Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Qupperneq 13
Fimmtudagur 26. mars 1998 Fréttir 13 Að tryggja góða heílsu Eftir að hafa velt þessari spumingu fyrir sér komast flestir að þeirri niðurstöðu að góð heilsa er eitt það allra mikilvægasta. En hvemig tryggj- um við okkur góða heilsu? Jú rannsóknir hafa sýnt að líkamsrækt er það besta sem við getum gert til þess að halda líkamanum ungum og hraustum langt fram á efri ár En hversu miklu fé og tíma eyðum við í það að trvggja okkur góða heilsu. Allt of margir gera ekkert fyrr en heilsan er farin að bila. Þá eru þeir tilbúnir til þess að gera hvað sem er til þess að öðlast hana aftur en í sumum tilfellum er það orðið of seint. Líkamsrækt ætti því að vera í forgangsröð í lífi okkar og við ættum að taka liana fram fyrir annað ekki verja þig með tíma eða féleysi því það er ekki til nein afsökun fyrir því að æfa ekki neitt. Líkamsrækt sjálfsögð Líkamsrækt ætti að vera okkur jafn sjálfsögð og það að borða og sofa. Allir geta fundið sér tíma með því að skipuleggja sig vel. Gott heilbrigði fæst ekki á flöskum eða dósum. Jafnvel þó mataræðið okkar sé gott og við tökum inn úrval af vítamínum þá styrkir það ekki vöðvana okkar né bætir þolið. Vöðvamir okkar eru sú vél sem eyðir megninu af hita- einingunum sem við látum ofan í okkur. Það er eiginlega synd að eyða svona miklu í gott eldsneyti en láta vélina síðan grotna niður. Það eru líka ótrúlega margir sem hugsa hvorki um vélina sína né eldsneytið. Fæstir myndu fara svona með bílinn sinn, hvað þá ef þetta væri eini bíllinn sem þeir fengju um ævina. Það er nefnilega ekki hægt að kaupa sér nýjan líkama. kannski eitthvað af varahlutum en ekki nærri því alla. Það eru allt of margir sem ekki em neitt að spá í þessa hluti, Vaknið og hugsið aðeins um það hvemig þið viljið eyða efri ámnum ykkar. Eða hvort þið viljið fá að eiga slik ár. Hreyfíng mikiluægasta vörnin Á alþjóðlegri ráðstefnu nú nýlega kom fram að hjartaáfóll eru langstærsti einstaki sjúkdómurinn sem veldur ÓTÍMABÆRUM dauða. Sá áhættuhópur sem er í mestri hættu á að fá hjartaáfall eru þeir sem hreyfa sig ekki. Númer tvö komu svo þeir sem reykja. Hreyftng er því mikilvægasta forvömin gegn hjartaáföllum. Aukin þjálfun er mikilvægari en að bæta mataræðið, minnka streitu og m.fl. Þjálfun er það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna og með þjálfun eiga sér stað undraverðar breytingar í h'kamanum sem engin lyf geta framkallað. Fólk sefur betur, lítur betur út, líður betur bæði líkamlega og andlega, við hægjum á öldrun og hrömun og minnkum líkur á ýmsum sjúkdómum eins og t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðfalli, bein- þynningu, ristilkrabbameini og þung- Það mikilvægasta í lífi sérhvers manns Hvað er það? Sá áhættuhópur sem er í mestri hættu á að fá hjartaáfall eru þeir sem hreyfa sig ekki. Númer tvö komu svo þeir sem reykja. lyndi. Það eru líka ansi margir sem hafa komist að því að líkamsrækt er allra meina bót. Fjölmargir fullyrða að þeir hafi losnað við vöðvabólgu, bakveiki, þunglyndi og haldi niðri alls konar sjúkdómum. Þrátt fyrir allt þetta eru fjölmargir sem lialda að líkamsrækt sé aðeins gerð til þess að grenna sig og létta. Það er bara aukaatriði miðað við öll önnur áhrif. Hvaðerþjálfun? En hvað er þjálfun? - Það að labba Steinstaðahringinn þrisvar sinnum í viku, er það nóg ? Það fer allt eftir því í hvemig formi manneskjan er í fyrir. Fyrir manneskju í góðu formi hefur ganga lítil þjálf- unaráhrif. Fyrir manneskju sem hefur ekkert verið að hreyfa sig getur þetta haft mikil og góð áhrif en gæti lfka verið of mikið álag. Það eru lfka ansi margir sem hafa byrjað að æfa en gefist upp. Algengasta ástæðan fyrir þvf að fólk gefst upp á þjálfun er að þeir fara of geyst af stað. I stað þess að hætta ættu þeir að minnka álagið og fá leiðsögn um hvemig þeir geti æft án þess að gefast upp. Þeir sem stunda göngur ættu tvímælalaust að fá sér púlsmæli því annars er þjálfunin svo ómarkviss. Það er líka nauðsynlegt að sjá árangur af þjálfun sinni, sjá að við getum farið hraðar og lengra án þess að auka álagið. Einnig þurfum við að vara okkur á því, sama hvaða þjálfun við stundum að festast ekki í sama farinu. Sama rútínan ár eftir ár hættir að virka. Við verðum sífellt að vera að bæta okkur og breyta til. Margir stunda Ifkamsrækt á eigin vegum t.d. göngur, skokk, sund, eða hjólreiðar. Þetta er allt mjög góð hreyftng sem eykur þol. En það vantar oft styrktaræfingamar með en þær em ekki sfður mikilvægar. Eftir 25 ára aldur fer vöðvamassi líkamans að minnka, af því leiðir að við höfum minni kraft og brennsla líkamanns minnkar sem aftur leiðir til þess að við eigum auðveldara með að fitna. Með styrkjandi æfingum fyrir vöðva líkamanns eins og t.d. í vaxtarmótun eða með æfingum í tækjasal spomum við við þessari þróun. En það er mikilvægt að slíkar æfingar séu gerðar undir leiðsögn að minnsta kosti til að byrja með. Eróbik er líka mjög góð alhliða þjálfun sem hefur það fram yfir aðrar þolæfingar að þjálfa hugann í leiðinni og seinka þannig öldran, í eróbiktímum era líka alltaf teknar styrkjandi æfingar og teygjur í lok tímans þannig að þar höfum við allan pakkann. Erlífsstíll Annað sem við þurfum að hafa í huga er að líkamsrækt er lífstíll og við erum aldrei búin að æfa. Enginn lifir á fomri frægð. Maður sem er toppíþróttamaður í góðu formi um tvítugt en hættir þá að hreyfa sig hefur misst allt niður um fimmtugt. Nýlegar rannsóknir á fólki eldra en 50 ára sýna að ekki var munur á líkamlegu ástandi þeirra sem aldrei höfðu hreyft sig og þeirra sem stunduðu íþróttir á skólaárum sínum. Þeir sem eitt sinn hreyfðu sig höfðu þá misst öll góðu áhrifin niður. Horfum nú á aðalatriðin og förum að þjálfa okkur af skynsenii fyrir lífíð. Munum að það að léttast er ekki aðalatriðið. Mjónusýkin er orðin of mikil. Fólk er alltaf að leita að einhverjum töfralausnum, sem eru svo mjög misjafnlega heilsu- samlegar. Við erum misjöfn að byggingu og gerð og eigum líka að vera það. Allir sem eru í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi eru fallegir jafnvel þó þeir séu þybbnir og of þungir. Við sjáum hverjir hugsa um heilsuna af þeim er einhver sérstök útgeislun. Og munurinn verður meiri og sjáanlegri eftir því sem við eldumst. Ef þið eruð ekki þegar byrjuð að stunda líkamsrækt þá takið ykkur tak og BYRJIÐ NÚNA. Jóhanna Jóhannsdóttir íþróttakennari. GSM á Góu Einhvem veginn finnst mér góa vera konumánuður, alveg eins og þorrinn er einhvem veginn karlamánuður. Ég kynntist manni hér í Eyjum sem aldrei hefur átt GSM síma. Hann þekkti hins vegar nokkrar konur. Þessar konur höfðu nokkrar áhyggjur af því að geta ekki náð í þennan ágæta mann, þegar vel stóð á hjá þeim og trúlega illa hjá þessum kunningja mínum. Hann að minnsta kosti færði þetta í tal við mig þar sem við sátum á pöbb hér í bæ og sötraðum heiðarlegan bjór. Hann sagði að hann væri að kikna undan álaginu og kröfugerð vinkvenna sinna í símamálum. Það fór ekki á milli mála að vinurinn var hnugginn. „Ekki það að ég hafi neitt á móti símum," sagði hann. „Heldur snýst þetta urn frelsið. Sjáðu tií, frelsið til þess að vera laus við hringingar sí og æ. Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér og komist að því að ég væri jafn illa staddur ef ég þó fengi mér síma og hefði alltaf slökkt á honurrí. Þá kæmi bara krafan um að hafa ekki alltaf slökkt á honum og nauðið héldi áfram á sama veg, bara í annarri mynd.“ Svo stundi hann þungan. Ég óttaðist skyndilega að verða hnugginn eins og kunningi minn og sagði við hann að ég ætti hvorki vinkonur né GSM. Hann ætti þó vinkonur, sem reyndar nauðuðu í honum og það væri öragglega skárra en að eiga hvoragt. „Þú værir örugglega á grænni grein ef þú ættir GSM.“ sagði kunninginn hughreystandi. „Ég héma." sagði hann og saup á bjómum. „Ég veit um menn héma í bænum sem eiga svona leikfanga GSM síma sem duga þeim mjög vel. Þú gætir prófað að fá þér svoleiðis." Mér fannst vegið að mér með þessum orðum og benti á að ég vissi lika um menn sem ættu leikfangakonur. Ég gæti ekki farið að standa í slíkum blekkingaleik. Þá væri betra að vera bæði án kvenna og GSM. Þetta virtist ætla að lenda í einhverri blindgötuþvælu og ég sagði kunningjanum að best væri að við héldum okkar striki. Hann í nauðinu og ég í nauðleysinu. Vinurinn var ekki alveg á því. Hann var eiginlega kominn á þá skoðun að lausnin væri fólgin í því að láta undan konunum (les nauðinu). „Hvað er betra en að láta undan nauði kvenna," sagði hann, eins og hann sæi eitthvert ljós í myrkrinu, sem mér væri hulið. „Ég skelli mér á einn svona síma og fæ mér leyninúmer. Því eins og þú veist, að þrátt fyrir nauð, þá vilja konur alltaf standa í einhverju leyni eitthvað. Ég gæti fengið mér svo mikið leyninúmer að ef einhver hringdi í númerið á óheppilegum tíma, númerið sem enginn vissi reyndar um nema ég, yrði ekki vandamál að réttlæta „afsakið rangt númer“ vegna þess að enginn vissi það nema ég og þú elskan," sagði hann og brosti fleðulega. Benedikt Gestsson Hann sagði að hann væri að kikna undan álaginu og kröfugerð vinkvenna sinna í símamálum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.