Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Tómas Þór Þórðarson er íþróttablaðamaður á Fréttablaðinu ogVísi og hefur gaman af flestum íþróttum. „Ég ólst upp við aðhorfa á fótbolta og handbolta. Svo æfði ég badminton og
finnst gaman að geta horft á það, þá sjaldan það er hægt, t.d. á út-
sendingar frá Ólympíuleikum. Svo hef ég gríðarlega mikinn áhuga
á NFL-boltanum bandaríska og vaki allar nætur þegar leikir þar
eru í gangi. Tímabilið stendur frá september til janúar og þá sefur
maður lítið. Ég er búinn að horfa á þetta síðan Sýn hóf útsendingar
1995. Svo fékk ég að lýsa Superbowl síðast sem var mjög skemmti-
legt.“ Tómas telur að Denver Broncos verði meistarar þetta tímabil-
ið. „Þeir eru með ógeðslega gott lið og komust í úrslit síðast, voru
reyndar rassskelltir þá en þeir hafa bætt sig í vörninni og eru með
frábæra sókn.“
Af öðrum áhugamálum Tómasar eru það kvikmyndir. „Annars
eru það íþróttirnar. Ætli það fari ekki 22 tímar af 24 tímum sólar-
hringsins í að skrifa, horfa eða hugsa um íþróttir.“
Afmælisdagurinn verður hefðbundinn hjá Tómasi fyrir utan að
hann mun fá perutertu hjá foreldrum sínum, Þórði Kristjánssyni og
Guðlaugu Sveinbjörnsdóttur, í tilefni dagsins. „Ég mátti velja mér
hvað ég vildi fá mér og ég hef ekki fengið perutertu í 17 ár og datt
þetta í hug.“
Tómas Þór Þórðarson er þrítugur í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Spáir Broncos sigri Tómas lýsti Superbowl-leiknum í fyrra og sá
Denver Broncos fara illa út úr þeim leik en telur að liðið vinni í ár.
Sefur lítið frá sept-
ember til janúar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Kópavogur Birna Skúladóttir fæddist
í Reykjavík 13. apríl 2014 kl. 4.50. Hún
vó 4.382 g og var 52 cm að lengd. For-
eldrar hennar eru Svava Björnsdóttir
og Skúli Þórarinsson.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Helena Rós Hall fædd-
ist 9. ágúst 2014 kl. 6.06. Hún vó
3.985 g og var 49 cm löng. Foreldrar
hennar eru Hulda María Hermanns-
dóttir og Davíð Leó Hall.
D
íana Mjöll fæddist í
Reykjavík 8.10. 1974
en ólst upp á Eski-
firði: „Ég var orðin
fullorðin þegar ég átt-
aði mig á því að ég ólst upp við sér-
stök forréttindi. Þau voru fólgin í
því að pabbi rak rútufyrirtæki og ég
var sífellt á ferðalögum með foreldr-
unum og öðru skemmtilegu fólki.
Við fórum í svokallaðar haustferð-
ir á hverju ári, en þá var alltaf ekið
upp á hálendið. Það eru ekki öll
börn sem alast upp við slíka kynn-
ingu á landinu sínu.
Á þessum ferðum kynntist ég
fjölda fólks sem enn í dag eru miklir
vinir mínir, þrátt fyrir mikinn ald-
ursmun. Það var nú ein trakter-
ingin, að fá að kynnast sér eldra
fólki, virkilega vönduðum mann-
eskjum sem maður ber virðingu fyr-
ir. Þetta voru mínar bestu stundir
og ég ylja mér oft við minning-
arnar.“
Díana Mjöll gekk í Alþýðuskólann
á Eiðum og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Egilsstöðum:
„Ég tók tvö fyrstu ár framhalds-
skólans við Eiðaskóla sem síðan
sameinaðist Menntaskólanum á
Egilsstöðum. Að fara á heimavist á
Eiðum var eins og að flytja að heim-
an en þó undir hæfilegu eftirliti. Þar
Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel – 40 ára
Stórfjölskyldan Díana Mjöll með eiginmanni og börnum, foreldrum sínum, systur sinni og hennar fjölskyldu.
Alin upp við ferðalög
Sposk á svipinn Hér eru börnin, Svanhildur Sól, Sveinn og Jökull Logi.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSkeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is
BOURGIE
Hönnun: Ferruccio Laviani
Bourgie Silfur verð 74.000,-
Bourgie Gull verð 106.000,-
Bourgie 3ja lita verð 79.000,-