Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 42

Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Alexandra Chernyshova, óperusöngkona og tónskáld, er stöddí Kína á afmælisdaginn til að taka þátt í söngkeppni þar.Hún sendi út geisladisk með söng sínum og var meðal 80 þátttakenda sem voru valdir úr 400 manna hópi til að taka þátt í keppninni. Alexandra er fædd og uppalin í Kænugarði í Úkraínu. „Ég segi alltaf að ég sé einn þriðji úkraínsk, einn þriðji rússnesk og einn þriðji íslensk. Mamma mín er 100% úkraínsk, pabbi minn er 100% rússneskur og ég flutti til Íslands árið 2003 og á íslenskan eigin- mann og íslensk börn. Ég hef búið hér einn þriðja af ævi minni og mér líður eins og Íslendingi.“ Eiginmaður Alexöndru er Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri Heiðarskóla og ljósmyndari, synir þeirra eru Nikolai Leo Jónsson 6 ára og Alexander 9 ára. Þau búa í Mela- hverfi í Hvalfjarðarsveit. Áður bjó fjölskyldan í Skagafirði og þar stofnaði Alexandra kór og setti upp nokkrar óperur, m.a. Rigoletto og La traviata eftir Verdi. Í vor var flutt eftir hana óperan „Skáldið og biskupsdóttir“ í Saurbæjarkirkju í Hvalfirði, með 14 manna kammersveit, 12 ein- söngvurum og 30 manna kór. Textinn er eftir Guðrúnu Ásmunds- dóttur, en óperan fjallar um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Alexandra hefur einnig gefið út nokkra geisladiska. Alexandra Chernyshova er 35 ára í dag Óperusöngkona og tónskáld Alexandra á Sólheimasandi. Tekur þátt í söng- keppni í Kína Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Hjördís Lilja Unudóttir fæddist 18. október 2013 kl. 23.56. Hún vó 3.026 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Bryndís Ruth Gísladóttir og Una Sjöfn Friðmars- dóttir. Nýir borgarar Reykjavík Júlíus Darri Guðmundsson fæddist 29. apríl 2014 kl. 11.31 í Völvu- felli 26 í Reykjavík. Hann vó 3.850 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Aðalheiður Hannesdóttir og Guð- mundur Ragnar Sverrisson. L árus fæddist í Reykjavík 18.10. 1954 og ólst upp við Bergstaðastræti til sex ára aldurs en síðan í Kópavogi, auk sumar- dvalar á Reykhólum hjá móðursystur sinni og hennar manni. Hann var í barnaskóla Kópavogs og Víghóla- skóla, lauk stúdentsprófi frá MR, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1984, stundaði síðar nám í stjórnun við Endurmenntun Háskóla Íslands og Lögregluskóla ríkisins og hefur sótt ýmis önnur námskeið. Á sumrin vann Lárus á Eyrinni hjá Eimskip og Togaraafgreiðslunni, var lyftaramaður hjá Eimskip og póst- bifreiðarstjóri hjá Póstinum, af- greiddi í herrafataverslununum JMJ og Herraríki og var í byggingavinnu með laganáminu. Lárus var fulltrúi sýslumannsins og bæjarfógetans á Ísafirði frá 1984, aðalfulltrúi þar frá 1987, stundaði lög- mennsku hjá Guðjóni Ármanni Jóns- syni hdl. og síðan á eigin vegum 1988- 89 og starfaði um tíma hjá Tollstjór- anum í Reykjavík og kenndi þar opinbert réttarfar í tvær annir. Hann var skipaður sýslumaður í Norður- Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðis– firði 1989 og hefur gegnt því starfi síðan með áorðnum breytingum og tekur við embætti sýslumannsins á Austurlandi 1.1. nk. Lárus starfaði í Oddfellowreglunni, hefur unnið ötullega innan Lions- klúbbs Seyðisfjarðar á seinni árum, hefur gegnt þar flestum embættum allnokkrum sinnum og er Melvins Jones-félagi. Hann hefur setið í stjórnum Sýslumannafélags Íslands og Lögreglustjórafélags Íslands og var eitt árið formaður Þorrablóts- nefndar Seyðisfjarðar. Lárus tók þátt Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði – 60 ára Börn og barnabörn Hér eru börnin, Ingibjörg, Svava og Árni Geir, með barnabörnunum, Val, Eddu og Stíg. Fjölskyldan í forgangi Hjónin Lárus og Hrafnhildur á brúðkaupsdegi Árna Geirs og Halldóru. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Opið: 8 :00-18 :00 mánud . til fim mtud. 8:00-1 7:00 föstud aga Er bílrúðan brotin eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.