Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 47
Kristinn og rifjar upp að Þórhildur hafi fyrr á árum leikstýrt sér í a.m.k. sjö óperuuppfærslum hérlendis. „En það er ekki síður gaman að kynnast öllu þessu unga fólki og heyra hversu miklir gæðasöngvarar eru þar á ferð. Erlendis eru menn steinhissa á því að við Íslendingar eigum svo marga flinka söngvara að hægt sé að manna sýningu á borð við þessa án erlendra gestasöngvara.“ Eitt flottasta óperuverk Verdis Óperan Don Carlo hefur aldrei áð- ur verið sviðsett hér á landi, en hún er meðal þekktustu og umfangsmestu verka Verdis og koma hátt í 200 manns að uppfærslu Íslensku óp- erunnar nú. „Það er ekkert auðvelt að manna þessa sýningu. Það þarf mjög góða söngvara í öll aðalhlutverkin,“ segir Kristinn þegar hann er spurður hvernig skýra megi það að óperan hafi aldrei ratað á svið hérlendis áður. „Þetta er eitt af flottustu óperuverk- unum sem Verdi samdi. Tónmálið í þessari óperu er litríkara og fjöl- skrúðugra en í fyrri óperum tón- skáldsins og þar koma líka fyrir hlutir sem við heyrum í seinni óperunum, eins og t.d. í Aídu.“ Mörg ár eru síðan Kristinn kynnt- ist Don Carlo fyrst, en á níunda ára- tug seinustu aldar söng hann hlut- verk Rodrigos í konsertuppfærslu á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Þegar ég á sínum tíma fór utan og réð mig til óperunnar í Wiesbaden var hlutverk Rodrigos eitt af fyrstu hlutverkum mínum,“ segir Kristinn og rifjar upp að hann hafi sungið Ro- drigo hjá Wiesbaden í tvö ár. „Ætli ég hafi ekki sungið í Don Carlo í átta mismunandi uppfærslum á ferlinum og brugðið mér í þrjú ólík hlutverk,“ segir Kristinn, sem auk þess að syngja hlutverk Rodrigos og Filipp- usar hefur túlkað yfirdómara rann- sóknarréttarins. „Ég held upp á öll þessi hlutverk, enda eru þau hver á sinn hátt alveg frábær. En því er ekki að leyna að Filippus stendur mér nærri núna. Þetta er spennandi hlutverk, enda er Filippus flókinn karakter. Í þessu hlutverki þarf maður að miðla öllum mannlegum tilfinningum – nema gleði. Þarna bregður fyrir hörku, bit- urleika, einmanaleika, sorg og jafnvel sturlun á köflum,“ segir Kristinn og viðurkennir fúslega að Filippus sé eitt af draumahlutverkunum fyrir bassa, enda sniðið sérlega vel að röddinni. Filippus í miðju átakanna Óperan er byggð á samnefndu leik- riti þýska leikskáldsins Friedrich Schiller og er sagan sjálf að mörgu leyti skálduð en persónur hennar voru uppi á sínum tíma. Verkið gerist á 16. öld og hefst þar sem konungar Frakklands og Spánar hafa samið frið. Einn liður friðarsamninganna felur í sér að Don Carlo, sonur Filipp- usar II Spánarkonungs, eigi að kvæn- ast Elisabettu de Valois Frakklands- prinsessu. Við fyrstu kynni verða þau ástfangin, en skyndilega ákveður Fil- ippus að ganga sjálfur að eiga prins- essuna. Í sorg sinni ákveður Carlo, fyrir tilstilli Rodrigos vinar síns, að gerast málsvari kúgaðrar alþýðu í Niðurlöndum sem berst gegn Spán- verjum. Rodrigo gerist í framhaldinu trúnaðarvinur Filippusar. Frilla kon- ungs, Eboli prinsessa, játar Carlo ást sína en þegar hann hafnar henni hefnir hún sín á Carlo og Elisabettu. Rodrigo áttar sig á hættunni sem Carlo er í og fórnar sér fyrir vin sinn, en er skotinn af rannsóknarréttinum. Þegar Elisabetta sendir Eboli í út- legð ákveður sú síðarnefnda að bjarga Carlo og hann undirbýr flótta sinn. Verkinu lýkur síðan á uppgjöri við grafreit Karls V, föðurafa Carlos. „Það eru margir hlutir að gerast samtímis í verkinu og kóngurinn er alls staðar í miðju átakanna. Átök feðganna um Elisabettu leiða til póli- tískra átaka þar sem Carlo gerir upp- reisn gegn föður sínum. Loks birtast átök í samskiptum Filippusar við yf- irdómara rannsóknarréttarins, þar sem kóngurinn þarf að lúta í lægra haldi þegar yfirdómarinn heimtar að Rodrigo verði brenndur á báli fyrir villutrú sína,“ segir Kristinn og tekur fram að athyglisvert sé að bera sam- an þau ódæðisverk sem framin séu í nafni ofsatrúar hvort heldur er fyrr á öldum eða í samtímanum. Var valdamesti maður heims Spurður hvort það hafi áhrif á nálgun sína á hlutverkið að vita að hann sé að túlka sannsögulega per- sónu svarar Kristinn því játandi. „Það dýpkar mína sýn á Filippusi að vita hvað hann var gífurlega valda- mikill, því hann var á sínum tíma einn valdamesti maður heims og réð yfir hálfum heiminum. Þannig blikna allir núverandi valdhafar heims í sam- anburðinum. Í því ljósi verður ein- semd hans og sjálfsmeðaumkun, þeg- ar hann grunar drottningu sína um framhjáhald, miklu sárari og dýpri,“ segir Kristinn og bætir við: „En auð- vitað verður maður eftir sem áður að leyfa leikriti Schillers og tónlist Ver- dis að njóta sín á sínum listrænu for- sendum, því þeir bregða meðvitað út frá raunveruleikanum,“ segir Krist- inn og tekur fram að hann fái alltaf betri sýn á hlutverk Filippusar því oftar sem hann syngur það. „Um þetta hlutverk gildir, líkt og um alla aðra þá hluti sem vel eru gerðir, að þeim mun betur sem maður kynnist því þeim mun meira dýpkar sýn manns á það.“ Þess má að lokum geta að alls hafa verið skipulagðar þrjár sýningar á Don Carlo auk frumsýningarinnar í kvöld. Næstu sýningar verða laug- ardagana 25. október, 1. nóvember og 8. nóvember. Allar nánari upplýs- ingar um uppfærsluna eru á opera.is og harpa.is. Örvænting Oddur Arnþór Jónsson og Kristinn sem Rodrigo og Filippus. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Auðnuspor með þér er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í kvöld kl. 20 í Salnum. Á þeim flytja leikararnir Kristjana Skúla- dóttir og Þór Breiðfjörð og pí- anóleikarinn Aðalheiður Þor- steinsdóttir dagskrá sem byggir á íslenskri dægurtónlist, vöggu- ljóðum og fleiru forvitnilegu sem tengist sambandi barna og for- eldra á einn eða annan hátt. Með- al þeirra laga sem flutt verða eru „Hvert örstutt spor“ og „Ókind- arkvæði“. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal og Ólöf Helga Helgadóttir opna sýninguna Þras(t)astaðir I í Mjólkurbúðinni á Ak- ureyri í dag kl. 14. Hug- myndina að sýningunni fengu þær fyrir ári eftir að hafa hist og skoðað verk hver annarrar þar sem þær sáu sameig- inlegan þráð í gegnum ákveðið efni, sem er papp- ír, eins og segir í tilkynn- ingu. Í texta eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson sem fylgir með tilkynningunni og teng- ist sýningunni segir m.a: „Papp- írinn er persónuleiki. Hann er við- kvæmur, sveigjanlegur, sterkur, veikur. Hann er hversdagslegur og minnir mig þess vegna á einhvern hátt á önnur hversdagsleg fyr- irbæri sem maður tekur sem sjálf- sögðum hlutum: mjólk, rennandi vatn, steinar, brauð.“ Sýningin er opin kl. 14-17 og stendur aðeins yfir þessa einu helgi. „Pappírinn er persónuleiki“ Sýnendur Ólöf, Jóna og Karlotta. Þór, Kristjana og Aðalheiður í Salnum Söngfuglar Þór Breiðfjörð og Kristjana Skúladóttir. J.J. Feild og Leo Sankovic setja einn- ig svip á myndina ásamt bardaga- hetjunni Jóni Viðari sem virkar þó fremur sem hvati á atburðarásina en eiginleg persóna. Söguþráðurinn byggist á starfsemi íslensku lögreglunnar og myrku hyl- dýpi undirheimanna en við hann er spunnið frjálslega svo er úr verður glettinn leikur með mörk veruleika og skáldskapar. Atburðarásin er þétt með slungnum svikamylluflækjum þar sem frumskógarlögmálið um að eins manns dauði sé annars brauð virðist allsráðandi. Frásögnin er línu- leg en þó er stokkið örlítið til í tíma og rúmi svo áhorfendur fá að skyggn- ast inn í atburði sem gerast samtímis í ólíkum rýmum og þeir vita því tölu- vert meira um yfirvofandi hættur en persónur myndarinnar hver um sig. Myndin nýtir miðilinn í botn með framúrsakarandi tæknivinnslu. Skot- in eru stutt og mikið um að vera í hverri senu. Klippt er frá mjög víðri römmun og stórbrotnum krana- skotum yfir í ýktar nærmyndir af ör- væntingu í andlitsdráttum aðalhetja. Það skerpir á spennunni ásamt blágrágrænni og kaldri áru mynd- arinnar í heild. Tæknibrellur og bar- dagaatriði eru einnig vel útfærð og í góðu jafnvægi við söguþráð svo áhorfandinn gleymir sér og situr spenntur út í gegn. Ekkert er skafið af hörku og óvægnu ofbeldi en mesti miskinn er iðulega utan ramma og það hnykkir á óhugnaðinum án þess að ofbjóða og slæva áhorfendur. Aug- ljóst er að samheldinn hópur stendur að myndinni og mikill metnaður hef- ur verið lagður í hana með forsjálni í skipulagningu og nákvæmni í eft- irvinnslu svo útkoman er nánast skotheld. Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar Kenneth Máni (Litla sviðið) Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Fim 20/11 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Fös 21/11 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Lau 22/11 kl. 20:00 Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Sun 23/11 kl. 20:00 Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Lau 29/11 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22 Gaukar (Nýja sviðið) Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fim 20/11 kl. 20:00 Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Sun 30/11 kl. 20:00 Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Lau 25/10 kl. 20:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Sun 19/10 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 14:00 Sun 19/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 19/10 kl. 13:00 20.sýn Sun 26/10 kl. 16:30 23.sýn Sun 9/11 kl. 13:00 26.sýn Sun 19/10 kl. 16:30 21.sýn Sun 2/11 kl. 13:00 24.sýn Sun 9/11 kl. 16:30 27.sýn Sun 26/10 kl. 13:00 22.sýn Sun 2/11 kl. 16:30 25.sýn Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. Konan við 1000° (Kassinn) Fös 17/10 kl. 19:30 12.sýn Fim 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 18/10 kl. 19:30 13.sýn Fös 31/10 kl. 19:30 19.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 22/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 1/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 23/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 6/11 kl. 19:30 23.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 24/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 7/11 kl. 19:30 24.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 19:30 25.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn Mið 29/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 13/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur. Karitas (Stóra sviðið) Fös 17/10 kl. 19:30 Frums Lau 1/11 kl. 19:30 7.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Lau 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Fim 23/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn Fös 24/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 8/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 13/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn Fim 30/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn Fös 31/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Seiðandi verk eftir Kirstínu Marju Baldursdóttur. Hamskiptin (Stóra sviðið) Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas. Aðeins ein aukasýning í nóvember. Umbreyting (Kúlan) Sun 19/10 kl. 14:00 Sun 26/10 kl. 14:00 Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 26/10 kl. 20:00 Frums Sun 2/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn Lau 1/11 kl. 17:00 2.sýn Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn Sápuópera um hundadagakonung

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.