Morgunblaðið - 08.10.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 08.10.2014, Síða 27
voru auðvitað reglur að fara eftir og flestar þeirra héldum við. En ef við misstigum okkur fengum við föður- legt tiltal frá skólameistara. Þarna eignaðist maður marga góða vini og lærði að taka eigin ákvarðanir. Að hitta gamla Eiða- nema er eins og að hitta fjölskyldu- meðlim eftir langan aðskilnað og alltaf nóg að tala um og rifja upp. Meðan á skólanum stóð vorum við vön að fara heim aðra hverja helgi en vörðum hinni í skólanum, þannig að þarna myndaðist einstök stemm- ing sem erfitt er að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa upplifað það.“ Díana Mjöll var skiptinemi í Þýskalandi í eitt ár eftir Eiðadvölina og var Au-pair í Frakklandi í átta mánuði eftir stúdentsprófi 1995: „Það hefur komið sér vel í ferða- þjónustunni að hafa þrjú tungumál, en auk þýsku og frönsku tala ég líka ensku eins og vel flestir Íslendingar. Ég tók svo rútupróf árið 1995 og hef gripið í akstur hjá Tanna Travel í gegnum árin.“ Díana Mjöll og eiginmaður henn- ar fluttu í Kópavogi 1997. Hún hóf nám við Ferðamálaskóla Íslands en hann við Vélskólann. Hún útskrif- aðist síðan frá Ferðamálaskólanum með alþjóðlegt IATA/UFTAA próf í ferðamála- og ferðamarkaðsfræði: „Í Kópavoginum leitaði hugurinn alltaf heim. Við vorum ákveðin í því að dvelja ekki lengi á höfuðborg- arsvæðinu og fluttum því aftur austur 2001.“ Auk starfa hjá Tanna Travel hef- ur Díana Mjöll starfað á hóteli í Reykjavík, hjá Landsbanka Íslands og á Markaðsstofu Austurlands. Hún sat í stjórn Markaðsstofunnar og er nú formaður Ferðamála- samtaka Austuralands. Díana Mjöll nefnir fjölskylduna fyrst þegar áhugamál bera á góma: „Ég nýt hverjar stundar sem ég ver með fjölskyldunni. Auk þess hef ég áhuga á ferðalögum, útivist og heilsu. Ég hef tekið virkan þátt í að koma á fót ýmiskonar viðburðum og keppnum í Fjarðabyggð. Þar ber einna hæst Götuþríþrautina sem haldin er ár hvert á Eskifirði. Þar leiðir saman hesta sína lengra komið keppnisfólk. En jafnframt keppa fjölskyldur saman í liðum.“ Fjölskylda Eiginmaður Díönu Mjallar er Sig- urbjörn Jónsson, f. 19.4. 1974, yfir- maður bíladeildar Tanna Travel. Foreldrar hans: Jón Vigfússon, f. 7.4. 1929, d. 15.2. 2011, bóndi á Hólmum í Reyðarfirði, og Svanhild- ur Stefánsdóttir, f. 9.11. 1943, hús- freyja á Reyðarfirði. Börn Díönu Mjallar og Sig- urbjörns eru Jökull Logi Sig- urbjarnarson, f. 24.5. 1999, Svan- hildur Sól Sigurbjarnardóttir, f. 19.2. 2002, og Sveinn Sigurbjarn- arson, f. 25.11. 2005. Systir Díönu Mjallar er Halldóra Ósk Sveinsdóttir, f. 21.10. 1965, bankastarfsmaður í Reykjavík. Foreldrar Díönu Mjallar eru Sveinn Sigurbjarnarson, f. 21.7. 1945, bílstjóri á Eskifirði, og Mar- grét Óskarsdóttir, f. 16.10. 1948, skrifstofumaður á Eskifirði. Úr frændgarði Díönu Mjallar Sveinsdóttur Díana Mjöll Sveinsdóttir Natalía Soffía María Kragh húsfr. á Eskifirði, af færeyskumættum Guðni Jónsson sjóm. á Eskifirði Sigurbjörg Halldóra Guðnadóttir húsfreyja á Eskifirði Óskar Sigurjón Snædal iðnverkam. á Eskifirði Margrét Óskarsdóttir skrifstofumaður Ragnhildur R. Snædal Einarsdóttir verkak. og húsfr. á Eskifirði Jón Snædal Halldórsson smiður á Eskifirði Sigfús Mar Vilhjálmsson b. á Brekku Anna Margrét Þorkelsdóttir húsfr. á Brekku í Mjóafirði Ingólfur Þorkelsson fyrrv. skólameistari MK Helga Ólafsdóttir farandverkakona Þorkell Björnsson b. á Háreksstöðum og verkam. á Seyðisfirði Kristín María Þorkelsdóttir húsfreyja á Hafursá Sigurbjörn Pétursson b. á Hafursá í Vallahreppi Sveinn Sigurbjörnsson bifreiðarstj. á Eskifirði Ingileif Þórunn Sigurðardóttir húsfr. á Víðivöllum og á Ormsstöðum Pétur Einarsson b. á Víðivöllum í Fljótsdal, síðar á Ormsstöðum og starfsm. Skógræktar ríkisins Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur hjá HAFRÓ Hjónasvipur Díana Mjöll og eigin- maðurinn Sigurbjörn Jónsson. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 90 ára Guðmundur Ólafsson Guðrún Benediktsdóttir Margrét Jóna Ísleifsdóttir 85 ára Ásta Björnsdóttir Ásta S. Magnúsdóttir Indriði Hannesson Ívar Árnason Jón Karlsson Ólöf J. Ólafsdóttir 80 ára Anna Björg Agnarsdóttir Stefanía Magnúsdóttir Svavar Friðrik Hjaltalín 75 ára Albína Hulda Thordarson Auður Axelsdóttir Bára Finnsdóttir Guðmunda J. Sigurðard. Guðmundur Haraldsson Guðmundur Ingólfsson Jón Hermannsson Kristín Stefánsdóttir Þórður Haraldsson 70 ára Birna G. Björnsdóttir Guðrún Greipsdóttir Jóna Þrúður Jónatansdóttir María Karlsdóttir Sigríður Sveinsdóttir 60 ára Anna Jóna Júlíusdóttir Ágústa Ingimarsd. Onus Árni Klemenz Eiðsson Björg Benediktsdóttir Björg Jónsdóttir Guðrún H. Bjarnadóttir Hera Hjálmarsdóttir Kristinn Sigurjónsson Kristín J. Sveinsdóttir Margrét Benjamínsdóttir Páll Þórir Pálsson Sigríður J. Andrésdóttir Sigurður Einarsson Sævar Sigurðsson Vilmundur Þorsteinsson 50 ára Haraldur Ólafsson Hlynur Stefánsson Hrund Þorgeirsdóttir Ingibjörg Dís Gylfadóttir Jóhann H. Stefánsson Lárus Jóhann Sigurðsson Sigríður Sigurðardóttir Snorri Jósefsson 40 ára Díana Mjöll Sveinsdóttir Elísabet Hlín Adolfsdóttir Guðmundur Sigurjónsson Ingólfur Pétursson Jón Þorbjörn Ágústsson Júlíus Bjarnason Katrín Halldórsdóttir Kristbjörg Hermannsdóttir Kristján Geir Þorláksson Margrét Jónsdóttir Ólöf Ásta Salmannsdóttir Sigrún Árnadóttir Sigurjón Geir Þórðarson Steinar R. Beck Baldursson Vagn Leví Sigurðsson 30 ára Birgir Örn Hauksson Elías Svavar Jónsson Elvar Örn Sturluson Finnur Ulf Dellsén George Kristófer Young Gunnar Aðils Tryggvason Helgi Gísli Birgisson Hrafnhildur H. Hjartardóttir Ingibjörg P. Axelsd. Bryde Katrín Þóra Björgvinsdóttir Kristján Kristjánsson Liridone Bujupi Margrét Guðríður Beck Pálmar Ragnarsson Regiane Barros De Sousa Sigurður Almar Sigurðsson Sigurður Gísli Sigbjörnsson Skúli Þórarinsson Svava Karen Jónsdóttir Wilson Carael Seno Þorbergur A. Þorsteinsson Til hamingju með daginn 30 ára Skúli ólst upp í Ár- bænum en býr í Kópa- vogi, lauk prófum frá Vél- skóla Íslands og atvinnu- flugmannsprófi og er flugmaður hjá Bláflugi. Maki: Svava Björnsdóttir, f. 1983, þroskaþjálfi. Dóttir: Birna Skúladóttir, f. 2014. Foreldrar: Guðbjörg Ast- rid Skúladóttir, f. 1953, skólastjóri, og Þórarinn Kjartansson, f. 1952, d. 2007, framkvæmdastjóri. Skúli Þórarinsson 30 ára Gunnar ólst upp í Borgarnesi, býr í Reykja- vík, lauk prófi í geislafræði við HÍ og starfar við LSH. Maki: Villimey K.M. Sig- urbjörnsdóttir, f. 1987, í MA-námi við HÍ. Foreldrar: Elsa Friðriks- dóttir, f. 1957, verslunar- maður hjá Nettó, búsett í Reykjavík, og Tryggvi Gunnarsson, f. 1956, raf- virkjameistari við Land- spítalann, búsettur í Kópavogi. Gunnar Aðils Tryggvason 30 ára Pálmar ólst upp í Árbænum og Grafarvogi, býr í Vesturbænum, lauk BS-prófi í sálfræði, þjálfar körfubolta hjá KR og stefnir á MA-nám í við- skiptafræði. Systkini: Árni Ragnars- son, f. 1987, og Bergdís Ragnarsdóttir, f. 1992. Foreldrar: Ragnar Torfa- son, f. 1963, húsasmiður, og Erna Guðrún Gunnars- dóttir, f. 1965, fótaað- gerðafræðingur. Pálmar Ragnarsson Jónas G. Halldórsson hefur lokið doktorsvörn sinni í líf- og læknavís- indum við Læknadeild á Heilbrigðis- vísindasviði Háskóla Íslands. Ritgerð- in ber heitið „Heilaáverkar á íslenskum börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri: Nýgengi, algengi, langtímaafleiðingar og bata- horfur (Early traumatic brain injury in Iceland: Incidence, prevalence, long- term sequelae and prognostic fact- ors). Meginmarkmið þessarar rann- sóknar var að meta nýgengi, algengi og afleiðingar heilaáverka á ungum aldri í tveimur þjóðarúrtökum, að meta forspárgildi þátta hvað snerti batahorfur og að styðja við þróun fyrirbyggjandi aðgerða og íhlutunar. Rannsóknarhópi, sem tók til allra einstaklinga 0-19 ára, sem greindir voru með heilaáverka (ICD-9 850- 854) á Íslandi á eins árs tímabili 1992-1993 (n = 550), var fylgt eftir yfir 16 ára tímabil. Samanburðar- hópur var valinn úr Þjóðskrá árið 2008 (n = 1,232). Stuðst var við læknisfræðileg gögn um eðli og alvarleika áverka í rannsóknarhópi og svör við spurn- ingalistum, sem þátttakendur í báðum hópum svöruðu. Nýgengi heilaáverka á börnum og unglingum var áþekkt því sem lýst hefur verið í nágrannalöndunum. Al- gengi heilaáverka á ungum aldri og al- gengi hömlunar af völdum heilaáverka mældist hins vegar hærra en áður hefur verið áætlað í almennum þýð- um. Þyngd höfuðhöggs og fleira en eitt höfuðhögg hafði forspárgildi um batahorfur umfram aðrar breytur. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna umfang heilaáverka á ungum aldri og afleiðinga til lengri tíma og mikilvægi markvissra fyrirbyggjandi aðgerða, íhlutunar og eftirfylgdar. Doktor við læknadeild HÍ Jónas G. Halldórsson er fæddur árið 1952. Hann lauk B.Sc.Hons. prófi í sálfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1975 og M.A. prófi í þróunartaugasálfræði frá Háskólanum í Manitoba árið 1984. Síðar stundaði hann sérnám í taugasálfræði við Háskólann í Ósló. Jónas starfaði við Sálfræðiþjónustu skóla í Reykjavík og Öskjuhlíðarskóla og sem sérfræðingur á sviði taugasálfræði og sviðsstjóri á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til ársins 2002. Frá 2003 hefur Jónas sinnt sérfræðistörfum á Grensásdeild Landspítala og Barnaspítala Hringsins. Jónas er formaður Fagráðs um heilaskaða. Eiginkona Jónasar er Magnea S. Jónsdóttir. Þau eiga tvær dætur og sex barnabörn. Doktor Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is MIKIÐ ÚRVAL AF STURTU- HENGJUM OG BAÐVÖRUM Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.