Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ebólufarald-urinnverður sí-
fellt fyrirferðar-
meiri í í al-
þjóðlegri umræðu
og ekki er ætíð
gætt eðlilegrar stillingar. Í
Bandaríkjunum hafa sumir
útbreiddir fjölmiðlar verið
sakaðir um að hafa ýtt undir
skelfingu með ákafri og
hömlulausri umfjöllun sinni.
Fram til þessa hefur þó að-
eins einn sjúklingur „upp-
götvast“ í Bandaríkjunum og
fáeinir Bandaríkjamenn ver-
ið fluttir heim í einangrun
og til lækningar, eftir að
hafa smitast við hjálparstörf
í þeim löndum í Vestur-
Afríku, sem verst hafa orðið
úti.
Ebóluvírusinn er, enn sem
komið er, ekki bráðsmitandi
og heiðbrigðissérfræðingar
fullyrða að enn sé tiltölulega
auðvelt að forðast smit, sé
lágmarksvarúðar gætt.
Veiran berst ekki milli
manna í andrúmsloftinu, ef
svo má orða það, þótt ein-
hverjir óttist að veiran
kunni að taka stökkbreyt-
ingum í þá áttina, svo erfitt
verði við hana að eiga eftir
það. En líkur á þess háttar
óheillaþróun eru taldar mjög
litlar og því enn góð færi á
að ná tökum á málinu með
samstilltu átaki.
Margir þættir hafa orðið
til þess að sjúkdómurinn
hefur breiðst svo hratt út í
Afríkulöndunum sem í hlut
eiga. Fátækt, mjög óburðugt
heilbrigðiskerfi, útbreidd
vanþekking, óframbærileg
hreinlætisaðstaða og vanþró-
að stjórnkerfi eru á meðal
undirliggjandi þátta. Við það
bætist að mikill ótti hefur að
vonum gripið um sig meðal
almennings, þegar ljóst er
orðið að yfirvöld í viðkom-
andi löndum fá lítt við ráðið.
Ný tilraunalyf hafa verið í
umræðunni, en satt best að
segja er lítið enn vitað um
gagnsemi þeirra, auk þess
sem þau lyf eru eðlilega af
skornum skammti. Þessi lýs-
ing er ekki uppörvandi. En á
móti kemur að tiltölulega
einfalt er enn að loka fyrir
helstu smitleiðir veikinnar.
Þess utan má rekja hinn
mikla fjölda látinna til þátta
sem tiltölulega auðvelt er að
bæta úr með samstilltu átaki
erlendis frá.
Almennt hreinlæti er hið
fyrsta. Upplýsing um eðli
smitleiðanna er
annað. Lágmarks
aðhlynning sem
hægt er að
tryggja við þær
aðstæður sem
þarna eru, geta
gert þrátt fyrir allt gert
mikið gagn, jafnvel skipt
sköpum. Vökvagjöf til sjúk-
linga, hjúkrun, almennur að-
búnaður og fullnægjandi
næring gerbreytir stöðunni
til batnaðar á skömmum
tíma. Fundið hefur verið að
því að „alþjóðasamfélagið“
eins og það er iðulega kall-
að, án þess að fyrir liggi
hvað í því orði felst, hafi
verið allt of seint að bregð-
ast við þessari vá. Að svo
miklu leyti sem með því
orðalagi er átt við Samein-
uðu þjóðirnar þá hefur sú
stofnun a.m.k. tekið vel við
sér seinustu vikurnar.
Ýmsir hafa kallað eftir
því, að hin sýktu landsvæði
verði hreinlega einangruð
með utanaðkomandi valdi,
þar til tekist hefur að ná
tökum á útbeiðslu veirunnar.
Ekki virðist ástæða til þess
að ganga svo langt og trú-
verðug rök verið færð fram
gegn neyðaraðgerð af því
tagi.
Nú þegar virðist tryggt,
að væntanlegir flugfarþegar
í þeim ríkjum sem í hlut
eiga, þurfa að svara spurn-
ingum um heilsufar sitt og
sæta lágmarks skoðun, svo
sem mælingu á líkamshita,
áður en þeim er hleypt um
borð í flugvélar sem eru á
leið til annarra landa.
Þróuð ríki bregðast mjög
fljótt og örugglega við þeim
fáu tilvikum sem á þeirra
fjörur hefur rekið. Ekkert
bendir til þess, enn sem
komið er, að veiran sé að
smitast á milli fólks í þeim
löndum. Vígvöllurinn er því
enn markaður þeim löndum
sem verst hafa farið út úr
útbreiðslu veirunnar og
brýnt er að aðstoðin við þau
sé markviss og framkvæmd
af fólki sem kann til verka,
að forðast smit og hafi bún-
að til þess að tryggja að það
veikist ekki sjálft.
Samkvæmt fréttum eru ís-
lensk yfirvöld og hjálpar-
samtök meðvituð um þessa
hættu og hafa rétt mat á
henni og fylgjast vel með
þróun mála.
Ekki er í augnablikinu
ástæða til að gera frekari
kröfur en það.
Takast þarf á við
ebólufaraldurinn af
festu en jafnframt
af stillingu}
Ná má tökum á
ebólufaraldrinum
Þ
að bar við fyrir stuttu að sú nefnd
sem vélar um Söngvakeppni Sjón-
varpsins bætti við þeirri reglu að
Ríkisútvarpið myndi leitast við að
halda jöfnu kynjahlutfalli meðal
höfunda, „meðal annars með því að tryggja að
fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til
að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti
eina konu í höfundateymi sínu“ eins og það var
orðað. Getur nærri að þetta hafi vakið umtal og
deilur, enda eru svonefndir kynjakvótar eld-
fimt efni og viðkvæmt, ekki síst þegar það snýr
að mönnum sjálfum eins og sjá mátti á yfirlýs-
ingum tónlistarmanna sem sögðu regluna
„niðrandi fyrir konur“ og gengu sumir svo
langt að segja að slík högun væri „aum-
ingjavæðing kvenna“.
Fyrir stuttu afhenti tengdadóttir Björns
Þórðarsonar, forsætisráðherra utanþingsstjórnarinnar
1942 til 1944, Borgarskjalasafni Reykjavíkur dag- og
minnisbækur hans frá þeim tíma sem hann gegndi emb-
ætti forsætisráðherra. Þau skjöl verða fræðimönnum ef-
laust ómetanleg heimild við rannsóknir á íslenskri stjórn-
málasögu, ekki síst við rannsóknir á hlut kvenna í
stjórnmálum þess tíma, þó að þær rannsóknir taki reynd-
ar varla langan tíma: Í forvitnilegu spjalli Sigríðar Hagalín
Björnsdóttur í fréttum Ríkisútvarpsins við Ragnheiði
Kristjánsdóttur sagnfræðing kom fram að í þeirri dagbók-
anna sem hún hefði lesið væri aðeins ein kona nefnd á nafn
og það væri líklega móðir Björns.
Baráttan fyrir því að konur fengu færi á að taka þátt í
stjórnmálastarfi hér á landi hefur verið löng og
oft býsna hörð. Þar hefur ýmsum ráðum verið
beitt, þar á meðal kvennaframboðum, kynja-
kvótum, fléttulistum og svo má lengi telja.
Ekki hefur skort gagnrýnendur á þá baráttu
og þeir hafa einatt beitt fyrir sig frösum eins
og að það sé niðrandi fyrir konur að þær séu
teknar fram fyrir karlmenn þegar raðað er á
lista – val á framboðslista, og kjör í kosningum,
eigi aðeins að byggjast á verðleikum.
Nú er það svo að konur standa körlum ekki
að baki í neinu sem ekki krefst líkamlegs styrks
og tónlist er þar meðtalin – nægir að benda í því
sambandi á þá staðreynd að tveir fremstu tón-
listarmenn Íslands um þessar mundir eru kon-
ur; Björk Guðmundsdóttir og Anna Þorvalds-
dóttir. Þegar spurt er að því af hverju sé þá svo
lítið um konur í íslenskri tónlist almennt, af
hverju þær séu ekki eins sýnilegar og karlarnir, ekki eins
duglegar að gefa út, ekki eins oft í viðtölum og komi ekki
eins oft fram í sjónvarpi og útvarpi verður fátt um svör. Ég
hallast að því að viðhorf eins og það sem ég nefni hér í upp-
hafi hafi eitthvað að segja í því efni – að fornaldarviðbrögð
karlanna sem sitja fyrir á fleti fæli konur frá.
Það tók marga áratugi að breyta íslenskum stjórn-
málaheimi frá því sem var á fimmta áratug síðustu aldar –
heilan mannsaldur og þó eigum við enn langt í land með
jafna stöðu karla og kvenna. Vonandi er hægt að virkja ís-
lenska tónlistarmenn til að láta byltinguna taka skemmri
tíma á listasviðinu, þó að þeir séu kannski karlar á miðjum
aldri. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Af aumingjavæðingu kvenna
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Eftir tólf ára skólagöngumá enn merkja áhrifleikskólamenntunar ánáms- og félagshæfni
barna en góðir leikskólar með háu
hlutfalli leikskólakennara skila
betri árangri og meiri efnahags-
legum ávinningi. Þetta eru niður-
stöður breskrar rannsóknar sem
gerð var af vísindamönnum við
Institute of Education, University
of Oxford, og Birkbeck, University
of London, en hún hófst árið 1997
og náði til 3.000 barna sem fylgt var
eftir allt frá 3ja ára aldri og þar til
þau urðu 16 ára.
„Rannsóknin sýnir að það eru
mjög mikil tengsl milli leikskóla-
dvalar og náms- og félagslegrar
hæfni á öllum skólastigum. Þegar
rannsakendur gera þessar síðustu
mælingar eru börnin orðin 16 ára,
og þá sjást enn þessi tengsl við leik-
skólann þegar horft er á GCSE-
einkunnir,“ segir Arna H. Jóns-
dóttir, lektor í leikskólafræðum á
menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands, en GCSE (General Certifi-
cate of Secondary Education) eru
samræmd próf sem tekin eru á 15.
og 16. aldursári.
Arna segir rannsóknina með
viðameiri langtímarannsóknum sem
gerðar hafa verið á áhrifum leik-
skólans á gengi nemenda á seinni
stigum skólakerfisins en hún segir
að í rannsókninni sé lögð áhersla á
að í leikskólanum fari fram nám,
ekki gæsla, og niðurstöðurnar bendi
til þess að hærra hlutfall leikskóla-
kennara auki gæði skólastarfsins,
svo og menntun leikskólastjórans.
Of fáir með kennaramenntun
„Þegar þau fara að skilgreina
þetta betur og nánar [rannsakend-
urnir, innsk. blm.] tala þau um að
málfarsleg samskipti skipti svo
miklu máli, þekking og skilningur
starfsfólksins á námskránni, þekk-
ing á því hvernig nám ungra barna á
sér stað, þekking á því hvernig börn
eru studd í því að leysa deilur, og
ekki síst þekking á því hvernig
stuðlað er að þátttöku foreldra í
námi barnanna,“ segir Arna.
Arna segir um 37% leikskóla-
starfsmanna á Íslandi kennara-
menntaða en það hlutfall sé allt of
lágt. 25% aukning varð á aðsókn í
leikskólakennaranámið í haust sam-
anborið við haustið 2013, sem e.t.v.
má rekja til árvekniátaksins Fram-
tíðarstarfið, sem hleypt var af
stokkunum í apríl sl. Arna segir töl-
urnar á bak við aukninguna hins
vegar lágar.
Í leikskóla er stundað nám
Aðspurð segist Arna enn verða
vör við að fólk líti á leikskólann sem
gæslu frekar en skólastig. „Það má
alveg leggja áherslu á að þarna fer
fram nám, þó að það sé ekki formleg
kennsla,“ segir hún. „Það er alltaf
verið að ýta undir hæfnina til læsis,
það er alltaf verið að efla stærð-
fræðiskilning. En það er ekki verið
að setja þau við borð til að kenna
þeim; „nú ætlum við að læra stærð-
fræði, nú ætlum við að læra að
lesa“, heldur fer þetta fram með allt
öðrum hætti, með áherslu á leik
barnanna,“ segir hún.
Arna segir skólakerfið og þjóð-
félagið á Englandi ólíkt okkar en
engu að síður geti Íslendingar dreg-
ið mikinn lærdóm af rannsókninni.
„Við þurfum að huga að menntun og
velferð þessara yngstu þjóðfélags-
þegna. Bara að barn fari í leikskóla
hefur áhrif upp allt skólakerfið, það
verða ekki þessi skil; eins og það sé
engin fortíð eða reynsla til staðar
þegar börnin fara af einu skólastigi
á annað,“ segir hún.
Áhrifa leikskólanáms
gætir út skólagönguna
Morgunblaðið/Ómar
Skólaganga Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börnum sem
sækja góðan leikskóla gangi betur á seinni námsstigum.
Rannsóknin breska, sem heitir
Effective Pre-School, Primary
and Secondary Education
(EPPSE), bendir til þess að þau
börn sem fara í leikskóla standi
betur að vígi en önnur börn þeg-
ar líður á skólagönguna og þá
standi þau sem sækja leikskóla
þar sem gæðin eru mikil enn
betur. Arna segir þetta til marks
um hvað leikskólaárin séu mikil-
væg ár í lífi barnsins og hafa
þurfi í huga að á leikskólanum
þurfi börnin bæði að njóta
menntunar og umhyggju.
Um 95% íslenskra barna á
aldrinum 2-6 ára eru skráð í
leikskóla en þegar Arna sótti
ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi á
síðasta ári hlýddi hún á fyrir-
lestur Kathy Sylva, eins rann-
sakenda, þar sem hún talaði
meðal annars um hversu heppið
rannsóknarteymið hefði verið á
sínum tíma að finna viðmið-
unarhóp sem hefði ekki farið í
leikskóla.
95% barna í
leikskóla
MIKILVÆG ÁR