Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 13. janúar 2000 ákkana Líftaug manneskju og moldar Ég tek áskorun Baldvins Kristjáns- sonar og segi eins og einn vinnufélagi minn: „Ég erbara ánægð með þetta!“ Það hefur verið frekar rólegt hjá leshópnum mínum í desember. Síð- asta bókin sem við lásum var „Tvær gamlar konur“ eftir Velmu Walles. Þetta er saga tveggja kvenna sem eru skildar eftir af ættbálki sínum vegna þess að þær eru orðnar gamlar og lýsir baráttu þeirra fyrir að halda sér á lífi. Einnig lásum við aðra indíána- sögu sem heitir „Uppvöxtur Litla trés“. Það er mjög ljúf saga um lítinn dreng sem er hálfur indíáni. Ég sá þessa sögu síðan á myndspólu. Það var gaman að horfa á hana og bera saman söguna og myndina. Um jól og áramót las ég jólablöðin okkar og fann þar margar góðar greinar. Að sjálfsögðu fannst mér grein Helga Bemódussonar í jólablaði Fylkis mjög góð og pistill Ragnars Óskarssonar í Eyjablaðinu, „Þar fer 48-módelið“ - pistill sem hann las skólasystkinum sínum. Bestur þótti mér kaflinn um vigtun og mælingu, sem flestir kannast við frá bamaskóla- árunum. Raggi segist í pistli sfnum hafa verið frekar í rýrara lagi þegar hann var snáði og til marks um það hafí Óli í Laufási verið þyngri en hann og Nani í Sandprýði til samans! Einnig var gaman að lesa viðtalið við Tryggva Jónasson í Fréttum. A náttborðinu bíða nú tvær bækur aflestrar, önnur er „Gróður jarðar“ eftir Knut Hamsun í frábærri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðamesi. Gróður Jarðar er hetjusaga um land- nemana ísak og Ingigerði sem þrátt fyrir ýmis áföll brjóta nýtt land í óbyggðum og sigra. Hinn magnaði boðskapur meistarans um líftaugina milli manneskjunnar og gróður- moldarinnar hefur mikil áhrif á þá sem lesa bókina. Hin bókin er „Aula- bandalagið" eftir John Kennedy Toole. Toole var aðeins 32 ára þegar hann lést. Sagan segir frá mjög sér- stakri persónu, Ignatius Reilly, einni af minnisstæðustu persónum banda- rískra bókmennta á seinni tímum. Þá er búið að ákveða í leshópnum að taka fyrir nýjustu skáldsögu Krist- ínar Marju Baldursdóttur, „Kular af degi“. Ég hef lesið dálítið eftir Kristínu Maiju og mér fmnst hún vera mjög skemmtilegur höfundur. „Mávahlátur“ las ég einnig og fannst hún mjög skemmtileg. Ég ætlaði alltaf að sjá leikritið en því miður missti ég af því. Fyrir nokkru lá ég á spítala í Reykjavík í þrjár vikur og las þá eina áhrifamestu bók sem ég hef nokkum tíma lesið, „Býr íslendingur hér?“ eftir Garðar Sverrisson, um lífs- reynslu Leifs Mullers í fangabúðum nasista. Ég mæli með henni fyrir alla. Mig langar að nefna nokkrar bækur í viðbót sem ég hef lesið að undan- fömu. Ævisaga Þorvaldar í Sfld og fisk fannst mér mjög skemmtileg og mannbætandi að lesa. Brotasaga eftir Björn Th. er mjög sérstök og góð, hlýtur að vera mjög skemmúlegt fyrir eldri Vestmannaeyinga sem muna eftir þessum tíma og aðalpersónunni sem bjó í húsinu Björgvin, niðri við Strandveg þar sem Tuminn var síðar. Ég læt þessa upptalningu nægja, en bið foreldra að halda að dætmm sínum Öddubókunum eftir Jennu og Hreiðar, sem ég las þegar ég var stelpa, og Pollýönnu eftir El. Porter, en lífsafstaða hennar hefur reynst mér góð fyrirmynd eftir því sem árin bætast við. Og svo segja sumir að maður eigi að lesa Njálssögu einu sinni á ári. Ég er nú ekki komin svo langt, byrja kannski á því eftir sextugt. Ég skora á yfirmann minn, Karl Gauta Hjaltason sýslumann í næsta blað og er spennt að sjá hvort hann les eitthvað fleira en lögbækumar. Langar í Lamborghini Grímudansleikur Eyverja var haldinn á þrettándanum að venju. Þar mátti sjá marga haglega gerða búninga og hlutu þeirbestu verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut Gísli Grímsson en hann var í líki Kalla kanínu í holu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gísli hlýtur þessi verðlaun, hann hefur þrisvar áður unnið til verðlauna fyrir grímubúning. Gísli er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Gísli Grímsson. Fæðingardagur og ár? 14. febrúar 1992. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý heima hjá pabba og mömmu, Grími Gíslasyni og Bryndísi Ónnu Guðmundsdóttur, og systrunum Ernu og Kristínu sem er reyndar flutt til Reykjavíkur. Menntun og starf? Ég er í 2.GS í Hamarsskóla. Laun? Ég sé um dósamál fjölskyld- unnar og fæ að hirða afraksturinn afþeirri sölu. Bifreið? Fabbi á Fajero en mig langar í Lamborghini þegar ég er búinn að taka bílpróf. Hann er rosalega flottur með hurðum sem opnast upp. Helsti galli? Ég á erfitt með að vakna á morgnana. Helsti kostur? Ég er yfirleitt í góðu skapi. Svo bý ég yfir ákveðnum hæfileikum. Uppáhaldsmatur? Fitsa með ananas og skinku, hreindýrakjöt og steinasteik. Versti matur? Mér finnst eiginlega allur matur góður. Kannski erhakkið einna síst. Uppáhaldsdrykkur? Sóda- vatn. Uppáhaldstónlist? Michael Jackson og Men in Black. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vera í tölvu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að sitja og gera ekki neitt. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Eyðahenni. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Árni Johnsen. Uppáhaldsíþróttamaður? David Beckham. Ég held með Manchester United. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Álseyjarfélaginu og golfklúbbnum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Jurassic Park. Uppáhaldsbók? Risaeðlubókin. Reyndar á ég hana ekki en ermeð hana í skólanum. Hvað metur þú mest í fari annarra? Að fólk sé vinir mfnir og sé ekki að stríða. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar verið er að gera grín að manni og hlæja að manni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Universal garðurinn ÍLos Angeles. Af hverju ert þú svona sigursæll á grímudansleik- jum? Afþvíað ég er í flottustu búningunum. Átt þú hugmyndina að búningunum eða einhverjir aðrir? Ég átti hugmyndina að holunni en mamma keypti sjálfan búninginn. Tekur þú þátt í saumaskap og öðru við gerð búninganna? Já. Ertu búinn að ákveða íhvaða gervi þú verður á næsta ári? Já, en ég ætla ekki að gefa það upp núna því að þá reyna hinir ábyggilega að vera flottari. Eitthvað að lokum? Gleðilegt ár2000. Nýfædí% estmannaeyingar Þann 14. nóvember eignuðust Hildur Sigursteinsdóttir og Antonio Ottó Rabasca dóttur. Hún vó 16 merkur og var 55cm að lengd. Hún hefur verið skírð Isabella Rún Rabasca. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Ljósmóðir var Agústa Kristjánsdóttir. Fjölskyldan býr í Reykjavík. - Enn af miskunnsömum samverjum í leigubílum. Eftir að þeir félagar höfðu pikkað upp sameyjunga sína á sinni ferð, voru þeir ekki miskunnsamari en það að þeir létu síðasta manninn borga bílinn og stóð þá mælirinn í 6000 eyjakrónum. Var við svo unað þegar þarna er komið sögu. Fer nú litlum sögum af samverjunum, nema að þeir fara [ partí, eins og gengur og skemmta sér konunglega um leið og þeir miskunnast inn í árið 2000. Kemur þar sögu að þeir fara að huga að heimleið og panta sér að sjálfsögðu leigubíl til þess að komast heim til sín. Gengur það vel þangað til þeir eiga að borga bílinn. Koma þá vöflur á samverjana, því báðir eru blankir og þurftu að láta skrifa hjá sér aksturskostnaðinn. Að sjálfsögðu var því tekið Ijúflega Rétt er og að geta þess vegna sannleiksástar orðsporsritara að leigubifreiðastjórar í Eyjum óku á venjulegum helgartaxta þessa nýársnótt og er því Ijóst hverjir voru fullir af anda miskunnseminnar þessa nótt. - Kona ein, sem er í hópi áhugamestu kylfinga í Vestmannaeyjum, varð fyrir því óláni milli jóla og nýárs inni á golfvelli að detta og handleggsbrotna. Verður því golfiðkun hennarað bíða um einhvern tíma. Kunningi konunnar hitti son hennar á förnum vegi, spurði hann um líðan móðurinnar og hvort þetta væri Ijótt brot. „Nei, ég held ekki,“ svaraði sonurinn. „Hann pabbi segirað þetta sé fallegt brot.“ - Það vekur athygli að nú ætlar Lundinn að efna til þorrablóta f Eyjum til höfuðs þorrablótum átthagafélaga og annarra félagasamtaka, sem setið hafa ein að slíkum mannfagnaði hingað til. Heyrst hefur að þeir sem eru utan félaga og átthagalausir í Eyjum sjái þarna loksins færi til að komast á þorrablót [ Eyjum. Minnast þess vegna sumir misheppnaðrar tilraunar sem gerð var í fyrra til þess að stofna átthagafélag Reykvíkinga í Eyjum og hvort ekki væri þarna tilvalið tækifæri fyrir þá að nýta sér þennan möguleika sem nú opnast og þykjast vera í átthagafélagi eins og hinir. Er þessu hér með komið á framfæri. Á dofinni 13. jan Kaffifvndur ÍBV-íþrótfafélags í Þórsheimilinu Id. 09.00 13. jan Ekki seinna vænna að byrja í Hressó og nó afsér jólaóbótinni. 14.,15. jan Þorraupphitun Ófeigs ó Lundanum. 15. jan Þorrablót Norðlendingafélagsins í Alþýðuhúsinu kl 20.00. 16. jan Félagsvist sjólfstæðisfélaganna hefst í Ásgarði. 22. jan Kjör íþróttafólks Vestmannaeyja 1999. 21.,22. jan Þorraveisla Veisluþjónusfu Gríms og Lundans. 28.,29. jan Þorraveisla Veisluþ/ónustu Gríms og Lundans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.