Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Þeir ungu skákmenn semtefla á Evrópumóti ung-menna sem hefst í Batumi íGeorgíu á morgun gætu
margt lært af Karli Þorsteins sem
varð fimmtugur þann 13. október sl.
og er einn sigursælasti skákmaður
Íslands á vettvangi barna- og ung-
lingamóta. Karl vann óopinbert
heimsmeistaramót barna í Puerto
Rico árið 1978 og síðan barnamót
Sameinuðu þjóðanna í Rio í árs-
byrjun 1982. Hann varð svo í 3. sæti á
HM unglinga í Finnlandi 20 ára og
yngri. Áhrif Kasparovs á skákmenn
af hans kynslóð voru mikil og komu
fram hjá Karli í heilbrigðum metnaði
og yfirgripsmikilli þekkingu á fræð-
unum; keppendur á Skákþingi Ís-
lands 1981 komust að því að jafnvel
smásmugulegustu fræðirit höfðu ekki
skotist fram hjá hinum 16 ára gamla
nýliða í landsliðsflokki. Karl varð Ís-
landsmeistari árin 1985 og 1989, átti
fast sæti í landsliði Íslands og var í
sveit Íslands sem varð í 2.-3. sæti á
heimsmeistaramóti landsliða undir 27
ára í Chicago sumarið 1983.
Vegna sérstakra aðstæðna var ís-
lenska íslenska landsliðið búið að
keyra á fjórum mönnum í fyrstu um-
ferðum HM landsliða í Luzern haust-
ið 1993 og þrátt fyrir sigur yfir Rúss-
um voru menn orðnir lúnir. Þá
bættist Karl Þorsteins í liðið gripinn
úr vinnuferð með Jakobi Ármanns-
syni á vegum Búnaðarbanka Íslands.
Hann hlaut 4 vinninga af fimm mögu-
legum og átti stóran þátt í þeim ár-
angri Íslands að verða í 5. sæti í
keppni við bestu skákþjóðir heims.
En þar setti hann líka að sumu leyti
punktinn aftan við glæsilegt tímabil í
skákinni. Þó hann hafi alltaf annað
veifið síðan tekið þátt í mótum með
góðum árangri voru markmiðin önn-
ur; fjölskyldan og bankastörf voru
sett framar á forgangslistanum.
Þegar rennt er yfir skákir Karls
frá virkasta tímabilinu, níunda ára-
tugnum, bregður oft fyrir nöfnum
skákmanna sem létu mikið að sér
kveða á næstu árum: Curt Hansen
Kiril Georgiev, Lembit Oll, Ferdin-
and Hellers, Alexei Dreev. Á Reykja-
víkurmótinu 1990 var Karl meðal
efstu manna framan af og vann þá
eftirfarandi skák af góðkunningja
Reykjavíkurskákmótanna:
Karl Þorsteins – Walter Browne
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3
c5 5. g3 cxd4 6. Rxd4 O-O 7. Bg2 d5
8. Db3 Bxc3 9. Dxc3
Afbrigðið sem Karl beitti hafði far-
ið í gegnum mikla „umræðu“ á þess-
um árum en talið var að 9. bxc3 væri
vænlegra til árangurs.
9. … e5 10. Rb3 dxc4
Einnig er hægt að leika 10. … Rc6
eða 10. … d4.
11. Ra5!
Karl hafði leikið 11. dxc4 gegn
Polugajevskí í stórveldaslagnum 1990
sem var undanfari Reykjavíkurmóts-
ins.
11. … Rd5 12. Dd2 Rc6 13. Rxc4
Og hér kom til greina að leika 13.
Dxd5 Dxd5 14. Bxd5 Rxa5 15. Bd2 og
hvítur stendur aðeins betur að vígi.
13. … Be6 14. O-O b5 15. Ra3 a6
16. Rc2 Hc8 17. e4 Rb6 18. b3!
Það er mikilvægt að valda c4-
reitinn. Hvítur hefur sloppið út úr
byrjuninni með aðeins betri stöðu.
18. … a5 19. De2 b4 20. Be3 Dc7
21. Hac1 Rd7 22. Hfd1 Db7
23. Bf1!
Snjall leikur sem hótar bæði 24.
Da6 og 24. Db5. Biskupar hvíts eru
allsráðandi á borðinu.
23. … a4? 24. Da6!
Þennan leik mátti svartur ekki
leyfa.
24. … Dxa6 25. Bxa6 axb3 26.
Bxc8 bxc2 27. Hxd7!
Sennilega hefur Browne sem var í
tímahraki sést yfir þennan leik.
27. … Hxc8 28. Hd2! b3 29. axb3
Bxb3 30. Hd3 Ra5 31. Bb6
- og Browne gafst upp.
Gripinn úr vinnuferð
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Í tilefni af Al-
þjóðadegi mat-
reiðslumeistara er
Klúbbur mat-
reiðslumeistara (KM)
með tvo viðburði á
sunnudaginn. KM er
aðili að Alþjóða-
samtökum mat-
reiðslumeistara
(WACS) og hefur al-
þjóðadagurinn verið
haldinn til að gefa kokkum um allan
heim tækifæri til að láta gott af sér
leiða og til að vekja athygli á mik-
ilvægi atvinnugreinarinnar. Viðburð-
irnir sem um ræðir eru annars vegar
þátttaka KM í verkefninu Eldað fyr-
ir Ísland í samstarfi við Rauða kross-
inn og hins vegar ætlar kokkalands-
liðið að gefa landsmönnum tækifæri
til að skoða sýningarborð með yfir 30
réttum sem sett verður upp á Heims-
meistarakeppninni í matreiðslu.
Félagar í KM ætla að elda hefð-
bundna íslenska kjötsúpu sem lands-
mönnum verður boðið upp á milli kl.
11-15 sunnudaginn 19. október í 48
fjöldahjálparstöðvum sem Rauði
krossinn opnar um allt land. Þess ber
að geta að fjöldi samstarfsaðila legg-
ur til hráefnið í kjötsúpuna. Með
þessari þátttöku beinir KM sjónum
sínum að mikilvægi matreiðslunnar
ef hættuástand skapast í landinu.
Það skiptir máli að fagmenn komi að
því skipulagi ef raunverulegt neyðar-
ástand verður.
Nýliðun í matreiðslufaginu er
nauðsynleg og þarf að
glæða áhuga unga
fólksins á mat og mat-
argerð. Liður í því er að
vera með góðar fyr-
irmyndir í faginu, þar á
meðal er kokkalands-
liðið sem er skipað fær-
ustu matreiðslumeist-
urum landsins.
Kokkalandsliðið ætlar
að gefa landsmönnum
tækifæri til að skoða
keppnisborð sem tekur
um 48 klukkustundir að útbúa og
verður sett upp í Heimsmeist-
arakeppninni sem fer fram í Lúx-
emborg í nóvember nk. Keppn-
isborðið verður sett upp í Smáralind
á sunnudaginn kl. 13-18. Hægt er að
fylgjast með kokkalandsliðinu sem
keppir stolt fyrir hönd íslensku þjóð-
arinnar á samfélagsmiðlunum Fa-
cebook (Kokkalandsliðið), Instagram
(@icelandicculinaryteam #ice-
landicculinaryteam #kokka-
landslidid) og Twitter @kokka-
landslidid.
Eldað fyrir Ísland
á Alþjóðadegi
matreiðslumeistara
Eftir Hafliða
Halldórsson
Hafliði Halldórsson
»Nýliðun í mat-
reiðslufaginu er
nauðsynleg og þarf að
glæða áhuga unga fólks-
ins á mat og matargerð.
Höfundur er forseti Klúbbs mat-
reiðslumeistara og faglegur fram-
kvæmdastjóri kokkalandsliðsins.
Ég fór í ostabúð og ætlaði að kaupa
Port Salut, eitt kíló kostar 6.800 kr.
Af hverju er ekki hægt að framleiða
þennan ost hér heima? Kílóverðið
yrði örugglega lægra. Svo er annað,
það að gengið sé út frá því í frumvarpi
fjármálaráðherra að máltíð fyrir ein-
stakling kosti 248 kr. er út í hött. Ég
held að þetta þurfi að athuga betur.
Neytandi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Dýr ostur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ostur Mörgum finnst hann veislukostur.
Líklega er okkar
eini tilgangur í þessari
veröld, eftir allt, það
að elska hvert annað.
Vera samferðafólki
okkar til blessunar og
þannig Guði til dýrðar
og um leið sjálfum
okkur til heilla.
Að vera til
blessunar
Ef þú vilt njóta blessunar í þess-
um heimi skaltu leitast við að vera til
blessunar. Spurðu sjálfan þig stöð-
ugt, hvað get ég gert í dag til þess að
fólkinu mínu, skóla- eða vinnu-
félögum, þeim sem ég á samskipti
við, samferðafólki mínu öllu, geti lið-
ið sem best? Og gerðu svo eitthvað í
málunum.
Það gerum við væntanlega meðal
annars og ekki síst með því að virða
náungann og standa með honum.
Vera uppörvandi og hvetjandi.
Gleðja með þægilegu og nærgætnu
viðmóti. Með því að vera styðjandi
og umvefjandi án þess að vera yf-
irborðskenndur eða yfirþyrmandi.
Með því að bjóða góðan daginn,
heilsa glaðlega og faðma nett ef því
er að skipta.
Það er að sjálfsögðu enginn að
tala um að við þurfum öll að vera
eins eða með sömu skoðanirnar,
fjarri því. Þeir sem þurfa alltaf að
eiga síðasta orðið í öllum málum og
samskiptum, þeir sem þykjast alltaf
vita allt best, eru með yfirlæti og allt
á þurru, sjálfselskir og tillitslausir,
sama um náungann, sérhlífnir og
sjálfumglaðir, sífellt neikvæðir og
með allt á hornum sér, verða einfald-
lega ekki til blessunar.
Kostar þolinmæði,
úthald og aga
Það að einsetja sér að vera til
blessunar svo hún verði með tím-
anum áreynslulaus eða alla vega
áreynslulítil er spurning um vilja.
Því þarf að taka ákvörðun um að
vera til blessunar. En vittu að það
kostar þolinmæði, úthald og aga.
Fegurðin kemur innan frá
Þar sem auðmýkt, bræðra- og
systralag, fyrirgefning og þakklæti
ræður ríkjum, þar býr
fegurðin. Þannig er
kærleikurinn. Hann
spyr ekki um ágóða eða
endurgjald. Heldur um-
burðarlyndi. Hann leit-
ar sátta og friðar. Það
er mín sannfæring að
fegurðin og friðurinn
komi með bæninni.
Þegar við köfum inn í
okkar innsta kjarna.
Bænin er nefnilega
uppspretta bættra sam-
skipta, virðingar og samstöðu sé hún
beðin af einlægni hjartans og í auð-
mýkt.
Markmiðasetning
mikilvæg
Til að ná ofangreindum mark-
miðum tel ég einfaldlega farsælast
að lifa í bæn. Því bænin stuðlar að
samstöðu og friði. Hún meðal annars
skerpir einbeitinguna, eflir hug-
myndaflugið og eykur athygli svo
markmið okkar verða skýrari. Hún
mýkir hjartað, dregur úr öfund og
mildar áföll. Hún stuðlar að kær-
leika, vekur von og eykur bjartsýni.
Biðjum fyrir og með
börnunum okkar
Því tel ég eitt mikilvægasta verk-
efni allra uppalenda á öllum tímum
að kynna bænina fyrir börnunum
sínum og barnabörnum. Kenna þeim
að grípa til hennar svo að hún verði
þeim áreynslulaus og eðlileg með
tímanum. Því betra nesti og lífs-
förunaut tel ég ekkert jafnast á við.
Því er svo mikilvægt að gera það
að sjálfsagðri ómissandi og
áreynslulausri reglu að kenna börn-
um bænir og biðja með þeim og fyrir
þeim.
Með kærleiks- og friðarkveðju!
Okkar eini tilgangur
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Ef þú vilt njóta
blessunar skaltu
leitast við að vera til
blessunar. En það kost-
ar þolinmæði, úthald og
aga.
Höfundur er rithöfundur
og áhugamaður um lífið.