Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 14
Í tvígang hef ég nú haft í Menntaskólanum við Sund ævi Kristjáns 4. Danakonungs og samtíma hans sem valgrein. Valgreinin er samvinnuverkefni í dönsku og sögu og miðdepill námskeiðsins eru nemendaskipti milli okkar og Frederiksborg Gymnasium í Hillerød. Valgreinin er fyrir nemendur í 3. eða 4. bekk á þriðja hæfniþrepi og byggist á samvinnu milli dönsku og sögu, milli mín og Lóu Steinunnar Kristjánsdóttur, en hún nær einnig til bókmenntasögu og listasögu. Viðfangsefnið er valdatíð Kristjáns 4. (1588–1648). Formið er verkefnamiðað nám, sem þýðir að nem- endur vinna verkefni úr heimildum og ritum um efnið (mikið til á dönsku) og semja erindi og greinar á íslensku um stjórnmál, daglegt líf og listir samtímans. Markmið Þekkingarmarkmið: Að nemendur • þekki aðalskeið valdatíma Kristjáns 4. og aðal- persónurnar í kringum hann • þekki sögu einokunarverslunar Dana á fyrri hluta 17. aldar • kynnist lífsháttum þjóðfélagshópa í Kaup- manna höfn og meti lífsgæði þeirra með hliðsjón af mannlífi á Íslandi • þekki byggingar og borgarhluta Kaup manna- hafnar sem kenndir eru við Kristján 4., svo sem Nyboder, Kauphöllina (Børsen), Sívalaturn, Gamla Garð og Kristjánshöfn • þekki tengsl Íslands og Danmerkur á tíma Tyrkjaránsins Færnimarkmið: Að nemendur • geti lesið bækur og greinar um tímabilið á dönsku • geti unnið úr því sem þeir lesa á dönsku og borið saman við aðrar heimildir • geti unnið skipulega í hópum að lausn verkefna • geti gert skilmerkilega grein fyrir þekkingu sem þeir öðlast og unnið saman að heildarskýrslu Hæfnimarkmið: Að nemendur • skilji þjóðfélagsgerð þar sem ójafnrétti er grund- völlur alls • geti greint athafnir sem rökréttar afleiðingar þessarar heimsmyndar • geti greint sjónarmið Dana og Íslendinga og hagsmuni þeirra • geri sér grein fyrir að allar skoðanir manna eru háðar tíma og stað Skipulag: Nemendur semja stutt verkefni og kynningar um valin viðfangsefni. Farið til Kaupmannahafnar þar sem gist er á dönskum heimilum og minjar um tímabilið skoðaðar og kynntar. Auk þess semur hver nemandi í samvinnu við aðra tvær kynningar á völdum köflum í sögunni. Öll verkefni og allar ferðaskýrslur verða hlutar af sameiginlegri möppu og vef um viðfangsefnið sem verður birt á vefsíðu skólans. Kennsluáætlun: • 2 vikur: Kynning kennara og lestur um ævi Kristjáns 4. • 3 vikur: Tveggja manna hópar vinna í tvígang kynningar og kynna stuttlega í tímum. • 1 vika: Ferð til Hillerød og Kaupmannahafnar. Kynningar á staðnum. • 1 vika: Ferðaskýrsla úr verkefnum um ferðina fer á netið. • Það sem eftir er af önninni vinna 3–4 manna hópar að 2–3 rannsóknarverkefnum undir hand- leiðslu. Af hverju varð tími Kristjáns 4. fyrir valinu? Kristján 4. var konungur 1588–1648. Hann reisti mjög margar byggingar og jafnvel borgir. Hann tók þátt í 30 ára stríðinu í Þýskalandi með hrikalegum afleiðingum fyrir danska ríkið. Hann var iðinn galdranornaveiðari, eignaðist um 30 börn með 5 konum. Ástar-haturssaga 14 MÁLFRÍÐUR Pétur Rasmussen, dönskukennari við Menntaskólann við Sund Tungumálaferðir og nemendaskipti: Valáfangi um Kristján 4., konung Íslands og Danmerkur

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.