Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 13. janúar 2000
ÞRETTÁNDAGLEÐI ÍBV fór
fram í frábæru veðri
föstudagskvöldið 7. janúar en ekki
gaf til hátíðahalda kvöldið áður á
hinum eiginlega þrettánda.
Gleðin var með hefðbundnum
hætti og hófst með flugeldasýningu
af Hánni þaðan sem jólasveinar
héldu niður í bæ þar sem þeir
sameinuðust Grýlu, Leppalúða,
hyski þeirra og álfum og púkum.
Álfabrennan var á
malarvellinum þar sem fjöldi fólks
fylgdist með. Heppnaðist gleðin í
alla staði mjög vel enda veður eins
og best verður á kosið. Erfitt er að
giska á hvað margir tóku þátt í
skrúðgöngunni og voru
samankomnir við malarvöllinn en
þeir hafa örugglega ekki verið
færri en 2000. Mátti þar sjá
margan brottlluttan Eyjamanninn
sem var mættur með börnin til að
leyfa þeim að kynnast
þrettándanum í Vestmannaeyjum.
Myndirnar sýna vel stemmningu á
malarvellinum en efstu myndina
tók Isleifur A. Vignisson.
FLUGFELAG ISLANDS
Gerum öllum fært að fljúga
Uppl. og pantanir, 481 3300
Hraur
Goti að vei
Hraunbúðir, dvalarheimili
aldraðra í Vestmannaeyjum
varð 25 ára í lok síðasta árs.
Þess var minnst fyrir
skömmu. Af því tilefni tóku
Fréttir hús á Leu Oddsdóttur
sem nú ræður ríkum á
Hraunbúðum og Unni
Pálsdóttur sem er fyrsta
forstöðukona Hraunbúða og
er vistmaður þar núna.
Lea Oddsdóttir veitir Hraunbúðum
forstöðu í dag. Hún segir að vissulega
sé til öldrunarstefna og nú sé einmitt
verið að endurskoða hana. „Að því
starfi koma allir aðilar sem sinna
þjónustu við aldraða og er það undir
stjóm Heru Einarsdóttur félagsmála-
stjóra. Auk okkar koma að þessu
heilsugæslan og þjónustuhópur aldr-
aðra, sem ákveður vistun og önnur
úrræði, s.s. heimilishjálp, og einnig
yfirmaður heimaþjónustunnar." segir
Lea.
Á Hraunbúðum eru þjónustu- og
hjúkrunardeildir en á sjúkrahúsinu er
sjúkradeild. Lea segir reyndar að
skilin á milli hjúkrunar- og sjúkra-
deildar séu ekki mjög skörp. „Þetta er
grátt svæði en við setjum þó ekki
vökva í æð. Það kemur læknir einu
sinni í viku. Þess á milli er hægt að
hringja í lækni og svo höfum við
aðgang að vakthafandi lækni eins og
aðrir bæjarbúar. Þannig að læknis-
þjónusta er góð.“ Læknamir eiga
einnig góða samvinnu við þá sér-
fræðinga, lyflækna, sem koma á
sjúkrahúsið, þannig að við höfum
getað sparað fólkinu ferðir upp á
land."
Ergott að vera gamall í dag?
„Eg hef ekki samanburð því áður
vann ég á fæðingadeild en ég get þó
fullyrt að í dag er gott að vera gamall í
Vestmanneyjum. Það er að segja,
þegar fólk hefur sætt sig við þá
staðreynd að þurfa að nýta sér vistun á
Hraunbúðum eða aðra öldmnar-
þjónustu. Það er reynt að gera fólki
kleift að vera heima eins lengi og
kostur er. Með tilkomu Sólhlíðar 19
hefur íbúðum fyrir aldraða fjölgað
mikið. Bærinn gerir vel við aldraða og
er alltaf að reyna að bæta þjónustuna.
Hér var plássum fækkað til að geta
boðið upp á fleiri einbýli. Fólk er
keyrt ókeypis í og úr dagvistun en það
er ekki gert alls staðar. Fólk getur
komið hingað í mat sem niður-
greiddur eða fengið matinn sendan
heim. Ég held að þjónustustigið sé
hátt hér.“
Breytum ekki fólki
Um 40 manns vinna á Hraunbúðum
en ekki eru allir í fullri vinnu. í
aðhlynningu em 17, fimm hjúkr-
unarfræðingar og aðrir em í öðrum
störfum. „Fólki stendur ýmislegt til
boða. Þrátt fyrir að föndurherbergið
hafi verið stækkað í síðustu breyt-
ingum er starfsemin að sprengja utan
af sér húsnæðið. Fólk horfir á
sjónvarp en við bjóðum upp á allar
stöðvar sem nást í Vestmannaeyjum
og er það líka tengt inn á herbergin.
Svo er það þetta hefðbundna, spjall,
spil og gönguferðir. Við höíúm það að
leiðarljósi að hér fái fólk að vera það
sjálft. Við reynum ekki að breyta fólki
en höfum þó ákveðnar reglur. Heim-
iiisfólkið hefur mikið frelsi til að fara
og koma eins og það vill. Enginn er
lokaður inni og hver og einn getur gert
það sem hann vill en það ræðst af því
hvað fólk getur gert.“
En Lea segir að fyrir flesta séu það
þung spor að flytjast á Hraunbúðir.
„Þetta er líka erfitt íyrir aðstandendur
sem finnst þeir vera að bregðast
sínum. En þetta jafnar sig fljótt. Allir
fara á tvíbýli til að byrja með sem
þýðir að fólk hefur takmarkaða mögu-
leika á vera með sína hluti, því
tvfbýlin bjóða ekki upp á það. Ég
bendi fólki á að bíða með að láta frá
sér allar eigurnar til þess að það geti
sett þær upp þegar komið er í einbýli.“
Er gefandi að staifa með öldruðum?
„Þetta var alveg nýtt fyrir mér þegar
ég tók við starfinu fyrir fimm árum.
Ég var ekki vön að umgangast þennan
aldurshóp en þau kenna manni
ýmislegt," sagði Lea.
-ÉG tók við starfinu fyrir fimm árum. Ég var ekki vön að umgangast
þennan aldurshóp en þau kenna manni ýmislegt, segir Lea.