Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 11
til að skrásetja, sem fordæmi fyrir aðra, það sem vel hefur gengið. Þegar við áttuðum okkur betur á því hvernig ætti að hvetja ungt fólk til að vera ábyrgir þátt- takendur í samfélaginu heima fyrir og til að að taka þátt í aðgerðum á vettvangi Evrópu, reyndist hægt að innleiða evrópska þætti inn í námskrá kennaramennt- unar og tryggja þannig að kennarar framtíðarinnar fái tækifæri til að fræðast um Evrópu og taka þátt í nem- endaskiptum til að bæta verklag sitt innan kennslu- stofunnar í framtíðinni. Tungumálanám samþætt efnisnámi Síðan þá hef ég tekið þátt í meira en 20 verkefnum, allt frá litlum verkefnum umfangsmikilla akademískra tengslaneta. Það er í raun ótrúlegt hvernig eitt leiðir til annars og hvernig dyr opnast fyrir kennara og þá sem mennta kennara. Eitt af því sem hafði úrslitaáhrif á mig var nám- skrárþróunarverkefnið „Bilingual Integrated Teaching“ þar sem akademískir háskólar og kennaramennt- unarskólar unnu sameiginlega að því að móta áfanga samkvæmt CLIL-módelinu, Content and Language Integrated Learning, og námsefni sem byggir á C-unum fjórum Content-Communication-Culture-Cognition. Að fá tækifæri til að vinna með þekktum alþjóðlegum sér- fræðingum, að vera tekin alvarlega í því samhengi var eitthvað sem ég hafði aldrei látið mig dreyma um! Hugmyndir um að CLIL nálgunin nýtist í víðara sam- hengi en eingöngu í L2 tungumálanámi voru þróaðar fyrir aðeins rúmum áratug en hafa síðan verið í endur- skoðun og þróun síðan. CLIL-módelið hefur verið grunnurinn að áföngum í grunn- og framhaldsnámi í háskólum í Austurríki og Suður-Týról og hefur þannig haft áhrif á kennaramenntun og starfið sem fram fer í kennslustofunum. Ég tel að við hefðum ekki náð svona langt án hvatans sem við fengum í evrópsku samstarfi. Nemendaskipti í kennaranámi Annað mikilvægt verkefni var EUROPROF verkefnið. Átta samstarfsstofnanir í Evrópu þróuðu ferilmöppu til að auðga reynslu nemenda af nemendaskiptum í kennaranáminu með stýrðum vettvangsathugunum. Okkur gafst tvisvar sinnum færi á að senda 14 af fram- tíðarkennurum okkar í menntastofnanir í Danmörku, Íslandi, Ítalíu, Frakklandi, Litháen, Póllandi og Bretlandi til að kynnast kennslu í þessum löndum. Víðförull sérfræðingur í upplýsingatækni spurði mig eitt sinn: „Er menntun ekki staðbundið fyrirbrigði?“ Hann var nokkuð sannfærður um að svo væri og ég er nokkuð sannfærð um mikilvægi þátttöku kennara í alþjóðlegri þróun menntavísinda. Það er svo margt sem við getum lært hvert af öðru og það er svo mikil hvatning „þarna úti“ fyrir okkar daglegu störf. Sem grunnskólakennari hafði ég ekki tækifæri til að vinna þvert á landamæri. Sýn mín á menntakerfi takmarkaðist við austurrískar og breskar aðstæður. Það kom mér skemmtilega á óvart árið 2000 þegar ég var beðin sem leiðsagnarkennari um að skipuleggja COMENIUS-verkefnið Network on Regional Identity & Active Citizenship (RIAC). Að samræma slíkt sam- skiptanet með 25 þátttakendum frá Evrópu var heil- mikil áskorun, en það reyndist framkvæmanlegt og opnaði algjörlega nýja sýn á menntun. Átthagi og borgaraleg vitund RIAC beindi sjónum að menntun í borgararéttindum með fjölbreytileika Evrópu sem bakgrunn og að tengja saman akademískar rannsóknir, kennaramenntun og skóla. Grunnurinn voru fræðilegar hugmyndir um kennslu í svæðisbundnum sérkennum og borgara- réttindum almennt séð sem og sérhæft efni eins og lýðræði í skólastarfi. Eitt verkefna tengslanetsins var að styðja við skólaverkefni — evrópskar íþróttavikur og fundi fyrir nemendur og skólaþing — til að varpa ljósi á hvernig hægt sé að ná sem bestu verklagi og MÁLFRÍÐUR 11 Xxxxxx Dr. Christine Lechner, leiðsagnarkennari í kennara- og endurmenntun kennara við Kennaraháskólann í Týról. Úr kennslustofunni til Evrópu og til baka

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.