Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 18
Garðaskóli í Garðabæ hefur í rúman áratug unnið að ýmsum Comeniusarverkefnum. Samstarfsskólar okkar hafa verið frá Teningen í Þýskalandi, La Broque og Markolsheim í Frakklandi, Lahti í Finnlandi, Lleida á Spáni, Bari á Ítalíu, auk þess sem skóli frá Tianjin í Kína kom inn í samstarfið fyrir nokkrum árum. Ýmist hafa allir evrópsku skólarnir tekið þátt eða hluti þeirra, eftir því hvort þeir hafa fengið styrki til að taka þátt í því verkefni sem unnið er að hverju sinni. Eins og í öllum Comeniusarverkefnum eru nemendaheimsóknir mikilvægur hluti af hverju samstarfsverkefni. Þá gef- ast nemendum tækifæri til þess að heimsækja jafn- aldra sína, spjalla saman, setjast á skólabekk erlendis, njóta gestrisni heimamanna og fá innsýn í menningu og siði annarrar Evrópuþjóðar. Þessi nemendaskipti hafa verið mjög gefandi og þroskandi, og sé litið yfir þátttöku nemenda Garðaskóla í Comeniusarsamstarfi undanfarin 10 ár má lauslega áætla að yfir 130 nem- endur hafi tekið þátt í nemendaskiptunum og a.m.k. fjórum sinnum fleiri lagt hönd á plóg í sameiginlegu verkefnunum á heimavelli. Samstarfsskólarnir vinna að sameiginlegum þema- verkefnum. Vinnutungumálið í öllum þessum sam- skiptum er enska, og ef svo vel vill til að einstaka kennari eða nemandi kunni fleiri tungumál sem koma að notum þá er því tekið fagnandi, enda kunnátta í erlendum málum ómetanlegur fjársjóður. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga, en alltaf hefur þó verið haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir menningu og margbreytileika annarra Evrópuþjóða. Undanfarin fimmtán ár eða svo hafa verið búnar til listaverkabækur þar sem nemendur teiknuðu eða mál- uðu myndir og ortu ljóð undir ákveðinni yfirskrift, t.d. Building Bridges For Europe, LOVE in the 21st Century, Different Cultures in Different Regions og We Live in One World – we have to protect it. Þá má nefna að ljóð og myndir úr þessum verkefnum hafa birst víðar, t.d. í bókinni Virðing og Umhyggja (2007) eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, prófessor við Háskóla Íslands. Þá má nefna að skólaárin 2008-2010 fengu allir skólarnir styrk til að vinna að verkefni sem nefndist FOOD, CULTURE and HEALTH. Nemendur í skól- unum sem tóku þátt söfnuðu uppskriftum sem eru dæmigerðar fyrir lönd þeirra, þýddu þær á ensku og elduðu í skólaeldhúsunum. Einnig skrifuðu þau um skólann sinn, heimabæinn og um þá fæðutegund sem er einkennandi fyrir viðkomandi land. Í gagnkvæmum heimsóknum elduðu nemendurnir saman og kynntust þannig matarmenningu hins landsins. Afraksturinn var matreiðslubók sem bókstaflega rann út eins og heitar lummur og fékk þar að auki önnur verðlaun sem fyrir- myndarverkefni á 15 ára afmælishátíð Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB. Af þeim verkefnum sem Garðaskóli hefur tekið þátt í hingað til hefur spurningaspilið, European Games, sem lauk 2012, dálitla sérstöðu, bæði vegna umfangs og endanlegrar útkomu. Nemendur í hverjum skóla bjuggu til spurningaspil í anda Trivial Pursuit, hver skóli samdi hundrað og fimmtíu fjölvalsspurningar í mismunandi flokkum um land sitt og þjóð. Nemendur sem þá voru í 9.bekk unnu spurningarnar í samfélags- fræði, náttúrufræði og ensku. Spurningunum er skipt í fimm flokka, þ.e. náttúru, sögu, menningu, íþróttir og þjóðhætti. Innan hvers flokks eru siðan 30 spurningar 18 MÁLFRÍÐUR European Games . Tungumálaferðir og nemendaskipti: European Games Halla Thorlacius, enskukennari við Garðaskóla

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.