Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 12
arkitektúr og ferðaefni, getur maður verið viss um að búið sé að tryggja þátttöku allra á jafnréttisgrundvelli. Þróunin hefur orðið sú að við semjum efni og notum á víxl ritmál, myndmál og tónlist. Síðast en ekki síst eru fundahöldin, þar sem farið er yfir skipulag ferðar og faglegu þættirnir uppfærðir. Það samstarf hafa leitt: Við Petrína Rós Karlsdóttir í frönsku og Brynja Dís Valsdóttir í sögu og lista- sögu. Parísarferðir eiga sér lengri sögu við MS, en við Sigurbjörg Eðvarðsdóttir frönskukennari fórum í tvær slíkar allnokkru fyrr. Þær ferðir voru tengdar Comeniusar-áætluninni, en ekki fjármagnaðar að fullu af nemendum eins og nú er. Samstarf við Bergrósu Ásgeirsdóttur frönskukennara í MK er framundan. Þá er ég komin að aðalatriðinu og niðurstöðunni: Undirtónn faglegu markmiðanna er alltaf sá að nem- andinn njóti sinnar fyrri þekkingar af ferðalögum og stórborgum, geti yfirfært reynslu sína af eigin menn- ingu yfir á aðra, en fái síðan í krafti nýrrar þekkingar ákveðna löngun til að segja: (Nú kveikja þau sem elska Eurovision). París? Hún hefur þetta „je ne sais quoi qui attire!“ Myndbrotunum verður raðað saman síðar og hver veit? Lagt upp í aðra ferð? 12 MÁLFRÍÐUR STYRKIR til skólaverkefna á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi. Kynntu þér málið á www.comenius.is COMENIUS FYRIR LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLASTIGIÐ Comenius | Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.