Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. janúar 2000
Fréttir
13
Þorsteinn Gunnarsson skrifar:
Er draumurinn að rætast?
-Metnaðarfullar og skynsamlegar tillögur bæjartæknifræðings og íþróttafulltrúa um
aðstöðu fyrir áhorfendur og byggingu áhorfendastúku við Hásteinsvöll
Er draumur okk-
ar knattspymu-
áhugamanna í
Eyjum loks að
rætast hvað varð-
ar bætta áhorf-
endaaðstöðu við
Hásteinsvöll?
Varla var hægt
að hugsa sér
betri byrjun á
nýju árþúsundi
en að lesa tillögur frá íþróttafulltrúa
bæjarins og bæjartæknifræðingi vegna
áhorfendaaðstöðu og stúkubyggingar
við Hásteinsvöll. Þessum aðilum var
falið af íþrótta- og æskulýðsráði þann
14. júní sl. að koma með tillögur sem
uppfylla ákvæði reglugerðar Knatt-
spymusambands íslands (KSÍ) um
aðstöðu íyrir áhorfendur og byggingu
á áhorfendastúku við Hásteinsvöll.
Tillögur þeirra vom lagðar fyrir fund
íþrótta- og æskulýðsráðs 20. desember
sl. og bera vott um skynsemi og stór-
hug í þessum efnum.
Sex ára aðlögunartími
Forsaga málsins er sú að fyrir tæpum
sjö ámm setti KSÍ reglugerð um
skipulögð áhorfendasvæði hjá liðum
sem leika í Landssímadeild (efstu
deild) karla. Fengu félög í Lands-
símadeildinni sex ára aðlögunartíma
til að uppfylla kröfumar. Svokölluð
mannvirkjanefnd KSl hefúr fylgt
málinu efdr en þrátt íyrir þennan langa
aðlögunartíma og ítrekaðar ábend-
ingar stjómar knattspymudeildar ÍBV
um að þessar kröfur þyrfti að uppfýlla,
hvort sem mönnum líkaði betur eða
verr, fór boltinn ekki að rúlla fyrr en á
síðasta ári þegar KSI hótaði Eyja-
mönnum heimaleikjabanni. KSI veitti
ÍBV undanþágu til að spila heima-
leikina á Hásteinsvelli síðasta sumar
með því skilyrði að bæjaryfirvöld
legðu fram framkvæmdaáætlun fyrir
næsta keppnistímabil um byggingu
skipulagðra áhorfendasvæða. í
framhaldi af því samþykkti íþrótta- og
æsklýðsráð að fela Olafi Ólafssyni
bæjartæknifræðingi og Guðmundi Þ.
B. Ólafssyni íþróttafulltrúa að skoða
hvaða möguleikar væm fyrir hendi til
að uppfylla ákvæði reglugerðar KSÍ.
Fulltrúar stjómar knattspymudeild-
ar ÍBV og ÍBV-íþróttafélags fóm á
fund bæjaryfirvalda vegna þessa máls
nú í haust. Lögðum við áherslu á við
bæjaryftrvöld að taka reglugerðir KSÍ
alvarlega og að byggja skipulögð
áhorfendasvæði í áföngum, á 3-4
ámm.
Framkvæmdaáætlun þarf að
liggja fyrir
Tillögur Guðmundar íþróttafúlltrúa og
Ólafs bæjartæknifræðings vom lagðar
fyrir íþrótta- og tómstundaráð 20.
desember sl. og þær em okkur knatt-
spymuáhugamönnum mikið gleðiefni.
í greinargerðinni kemur fram að þeir
félagar skoðuðu áhorfendastúkur í
Frostaskjóli hjá KR, á Laugardalsvelli
í Reykjavík og við íþróttavöllinn á
Akranesi, en umrædd mannvirki upp-
íylla kröfur KSÍ.
í stuttu máli ganga kröfur KSI út á
að skipulögð áhorfendasvæði skuli
vera fyrir 500 manns. Eða eins og
segir í reglugerðinni: „Með skipu-
lögðum áhorfendasvæðum er átt við
uppbyggð stæði, bekki eða aðskilin
sæti og er reiknað með 50 cm stæðis-
eða sætisbreidd á mann.“
Auk þess skal Hásteinsvöllur vera
tryggilega afgirtur og inngönguhlið
skulu vera með teljurum þar sem allir
áhorfendur fara igegn. Önnur ákvæði
í reglugerð KSÍ eins og um bún-
ingsaðstöðu, vallarstærð, salemi,
snyrtingar og almenningssíma em nú
þegar uppfylltar og tekin út af mann-
virkjanefnd KSÍ. Frestur til að koma
þessum kröfum KSÍ í framkvæmd
rann út 15. maí 1999 en samkvæmt
upplýsingum frá KSÍ skal Vest-
mannaeyjabær leggja fram samþykkta
framkvæmdaáætlun yfir þá verkþætti
sem ólokið er að framkvæma við
Hásteinsvöll, sbr. reglugerð KSÍ, svo
heimilað verði að leika á Hásteinsvelli
í efstu deild í knattspymu árið 2000.
Tillögur bæjartæknifræðings
og íþróttafulltrúa
Tillögur tækni- og umhverftssviðs og
íþróttafúlltrúa Vestmannaeyjabæjar
em: „Lagt er til að byggð verði stúka,
sem taki mið af uppbyggingu nýrra
stúkumannvirkja á Laugardalsvelli.
Gert verði ráð lýrir að stúkan taki um
800 manns í sæti og þar fyrir aftan
verði gert ráð fyrir þremur steyptum
pöllum til viðbótar fyrir um 200
manns í stæði. Stúkan verður staðsett
sunnan megin við Hásteinsvöll og
lyrir miðjum velli.
I mannvirkinu skal gera ráð fyrir
eftirtöldum rýmum:
a) Sæti fyrir 800 manns og stæði fýrir
200 manns.
b) Aðstöðu íýrir blaðamenn.
c) Aðstöðu fyrir starfsmenn á leikjum
m.a. með tilliti til stjómunarbúnaðs
vegna vallarklukku og markatöflu,
hljómflutningstækja.
d) Aðgengi leikmanna og dómara til
og frá íþróttavelli.
e) Afmörkuðu svæði fyrir „heiðurs-
stúku“ (krafa v/ Evrópukeppni) sem er
hluti af lið a).
f) Þak yfir öllum sætum og stæðum."
Ólafur og Guðmundur leggja jafn-
framt til að um alútboð verði að ræða,
þ.e. að auk framkvæmdarinnar er
innifalin hönnun „sem byggist á vel
skilgreindum þörfum, kröfum og
óskum verkkaupans" eins og það er
orðað. Lagt er til að framkvæmdir
vegna stúkubyggingar hefjist sem
fyrst og þeim verði háttað með eftir-
farandi hætti:
I fyrsta áfanga er gert ráð fyrir gerð
útboðsgagna með tilheyrandi forsögn.
Unnið verði á árinu við jarðvegsvinnu,
uppsteypu áhorfendasvæða með
tilheyrandi aðgengi fyrir leikmenn og
starfsmenn að velli auk frágangs alls
umhverfis. Áætlaður kostnaður er um
30 milljónir króna.
í öðrum áfanga er gert ráð fyrir
blaðamannastúku með bráðabirgða-
þaki og heiðursstúku og sætisskeljum
fyrir 800 manns. Áætlaður kostnaður
er 5 milljónir króna.
I þriðja áfanga er gert ráð fyrir
byggingu burðarvirkis og þaks yfir
stúku og lokafrágangi. Áætlaður
kostnaður er um 20 milljónir króna.
Heildarkostnaður er því áætlaður
um 55 milljónir krónur en tekið er
fram að hér er um mjög grófa áætlun
að ræða. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðu
fyrir varamenn og stjómendur liða í
stúkumannvirkinu „en eðlilegast er að
núverandi varamannaskýli verði stað-
sett gegnt stúku, norðan megin við
völlinn.“ Ekki er gert ráð fyrir að
áhaldageymsla verði undir stúku-
byggingu þar sem mun hagstæðara er
talið að reisa einfalda byggingu sem
staðsett yrði við vesturhlið Týs-
heimilis og myndi nýtast þar sem
áhaldageymsla, bæði íýrir Hásteins-
völl og Týsheimili. Ekki er heldur gert
ráð fyrir framkvæmdum vegna
girðinga umhverfis völl né inngöngu-
hliða með teljara.
Hugur og djörfung
Næsta skref í málinu er að taka þarf
pólitíska ákvörðun um hvort þessi
tillaga verði samþykkt eða ekki og
vísað til gerðar íjárhagsáætlunar og
þriggja ára áætlunar. Vonandi næst
pólitísk samstaða um að samþykkja
þessar metnaðarfullu og skynsömu til-
lögur bæjartæknifræðings og íþrótta-
fulltrúa þannig að ÍBV geti leikið
heimaleiki sína í framtíðinni við
Hásteinsvöll, en ekki á Laugar-
dalsvelli í Reykjavík. Ef tillögumar
verða felldar af okkar pólitískt kjöm-
um fulltrúum er málið auðvitað aftur
komið á byrjunarreit með allri þeirri
óvissu sem það heíúr í för með sér.
Kröfur KSÍ em vegna Landssíma-
deildar karla. Karlalið ÍBV hefur verið
glæsilegur fulltrúi Vestmannaeyja
undanfarin árpg borið hróður Eyjanna
víða. Tveir íslandsmeistaratitlar og
einn bikameistaratitill auk frábærs
árangurs í Evrópukeppni á þremur
ámm ber auðvitað vitni um grósku-
mikið starf knattspyrnuhreyfingar-
innar í Vestmannaeyjum. Það er engin
uppskrift til fyrir velgengni hjá
stjómmálamönnum en það er ein
ömgg leið til ófamaðar og hún er sú að
fara ekki að lögum og reglum. Ég geri
mér fulla grein fyrir því að hér er um
umdeilt mál að ræða en reglur KSI em
skýrar. Þær þarf að uppfylla og
jafnframt að hafa í huga kröfur Knatt-
spymusambands Evrópu vegna
Evrópuleikja.
Vonandi verður ársins 2000 minnst
íýrir hug og djörfung bæjarstjómar við
uppbyggingu knattspyrnumannvirkja
við Hásteinsvöll og góðs árangurs í
fótboltanum hjá IBV, ekki bara í
meistaraflokki karla heldur í öllum
flokkum karla og kvenna.
Með íþróttakveðju.
Þorsteinn Gunnarsson
Höjimdur erframkvœmdastjóri
knaJtspymudeildar IBV
Netfang: ibvfc@eyjar.is
Helgaslysið við Faxasker 7. janúar 1950
BJÖRGUNARBÁTUR af Helga VE sem rak að Lambavatni á
Rauðasandi hálfum mánuði eftir að skipið fórst við Faxasker 7. janúar
Sunnudaginn 16. janúar kl. 14
verður á dagskrá Rásar 1 þáttur
sem nefnist Helgaslysið við Faxa-
sker 7. janúar 1950.
Þar er greint frá þeim hörmulega
atburði þegar vélskipið Helgi VE 333
fórst við Faxasker ásamt sjö manna
áhöfn og þremur farþegum. Tveir
skipvetjar, þeir Gísli Jónasson og
Oskar Magnússon, komust upp í
skerið en varð ekki bjargað vegna
veðurofsans og sjógangs. Það var
ekki fyrr en tæpum tveimur sólar-
hringum síðar að menn komust út í
Faxasker, en þá vom þeir báðir látnir.
Vélskipið Helgi VE 333 var í eigu
þeirra hjónanna Helga Benedikts-
sonar, útgerðarmanns og Guðrúnar
Stefánsdóttur. Það var smíðað í
Vestmannaeyjum árið 1939 og var
119 smálestir að stærð. Á sínum tíma
var skipið stolt iðnaðarmanna í
Vestmannaeyjum.
I minningargreinum um skipveija
frá þessum tíma segir að Helgi hafi
alla tíð verið eins konar skólaskip
Vestmannaeyinga og jafnan hafi
verið valinn maður í hveiju rúmi.
Amþór Helgason hefur umsjón
með þessum þætti þar sem einig er
bmgðið upp svipmyndum úr sögu
skipsins.
„Eg hef unnið lengi að því að safna
efni um Vélskipið Helga, sögu hans
og örlög. Þessir atburðir urðu tveimur
ámm áður en ég fæddist, en við tví-
buramir heitum eftir tveimur þeirra
sem fómst með skipinu. Ymislegt í
sögu Helga hefur verið vafið ævin-
týraljóma en atburðurinn 7. janúar
1950 hefur jafnan grúft eins og
skuggi yfir fjölskyldunni. I einu
vetfangi missti fjöldi fólks ástvini
sína og þrátt fyrir ýmsar tilraunir var
ekkert hægt að gera skipverjum til
bjargar. Samkvæmt frásögn sjónar-
votta fékk Helgi á sig mikið brot
þegar hann var kominn skammt
austur fyrir Faxasker. Vél skipsins
virðist hafa bilað og það hrakti á
örfáum mínútum að Skelli sem er
skammt austan skersins. Skipveijum
tókst að koma vélinni í gang og Helgi
byijaði að vinda sig gegn veðrinu. En
vélin stöðvaðist aftur og skipti þá
engum togum að skipið lenti á Skelli
og bromaði í spón á örfáum mínútum.
í þættinum reyni ég að gera grein
fyrir þessum atburðum sem hafa sett
mark sitt á alla þá sem fylgdust með
þeim. Nóttina eftir varð mikill elds-
voði þegar efsta hæð Hraðfrysti-
stöðvarinnar brann og logandi pappi
þeyttist allt vestur í Náttmálaskarð. Er
óhætt að segja að ýmsir Vest-
mannaeyingar beri þessa atburði,
slysið, ofviðrið og eldsvoðann, saman
við eldgosið 1973.
I heimildakönnun minni ræddi ég
við rúmlega 40 manns sem þekktu
þessa atburði og fór gegnum talsvert
af heimildum frá árunum 1936 -
1950. Ymsir veittu mér ómetanlega
.aðstoð og vil ég sérstaklega nefna
Elínu Ámadóttur, konu mína, sem fór
með mér um allt land síðastliðið
sumar og aðstoðaði mig í hvívetna.
Þá veitti mér Sigtryggur bróðir
ómetanlega hjálp og hefði þátturinn
aldrei orðið í þeirri mynd sem hann er
án hans miklu aðstoðar," sagði
Amþór.
HÁSTEINSVÖLLUR, heimavöllur ÍBV. Þar þarf að bæta aðstöðu
áhorfenda svo að IBV missi ekki heimaleikjaréttinn. Mynd: SGG.