Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 1
Eyjamaður og Eyjakona aldarinnar Anna Þorsteinsdóttir frá Laufási og Oddgeir Kristjánsson urðu hlut- skörpust í könnun Frétta á manni og konu aldarinnar í Vestmannaeyjum. Anna sagði, þegar henni voru kynntar niðurstöðurnar, að þetta kæmi henni verulega á óvart. „Ég hafði aldrei leitt hugann að því að ég kæmi til greina í þessu vali,“ sagði Anna. Fréttirfærðu Önnu blómvönd af þessu tilefni og Leifur Geir Hafsteinsson, dóttursonur Oddgeirstók við blómvendi fyrir hönd fjölskyldunar. Með honum á myndinni er Kristín Inga. Sölumet hjá Breka ísfisktogarinn Breki VE fékk hæsta verð sem fengist hefur í Þýskalandi þegar hann fékk 48,6 milljónir króna fyrir 223 tonn og var meðalverðið 243. krónur. Uppi- staða aflans var karfi og blandaður fiskur, sem var mest þorskur. Breki seldi í Bremerhaven í gær og á þriðjudaginn. „Þetta er mesta afla- verðmæti sem eitt skip hefur fengið í Þýskalandi. Fyrra metið átti Ögri sem seldi 266 tonn í mars 1989 fyrir 43,2 milljónum. í þýskum mörkum talið er sala Breka 1.283.000 mörk en 1.142.400 hjá Ögra,“ segir Sigur- mundur Einarsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Vestmannaeyja sem gerir Breka út. Aðspurður sagði Sigurmundur að hásetahlutur gæti verið nálægt 700 þúsund krónur. „Strákamir em vel að þessu komnir því þeir hafa unnið vel og fórna miklu með því að vera ekki heimaájólum.“ Magni Jóhannsson, skipstjóri á Breka, tók sér siglingafrí í þessum túr en var með skipið meðan fiskað var í. Hann segir að uppistaðan í aflanum, sem seldur var í Þýskalandi hafi verið karfi, fenginn vestur í „Myrkri" sem kallað er, suðvestur af landinu. Breki var tólf daga á veiðum. Magni segir að þetta háa verð fáist vegna ýmissa aðstæðna, sölutíminn sé góður, skortur á fiski á markaði, ekki síst vegna óhagstæðs veðurfars undanfarinna daga og svo hafi þetta verið góður og fallegur fiskur. 34 tonn af afla Breka voru send á markað til Englands og var uppistaðan í því þorskur. Magni sagði það skyggja á ánægjuna yfir hinni góðu söiu í Englandi að verðið í Englandi olli vonbrigðum, var talsvert undir því sem fékkst í Þýskalandi. „Það hefði verið gaman að fá svona 25 krónum hærra verð fyrir fiskinn í Englandi, þá hefði heildarsalan l'arið yfir 50 milljónir. En auðvitað er maður mjög ánægður með þetta, annað væri hreint vanþakklæti," sagði Magni. BREKI kemurtil hafnar í Bremerhaven á mánudaginn. FÆRA varð þrettándagleði ÍBV aftur um einn dag en það kom ekki að sök og skemmtu sér allir vel. Bls. 16. TM-ORYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll tryggingamálin áeinfaldan og lijJij'jdúijhy OjD jfi'ÆjjmlTi U JííÍ'Í]jJ£)2J/ 02J Sýj/SJJJÍiJJ'JJ Flötum 20 - Sími 481 1535 Vjúgy/új/ 'j'.j jinurjiöói Græðisbraut 1 - Sími 481 3235 Vetraráætlun \/\/\/ Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 Aukaferö föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00* * Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000 m '■"Uerióllur /if. Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.