjáleiðir og þá gildir að slá af hraða og fara að öllu með gát.
Hornafirði og fyrir norðan. Staðan
fyrir næstu mánuði er góð, en eftir
sumarið 2013 þegar uppskeran
brást þurfti að flytja inn mikið af
kartöflum til vinnslunnar.“
Afurðaverðið þarf að hækka
Þegar verksmiðjunni sleppir er
allur gangur á því hvernig bændur
haga sínum sölumálum. Margir
leggja afurðirnar beint inn hjá Sölu-
félagi garðyrkjumanna en aðrir
selja uppskeru sína beint til verslana
eða annarra eftir atvikum. „Skila-
verð til bænda er í dag 80-90 kr. að
meðaltali. Það er á líku róli og
mjólkurbændur fá frá afurðastöðv-
um fyrir hvern lítra af innlagðri
mjólk, en þar bætast við bein-
greiðslur frá ríkinu. Með því er lítr-
inn að skila um 120 kr. og ef við
fengjum svipað fyrir hvert kart-
öflukíló væri þetta allt í góðum mál-
um,“ segir Sigurbjartur í Skarði.
Vélavinna Á haustin leggjast allir
á eitt við að ná afurðunum úr akri
eftir góða sumarsprettuna.
Sláturhús í endurnýjun lífdaga
FERÐAÞJÓNUSTA Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI
Eins dauði er annars brauð. Þeg-
ar ekki voru lengur not fyrir hús-
næði gamla sláturhússins og
tengdar byggingar á Kirkju-
bæjarklaustri tók framtakssamt
fólk sig saman um að nýta það
fyrir ferðaþjónustu. Er þar nú
rekið gistihús, kaffistofa og
fleira. Víðar á landinu hafa af-
lögð sláturhús fengið nýtt hlut-
verk, svo sem til fiskvinnslu.
VITINN 2014
Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni
leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu
lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda
blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.