Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Jarðskjálftinn mikli í
Holtum 17. júní árið
2000, klukkan 15:41,
var af stærðinni 6.6 á
Ms-kvarða, sem er not-
aður til að áætla stærð
sögulegra skjálfta á Ís-
landi. Þá hafði enginn
jarðskjálfti stærri en 5
verið í Suðurlands-
brotabeltinu frá því
1912 ef undan er skil-
inn skjálfti af stærðinni 5,8 árið 1987
sem átti upptök við austurmörk
svæðisins, í Vatnafjöllum, suður af
Heklu. Skjálftinn 1912 var 7,0 (Ms).
Ég lít á hann sem lokahnykk í að
leysa út spennu á beltinu í útlausn
sem byrjaði 16 árum áður, jarð-
skjálftaárið mikla 1896.
Hristingurinn, S-bylgjan, frá 17.
júní-skjálftanum hleypti á næstu sek-
úndutugum af stað nokkrum skjálft-
um til vesturs í allt að 85 km fjarlægð.
Tveir þeirra voru 5,5 að stærð, annar
við Hvalhnjúk 65 km frá upptökunum
og hinn við Kleifarvatn 80 km frá
þeim.
Sunnan við Hestfjall, í innan við 20
km fjarlægð, hleypti hann af stað
hrinu lítilla skjálfta sem héldu áfram
þar til annar Suðurlandsskjálfti sem
var jafnstór skall þar á 21. júní, kl
00:52.
Þessir Suðurlandsskjálftar tveir
urðu við lárétt hnik um lóðrétta,
norð-suðlæga sprungufleti sem náðu
niður gegnum alla hörðu skorpuna,
sem er um 10 km þykk á þessum slóð-
um. Sprunga fyrri skjálftans, niðri í
skorpunni, var rúmlega 12 kílómetra
löng, en þess seinni
rúmlega 16 kílómetrar.
Hægri handar snið-
gengi um sprungu fyrri
skjálftans var 2 metrar
og þess seinni 1,5 metr-
ar.
Skjálftunum var
spáð, að nokkru leyti
Eins og sagði í síð-
ustu grein var sagt fyrir
um staði og líklega
stærð þessara skjálfta
áratug áður en þeir
brustu á, en ekki um hvenær það
mundi gerast að öðru leyti en því að á
þessum tilteknu stöðum væri líkleg-
ast að næstu stóru Suðurlands-
skjálftar mundu verða. Þessi spá var
byggð á skjálftasögu Suðurlands og
betur staðfest með því hvernig smá-
skjálftar dreifðust um svæðið 1991-
1993.
Það var ekki gefin út skammtíma-
viðvörun um hvenær fyrri skjálftinn,
17. júní, mundi bresta á. Starfsmenn
Veðurstofunnar gáfu hins vegar út
skammtímaviðvörun um seinni
skjálftann, Hestvatnsskjálftann 21.
júní, 25-26 klukkustundum áður en
hann brast á, sjá fyrstu myndina hér.
Kortið í efri hluta myndarinnar, þó
án svera rauða striksins, var sent til
Almannavarna ríkisins og til Sveitar-
félagsins Árborgar 25-26 klukku-
stundum áður en Hestvatnsskjálftinn
aðfaranótt 21. júní 2000 reið yfir.
Rauðu punktarnir tákna sjálfvirka
staðsetningu skjálftaupptaka dagana
á undan. Stóri græni ferhyrningurinn
sýnir svæði mestu áætlaðra
skemmda í jarðskjálfta sem líklegast
var að væri yfirvofandi. Rauða svera
strikið var sett inn eftir á og sýnir
sprungu Hestvatnsskjálftans, og
hversu rétt spáin var.
Kortið í neðri hluta myndarinnar
er sett hér til útskýringar á samheng-
inu. Það sýnir alla smáskjálfta á
svæðinu frá því eftir 17. júní og fram
að skjálftanum 21. júní. Kassinn er
svæði spákortsins fyrir ofan. Upp-
hafspunktur skjálftans 17. júní er
sýndur með stjörnu og með 12 km
langri misgengissprungu sinni. Lóð-
rétt svört strik marka „nærsvið“
þessara tveggja skjálfta.
Í símtölum sem fylgdu strax í kjöl-
far kortsins við aðila sem tengdir
voru almannavörnum svöruðum við
spurningunni um hvenær þetta
mundi verða með því að þeir skyldu
búa sig undir að skjálftinn gæti brost-
ið á hvenær sem væri innan skamms.
Viðvörunin var gefin út seint að
kvöldi hinn 19. júní og við útilokuðum
ekki að skjálftinn gæti orðið þá um
nóttina. Spurningunni um hvort út-
varpa skyldi viðvöruninni svöruðum
við með því að við vildum ekki ráð-
leggja það, spáin væri ekki nógu
örugg til þess, þótt við teldum hana
nógu örugga til þess að almannavarn-
ir og aðrir viðbragðsaðilar legðu
mikla áherslu á að undirbúa sig og sín
tæki undir að hann gæti brostið á
hvenær sem væri. Jarðskjálftinn, oft-
ast kenndur við Hestvatn, brast svo á
25-26 klukkustundum eftir viðvör-
unina, rétt eftir miðnætti hinn 21.
Viðvörunin var gagnleg fyrir við-
bragðsaðila til að gera sig klára þótt
hún væri ekki nákvæmari og
ákveðnari en þetta.
Af hverju var ekki líka
skammtímaviðvörun
um fyrri skjálftann?
Það mældust breytingar síðasta
hálfa mánuðinn á undan honum. Hinn
28. maí, 19 dögum fyrir 17. júní
skjálftinn, kom fram bergþrýstings-
púls á þenslumæli í borholu í Saurbæ
sem er nálægt upptökunum, sjá með-
fylgjandi graf. Grafið endar rétt áður
en skjálftinn brestur á.
Púlsinn sást ekki á öðrum mælum.
Nokkrir svipaðir púlsar höfðu sést á
sama mæli 20 árum fyrr, án þess að
það boðaði neitt.
Annar forboði var þessi. Í borholu
að Flúðum 10 km norðan við 17. júní
skjálftasprunguna féll vatnsborð í
heitavatnsborholu um 6 metra, sólar-
hring fyrir 17. júní skjálftann. Starfs-
menn Veðurstofunnar fréttu ekki af
þessu fyrr en eftir á, enda mælirinn
ekki hugsaður til að fylgjast með for-
boðum jarðskjálfta.
Þriðji forboðinn. Sjálfvirkar stað-
setningar SIL-kerfisins síðustu vik-
una fyrir 17. júní skjálftann sýndu
næstum línulega dreifingu skjálfta-
upptaka í Holtunum, sjá mynd. Línan
féll nokkurn veginn saman við snið-
gengissprungu verðandi skjálfta. Síð-
ustu 1-2 dagana fyrir hann færðust
upptök allra smáskjálfa á mitt bro-
taplanið hjá grænu stjörnunni þar
sem brotahreyfing stórskjálftans
hófst.
Þótt þetta þrennt hefði allt verið
tiltækt fyrir sérfræðingana hefði það
ekki verið nóg til að gefa út viðvörun
um að Suðurlandsskjálfti væri að
bresta á. Að gefa út slíka viðvörun er
mikið alvörumál og á þessum tíma
höfðum við ekki nægilega góðan
skilning á því hvað þessar mælingar
þýddu. Þriðji forboðinn hefði vissu-
lega getað verið grunnur að gagn-
legri skammtímaspá ef við hefðum
verið komin lengra í að þýða skilaboð
sem þessir smáskjálftar báru með
sér, til að skilja strax að sniðgeng-
ishreyfing var þá þegar byrjuð djúpt í
rót 17. júní skjálftans, tveimur vikum
áður en hann brast á. Aukinn skiln-
ingur sem við öðluðumst í 17. júní
skjálftanum gerði okkur hins vegar
kleift að gefa út skammtímaviðvörun
um skjálftann 21. júní.
Ný rannsóknarverkefni
Sömu aðilar og voru í fyrri jarð-
skjálftaspáverkefnum sóttu nú um
fjármagn og fengu styrk til að vinna
úr aðdraganda fyrsta skjálftans og
útskýra eðlisfræði hans. Markmiðið
var að greina og skilja nógu snemma
ferla sem gætu verið undanfari stórs
skjálfta og hvað þeir gætu sagt okkur
um staðsetningu hans, styrkleika og
tíma.
Í næstu tveimur greinum verður
sagt stuttlega frá fjölbreytilegri for-
virkni í aðdraganda 17. júní skjálftans
sem kom út úr þessum rannsóknum.
Ég vísa þeim sem vilja kynna sér
betur efni þessarar greinar á kaflann
Jarðskjálftaspár í bókinni Náttúruvá
á Íslandi og svo á bók mína sem
Springer gaf út 2011: Advances in
Earthquake Prediction.
Suðurlandsskjálft-
arnir árið 2000
Eftir Ragnar
Stefánsson » Viðvörunin var gefin
út seint að kvöldi
hinn 19. júní og við úti-
lokuðum ekki að skjálft-
inn gæti orðið þá um
nóttina.
Ragnar Stefánsson
Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Að segja fyrir um jarðskjálfta
Spáskeytið Efri hluti myndarinnar er spákortið sem sent var viðbragðsaðilum seint að kvöldi 19. júní 2000, að því við-
bættu að svera rauða strikinu hefur verið bætt inná, en það er sniðgengissprunga Hestfjallsskjálftans 21. júní eins og
hún reyndist vera. Rauðir punktar eru smáskjálftar frá því eftir 17. júní skjálftann, sjálfvirkt staðsettir með sæmilegum
gæðum q>70. Neðri hluti kortsins sýnir skjálftavirkni á svæðinu í heild á tímabilinu mili 17. og 21. júní skjálftanna.
Þrýstingspúls skömmu fyrir 17. júní skjálftann, á þenslumæli í Saurbæ. Upp
sýnir „samþjöppun" mælisins vegna vaxandi bergþrýstings. Nanóþensla er
þúsund milljónasti úr þenslu, sem táknar breytingu rúmmáls við álag deilt
með stærð þess.
Forskjálftar Rauðir punktar eru upptök smáskjálfta síðustu 17 daga fyrir 17.
júní skjálftann. Græna stjarnan sýnir upptök hans og rauða strikið sprunguna.
Saurbær: −10 mínútna miðgildi þenslu
N
an
óþ
en
sl
a
maí júní
−
−
−
−
−
−