Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 26. mars 1998 Landakirkja Fimmtudagur 26.3. 11:00 KyiTðarstund á Hraunbúð- um 17:00 T.T.T. (10- 12 ára) 20.30 TAIZE helgistund Sunnudagur 29.3. 11:00 Sunnudagaskólinn 14:00 Almenn guðsþjónusta - Neinendur Fullorðinsfræðsl- unnar annast prédikun dagsins. Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópran söngkona syngur í messunni. - Barnasamvera meðan á prédik- un stendur - Messukaffi 16:00 Messu dagsins útvarpað á ÚVaff(Fm) 104 20:30 Jazzmessa! - Þorvaldur Halldórsson, Gunnar Gunnars- son. Sigurður Flosason, Matthías M. D. Hemstock og Gunnar Hrafnsson leiða safnaðar- sönginn. - Létt sveifla í helgri alvöru! Mlánudagur 30.3. 20:30 Bænasamvera og Biblíu- lestur í KFUM & K húsinu Þriðjudagur 31.3. 16:00 Kirkjuprakkarar (7-9 ára) - lokasamvera 17:00 Aukatími í fermingar- fræðum 20:30 Eldri deild KFUM & K fundar í húsi félaganna. Miðvikudagur 1.4. 10:00 Mömmumorgunn 12:10 Kyrrðarstund í hádegi. Orgelleikur í kirkjunni 12:00- 12:10. Létturmálsverður í boði á eftir. 15:30 Fermingartímar - Barna- skólinn 16:30 Fermingartímar - Hamars- skóli. - Munnleg próf! 20:00 KFUM & K húsið opið unglingunr Fimmtudagur2.4. 17:00 T.T.T. (10- 12 ára) Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudag kl. 20:30 Mynd- bandasýning um tilurð Biblí- unnar. Föstudagur kl. 17:30 Krakkakirkja fyrir börn á aldrinum 3 til 9 ára. Kl. 20:30 Unglingasamkoina Laugardagur kl. 20:30 Bænasam- koma Sunnudagur kl. 15:00 Vakningar- samkoma. Þriðjudagur kl. 17:30. Krakka- kirkja fyrirböm á aldrinunr 9 til 12 ára. Fjiilbreyttur siingur «g lifandi orð. H jartanlega velkoinin. Aðventkirkjan Laugardagur 21. mars. Kl. 10:00 Biblíurannsókn Allir velkomnir. Baháí SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481-1585 Vestmannaeviar eiga púsund ráð í síðasta blaði Frétta skrifaði Sigurgeir Scheving grein undirfyrirsögninni „Eg mun ekki kjósa þá aftur''. Hér skal tekið undir það sjónarmið að fátt er jafn mikilvægt og að ráða- nrenn Vestmannaeyjabæjar hugsi stóit og horfi langt fram í tímann og geri sér grein fyrir því í skipulags- og um- hverfismálum að fom- og sögumenjar og möguleikar framtíðarinnar verði ekki skertar með röngum ákvörðun- um. Urðunarstaður fyrir drasl má ekki blasa við af þeim palli sem í raun er gestastétt allra ferðamanna sem til Eyja korna. Fátt er jafn mikilvægt í Vest- mannaeyjum og að horfa til nýrra átta í atvinnumálum og gera allt til að auka fjölbreytni í atvinnumálum. Ferðaþjónustan er í dag sívaxandi atvinnuvegur, skilar 20 milljörðum í gjaldeyri og þar er uppgangur. Ef eitthvert byggðarlag getur stækkað hlut sinn í ferðamennsku er það í mínum huga Vestmannaeyjar. Hér hafa að vísu ágætir menn og stofnanir verið að stækka þessa köku og fá nrenn til að sækja eyjamar heim. Má þar nefna Pál Helgason senr hefur verið einn af frumkvöðlum ferða- mennsku í Vestmannaeyjum. Hins vegar finnst mér að ráðamenn bæj- arins sofi á verðinum. Það þarf að gera bæinn ferðavænan með miðbæjar- skipulagi og gera þarf átak í fegrun bæjarins sem situr á hakanum, öfugt miðað við þróun í flestum stærri bæjarfélögum. Hér eru þúsund ný ráð og margar vannýttai’ auðlindir. Framhaldsskólinn hefur unnið gott starf í sambandi við náttúruna og ekki síst fuglalífið. Hér skal tekið undir þá skoðun Sigurgeirs ofl. að gosið og saga þess er efni í mikla atvinnusköpun. Til saman- burðar vil ég nefna nýlegt safn Vestur- fara á Hofsósi sem er mikið og gott framtak duglegs manns og hefur dreg- ið að sér þúsundir ferðamanna. Uppgröftur hér á einni götu og mögnuð uppsetning ágosinu í máli og myndum væri alveg nýr valkostur og myndi styrkja Vestnrannaeyjar á næstu árum. Þessi merka saga, hrikaleiki gossins og gæfan. sem þrátt fyrir allt fylgdi Eyjamönnum í þessu gosi, höfðar nefnilega til heimsins alls. Nú eru 25 ár liðin frá gosinu og því tímabært að fara að segja söguna og sýna hana, kannski er búið að fjarlægja alltof margt sem tengist gosinu. Hér er verk að vinna. Stofna þarf félagsskap um hugmyndina og fjármagna verkið. Öni Olafsson sem f mörg ár hefur starfað að ferðamálum hefur einnig sannfært undirritaðan um að hér er gullið tækifæri fyrir Eyjamenn að skapa ný störf og aukinn gjald- eyrisgróða. Guðni Agústsson, alþingismaður. Hæfileikamótun knattspyrnudeildar IBV hleypt af stokkunum um helgina: Athyglisvert tilraunaverkefni Óhætt er að segja að ýmislegt sé í gangi hjá knattspymudeild ÍBV þessa dagana. Um helgina verður t.d. hleypt af stað Hæfileikamótun ÍBV og Landsbanka íslands. Um athyglisvert tilraunaverkefni er að ræða þar sem reynt verður að gera leiknrenn í 2. og flokki, karla og kvenna, sjálfstæðari og agaðri til að takast á við verkefni framtíðarinnar á fótboltavellinum. Öllum leikmönnum ÍBV á eldra ári í 3. flokki karla og kvenna og í 2. flokki karla og kvenna (nema elsta árinu hjá strákunum) gefst kostur á því að taka þátt í verkefninu. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra knattspymudeildar ÍBV, byggist hæfileikamótunin annars vegar á því að liðleiki og styrkleiki leikmanna er mældur og í framhaldi af því fá þeir einkaæfingaáætlanir senr þeim er ætlað að framfylgja sjálfir en íþróttakenmui mun koma þeim af stað. Hins vegar verður árinu skipt í þrjú tímabil en hvert tímabil hefst með fyrirlestrahelgi þar sem leikmerin eru fræddir um ýmsa hluti sem eiga að styrkja þá í sínum einkaæfingum og sem leikmenn framtíðarinnar. „Þessa dagana er verið að nræla upp leikmenninna en um þann lið sér Björgvin Eyjólfsson, iþróttakennari. Fyrsta fyrirlestrahelgin hefst á morgun. Þá verða fyrirlestrar um næringarfræði knattspymumanna, líffræði, áhrif áfengisneyslu á íþróttafólk í umsjá Irisar Þórðardóttur, hjúkrunarfræðings. Elías Friðriksson. sjúkraþjálfari, mun flytja fyrirlestur urn forvöm gegn meiðslum og jafnframt hvemig best sé að vinna úr meiðslum og hvemig hægt er að auka liðleika. Elliði Vignisson. sálfræði- nemi. mun fjalla um hversu miklu máli hugarfar og hin andlega hlið skiptir rnáli í íþróttum. þ.e. hvað skilur á nrilli sigurvegara og tapara. Jafnframt mun ég flytja fyrirlestur urn starf knattspymudeildarinnar og rekstrarumhverfi hennar." segir Þorsteinn. Önnur fyrirlestralotan verður í lok maí en þá verður lögð áhersla á leikfræði knattspymunnar, tækni og hvaða eiginleikum góðir knattspymu- rnenn og konur þurfa að búa yfir. í haust verður þriðja lotan en þá verður litið yfir hin tvö tímabilin, leikmenn mældir að nýju til að sjá hvemig þeinr hefur gengið í einkaþjálfuninni og veturinn undirbúinn. Leikmenn nrunu halda dagbækur þessi þrjú tímabil þar sem þeir eiga að fylla út eyðublöð tvö æfingadaga í viku. Þar mun safnast saman nrikil vitneskja um mataræði leikmanna og hvemig þeir hugsa um eigin heilsu sem mun nýtast Hæfi- leikamótuninni í framtíðinni. „Fvrirmyndin er sótt til Hæfi- leikamótunar KSÍ en að öllu öðm leyti er þetta heimasmíðað módel sem búið er að leggja mikla vinnu í. Hefur það hlotið samþykkti fræðslunefndar KSÍ. Um tilraunaverkefni er að ræða sem yerður fróðlegt að sjá hvemig gengur. I haust munum við endurmeta þetta. sníða af vankanta og bæta því inn sem okkur finnst vanta. Vonandi skilar þetta sér í sjálfstæðara, fróðara og betra knattspyrnufólki í framtíðinni." segirÞorsteinn. Undirbúningsnefnd Hæfileikamót- unar knattspyrnudeildar ÍBV skipa Bjöm Elíasson kennari og þjálfari sem átti hugnryndina að þessu verkefni og Knstinn R. Jónsson þjálfari ásamt Þorsteini. ííizjsiflfu bzziu b/rjzi -/zl Hópurinn Bæjarins bestu, Kári Vigfússon og Gunnar Kristjánsson, fékk 9 rétta um síðustu helgi í hópleiknum, sem er mjög góður árangur. Nú er hafin úrslitakeppni í Ieiknum og því góður tími til að ná góðu skori. Pörupiltarnir, Már Jónsson og Baldvin Kristjánsson, náðu 8 réttum sem einnig er mjög góður árangur. Staðan í úrslitariðlunum tveimur er þessi eftir I. viku úrslitakeppninnar. Innan sviga koma stigin sem hóparnir tóku með sér úr riðlakeppninni. Riðill 1: Dautt á Vatni 11(4), Bæjarins bestu 10(1), Geiri Smart 10(4), Flug-eldur 8(1), Pörupiltar 8(0), Tveir fiottir 8(2), Villta vestrið 8(2), Charlotta 7(0). Riðill 2: Don Revie 7(4), ER 10(4), Búðarráp 7(1), Styðjum Roy Evans 8(2), ÍBV 7(0). Reynistaður 7( I), Sigló- sport 7(2), Burt með íhaldið 6(0). Þeir sem tóku með sér færri stig í úrslitakeppnina hafa strax tekið þokkalega við sér og gætu þeir allt eins unnið riðlana. í síðustu keppni tókst hópnum K- tröllin að sigra, með því aðeins að ná 1 stigi með sér úr riðlakeppninni. Það er því til mikils að vinna í framhaldinu. Þrjár vikur eru nú eftir af úrslitariðlunum. Monrad leikurinn er enn í fullum gangi og mun hann standa til 2. maí. Úrslit síðustu helgar voru sem hér segir: Guðni Sig-Húskross 7-0, Sig-bræður - Friðfinnur 0-9, ER-Haraldur Þór 8-9, Hengdur og spengdur - Huginn Helga 0-11. Haukur Guðjónss - Þrumað á þrettán 8-7, Sigurður Óli - Jakob Möller 0- 7, Kári Fúsa - Andy Cole 8-7, Sigurjón Þorkelss - Eddi Garðars 9-8. Klaki - Bjössi Ella 9-9, Hlynur Sigmars - Sigurjón Birgiss. 8-6. Sigfús Gunnar - Georg og fél. 10-11 og Ólafur Guðnrundss. sat hjá. Staðan í hópleiknum er því hjá efstu mönnum þannig: Friðfinnur 24, Sigfús G. 23, Haraldur Þór 22, Huginn Helga 22, Andy Cole 19, Hlynur Sigmars 19. Jakob Möller 19 og Eddi Garðars 17. Um næstu helgi keppa Haraldur Þór - Þrumað á þrettán, Sigurjón Þorkels - Andy Cole, Hlynur Sigmars - Bjössi Ella, Georg og fél. - Sigurjón Birgis. Sigfús Gunnar - Eddi Garðars. Guðni Sig - Haukur Guðjónss, Hengdur og spengdur - Ólafur Guðm, ER- Sig-bræður, Klaki - Jakob Möller. Kári Fúsa - Huginn Helga, Húskross - Friðfinnur. Sex umferðir eru eftir í Monrad leiknum og hefur Friðfinnur nú skotist uppfyrir Sigfús Gunnar, sem í síðasta blaði var sagður vera stinga af. Það er greinilega alger óþarfi að vanmeta Friðfinn í Eyjabúð, en það er næsta víst, að Sigfús liefur ekki sagt sitt síðasta. Opið verður í Týsheimilinu á laugardaginn frá kl. 10:00 - 13:45 og eru loksins komnir úrvals- deildarleikir á seðilinn. Heitt verður á könnunni og allt eins og það á að vera. Að lokum vill Get- raunaþjónusta ÍBV hvetja tippara til að merkja við félagsnúmer IBV 900 ef tippað er annars staðar en í Týsheimili.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.