Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Nýlistasafnið verður opnað í dag, laugardag, klukkan 16 í nýju hús- næði að Völvufelli 13-21, Breiðholti, eftir að safnið flutti úr miðbænum síðasta sumar. Tveir salir verða í notkun, verkefnarými og safneign. Einkasýning Rebeccu Erin Mor- an, Labortory Aim Density- FOREVER! Just ended, verður fyrsta sýningin í nýuppgerðu verk- efnarýminu þar sem tilraunastarf- semi listakonunnar fer fram. Sýn- ingin er endapunktur á röð gjörninga undir yfirskriftinni Laboratory Aim Density sem listakonan flutti fyrr í sumar í Hollandi og Þýskalandi. Moran vinnur með tilraunakennda kvikmyndagerð á 16 mm filmu og leggur mikið upp úr kvikmyndaferl- inu sjálfu. Þannig mun hún taka upp á kvikmyndatökuvél, framkalla film- urnar á staðnum, klippa þær og mála, og vinna áfram með þær. Má því segja að sýningin sé eins konar súrrealísk rannsókn á kvikmynda- gerð sem miðli og á efni og ferli kvik- myndagerðar. Verkefnarýmið nýtt hjá safninu Þorgerður Ólafsdóttir er sýninga- stjóri og formaður Nýlistasafnsins og segir hún verkefnarýmið vera annars konar en þau rými sem safnið hefur verið með hingað til. „Hug- myndin er sú að rýmið sé hrár vett- vangur þar sem listamönnum býðst að vinna og framkvæma stærri og til- raunakenndari verk,“ segir Þorgerð- ur. Starfsfólk safnsins hóf undirbún- ing á nýja húsnæðinu fyrir um það bil mánuði og lagði upp með að leyfa rýminu að njóta sín eins og það er. Veggirnir voru þó málaðir og gólfið steypt þar sem flísar vantaði að sögn Þorgerðar. Á neðri hæð safnsins er safneignin ásamt skrifstofum. Þorgerður segir safneignina lifandi rými og býður stjórn safnsins þar upp á rannsókn- araðstöðu fyrir nemendur úr safna- fræði, lisfræði og úr Listaháskóla Ís- lands. „Þarna geta nemendur komið og unnið með heimildasöfnun okkar og safneign,“ segir Þorgerður en Ný- listasafnið heldur utan um tvö heim- ildasöfn, eitt um listamannarekin rými og annað um gjörninga. Tilraunakenndari sýningar Nýlistasafnið heldur úti sérstöku sýningarými fyrir safneignina og verður þar opnuð sýning undir yfir- skriftinni Blind stefna, sem unnin var í samstarfi við myndlistarkonuna Önnu Ihle. Sýningin nær yfir valin verk sem eiga það sameiginlegt að hverfast um frásagnarformið. Eitt af hlutverkum þessa rýmis er að bjóða upp á og leita eftir samstarfi við fræðimenn, sýningastjóra og lista- menn, auk þess að vera gluggi að safneign og sögu safnsins. Safneign- arsýningar hafa verið fastur liður í sýningastefnu Nýlistasafnsins og hefur safnið nú í fyrsta sinn eignast rými í nýju heimkynnum sínum til- einkað safneign sinni. Framundan eru tilraunakenndar sýningar hjá Nýlistasafninu og er möguleiki á að safnið gangi enn lengra í hlutverki og stefnu sinni um að vera vettvangur og miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist. Í framhaldi af sýningu Moran koma fjórir ungir listamenn til með að sýna fyrstu einkasýningar sínar í sam- vinnu við safnið. Morgunblaðið/Golli Myndlist Eva Ísleifsdóttir, Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Þorgerður Ólafs- dóttir, formaður og sýningastjóri Nýlistasafnsins, í nýju húsnæði. Miðstöð nýrra strauma og stefna  Nýlistasafnið opnað í nýju húsnæði Kunstschlager tekur á móti fimm listamönnum frá Galleria Huuto í Helsinki sem munu sýna afrakstur samstarfs þar sem fengist er við hugmyndir um breytingar, skamm- lífi, skynjanir, gloppur og tíma. Sýningin verður opnuð í dag kl. 18 og stendur til 1. nóvember. Lista- mennirnir sem sýna eru Annu Wile- nius, Charlotta Östlund, Marja Vita- huhta, Marjo Levlin og Pasi Autio. Sýningin er hluti af verkefni þriggja listamannarekinna rýma á Norð- urlöndum en auk Kunstschlager og Galleria Huuto er sænska galleríið Studio 44 hluti af því. Gestasýning Fimm listamenn frá Finn- landi sýna í Kunstschlager. Listamenn frá Galleria Huuto Hljómsveitin Vio leikur á Dillon í kvöld kl. 23, en húsið verður opnað kl. 22. Sveitin var stofnuð í mars á þessu ári og er sigurvegari Músík- tilrauna þetta árið. „Hljómsveitin hefur nýlokið upptökum á fyrstu plötu sinni sem kemur út í vetur og hefur lagið þeirra You lost it setið á topplistum útvarpsstöðvanna síð- ustu vikur,“ segir m.a. í tilkynningu frá tónleikahöldurum. Meðlimir Vio eru Magnús Thorla- cius, Páll Cecil Sævarsson, Kári Guðmundsson og Yngvi Rafn Garð- arsson Holm. Aðgangseyrir á tón- leika kvöldsins er 500 krónur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Sigur Vio á Músíktilraununum 2014. Sveitin Vio leikur á Dillon í kvöld Kvikmyndir bíóhúsanna Eftirsóttur lögfræðingur, þekktur fyrir að verja hvítflibba- glæpamenn, snýr aftur til heimabæjarins til að vera við- staddur útför móður sinnar. Dvölin verður lengri en til stóð því að faðir hans er ákærður fyrir manndráp. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 7,8/10 Metacritic 48/100 Sambíóin Álfabakka 13.30, 16.30, 17.40, 19.30, 20.40, 22.20, 22.30 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 21.15, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 The Judge Mbl. bbbbn Metacritic 79/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 16.45, 20.00, 22.10 LÚX, 22.30 Háskólabíó 17.45, 21.00 Laugarásbíó 22.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Gone Girl 16Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríkieftir Ólaf de Fleur Jóhannesson. Lögreglu- maðurinn Hannes ræðst gegn glæpasamtökum og spilltum yfirmanni fíkniefnadeildar. Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Smárabíó 13.00 LÚX, 15.30 LÚX, 17.45 LÚX, 17.45, 20.00, 20.00 LÚX, 22.10 Háskólabíó 17.50, 20.00, 22.10 Laugarásbíó 18.00, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 16.00, 18.00, 20.00, 22.00 Borgríki 2 16 Dracula Untold 16 Þegar Vlad Tepes kemst að því að kraftur hans og hug- rekki nægir ekki til að vernda fjölskyldu hans fyrir grimm- um óvinum ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir styrk sem dugar. IMDB 7,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Smárabíó 22.45 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00 Annabelle 16 John Form hefur fundið full- komna gjöf handa ófrískri eiginkonu sinni, Miu – fallega og sjaldgæfa gamla dúkku í fallegum hvítum brúðarkjól. En gleði Miu vegna Annabelle endist ekki lengi. IMDB 6,6/10 Sambíóin Akureyri 22.50 Sambíóin Keflavík 22.50 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.40 Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day IMDB 4,7/10 Rotten Tomatoes 59/100 Sambíóin Álfabakka 13.30, 16.10, 18.00 Sambíóin Egilshöll 14.00, 16.00, 18.00, 20.00 Sambíóin Akureyri 15.50, 18.00 Sambíóin Keflavík 14.00, 16.00 The Equalizer 12 Fyrrverandi leynilögreglu- maður sviðsetur andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar hann hittir stúlku sem er undir hælnum á ill- skeyttum rússneskum glæpamönnum verður hann að koma henni til bjargar. IMDB 7,9/10 Metacritic 48/100 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 22.15 A Walk Among the Tombstones 16 Matthew Scudder er fyrrver- andi lögga og einkaspæjari. Tilveran er býsna róleg þar til eiturlyfjasali ræður hann til að komast að því hverjir myrtu eiginkonu hans. Mbl. bbbnn Metacritic 51/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00 Boyhood Nýjasta verk leikstjórans Richards Linklater lýsir upp- vexti drengs, en myndin er tekin á 12 ára tímabili. Metacritic 100/100 IMDB 8,7/10 Háskólabíó 21.00 Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við Guðjóni á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjóna- bandinu og við undirbúning brúðkaups dóttur hans. Mbl. bbbmn Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 13.00, 15.20, 17.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00 The Hundred-Foot Journey Indversk fjölskylda opnar veitingastað í Suður- Frakklandi en keppinautarnir eru lítt hrifnir. Bönnuð innan 7 ára. Metacritic 55/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 14.50, 17.25, 20.00 The Maze Runner 12 Metacritic 58/100 IMDB 7,9/10 Smárabíó 17.30, 20.00 Brúðkaup Fígarós (Mozart) Sambíóin Kringlunni 16.55 If I Stay 12 Metacritic 47/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 París norðursins Mbl. bbbnn IMDB 7,4/10 Háskólabíó 15.30, 17.45, 20.00 Kassatröllin IMDB 7,2/10 Metacritic 63/100 Sambíóin Álfabakka 13.20 3D ísl., 14.00 ísl., 15.30 3D ísl., 15.30 ísl., 17.50 ísl., 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 13.30 3D ísl., 15.40 3D ísl., 17.50 3D ísl. Smárabíó 13.00 3D ísl., 13.00 ísl., 15.15 3D ísl., 15.15 ísl., 17.30 ísl. Háskólabíó 15.30 ísl., 15.30 3D ísl. Laugarásbíó 13.45 3D ísl., 13.45 ísl., 15.50 ísl., 17.50 ísl. Borgarbíó Akureyri 14.00 ísl., 16.00 3D ísl. Teenage Mutant Ninja Turtles 10 Mbl. bbbnn Metacritic 34/100 IMDB 6,4/10 Sambíóin Álfabakka 15.30 Smáheimar: Dalur týndu mauranna Smárabíó 13.00, 15.15 ísl. Háskólabíó 15.30 ísl. Laugarásbíó 13.40, 15.40 Borgarbíó Akureyri 14.00 ísl. Flugvélar: Björgunarsveitin (íslenska) Sambíóin Álfabakka 13.30 Sambíóin Egilshöll 13.40, 15.40 Sambíóin Akureyri 14.00 Að temja drekann sinn 2 Smárabíó 13.00 ísl. Töfrahúsið Með íslensku tali. Sambíóin Álfabakka 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 13.40, 15.40 Sambíóin Kringlunni 12.50 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8,1/10 Háskólabíó 18.00 Believe Bíó Paradís 16.00 Andri og Edda verða bestu vinir Bíó Paradís 16.00 Antboy Bíó Paradís 16.00 Hross í oss 12 Bíó Paradís 18.00 Frankenstein Bíó Paradís 21.00 Turist 12 Bíó Paradís 17.45, 20.00, 22.15 The Tribe 16 Bíó Paradís 18.00, 20.00, 22.30 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.