Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10 EQUALIZER Sýnd kl. 6 - 9 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR... Hryllingsmyndin vinsæla The Purge sló eftir- minnilega í gegn með frumlega söguþræði sínum þar sem stjórnvöld hafa veitt íbúum leyfi til þess að „hreinsa“ sig einn dag á ári. Með því er átt við að hver sá sem fengið hefur leyfi stjórnvalda til þess að gera hvað sem hann vill, þar á meðal fremja morð, má gera slíkt án afleiðinga. Fyrsta myndin kom út árið 2013 en önnur myndin, The Purge: Anarchy, kom út á þessu ári og náði talsverðum vinsældum. Höfundur og leikstjóri myndanna, James DeMon- aco, hefur nú staðfest útgáfu þriðju myndarinnar sem er von á á næsta ári. Vinsældir myndanna komu DeMonaco vel á óvart og sagðist hann í sam- tali við Deadline ekki hafa getað ímyndað sér að The Purge myndi verða að eins stóru fyrirbæri og raunin er. Þriðja „hreinsunin“ í bígerð Óreiða Hlutirnir fara fljótlega úr böndunum. Ríkisútvarp Bretlands, BBC, gefur almenningi nú færi á að senda inn lög fyrir innlegg Bretlands í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem almenningi gefst kostur á að senda inn lög en síðastliðin sex ár hefur BBC valið flytjendur og lög- in í samvinnu við bresk útgáfufyrirtæki. Þá kemur enn til greina að lagið verði valið af vettvangi upprenn- andi tónlistarmanna sem BBC heldur úti. Bretland hefur ekki státað af glæsilegum árangri í Eurovision á síðustu árum þó margir heimsfrægir tón- listarmenn hafi tekið þátt og verið fulltrúar landsins í keppninni. Þar má nefna Bonnie Tyler, Engelbert Humperdinck og strákabandið Blue, en ekkert þeirra lenti í efstu tíu sætunum. Almenningur velur lag Bretlands í ár Flott Bonnie Tyler var fulltrúi Bretlands 2013. Eldklerkurinn, einleikur um séra Jón Stein- grímsson og Skaftárelda, snýr aftur í upp- setningu Mögu- leikhússins í Tjarnarbíó dag- ana 9. og 19. október. Leik- ritið var sýnt í Hallgrímskirkju og Tjarnarbíói síðasta vetur og naut mikilla vinsælda. Í framhaldinu ferðaðist Möguleikhúsið með verk- ið um landið og sýndi víða. Verkið segir frá Jóni, góðum bónda, lækni og presti sem þurfti að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúru- hamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar. Höf- undur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergs- dóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björns- dóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson. Eldklerkurinn snýr aftur í Tjarnarbíó Pétur Eggerz Bókaúgáfan Hólar gefur út vel á ann- an tug bóka á þessu ári. Þar ber fyrst að nefna bókina Biblíumatur eftir séra Svavar Alfreð Jónsson prest á Akureyri. „Í henni verður að finna girnilegar og hollar mataruppskriftir frá landi mjólkur og hunangs og bera sumar þeirra forvitnileg heiti eins og t.d. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreans, Kvöldskattur tollheimtu- mannsins og Lambakjötsréttur Re- bekku,“ segir m.a. í tilkynningu frá útgáfunni. Sigurður dýralæknir er seinna bindið af ævisögu Sigurðar Sigurð- arsonar dýralæknis og er það jafn- framt afmælisrit hans. Í fyrra bindinu, sem kom út 2011, sagði Sig- urður frá æsku sinni og uppvexti til fullorðinsára og samferðamönnum á því tímaskeiði ævinnar. „Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og dregur fram ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmti- legum viðburðum þótt vitaskuld hafi stundum gustað um hann og honum jafnvel verið hótað lífláti. Kveð- skapur liggur honum létt á tungu sem fyrr.“ Klénsmiðurinn á Kjörvogi er ævi- saga Þorsteins Þorleifssonar (1821- 1882) sem lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. „Hann lærði járnsmíði og stundaði þá iðn alla ævi, en sam- hliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að fást við lækn- ingar og taka á móti börnum. Höf- undur bókarinnar er Hallgrímur Gíslason á Akureyri, dótturson- arsonur Þorsteins.“ Byggðasaga Grafnings Í ritverkinu Grafningur og Gríms- nes – Byggðasaga, í samantekt Sig- urðar Kristins Hermundarsonar, er fjallað um Grafning, sögu og mannlíf, á árunum 1890-2012 og Grímsnes að hluta til, þ.e.a.s. sem tekur einkum til Sogsvirkjana og Ljósafossskóla. „Hverri jörð er lýst í knöppu máli og í ábúendatali er þráðurinn rakinn bæ frá bæ eftir hinni gömlu boðleið og grein gerð fyrir ábúendum og niðjum þeirra. Mikið ítarefni er hluti af verk- inu, sem lýtur m.a. að staðfræði, at- vinnuháttum, sögu og sögnum, þjóð- fræði og þjóðháttum,“ segir í tilkynningu og á það bent að fjöldi ljósmynda prýði verkið. „Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið koma les- endum á óvart, bæði vegna efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði. Ævintýrablær og sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti. Höfundurinn Hrönn Jónsdóttir, sjö- tug að aldri, er búsett á Djúpavogi og er þetta hennar fyrsta skáldsaga en áður hafa birst eftir hana ljóð, frá- sagnir og blaðagreinar.“ Fjallað um ævi Günthers Prien Von er á fjórða heftinu af Skag- firskum skemmtisögum eftir Björn Jóhann Björnsson, blaðamann. Í bók- inni Hreindýraskyttur eftir Guðna Einarsson, blaðamann og skotveiði- mann, segja Axel Kristjánsson, Gunnar A. Guttormsson, Guttormur Sigbjarnarson, Sigrún Aðalsteins- dóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Þorgils Gunnlaugsson, María B. Gunnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Sæ- unn Marinósdóttir og Sigurður Að- alsteinsson frá ævintýrum sínum á hreindýraveiðum á Íslandi og í Græn- landi. „Auk þess er rakin saga hrein- dýraveiða hér á landi. Bókin er prýdd kortum og fjölda mynda.“ Tarfurinn frá Skapaflóa er úr smiðju Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar og fjallar um ævi þýska kaf- bátaforingjans Günther Prien sem fór mikinn í seinni heimsstyrjöldinni. Ennfremur koma út hjá Hólum Bestu barnabrandararnir, Spurn- ingabókin 2014 og Fótboltaspurn- ingar. Fyrr á árinu komu þessar fjór- ar bækur út hjá Hólum: Ljóðstafaleikur sem er hvort tveggja í senn ljóðaúrval og afmælisrit hag- yrðingsins Ragnars Inga Aðalsteins- sonar frá Vaðbrekku, Saga Sveina- félags skipasmiða 1936-1983 eftir Þorgrím Gestsson, Hraun í Öxnadal eftir Bjarna E. Guðleifsson náttúru- fræðing og Örnefni í Mjóafirði eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku. sil- ja@mbl.is Biblíumatur, Sigurður dýra- læknir og hreindýraskyttur  Bókaúgáfan Hólar gefur út vel á annan tug bóka á þessu ári  Von á fjórða heftinu af Skagfirskum skemmtisögum Sigurður Sigurðarson Magnús Þór Hafsteinsson Guðni Einarsson Ragnar Ingi Aðalsteinsson Svavar Alfreð Jónsson Björn Jóhann Björnsson Bjarni E. Guðleifsson Þorgrímur Gestsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.