Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1998, Síða 14
14 Fréttir Sunnudagur 20. desember 1998 Margir gerðu getta stór- virkiað veruleika -sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélagsins þegar loðnuverksmiðja félagsins var vígð sl. föstudag Fjölmenni var við vígslu loðnu- bræðslu ísfélagsins sl. föstudag þar sem starfsfólki og þeim aðilum sem á einhvern hátt komu að verkinu var boðið að koma. Sigurður Einarsson, forstjóri Isfé- lagsins, sagði í ræðu viðjretta tækifæri að í júlí 1997 hefði Isfélagið gert samning við norska fyrirtækið Atlas- Stord um að kaupa af þeim tvo þurrkara, sjóðara og annan tækja- búnað vegna endurnýjunar verk- smiðjunnar. Framkvæmdir við sjálfa verksmiðjuna hófust svo að lokinni síðustu vetrarvertíð en áður voru framkvæmdir hafnar við byggingu verksmiðjuhússins. Síðan rakti Sigurður hverjir komu að uppbyggingu verksmiðjunnar og verksmiðjuhússins sem er 37.000 rúmmetrar og stærsta hús sem enn hefur verið byggt í Vestmannaeyjum. Ráðgefandi verkfræðingur var Páll R. Sigurðsson og yfirumsjón með byggingu hafði Þórður Kaplsson sem er eftirlitsmaður fasteigna Isfélagsins. Teiknistofa Páls Zóphóníassonar sá um hönnun mannvirkja og veitti tæknilega ráðgjöf. Byggingafyrirtækið Steini og Olli undir forystu Ársæls Sveinssonar sá um stóran hluta af byggingu hússins. Eyþór Harðarson, rafmagnstæknifræðingur og starfs- maður Isfélagsins, annaðist hönnun rafmagns og stjórnkerfis og meistari verksins var Árni Gunnar Ámason. Samið var við verktakafyrirtækið Vamir um að byggja húsið sem keypt var af Ward í Bretlandi. Var húsið reist í sumar af Vörnum en undirverktaki var Uri ehf. Vélsmiðjan Héðinn sá um uppsetningu þurrk- aranna og kom að ýmsum öðrum verkum. Starfsmenn frá Vélaverkstæðinu Þór, Skipalyftunni, SR-mjöli og Kaupfélaginu á Fáskrúðsfirði unnu við uppsetningu á ýmsum vélbúnaði. Málningarvinna var unnin af mál- arameisturunum Viðari Einarssyni og Olafi Tiyggvasyni og þeirra mönnum. Eyjablikk sá um einangrun og klæðningu á tækjum ásamt frágangi á loftræstingu. Starfsmenn Isfélagsins lögðu rafmagnið ásamt starfsmönnum frá Geisla. Starfsmenn frá Miðstöðinni undir forystu Marinós Sigursteins- sonar lögðu bróðurpart lagna. Hallgrímur Tryggvason og hans menn í Vélsmiðjunni Völundi lögðu gufulagnir og fieiri lagnir. Einar & Gujón önnuðust gröft, Magnús Magnússon frá Eyjaleið og Krana- þjónusta Helga önnuðust kranavinnu. Frágangur holræsalagna frá verk- smiðjunni var unninn af starfs- mönnum Áhaldahúss bæjarins. Múr- verk önnuðust þeir Páll Árnason, Björn F. Ásbjönisson og Sigurður Georgsson auk starfsmanna Isfé- lagsins. Sigurður sagði að kostnaður væri orðinn rúmlega 600 milljónir króna en ekki er öllu lokið því fyrirhugað er að reisa 2.500 tonna lýsistank, byggja 200 tonna mjöltanka og breyta lönd- unarbúnaði. „Félagip naut aðstoðar viðskiptabanka síns, íslandsbanka, við að fjármagna allar þessar fram- kvæmdir og ber að þakka það sérstaklega,'1 sagði Sigurður og bætti svo við. „Ég vil svo við þessi tímamót þakka innilega öllum þeim sem lögðu hönd a plóginn til að Iáta þetta stórvirki verða að veruleika. En eins og sést á upptalningunni hér að Sigurður með eiginkonu sinní Guðbjörgu Manhíasdónur og tveimur sonum heirra, Magnúsi og Kristni., framan lögðu margir mikið á sig til að það tækist. Árangurinn er ein full- komnasta ef ekki fullkomnasta fiski- mjölsverksmiðja landsins," sagði Sig- urður Einarsson forstjóri ísfélagsins. BogiSigurðsson verksmiðjustióriog Guðjón Engílbertsson framleiðslustjóri. ENr/C Hluti starfsmanna og annarra gesta við vígsluna. Gospel hjá hvítasunnu mönnum Að kvöldi fyrsta sunnu- dags í aðventu bauð tónlistarhópur ungs fólks í Hvítasunnukirkjunni til gospel-tónleika í Hvítasunnukirkjunni. Þetta var 14 manna hópur sem æft hefur gospeltónlist og hefur margoft komið fram á samkomum hvítusunnumanna. Um hundrað manns sóttu tónleikanu sem þóttu takast sérlega vel. Þióðveijí bakkar fyrlr slg Starfsmönnum Vestmannaeyja- radíós hefur borist þakkarbréf frá áhöfn þýsku seglskútunnar STAAHS sem varð fyrir áfalli í óveðri skammt frá Vestmanna- eyjum snemma í júli í sumar. Bréfið fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. lO.des 1998 Kæra starfsfólk Vestmannaeyja- radíós Þann 7. júlí síðastliðinn missti segl- skútan STAAHS stýri og framsegl í vonsku veðri. Áhöfnin, sem í voru fjórir menn, hafði samband við Vestmannaeyjaradíó til þess að leita eftir aðstoð. I framhaldi af því náði Vestmannaeyjaradíó sambandi við Heimaey VE sem kom okkur til aðstoðar og tók okkur í tog inn til Vestmannaeyja. Sem vott um þakklæti okkar sendum við þetta bréf ásamt mynd af ferð okkar um hið hrífandi land ykkar og af löskuðum bát okkar í Heimaeyjarhöfn. Við sendum öllum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með miklu þakklæti til allra starfsmanna Vestmannaeyjardíós. í einlægni Hans-JoAchim Wizorek

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.