Morgunblaðið - 18.10.2014, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 19 ára og næstríkust í Noregi
2. Snerist um að djamma með strákunum
3. „Þau eru öll dáin“
4. Lík leikkonunnar væntanlega fundið
Skipuleggjendur Iceland Airwaves
hafa kynnt svokallaða „off-venue“-
dagskrá sem fer fram samhliða há-
tíðinni dagana 5. til 9. nóvember.
Dagskráin fer fram á 52 stöðum víðs
vegar um Reykjavkík, m.a. á dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Grund og á
fjöldamörgum veitingastöðum, kaffi-
húsum, hótelum og verslunum og er
ókeypis á alla tónleika. Alls verða
haldnir 675 tónleikar og hefur „off-
venue“-dagskrá hátíðarinnar aldrei
verið jafnumfangsmikil og í ár. Hana
má nú nálgast á heimasíðu hátíð-
arinnar, icelandairwaves.is. „Off-
venue“-dagskráin bætist við dagskrá
Iceland Airwaves þar sem 219 lista-
menn og hljómsveitir koma fram á
250 tónleikum á 13 tónleikastöðum,
þ.á m. bandaríska hljómsveitin The
Flaming Lips sem sést hér á mynd.
Frítónleikar aldrei
fleiri á Airwaves
Feðgarnir og söngvararnir Kristinn
Sigmundsson og Jóhann Kristinsson
koma báðir fram í Hörpu um helgina,
Kristinn í hlutverki Filippusar í óper-
unni Don Carlo sem verður frumsýnd
í kvöld kl. 20 í Eldborg og Jóhann á
lokatónleikum tónleikaraðarinnar
„Eflum ungar raddir“ í Kaldalóni ann-
að kvöld kl. 20. Kristinn mun á næsta
ári syngja í þremur uppfærslum í Los
Angeles, á tónleikum í Cincinnati og
Ohio, taka þátt í sýningum á Hollend-
ingnum fljúgandi á hátíðinni
Ravinia og um haustið
mun hann syngja aftur
í Don Carlo, í upp-
færslu óperunnar í
Hamborg og mun þá
fara með hlutverk
yfirmanns rann-
sóknarrétt-
arins.
Syngjandi feðgar
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, 10-18 m/s suðaustanlands og við norð-
vesturströndina, annars víða 5-13. Skýjað og dálítil rigning eða slydda með köflum, en úr-
komulítið á Vesturlandi. Bætir í úrkomu á austanverðu landinu seint í dag. Hiti 1-10 stig.
Á sunnudag Norðaustan 10-15 og rigning eða slydda á Vestfjörðum. Breytileg átt 3-8 og
rigning með köflum annars staðar. Hiti 1-8 stig. Á mánudag Gengur í norðan 15-23 m/s,
en mun hægari vindur á austurhelmingi landsins. Talsverð snjókoma norðvestantil.
Njarðvíkingar eru komnir á blað
undir stjórn Friðriks Inga Rún-
arssonar en Suðurnesjaliðið
gerði góða ferð í Grafarvoginn í
gær og burstaði Fjölni, 110:86, í
lokaleik 2. umferðar í Dominos-
deildinni í körfuknattleik. Njarð-
víkingar hafa tvö stig eftir tvo
leiki en Fjölnismenn hafa tapað
báðum sínum leikjum. »2
Njarðvík gerði góða
ferð í Grafarvoginn
Íslendingar unnu til
tvennra bronsverðlauna á
Evrópumótinu í hópfim-
leikum í Laugardalshöllinni
í gær. Stúlknaliðið, sem
átti titil að verja, varð í
þriðja sæti og sömuleiðis
blandað lið Íslands í ung-
lingaflokki. Í dag verður
kvennaliðið í eldlínunni í
úrslitunum en það á Evr-
ópumeistaratitil að verja.
»1
Ísland vann tvenn
bronsverðlaun
Janus Daði Smárason er 19 ára piltur
sem hefur aðeins leikið tvo leiki í
efstu deild karla í handboltanum en
verið markahæsti leikmaður Hauka í
þeim báðum. „Ég sá strax hversu
mikið býr í
honum,
því hann
er með
frábær-
an leik-
skilning
og er
mikill
leiðtogi
miðað við
ungan ald-
ur,“ segir
Patrekur
Jóhannesson,
þjálfari
Hauka, sem
hafði lengi
fylgst með
Janusi áður
en hann
kom til fé-
lagsins. »4
Janus er mikill leiðtogi
miðað við ungan aldur
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Eskfirski tenórsöngvarinn Þorsteinn
Helgi Árbjörnsson hefur skrifað und-
ir samning til þriggja ára við umboðs-
mannaskrifstofuna Lombardo &
Associates í New York og fór í tvær
áheyrnarprufur í vikunni vegna verk-
efna á næsta ári. „Þetta opnar ýmsar
dyr því hér er um að ræða eina
stærstu og virtustu umboðsmennina
á þessu sviði,“ segir hann. „Dísella
Lárusdóttir er á mála hjá þeim og
Kristján Jóhannsson var það.“
Þrýstingur frá mömmu
Eins og flestir strákar á Eski-
firði var Þorsteinn á kafi í íþróttum.
Sem slíkur fékk hann viðurkenn-
inguna „hvatning forseta Íslands til
ungra Íslendinga“ 1999. Þorsteinn
var rétt 15 ára þegar hann lék fyrsta
leik sinn með KVA (Knattspyrnu-
félag Vals og Austra) í 2. deild 1997,
en Keith Reed breytti öllu þegar Þor-
steinn var nýkominn á bílprófs-
aldurinn. „Hann fór á milli fjarðanna
og bauð upp á söngtíma,“ rifjar Þor-
steinn upp. „Mamma þrýsti á mig að
fara til hans og ég dreif mig í tíma.
Fyrst var þetta ekki sérlega
skemmtilegt en fljótlega varð ekki
aftur snúið.“
Þorsteinn er lýrískur tenór og í
vikunni fór hann í áheyrnarprufu hjá
lýrísku óperunni í Chicago og aðra
vegna Spoleto-hátíðarinnar í Charle-
ston, sem er ein stærsta listahátíð
Bandaríkjanna. „Með betri umboðs-
manni aukast möguleikarnir,“ segir
hann og leggur áherslu á að hann fari
ekki í áheyrnarprufur fyrir La Trav-
iata eða La Boheme. „Þar er meiri
samkeppni um hlutverk en ég sker
mig frekar úr í verkum eftir til dæmis
Rossini.“
Þorsteinn segir að óperusöngv-
ari sé alltaf að læra og það taki hann
tíma að þroskast inn í mismunandi
hlutverk. „Það er í sjálfu sér ekkert
mál að vera óperusöngvari í fimm ár,
en viðkomandi þarf að vera tæknilega
tilbúinn að syngja í tíu ár og eftir það
geta menn kannski leyft sér að velja
úr hlutverkum.“
Káta ekkjan Þorsteinn Helgi Árbjörnsson í hlutverki Camille de Rossillon í
óperunni í Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Tenórinn Þorsteinn Helgi Árbjörnsson frá Eskifirði á stóra sviðinu í Bandaríkjunum
Úr fótboltan-
um í lýrískan
tenórsöng
Þorsteinn Helgi Árbjörnsson er sonur Hansínu Margrétar Halldórsdóttur
og Árbjörns Magnússonar á Eskifirði. Hann byrjaði í söngnámi hjá Keith
Reed í Tónlistarskóla Austur-Héraðs á Egilsstöðum og eftir stúdentspróf
fór hann í framhaldsnám í Oberlin-háskólanum í Ohio í Bandaríkjunum
fyrir áratug. Hann hefur búið í Bandaríkjunum síðan og í New York und-
anfarin tvö ár.
Þorsteinn einbeitir sér að því að syngja bel-canto, í ítalska stílnum, og
í aríum eftir Mozart, Bellini, Rossini og Donizetti. „Fáir geta sungið hátt F
eða háa C, en það liggur fyrir mér og umboðsmennirnir vilja að ég ein-
beiti mér að því,“ segir hann.
Syngur háa F og háa C
SÖNGVARI Í SÉRFLOKKI Í MIKILLI SAMKEPPNI