Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Ég sat hjá ömmu
minni um síðustu
helgi en þá var hún
orðin ansi lúin og
þreytt. Hún lá í hálfgerðu móki
og spurði reglulega „hver var að
koma?“ Mér varð hugsað til
þess að nokkrum dögum áður
hafði ég verið í jarðarför hjá
gömlum vinnufélaga og þar
söng Guðrún Gunnarsdóttir svo
fallega um að vera umvafin
englum. Ef einhver átti skilið að
fá fallega móttöku herskara
engla var það sannarlega hún
amma mín. Ég var þess fullviss
að þarna væru þeir komnir til
að fagna henni og leiða inn í
Dagbjört
Einarsdóttir
✝ Dagbjört Ein-arsdóttir fædd-
ist 12. apríl 1919.
Hún lést 29. sept-
ember 2014. Útför
Dagbjartar fór
fram 6. október
2014.
fegurð eilífðarinn-
ar.
Amma Dagbjört
fór ekki í gegnum
lífið með miklum
bægslagangi. Aðgát
í nærveru sálar ein-
kenndi allt hennar
fas. Öllum tók hún
opnum örmum og
var mikil selskaps-
dama í jákvæðasta
skilningi þess orðs.
Þó var hún mikið ein. Hún varð
ekkja fyrir nálægt 40 árum og
bjó ein eftir það, þó að nokkur
börn og barnabörn hafi á stund-
um búið hjá henni í Hólmgarð-
inum í styttri eða lengri tíma.
Allir voru aufúsugestir og öllum
leið vel.
Samfélag okkar ömmu minn-
ar var einstaklega gott. Fyrstu
mánuði ævi minnar bjuggum við
hjá ömmu og afa í Hólmgarði og
síðar eftir að foreldrar mínir
fluttust vestur í Búðardal var ég
gjarnan í lengri eða skemmri
tíma hjá ömmu á sumrin. Mér
fannst alltaf eins og ég væri
uppáhalds – en ég held reyndar
að amma hafi haft þann hæfi-
leika að láta öllum líða þannig.
Á þessum árum starfaði amma á
næturvöktum á Borgarspítalan-
um við aðhlynningu og umönnun
sjúkra og ég er ansi hræddur
um að tillitssemi drengstaulans
hefði að ósekju mátt vera meiri í
ærslum og leikjum hversdagsins
þó að aldrei hafi amma mín
hækkað róminn.
Árin liðu og lífið gekk sinn
vanagang. Svo fóru samferða-
menn ömmu að heltast úr lest-
inni einn af öðrum. Gamlir vinir,
frændfólk, systkini – hún var
ein eftir af sjö systkinum. Fyrir
mér er hún síðasti fulltrúi
heillar kynslóðar sem nú er
horfin á braut.
Amma var almennt hress en
eftir því sem tíminn leið varð
aukinn munur á líkamlegri og
andlegri getu. Það hlutskipti
hlýtur að vera erfitt. Hún hélt
ávallt fullum sönsum, var stál-
minnug, fylgdist vel með öllum
og var viðræðugóð. Hin síðari ár
dvaldi hún í góðu yfirlæti á
Grund við Hringbraut og fer vel
á því að þakka hér öllu því góða
fólki sem sinnti henni af alúð og
nærgætni undir það síðasta.
Elsku amma mín. Ég trúi því
að hvíldin sé þér kærkomin. Guð
blessi þig og varðveiti. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Agnar Hansson.
Elsku Dagga mín, mig langar
í fáum orðum að þakka þér fyrir
þær góðu minningar sem leita á
hug minn nú er þú ert farin. Ég
var svo lánsöm að kynnast Unu
Döggu þegar við vorum 8 ára,
oft kom ég heim til ykkar og
fékk ég þá að kynnast góðvild
þinni í minn garð, mér fannst þú
svo réttsýn, róleg og alltaf til í
að spjalla við okkur, svo gat ég
alltaf leitað til þín þegar ég
þurfti á hjálp að halda við að
sníða og sauma sem þú kunnir
svo vel. Ég fékk líka hrós frá
þér og ekki fannst mér það leitt,
það var góð gjöf frá góðri konu.
Langt er orðið þitt líf og lífsvilj-
inn var mikill en þú er svo sann-
arlega verðug hvíldinni, elsku
Dagga mín. Samúð mín er mikil
með vinkonu minni og fjölskyld-
unni allri.
Matthildur (Matta).
✝ Gísli Ög-mundsson
fæddist í Stóru-
Sandvík 4. desem-
ber 1951. Hann
lést 29. september
2014.
Foreldrar hans
eru Hrefna Gísla-
dóttir, kennari, f.
27. ágúst 1921, og
Ögmundur Hann-
esson, bóndi, f. 3.
apríl 1918, d. 28. nóvember
1984. Bræður Gísla eru Magn-
ús, húsasmíðameistari, og Ari
Páll, bóndi. Hinn 22. nóvember
1975 giftist Gísli Maríu Mar-
gréti Jónsdóttur, f. 27. febrúar
1951, hún lést þann 30. apríl
2001. Foreldrar Maríu voru
Jón Óskar Jensson, bóndi, f. 3.
október 1916, d. 16. nóvember
1980, og Kristjana Rósa Hálf-
Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir.
Foreldrar Sigurbjargar eru
Óskar þórarinsson, verkstjóri,
f. 21. desember 1941, d. 10.
mars 2010, og Gunna Sigríður
Kristjánsdóttir, sjúkraliði, f. 30
júní 1944. Börn Sigurbjargar
eru: 1) María Ósk Jónasdóttir,
húsmóðir, f. 18 febrúar 1981,
2) Egill Jónasson, nemi, f. 9.
september 1985 og 3) Ásgeir
Jónasson, verkamaður, f. 30
maí 1991. Sigurbjörg á fjögur
barnabörn.
Gísli starfaði sem rafvirki
allan sinn starfsaldur. Hann
starfaði um árabil hjá Volta og
Hampiðjunni, en hin síðari ár
hjá Rafvirki. Gísli var lengi
mikill áhugamaður um golf og
stundaði hann það eftir því
sem heilsan leyfði allt til síð-
asta dags. Gísli var einnig
áhugamaður um fuglaskoðun.
Útför Gísla fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 8. októ-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
dánardóttir, frú, f.
10. desember 1921,
d. 9. maí 1999.
Börn Gísla og Mar-
íu eru: 1) Ögmund-
ur, flugmaður, f.
30. september
1975, 2) Rósa
Hrefna, grunn-
skólakennari, f. 17.
júní 1978, maki
Hlynur Tulinius,
rafvirki, f. 12. maí
1975 og 3) Gísli Freyr, flug-
maður, f. 16. maí 1982, maki
Sigrún Gilsdóttir, nemi, f. 16.
október 1982. Fyrir átti María
soninn Jón Kristján, rafvirkja
og vélfræðing, f. 7. maí 1970,
maki Elín S. Sævarsdóttir,
grunnskólakennari, f. 23. sept-
ember 1983. Barnabörn Gísla
og Maríu Margrétar eru níu.
Árið 2005 kynntust Gísli og
Elsku pabbi. Þá er komið að
kveðjustund. Kveðjustund sem
ég er búin að kvíða fyrir,
kveðjustund sem kom allt of
fljótt.
Ég er ekki undir þetta búin.
Ég hugga mig við það að núna
líður þér vel og ert laus við alla
verki. Ég vil trúa því að mamma
hafi tekið vel á móti þér. Þið er-
uð sjálfsagt að spila golf núna
eða í göngutúr með kíki að
skoða fugla því það var það sem
þér þótti skemmtilegast.
Í hjarta mínu á ég margar
góðar og fallegar minningar um
dásamlegan mann og pabba
sem hafði einstaklega gott
hjartalag.
Guð gefi þér ljós og frið. Þín
„pabbastelpa“,
Rósa Hrefna.
„Dáinn, horfinn! - Harma-
fregn! Hvílíkt orð mig dynur yf-
ir!“
Mér varð hugsað til þessara
orða skáldsins og jafnframt
setti mig hljóðan þegar mér var
tilkynnt andlát vinar míns Gísla
Ögmundssonar er féll frá langt
fyrir aldur fram mánudaginn
29. september síðastliðinn. En
ég veit að látinn lifir, það er
huggun harmi gegn.
Við kynntust fyrst fyrir tólf
árum – er við ásamt öðrum vor-
um að takast á við „manninn“ í
okkur sjálfum. Síðan þá höfum
við verið vinir, já, og mjög nánir
vinir. Þar sem traust, umhyggja
og virðing hvors til annars sat í
fyrirrúmi. Við ræddum saman
um drauma okkar og þrá til lífs-
ins, fjölskyldumál bæði á gleði-
og sigurstundum sem og á sorg-
ar- og erfiðleikatímabilum á
lífsbrautinni.
Gísli var bjartur yfirlitum,
sviphreinn og drengur góður í
hvívetna og laus við allt fals og
undirferli. Hann var einstakt
ljúfmenni, hjálpsamur, greið-
vikinn, kærleiksríkur faðir, eig-
inmaður og vinur vina sinna í
hverri raun. Þannig vil ég minn-
ast þín, kæri vinur, er ganga þín
á þessari jörð er á enda runnin
og þú heldur yfir móðuna miklu
á vit ástkærra feðra þinna.
Einnig vil ég þakka þér fyrir
átta ára stjórnarsetu í Hönd-
inni.
Nú ertu loksins laus við verk-
ina er háðu þér um langt árabil
– sem þú tókst á við með æðru-
leysi. En þér þótti mjög miður
að þurfa að hætta störfum allt
of snemma. Eftir það var hver
dagur barátta, barátta sem
kannski enginn skilur nema
Guð einn. Sár er söknuður
þeirra er unnu þér hugástum.
Sambýliskonu þinni Sigur-
björgu, móður þinni, börnum,
barnabörnum og öðrum ástvin-
um sendi ég innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Dauðinn er blanda tíma og eilífðar.
Þegar góður maður deyr eygjum við
Eilífðina gegnum tímann
(Goethe)
Gísli vinur minn á góða heim-
komu vísa. Hvíl í friði, mæti vin-
ur.
Eyjólfur Magnússon
Scheving.
Gísli Ögmundsson
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma okkar,
ELENORE MARTH,
Sandhólaferju Djúpárhreppi,
Colares í Portúgal,
lést á Cuf-spítalanum í Lissabon
sunnudaginn 5. október eftir stutta legu.
Ulrich Marth,
Sabine Marth, Valur Marinósson,
Jochen M. Ulrikson, Anne Majoran,
Ulrika Marth, Rafael Naidorf,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN ÞÓR HANSEN
málarameistari,
Hólavegi 11,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
11. október kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á að leyfa Sauðárkrókskirkju
að njóta þess.
Sigurbjörg Egilsdóttir,
Kristján Örn Kristjánsson,
Egill Jón Kristjánsson,
Ásdís Kristjánsdóttir,
María Kristjánsdóttir,
tengdabörn,barnabörn og langafastelpa.
✝
Þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru
RAGNHILDAR HELGADÓTTUR.
Helgi B. Thóroddsen, Sigrún B. Bergmundsdóttir,
Bergmundur og Jóhannes.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR V. FRIÐÞJÓFSSON,
fv. skrifstofustjóri við Háskóla Íslands,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli
sunnudaginn 5. október.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 15. október klukkan 13.00.
Jenný Sólveig Ólafsdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir, Jón Hörðdal Jónasson,
Ólöf Sigfríður Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Sigurðardóttir, Þórir Jónsson,
Sigrún Jóns, Stefán Jakobsson
og barnabörn.
✝
Faðir minn og bróðir okkar,
PÉTUR ÞORVALDSSON,
Bakkavegi 5,
Hnífsdal,
lést mánudaginn 6. október.
Hann verður jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu
laugardaginn 11. október kl. 14.00.
Hulda Pétursdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLMI ANTON SIGURÐSSON,
áður Ægisstíg 3,
Sauðárkróki,
sem lést á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki
27. september, verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 11. október
kl. 14.00.
Ólöf Pálmadóttir, Þorsteinn Ingólfsson,
Guðbjörg Sigríður Pálmadóttir, Valgeir Steinn Kárason,
Snorri Rúnar Pálmason, Anne Marie Haga,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðja frá sam-
starfsmönnum
við Iðnskólann í
Reykjavík og
Tækniskólann
Góður félagi og samstarfsmað-
ur í nær tvo áratugi, Leifur Daw-
son málari, er fallinn frá. Hann
starfaði í fámennum en vöskum
hópi iðnaðarmanna sem sáu um
viðhald og breytingar á húsnæði
Iðnskólans og síðar Tækniskól-
ans.
Það var mikið lán fyrir skólana
að fá að njóta starfskrafta hans.
Mikið starfsþrek, vandvirkni og
vinnuhraði fór saman hjá honum
Leifur Örn Dawson
✝ Leifur fæddist22. nóvember
1943. Hann lést 3.
september 2014.
Útför Leifs fór
fram 12. september
2014.
og dagsverkið var
jafnan drjúgt. Við
bættist að hann var
sérlega viðkunnan-
legur, hafði góða
nærveru og
skemmtilega kímni-
gáfu. Maður sem
gaman og gott var
að umgangast.
Þó að vinnustað-
urinn hafi verið fjöl-
mennur voru boð-
leiðir ekki langar. Stutt spjall í
matar- eða kaffitíma þar sem
fram kom að þörf væri á málning-
arvinnu í einhverri deild skólans
leiddi oftar en ekki til þess að
nokkru síðar sást Leifur í ná-
grenni staðarins með efni og
áhöld. Þegar spurt var hvenær
mætti eiga von á aðstoð gat hann
svarað með sitt kankvísa bros á
vörum: „Þetta er löngu búið.“ Og
mikið rétt, verkinu var lokið á
óaðfinnanlegan hátt.
Þó að Leifur væri ljúfur og
þægilegur í framkomu gat hann
verið skemmtilega þrjóskur.
Þann eiginleika notaði hann á já-
kvæðan hátt. Dæmi um það er
stríðið við krotarana sem ekki
mega sjá auðan blett á hlutum og
mannvirkjum án þess að merkja
sér svæðið. Þessi árátta „lista-
mannanna“ kemur í óútskýran-
legum bylgjum og þeir virðast
hafa sérstakan áhuga á opinber-
um byggingum. Húsnæði Iðn-
skólans fór ekki varhluta af þess-
ari hegðun. En í Leifi mættu þeir
ofjarli sínum. Hann fór oft og
reglulega eftirlitsferðir með efni,
tól og tæki og hreinsaði eða mál-
aði jafnharðan yfir „listaverkin“
stundum mörgum sinnum sama
blettinn. Á endanum fór jafnan
svo að krotararnir gáfust upp.
Líklega hafa þeir flutt sig á önn-
ur svæði, enda er stór hluti af
sýniþörfinni að verkin fái að lifa
og sjást.
Þegar Leifur hóf störf sín við
Iðnskólann hafði hann gegnt með
mikilli prýði ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir fagfélag sitt, Mál-
arafélag Reykjavíkur. Því var
eðlilegt að iðnaðarmennirnir sem
unnu með honum leituðu til hans
um forustu í kjaraviðræðum við
skólayfirvöld. Óhætt er að segja
að það starf hafi borið ávöxt-
.Verulegar leiðréttingar á kjör-
um hópsins náðust undir forustu
hans. Í því verkefni skiptu án efa
höfuðmáli, reynsla hans, rökföst
nálgun, staðfesta og sú virðing
sem hann hafði áunnið sér.
Eftir alvarleg veikindi og
starfslok fyrir fáum árum sáum
við minna af honum en fylgdumst
með högum hans og heilsu eftir
bestu getu. Þó að veikindin væru
mjög alvarleg vonuðum við í
lengstu lög að hann næði heilsu
en andlátsfregnin kom okkur þó
ekki á óvart.
Góður drengur er genginn en
minningin um mannkosti hans og
jákvæðan og sterkan persónu-
leika lifir áfram. Við vinir hans og
samstarfsmenn við skólann vott-
um ekkju hans, börnum þeirra og
fjölskyldunni allri innilega sam-
úð.
Frímann I. Helgason.