Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Hafsjór fróðleiks -stórmerkileg bók Metsölulisti Eymundsson 1. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Við uppbyggingu á svæði hesta- mannafélagsins Spretts á Kjóavöll- um síðustu misserin var sérstaklega miðað við það að þar væri hægt að halda landsmót hestamanna í fram- tíðinni. Á það mun reyna fyrr en Sprettarar hugðu því stjórn Lands- sambands hestamannafélaga (LH) tilkynnti á fimmtudag að gengið yrði til viðræðna við Sprett um að halda landsmótið árið 2016 eftir að hætt var við að halda það á Vindheimamelum. Sprettur sótti um að halda lands- mótið 2016 en LH ákvað upphaflega að skrifa undir viljayfirlýsingu um að það yrði haldið á Vindheima- melum. Það var ekki fyrr en í þess- ari viku sem Spretti bárust fyrir- spurnir um hvort félagið gæti tekið landsmótið upp á sína arma, að sögn Lindu Bjarkar Gunnlaugs- dóttur, formanns Spretts. „Auðvitað gat maður ekki skorast undan þegar maður er spurður svona og við vorum búin að bjóða fram svæðið fyrir 2016. Þetta er auðvitað mun skemmri fyrirvari en við hefðum viljað hafa en svæðið er nú tilbúið að mestu leyti,“ segir hún. Koma 20.000 manns fyrir Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæði Spretts en félagið byggir á grunni félaganna Andvara í Garðabæ og Gusts í Kópavogi. Stærsta reiðhöll landsins, 4.000 fer- metrar að stærð, var tekin í notkun þar 1. febrúar en í henni komast 850 manns í sæti. Um 20.000 kom- ast fyrir í brekkunum í kringum keppnissvæðið. Þá státar svæðið af fjórum keppnisvöllum, hesthúsum sem rúma 2.500 hross og fjölda reiðleiða í nágreninu. „Það er mikil reynsla af móta- haldi þó að við höfum ekki haldið landsmót og svæðið er náttúrlega alveg frábært til mótahalds. Það er byggt alveg frá grunni til að hægt sé að halda stórmót. Það var hugs- unin frá byrjun. Það er allt til stað- ar. Við segjum stundum að við get- um sett landsmót í samband en auðvitað er töluvert mikil vinna sem er eftir í undirbúningi,“ segir Linda. Timberlake greiðir götuna Fleiri þúsund hestamenn og áhugafólk sækir landsmótin og því er að mörgu að huga, þar á meðal gistingu og samgöngum. Linda bendir á þann fjölda hótela og gisti- staða sem eru í nágrenni Kjóavalla og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þá sé glæsilegt tjaldsvæði í Guðmundar- lundi í Kópavogi þar sem öll aðstaða er fyrir þá sem vilja gista í tjöldum. Kjóavellir eru á mörkum Kópa- vogs og Garðabæjar, rétt hjá íþróttahúsinu Kórnum þar sem stórtónleikar Justins Timberlake voru haldnir í sumar. Reynslan af þeim nýtist við skipulagningu lands- móts, að sögn Lindu. „Það er búið að prófa hverfið. Þegar við sóttum um landsmótið 2018 höfðum við þann sem sá um skipulagninguna á fólksflutningum á Timberlake-tónleikana til skrafs og ráðagerða um hvernig þetta væri hægt. Það verður að hugsa fyrir stæðum og almenningssamgöngum. Það sem er líka gott við þetta svæði er að það eru þrjár aðkomuleiðir,“ segir Linda. Ætlað að halda stórmót frá byrjun  Hestamannafélagið Sprettur mun að líkindum halda landsmótið 2016 á Kjóavöllum  Svæðið nánast tilbúið eftir uppbyggingu  Stærsta reiðhöll landsins og 20.000 áhorfendur komast fyrir Morgunblaðið/Ómar Kjóavellir Á svæði Spretts á mörkum Garðabæjar og Kópavogs eru meðal annars hesthús sem geta hýst 2.500 hesta. Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmi Í hugum margra er Stykkishólmur ekki stór útgerðarbær á landsvísu. Sjávarútvegur er þó ein af undir- stöðuatvinnugreinum bæjarins. Á síðasta kvótaári var landaður afli um 3.400 tonn og úthlutaðar afla- heimildir á þessu ári eru um 3.800 þorskígildistonn. Það vekur hins vegar athygli þegar skrá yfir skipaeign Íslend- inga er skoðuð að í Stykkishólmi eru skráðir um 100 bátar með heimahöfn. Það eru ekki margar hafnir á landinu þar sem fleiri bátar eru skráðir. Þar kemur fram að aðeins þrjú skip eru yfir 100 brúttórúmlestir að stærð. Af þess- um bátafjölda eru einungis 16 bátar með skráðar aflaheimildir. En hvað með alla hina bátana? Skýringin er lífríki Breiðafjarðar og Breiðafjarðareyjar. Margir bátar eru á grásleppuveiðaum á vorin og fram á sumar. Oft á tíðum hefur verið landað mestum grá- sleppuafla í Stykkishólmi á vertíð- um. Strandveiðar, ígulkersveiðar, síldveiðar, skelveiðar eru meðal annars veiðar sem stundaðar eru á smábátum. Ferðaþjónustan notar báta til siglinga. Fjölmargir bátar tilheyra eigendum Breiðafjarð- areyja og eyjarnar á Breiðafirði eru margar. Þar er báturinn eina samgöngutækið. Það eru því mikil not fyrir minni báta í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Stykkishólmshöfn Aðstaða fyrir bátaflotann hefur batnað mjög mikið á síðustu árum. Lífríkið í Breiðafirði kallar á mikinn fjölda báta Hestamenn ættu að standa saman um ákvörðun LH um staðarval fyrir landsmótið enda voru góðar ástæður fyrir henni, að sögn Lindu. Hún seg- ist skilja að fyrirvarinn sé stuttur fyrir Skagfirðinga og að hún hefði viljað að aðdrag- andi þess að Sprettur fengi landsmótið væri annar. „Aðalmálið er að við náum að halda flott landsmót þannig að það fari að gefa okkur hagnað. Við eigum að halda mótið þannig að aðstæður fyr- ir hesta, knapa og áhorfendur séu í lagi og að við séum að gera mótið stærra en það er í dag. Það eru rökin sem LH er með. Þeir treysta sér ekki í að halda landsmót miðað við að- stöðuna fyrir norðan og þá verður bara að virða það,“ seg- ir Linda. Virði ákvörðunina AÐDRAGANDINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.