Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. janúar 2000 Fréttir 17 jjúðir 25 ára - Rælt við fyrstu forstöðukonuna og þá sem nú stýrir heimilinu: a gamall í Vestmanneyjum UNNUR Pálsdóttir. „Einar Gutt sagði að fólkið hefði gott af að ganga upp stigana í Skálholti.“ Unnur Pálsdóttir: Man tímana tvenna Unnur Pálsdóttir var fyrsta for- stöðukona Hraunbúða og sem var í beinu framhaldi af stjórn hennar á eiliheimilinu Skálholti sem starf- rækt var fram að gosinu 1973. Gosnóttina 23. janúar þurfti Unnur að sjá um að koma sínu fólki heilu og höidnu í öruggt skjól á fasta- landinu þar sem vistfólkið í Skálholti var í hópi annarra flótta- manna frá Eyjum. Þar hugsaði hún un og sinnti fólkinu eins og kostur var og tók svo á móti því þegar Hraunbúðir tóku til starfa árið eftir. Að góðum og gömlum íslenskum sið bytjaði blaðamaður á að spyrja Unni um uppruna hennar. „Eg er fædd 3. mars 1911 að Borg í Njarðvík eystri," segir Unnur sem er tvíburi. „Tvíburasystir mín heitir Droplaug og býr núna í Reykjavík en allan sinn búskap bjó hún á Akureyri." Þegar Unnur er spurð að því hvort Droplaug beri aldurinn eins vel og hún svarar hún því til að systirin sé sprækari ef eitthvað er. „Hún hefur losnað við gigtina en ég ekki.“ Leist strax vel á sig í Eyjum Unnur kom til Vestmannaeyja í október 1929, þá 18 ára gömul og leist henni strax vel á sig. „Héma kom ég til Guðrúnar Grímsdóttur móðursystur minnar sem var seinni kona Guðjóns á Oddsstöðum. Þær vom þrjár syst- umar, Guðrún, Halldóra mamma Hjölla múrara, en Hjölli ólst upp á Oddsstöðum og Margrét mamma mín. Þær misstu föður sinn ungar þegar hann dmkknaði á Seyðisfirði frá fimm bömum. Auk þeirra vom tveir drengir sem dóu ungir úr berklum en systumar lifðu allar.“ Eins og kemur fram að framan leist Unni strax vel á sig í Vestmanna- eyjum og Vestmannaeyingar tóku þessari ungu hressu stelpu að austan mjög vel. „Eg fékk strax vinnu en ég var ákveðin í að verða ekki vinnu- kona. Til að losna við það skipti ég við frænku mína sem vann í saltfiski í Þurrkhúsinu. Þetta var ágætis vinna og þar var ég í tæp fimm ár.“ Það hefur alla tíð gustað af Unni og hefur það orð farið af henni að hún gæti tekið til hendinni því hún var eftirsótt í vinnu og fólk var tilbúið til að leggja henni ábyrgð á herðar. „Það vill svo til að það kemur til mín kona að Oddstöðum. Þama var komin Jóhanna Linnet, kona Kristjáns Linnets sýslumanns og bað mig um að vera hjá Mallý dóttur sinni sem þá var með þrjú böm og ófrísk að því fjórða. Mér leist ekki á blikuna því ég var jafnákveðin í að verða ekki vinnu- kona. Lét ég samt til leiðast en réði mig ekki nema í smátíma. Svo var mér hjálpað til að losna. Klukkan tíu einn morguninn kemur gamall maður til mín og sagði að yfirhjúkrunarkonan á Sjúkrahúsinu vildi tala við mig. Þama er ein tilviljuninn sem átti eftir að hafa áhrif á líf mitt til frambúðar. Eg fer að finna hjúkrunarkonuna og hitti hana á tröppum sjúkrahússins í þessu fína veðri. Eg presenteraði mig en hún beið ekki boðanna. Sagði að það væri búið að ráða mig á næturvakt á sjúkra- húsinu. Eg veit ekki hver réði mig en hef þó alltaf haft einn gmnaðan um það. Nema að ég tók þessu til að losna úr vistinni og yfirhjúkrunarkonan sagði mér að mæta næsta laugar- dagskvöld og að ég fái hjúkmnarkonu mér til aðstoðar fyrstu tvær nætumar en eftir það verði ég að bjarga mér sjálf. Þar með var ég komin í fast starf og var á spítalanum í fjögur ár. Kom ég klukkan 8 á kvöldin og var til klukkan 8 á morgnana. Fékk ég frí í eina nótt á viku.“ Skálholt Unnur var 29 ára þegar hún hætti næturvörslunni og þá tók við vinna á Hótel Berg. „Þar var ég starfsstúlka í eitt ár hjá Jónu Jónsdóttur og það var virkilega góður skóli því hún var fín manneskja. Upp úr þessu fór ég að myndast við að búa en ég giftist Matthíasi Jónssyni, klæðskerameistara og eignuðumst við þrjú böm, stúlku sem við misstum unga og Guðgeir og Þorstein Pálmar sem báðir búa uppi á landi.“ Þann 8. mars tók Unnur við for- stöðu elliheimilisins Skálholts sem var til húsa í gömlu íbúðarhúsi sem fór undir hraun í gosinu. „Skálholt tók 21 vistmann og var á þremur hæðum. Þar var ég í sjö ár eða þangað til gosið rak okkur út.“ Gosnóttin, aðfaranótt 23. janúar 1973, stendur Unni enn ljóslifandi fyrir sjónum. „Ég vaknaði við það að það stóð allt í einu maður inni á miðju svefnherbergisgólfi og ég heyrði mikinn umgang uppi á lofti. Maðurinn sagði mér að byijað væri að gjósa og í því hringdi Guðlaugur Gíslason í mig og staðfesti orð mannsins. Var strax farið að gera ráðstafanir til að flytja vistfólkið til Reykjavíkur. Kom ég þeim öllum í mótorbát sem flutti okkur í Þorlákshöfn nema tveimur sem struku. Þegar við komum suður til Reykjavíkur var ég búin að ráðstafa öllum, þrír fóru á Landsspítalann, átta á Grund til Gísla og hinir fóru til ættingja í bænum.“ I Reykjavík hafði Unnur í mörg hom að lfta því hún varð að sinna sínu fólki þó það væri komið upp á fastalandið dreift vítt og breitt um borgina. „Ég hafði það verk að heimsækja fólkið, ræða við það og sinna því eins og kostur var.“ Hraunbúðir Strax í gosinu var farið að huga að nýju vistheimili fyrir aldraða í Eyjum og niðurstaðan varð sú að Hraunbúðir vom byggðar fyrir norrænt gjafafé. Það lá alltaf fyrir að Unnur tæki við sem forstöðukona á Hraunbúðum sem hún segir að hafi verið mikil breyting til hins betra frá Skálholti. „Hraun- búðir vom byggðar til að mæta þörfum aldraðra og vom á einni hæð en ekki þremur eins og Skálholt. Reyndar sagði Einar Gutt læknir að fólkið hefði gott af því að ganga upp stigana.“ Á Hraunbúðum vom pláss fyrir 41 vistmann í einbýli og tvíbýli. „Héma var ég í fimm ár og var fyrst með fimm stúlkur en svo fjölgaði þeiin í níu. Ég var á næturvöktum allan tímann um leið og ég sinnti því sem þurfti sem forstöðukona. Hér höfðum allt til alls til að sinna fólkinu en gamla staðnum var ekki einu sinni hægt að þvo eina tusku," segir Unnur. Vistmaðurinn Unnur Hraunbúðir hafa tekið miklum breyt- ingum og segir Unnur, sem sjálf fluttist á Hraunbúðir í haust, að þær séu til bóta. „Einbýlum hefur fjölgað og nú er kominn þessi fíni matsalur sem hægt er að nota undir messur, skemmtanir og fleira. Sjálf kom ég hingað 10. september 1998 því ég gat ekki lengur verið heima hjá mér á Vesturveginum. Ég er komin með gigt, lappimar eru búnar og svo er bjúgur í höndunum. Þetta er slit. Það er lygilegt hvað ég hef unnið mikið. Ég var líka vinnugefin, hugsaði ekkert um nema að vinna enda þurfti ég þess með.“ Unnur segist vera sátt þegar hún lítur yfír farinn veg og henni líkar vel vistin á Hraunbúðum. „Allt endar þetta einhvem veginn. Ég er 88 ára og tel mig hafa enst vel. Hér er gott starfsfólk og ég hef ekki heyrt nokkum mann hnjóða í það,“ segir Unnur að lokum. FJÖLMENNT var í afmælisveislunni, Erna, Magnea, Addi, Friðrikka og Erla voru meðal gesta. í föndrinu eru það Hanna Þórðardóttir og Svala Hauksdóttir sem fara með stjórnina. Föndurstofan er starfrækt allt árið og er opið bæði vistfólki og öldruðum sem búa heima hjá sér. Mest er aðsóknin fyrir jól en að meðaltali eru það um 20 manns sem nýta sér þessa þjónustu. F.v. Magnea, Svala, Friðrikka, Hanna, Margrét og Guðlaug Þorbergsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.