Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 13. janúar 1999 Matthildur Sveinsdóttir spáir í árið 2000 hjá Vestmannaeyingum Birtir til eftir erfiðan vetur Loðnan bregst ekki -Bjart yfir útgerð - Smákóngar gætu reynst fótboltanum erfið- ir - Hallar undan fæti í handboltanum - Átök í menningunni - Líkur á að hér verði stofnaður nýr skóli eða námsbraut - Mikil uppbyggingavinna í gangi hjá bæn- um - Fullkomin stjórn næst á hlutunum í ágúst - Áberandi kona kemur fram á árinu - Hleypur á snærið hjá Eyjamönnum sem vekur öfund annarra Eins og í fyrra fengu Fréttir Matthildi Sveinsdóttur tarotlesara til þess að lesa í spilin fyrir Vestmannaeyjar fyrir árið 2000. Fengnir voru fulltrúar ólíkra starfsgreina til þess að draga spilin. Að þessu sinni dró Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir forseti bæjarstjórnar spilin fyrir Vestmanneyjabæ, Hörður Óskarsson fjár- málastjóri ísfélagisns fyrir sjávarútveg, Davfð Guðmundsson framkvæmdastjóri Tölvunar fyrir atvinnulffið, Bára Grímsdóttir tónlistarmaður og stjórnandi Samkórsins dró fyrir menningarlffið, Hlynur Stefánsson fyrirliði ÍBV dró fyrir knattspyrnuna og Erlingur Richardsson fyriliði ÍBV í handknattleik dró fyrir handboltann Vestmannaeyjabær Matthildur byrjaði á að fá Sigrúnu Ingu til þess að draga heildarlögn fyrir bæjarfélagið, eitt spil fyrir hvem mánuð. Matthildur biður fólkið um að hafa gaman af lestrinum og einblína ekki á svartsýnina, heldur hið já- kvæða. Sigrúnu Ingu er fenginn spilastokkurinn sem í eru sjötíu og átta spil og hún beðin að stokka þau, síðan leggur Matthildur spilin. Hún segir að á árinu fari mikil vinna í gang á mörgum ólíkum sviðum. „Það er verið að vinna að upp- byggingu. Janúar verður erfiður mán- uður og það er þungt yfir honum, en fall er fararheill, þannig að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Febrúar verður líka erfiður og ein- kennist mikið af tilfinningasveiflum, eða tilfinningaálagi á fólki. Kannski er það veðurfarið og fólki finnst það ekki komast í burtu og vera lokað inni, enda sýnist mér að veður verði vond í janúar og febrúar. I mars fer að birta til og í apríl verðum við að taka saman. I maí sjáum við hins vegar leiðina út úr þessu. í júní kemur upp eitthvert mál sem kemur til með að ríkja dálítið sterkt í bæjarfélaginu. Það myndast tvær fylkingar og alveg eins og fólk geti alls ekki komið sér saman í þessu máli og úr verða leiðindi, en það sem að sigrar að lokum er hið rétta. I ágúst verða allar heillastjömur yfir okkur og við náum mjög góðum árangri í þeim mánuði og fullkominni stjóm á hlutunum. í september sýnist mér að verði mikið að gerast héma og mér sýnist það tengjast þessum eijum semkomauppímaíogjúní. Samfara þessu er öfund, en hún er utan að komandi og dynur á Vestmanna- eyingum, kannski svipað og þegar Keikó kom. Þetta er í rauninni fárán- leg öfund sem lýsir einungis van- þekkingu annars fólks. f nóvember á einhver kona eftir að verða mjög áberandi í atvinnulífinu og bæjar- félaginu, sem er frekar sjaldgæft í þessum karlaheimi héma. Enþaðer kona sem á eftir að bera af. I lokin höfum við náð tökum á þessum erfiðleikum sem vom fyrr á árinu. Þeir ná ekkert að buga okkur, en við þurfum samt að halda sönsum fram á vorið. Fyrri hluti vetrar verður erfiður, en ekkert sem við ráðum ekki við.“ Matthildur segir að í heildina verði árið erfitt, en samt ekki það erfitt að það skipti neinu máli til lengri tíma. „Þetta em líka erfiðleikar sem virðast ekki einskorðast við Vestmannaeyjar heldur eiga við allt landið. En það er öfundin sem ég nefndi áðan sem við þurfum kannski að passa upp á.“ Matthildur segir einnig að þó að atvinnuleysis gæti núna og ýmis óáran á fyrri hluta ársins, þá breytist það. „Það em meira tilfinningamar sem em neikvæðar. Við verðum að byggja upp í stað þess að brjóta niður. Hins vegar er þvt oft þannig varið að þegar byggja á upp verður að brjóta niður á undan og byggja á nýjum gmnni og mér finnst að einhver slík breyting sé að verða. Talan tveir sem er iýrir þetta ár felur í sér breytingar, óháð því hvar í heiminum við emm. Það verða breytingar og byrja strax.“ Matthildur segir að þessi óvinur sem komi inn í formi öfundarinnar með haustinu, stafi af einhvers konar atvinnuuppbyggingu, sem komi til Eyja, en eitthvert annað sveitarfélag hafi sótt um en fái ekki. „Það verða einhver leiðindi út af því. Okkur finnst við vera dálítið lengi í lausu lofti og við fáum ekki svarið strax og þá fer neikvæða umræðan strax í gang, en ekki þó innanbæjar heldur eins og ég sagði er það utan að komandi öfund og neikvæðni.“ „Getur verið að í undirbúningi sé eitthvert nýtt námsefni, eða nám,“ spyr Matthildur. „Mér finnst þetta tengjast einhvers konar námi. En þetta er eitthvað nýtt stærra verkefni sem krefst fjármagns." Matthildur segir að eitthvað verði um brottfluting fólks frá Eyjum á árinu, en ekki afgerandi. „Þetta er það sem mér finnst vera það helsta lyrir bæjarfélagið sem heild og sýnist að það muni verða frekar á jákvæðum nótum, en ég vil undirstrika breytingamar og jákvætt hugarfar samfara því héma í Eyjum. Fótboltinn Næst dregur Hlynur Stefánsson spilin að undanfarinni hefðbundinni stokk- un. Matthildur segir að fullt af smákóngum skili fótboltaliðinu litlum árangri. „Það vantar meiri samvinnu í liðið og þrátt fyrir nýjan þjálfara, verður hann að sýna hæfileika til þess í júní kemur upp eitthvert mál sem kemur til með að ríkja dálítið sterkt í bæjarfélaginu, var meðal þess sem kom fram hjá Sigrúnu Ingu. Ég sé einhverja öfund í garð liðsins, sem gæti verið tengt bikarnum, en þó er ég ekki viss um að svo sé. Hugsanlega er þetta innan liðsins sjálfs, var sagt við Hlyn. Það verða sveiflur, en mér sýnist að uppsjávarfiskurinn muni skila sér á vertíðinni og útlitið í þeim veiðum komi til með að skila sér betur en útlit var fyrir, var sagt við Hörð. að stjóma liðinu sem heild, en ekki að láta fullt af smákóngum ráðskast með sig. Eg sé einhverja öfund í garð liðsins, sem gæti verið tengt bikam- um, en þó er ég ekki viss um að svo sé. Hugsanlega er þetta innan liðsins sjálfs. Liðið ætti að ná langt, þó bikarinn náist ekki. En þó er það ekki borin von. Sjávarútvegur Hörður Óskarsson er fulltrúi sjávarút- vegs í þessum framtíðarlestri. Matt- hildur segir að þrátt fyrir slæman og þungan vetur framan af, þá sé ekkert svart framundan yfir útgerð í Eyjum ef á heildina er litið. „Það verða sveiflur, en mér sýnist að uppsjávarfiskurinn muni skila sér á vertíðinni og útlitið í þeim veiðum komi til með að skila sér betur en útlit var fyrir í upphafi. Það er ekki annað að sjá en að fjármagn í greininni sé með ágætum og eitthvert atvinnuskapandi tækifæri er í burðar- liðnum sem mun koma til með að skila góðum hlutum í fiskvinnslunni. Þó er dálítið dökkt yfir janúar og febrúar eins og almennt í bænum. Það kemur fjármagn inn í greinina, en hvort það er í formi hlutafjár eða eitthvað annað er ekki gott að segja til um. En mér virðist það aðskilið því fjármagni sem kemur fram í bæjarlögninni." Atvinnulífið MATTHILDUR fer höndum um tarotspilin áður en hún lætur fólkið draga og stokka. Davíð í Tölvun dregur næstu lögn og Matthildur segir að einhver fyrirtæki muni hætta og atvinnuleysi í ffamhaldi af því. „Það verður tekin einhver erfið ákvörðun sem vinna þarf úr, sem veldur atvinnuleysi, en verður hins vegar mjög tímabundið og tengist eitthvað samvinnu sem er í burðar-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.