Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Gengið á hólinn Blessuð sólin lét aðeins sjá sig í gær og fólk spratt út úr húsum sínum og sprangaði um í
blíðunni. Þessi tvö bar fallega í glampandi Hörpu þar sem þau stikuðu upp á Arnarhól.
Golli
SÁÁ hefur lengi reynt að
fá stjórnvöld til samstarfs
um rekstur á langtíma-
meðferðarúrræði fyrir end-
urkomusjúklinga – karla og
konur sem eru langt
gengnir áfengis- og vímu-
efnasjúklingar og þurfa
meiri þjónustu að lokinni
afeitrun en hægt er að veita
með núverandi meðferð.
Léleg félagsleg staða og
færni fólksins ásamt með
lélegri líkamlegri og andlegri heilsu ger-
ir núverandi meðferð of hraða og átaka-
mikla. Þörf er á sérúrræðum fyrir þetta
fólk sem eðlilegast er að SÁÁ veiti.
Langflest eru þau eldri en 35 ára og far-
in að láta á sjá vegna áratuga langrar
óhóflegrar áfengis- og vímuefnaneyslu.
Líkamleg heilsa er yfirleitt léleg. Flest
búa ein, taka lítinn þátt í fjölskyldulífi og
eru áberandi félagslega einangruð. 80%
þeirra hafa ekki verið í vinnu árum sam-
an. Stöðugur húsnæðisvandi plagar fólk-
ið og mörg eru á götunni.
Þetta er ekkert nýtt, heldur gömul
saga sem þarf að fara að klára. Sagan
um sjúklinginn, sagan um fjöl-
skyldusjúkdóminn – saga um bróður,
systur, pabba, mömmu eða frænda sem
er jafnan útskrifaður eftir skamm-
tímadvöl á sjúkrahúsum og stofnunum
án þess að nokkurt úrræði sé til staðar í
kerfinu sem getur veitt þá þjónustu og
þann stuðning sem þarf til að þessir ein-
staklingar geti lifað við boðlegar að-
stæður og náð þokkalegum bata frá
sjúkdómi sínum.
Stuðningur við langtímameðferð
fyrir konur og karla
SÁÁ telur að sérhannað búsetuúrræði
með einstaklingsíbúðum fyrir allt að 36
karla og konur úr þessum hópi geti leyst
stóran hluta vandans til frambúðar.
Samtökin vilja búa þessu
fólki slíkt heimili með lang-
tíma félagslegum stuðningi
og nauðsynlegri heilbrigð-
isþjónustu.
Það er slíkt umhverfi
sem er forsenda fyrir því
að svo langt gengnir alkó-
hólistar geti náð langtíma-
edrúmennsku. Þessu úr-
ræði þarf að koma á fót svo
hægt sé að koma í veg fyrir
að aftur og aftur þurfi að
útskrifa þessa einstaklinga
úr meðferð eða af öðrum sjúkrastofn-
unum inn í vonlitlar félagslegar að-
stæður með litla eða enga möguleika á
langtíma bata frá sjúkdómi sínum.
SÁÁ hefur lagt mikla vinnu og hugvit í
að greina þarfir þessa hóps og hvernig
þeim verði best sinnt. Samtökin telja sig
öðrum fremur til þess fallin að annast
þjónustu við þennan hóp og eru sem fyrr
tilbúin til viðræðna við stjórnvöld um
það mál og munu halda áfram að vekja
athygli stjórnvalda á stöðu veikustu fíkl-
anna og hvetja til samstarfs um úrbæt-
ur.
Þetta málefni, uppbygging meðferðar-
og búsetuúrræðis fyrir langt gengna
áfengis- og vímuefnasjúklinga, er
áherslumál SÁÁ næstu mánuðina. Ég
heiti á vini og velunnara samtakanna að
leggjast á árarnar með okkur og mæta á
árlegan baráttufund SÁÁ í Háskólabíói
miðvikudagskvöldið 8. október klukkan
20.
Eftir Arnþór Jónsson
» SÁÁ hefur lagt mikla
vinnu og hugvit í
að greina þarfir þessa
hóps og hvernig þeim
verði best sinnt.
Arnþór Jónsson
Höfundur er formaður SÁÁ.
Treystum baklandið –
leysum vandann
Í stjórnmálum – líkt
og í lífinu sjálfu – þurfa
menn að velja og hafna.
Það er margt sem við
viljum gera en getum
ekki vegna þess að
fjármunir eru tak-
markaðir. Þess vegna
þarf að forgangsraða
og þar hlýtur gildismat
hvers og eins að ráða
för.
Frá því að Ríkisútvarpinu var
breytt í opinbert hlutafélag hafa
skattgreiðendur lagt hinu ríkisrekna
fjölmiðlafyrirtæki til tæplega 26
þúsund milljónir króna á verðlagi í
september. Þrátt fyrir umfangsmik-
inn stuðning úr ríkissjóði á hverju
einasta ári er ríkisfyrirtækið lítt
greiðsluhæft. Í liðinni viku tilkynnti
Ríkisútvarpið að það hefði þurft að
semja um að fresta afborgun að fjár-
hæð 190 milljónir króna um nokkra
mánuði. Stjórnarformaður Rík-
isútvarpsins sagði í samtali við
Morgunblaðið að ef „engar breyt-
ingar verða, mun félagið á endanum
ekki geta greitt skuldir“.
Krónískur vandi í mörg ár
Ríkisútvarpið hefur lengi glímt við
krónískan vanda í rekstri og sú
glíma hafði staðið yfir í mörg ár áður
en opinbert hlutafélag var stofnað
um reksturinn árið 2007. Frá stofn-
un hefur Ríkisútvarpið ohf. tapað um
1.632 milljónum króna á föstu verð-
lagi.
Samanlagðar heildartekjur hafa
hins vegar numið um 40.683 millj-
ónum króna en þar af nemur rík-
isframlag (nefskattur landsmanna
sem Ríkisútvarpið kallar þjónustu-
tekjur) 25.808 milljónum króna. Að
meðaltali hefur Ríkisútvarpið því
haft í hverjum mánuði
tæpar 500 milljónir
króna úr að spila allt
frá því að hið opinbera
hlutafélag tók til starfa
í september 2007.
Á fyrstu sex mán-
uðum yfirstandandi
reikningsárs jukust
skuldir Ríkisútvarpsins
um 746 milljónir eða
um 124 milljónir króna
að meðaltali í hverjum
mánuði. (Reikningsár
Ríkisútvarpsins er frá
september til ágúst.) Ríkisfyr-
irtækið tapaði um 219 milljónum
króna á þessum sex mánuðum. Öll-
um má því vera ljóst að staða Rík-
isútvarpsins er grafalvarleg.
Ekki sjálfgefið
Það er langt í frá sjálfgefið að rík-
ið standi í rekstri fjölmiðlafyr-
irtækis. Ríkisútvarpið hefur fyrir
löngu fyrirgert öryggishlutverki
sínu og hefur fremur ögrað eig-
endum sínum sem með nauðung-
argjöldum þurfa að leggja til því
mikla fjármuni. Á sama tíma standa
einkareknir fjölmiðlar höllum fæti
gagnvart forréttindum ríkisfjölmið-
ilsins sem auk ríkisframlagsins hef-
ur fengið liðlega 13 þúsund milljónir
króna í tekjur af auglýsingum og
kostun.
Með ofangreindar staðreyndir í
huga hljóta þingmenn jafnt sem
skattgreiðendur að spyrja: Hvað
getum við gert fyrir tæplega 26 þús-
und milljónir króna? Svarið við þess-
ari spurningu er eðli máls háð gild-
ismati en við gætum til dæmis:
· Rekið Sjúkrahúsið á Akureyri í
tæplega fimm ár.
· Rekið heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins í fimm ár.
· Rekið Heilbrigðisstofnun Suður-
lands í rúm sjö ár.
· Lagt Háskólanum í Reykjavík til
rekstrarfé í liðlega ellefu ár.
· Rekið alla framhaldsskóla lands-
ins í eitt ár.
· Staðið við bakið á Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í aldarfjórðung.
· Lagt Kvikmyndamiðstöð Íslands
fjármagn í 30 ár.
En svo gætum við einnig leyft
skattgreiðendum að halda eftir þess-
um fjármunum og ráðstafa þeim eins
og þeir telja best og skynsamlegast.
Svarið liggur fyrir
Önnur spurning sem vert er að
spyrja: Hvað getum við gert fyrir
tæplega 41 þúsund milljónir? Svarið
virðist liggja skýrt fyrir: Mjög
margt en við virðumst hins vegar
vera ófær um að reka opinbert hluta-
félag í fjölmiðlarekstri.
Ríkisendurskoðun hefur, af minna
tilefni, verið beðin um að gera sér-
staka stjórnsýsluúttekt á starfsemi
stofnana og fyrirtækja í eigu rík-
isins. Þegar opinbert hlutafélag
stefnir í greiðsluþrot er það alvar-
legra en svo að þingmenn geti setið
aðgerðalausir hjá. Ekki verður séð
að fjárlaganefnd geti komist hjá því
– með stuðningi menntamálaráð-
herra – að óska eftir slíkri úttekt áð-
ur en Alþingi gengur frá fjárlögum
2015.
Uppskurður og nýtt skipulag
Á næstu vikum og mánuðum
verða þingmenn og ráðherrar beittir
miklum þrýstingi um að auka fram-
lag ríkissjóðs (skattgreiðenda) til
Ríkisútvarpsins. Því miður er
ástæða til að hafa áhyggjur af því að
margir muni láta undan, ekki síst
þeir sem telja lausn flestra vanda-
mála felast í því að ausa út frekari
opinberum fjármunum þegar endar
ná ekki saman í ríkisrekstri.
Lausnin getur hins vegar aldrei
falist í því að hækka enn frekar
„nauðungargjöld“ skattgreiðenda til
Ríkisútvarpsins. Uppskurður og
nýtt skipulag á öllum rekstri er eina
raunhæfa leiðin ef það er á annað
borð vilji meirihluta landsmanna að
halda úti ríkisreknum fjölmiðli. Sá er
þetta ritar hefur lagt fram ákveðnar
hugmyndir er miða fyrst og síðast að
því að tryggja að langstærsti hluti
þeirra fjármuna sem úr er að spila
renni í innlenda dagskrárgerð. (Ekki
er rúm til að rekja þær hugmyndir
hér en rétt að benda meðal annars á
ítarlega grein í Þjóðmálum í apríl
2010.)
Stjórn Ríkisútvarpsins, mennta-
málaráðherra og þingmenn standa
frammi fyrir erfiðu verkefni. Verði
haldið áfram á sömu braut í rekstri
hins opinbera hlutafélags verður
siglt í strand og ríkissjóður neyðist
til að leggja fram hundruð milljóna
króna í aukið eigið fé. Þetta gerðist
síðast árið 2009 þegar ákveðið var að
breyta 562 milljóna króna skuld Rík-
isútvarpsins í hlutafé, en þá var fé-
lagið tæknilega gjaldþrota.
Varla getur það verið vilji þing-
manna eða eigenda Ríkisútvarpsins
– skattgreiðenda – að standa þannig
að verki að á fimm til sex ára fresti
þurfi að grípa til neyðarráðstafana
til að tryggja rekstur ríkisfjölmiðils.
Er ekki peningum þá betur varið í
að efla innlenda kvikmynda- og dag-
skrárgerð, í menntakerfið eða heil-
brigðisþjónustu?
Eftir Óla Björn
Kárason
»Ríkisútvarpið hefur
fyrir löngu fyrirgert
öryggishlutverki sínu
og hefur fremur ögrað
eigendum sínum sem
þurfa að leggja því til
mikla fjármuni.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks.
Hvað getum við gert fyrir 26 þúsund milljónir?
Afkoma og tekjur Ríkisútvarpsins ohf.
í milljónum króna á föstu verðlagi
Fjárhæðir eru á föstu verðlagi m.v. vísitölu neysluverðs í september og meðaltal
vísitölu hvers tímabils.
* auglýsingar og kostun ekki sundurgreind í ársreikningi
2007 apríl til ágúst*
2007/2008*
2008/2009
2009/2010
2010/2011
2011/2012
2012/2013
Sex mánuðir 2013/14
Samtals
Afkoma
-168
-1.068
-342
242
18
-92
2
-222
-1.632
Framlag
ríkisins
1.766
4.153
4.301
3.819
3.477
3.361
3.280
1.651
25.808
Auglýsingar
803
1.971
1.438
1.607
1.771
1.971
1.809
913
12.284
Kostun
0
0
136
161
204
218
250
107
1.075
Aðrar
tekjur
90
232
222
254
220
193
205
99
1.516
Tekjur
samtals
2.660
6.356
6.097
5.840
5.673
5.744
5.544
2.770
40.683
Heimild: Ársreikningar og árshlutauppgjör Ríkisútvarpsins ohf.