Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 36

Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Saga greindist með vægar … 2. Cambridge-háskólinn gekk … 3. WOW rukkar fyrir handfarangur 4. Bjarnarhúnn í Miðgarði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á morgun verða fluttir tveir fyrir- lestrar í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnám Íslands. Helgi Þorláksson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, mun þar fjalla um Landnámabók og notkun hennar sem heimild um landnámið. Orri Vésteinsson, prófessor í forn- leifafræði við Háskóla Íslands, mun einnig ræða það hvers vegna Ísland var numið í lok 9. aldar. Í erindi sínu gefur Orri yfirlit yfir afrakstur forn- leifarannsókna um landnám Íslands síðastliðinn aldarfjórðung. Viðburðurinn hefst klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Fyrirlestrar um landnám Íslands  Íslenska vitafélagið – félag um íslenska strandmenningu, hefur vetrardagskrá sína í kvöld á um- fjöllun um Alliance-húsið, byggingu þess og starfsemi. Viðburðurinn hefst klukkan 20 og stendur til kl. 22 en tveir úrvalsfyrirlesarar flytja erindi þetta kvöld. Stefán Örn Stef- ánsson arkitekt fjallar um Alliance- húsið og viðgerðarsögu þess og síðan flytur Helgi Þorláksson sagn- fræðingur erindi um Alliance- fyrirtækið og saltfiskverkun því tengda. Ástæðan fyrir umræðunni er sú að Vitafélagið hefur nú flutt sig um set og verða kvöldfundirnir framvegis haldnir í Alliance-húsinu, Grandagarði 2, Reykjavík. Að venju er dagskráin ókeypis og allir velkomnir. Vitafélagið með við- burð í Alliance-húsinu Á fimmtudag Norðaustan 8-13 m/s og súld eða lítilsháttar rign- ing, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 10 stig að deginum. Á föstudag Norðan 8-13 m/s og dálítil slydda eða rigning á Norð- ur- og Austurlandi, en annars léttskýjað. Hiti 1 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning austanlands, en annars bjart með köflum. Hiti 7 til 15 stig. VEÐUR Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Íslandsmeistara Snæfells í körfuknattleik kvenna, sér fram á spennandi toppbar- áttu 5-6 liða í Dominos- deildinni í vetur. Keflavík er spáð deildarmeistaratitl- inum, á ný undir stjórn Sig- urðar Ingimundarsonar, en Snæfelli spáð 2. sæti eftir að hafa misst lykilleikmenn í sumar. Nýliðar Breiðabliks og Hamar koma til með að berj- ast um að forðast fall. »4 Keflavík spáð titli en fleiri lið líkleg Atli Guðnason er leikmaður ársins 2014 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hjá Morgunblaðinu en hann varð efst- ur í einkunnagjöf blaðsins á nýloknu keppnistímabili. „Í heildina var ég nokkuð ánægður með eigin frammi- stöðu en það má samt alltaf gera betur,“ segir Atli en í íþróttablaðinu er viðtal við hann, lið ársins er birt og aðrar niðurstöður úr ein- kunnagjöf Morg- unblaðsins, M- gjöfinni. » 1-3 Atli Guðnason er leik- maður ársins 2014 Íslands- og bikarmeistarar Stjörn- unnar gera í kvöld aðra atlögu að því að komast í 16 liða úrslit Meistara- deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonur mæta þá rússnesku Stjörnunni, eða liði Zvezda. Sigurliðið samanlagt mætir annað- hvort enska liðinu Liverpool, með Katrínu Ómarsdóttur innanborðs, eða Linköping frá Svíþjóð. »3 Stjarnan reynir aftur að slá út rússneskt lið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Árangur knattspyrnuliða Stjörn- unnar í Garðabæ í sumar hefur vart farið framhjá nokkrum manni og er ekki ofsagt að Stjarnan standi undir nafni og skíni nú skærast á íslenska knattspyrnusviðinu. Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar und- anfarin fimm ár, segir að markviss uppbygging undanfarin ár hafi skilað sér með ánægjulegum hætti. „Við höfum verið með öfluga hópa á bak við meistaraflokka karla og kvenna og fyrsti Íslandsmeistaratitill okkar í meistaraflokki kvenna 2011 hjálpaði knattspyrnudeildinni mikið og gaf skemmtilegan tón.“ Eftir að karlalið deildarinnar náði að halda sér í hópi þeirra bestu tvö ár í röð, 2009 og 2010, voru lögð drög að því að taka áfram skref fyrir skref. „Öll okkar vinnubrögð hafa síðan ein- kennst af þessu,“ segir Almar um ár- angurinn. Eins og gefur að skilja hafa margir átt hlut að máli. Almar segir að Einar Páll Tamimi hafi ásamt góðu fólki sett upp ákveðna áætlun fyrir kvennaliðið, Máni Pétursson hafi fengið stelpurnar til að hugsa hærra og lengra, Þorlákur Árnason hafi mótað þjálfunina og skilað fyrstu titl- unum og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafi byggt ofan á góðan grunn. Sama hafi verið upp á teningnum hjá körl- unum þar sem Sæmundur Frið- jónsson hefur leitt starfið. Bjarni Jó- hannsson hafi fengið menn til að hugsa eins og efstudeildarlið, Logi Ólafsson hafi haft mikil áhrif, meðal annars við að bæta alla umgjörð, og Rúnar Páll Sigmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og félagar hafi fylgt þeim eftir með dugnaði og ög- uðum og skipulögðum vinnubrögðum. Almar segir að ákveðin lína hafi verið lögð hjá knattspyrnudeildinni með ráðningu Þorvaldar Árnasonar sem yfirþjálfara yngri flokka í fullt starf 2004. „Sú uppbygging sem hann stóð að lagði ákveðinn grunn og strákar fæddir um miðjan tíunda ára- tuginn, sem byrjuðu að mótast á ár- unum 2004 til 2007, hafa gengið göt- una til góðs og njóta þess nú sem Íslandsmeistarar.“ Mikill stuðningur Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa stutt dyggilega við íþróttastarf í bænum og ekki síst við afreksstefn- una. „Árangurinn gerir það að verk- um að við höfum mikinn meðbyr og hann skilar sér inn í starfið,“ segir Almar. „Fleiri krakkar æfa, for- eldrar taka þátt í starfinu og auð- veldara er að fá sjálfboðaliða. Við eigum jákvæða stuðningsmenn og fólk skynjar mikið líf og gleði í Garðabæ.“ Stjarnan skín skærast  Mikið líf og gleði í meistara- bænum Garðabæ Morgunblaðið/Kristinn Árangur Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, er ánægður með uppskeruna. Ungmennafélagið Stjarnan var stofnað í Garðabæ 1960. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi-deild karla í sumar og varð Íslandsmeist- ari í fyrsta sinn á nýliðinni leiktíð. Kvennalið knatt- spyrnudeildar gaf tóninn með fyrsta Íslandsmeistaratitl- inum 2011 og það var Íslands- og bikarmeistari í ár, en stúlkurnar hafa fagnað fimm Íslands- og bikarmeistara- titlum undanfarin fjögur ár. 2. flokkur karla gerði það líka gott í ár og varð Íslands- og bikarmeistari. Stjarnan sigraði í 3. deild karla 1988, í 2. deild 1989, lék fyrst í efstu deild 1990 og hefur leikið þar samfellt frá 2009. Liðið vakti athygli í Evrópukeppninni í sumar og Evrópuævintýri meistaraflokks kvenna heldur áfram á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld þegar Stjarnan tek- ur á móti rússneska liðinu Zvezda í fyrri leik liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stúlkurnar gáfu tóninn UNGMENNAFÉLAGIÐ STJARNAN Í GARÐABÆ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.