Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 13. janúar2000 Þrettándaveisla í nítján ár á Hólnum Fimmtudaginn 6. janúar var hið árlega grímubali Eyverja haidið í Alþýðuhúsinu. Ballið var mjög vel sótt og margir höfðu greinilega lagt mikið í að gera búninga sína sem veglegasta og óhætt að segja að vel hafí til tekist. Það er vissulega þakkarvert að Ey- veijar skuli sýna það þrek og áræði að standa fyrir skemmtun af þessu tagi, enda vekur grímuballið ævinlega mikla eftirvæntingu þegar líða fer að þrettándanum og mörg stundin for- eldra og bamanna farið í að hanna og útbúa skemmtilega og frumlega búninga. Þama mátti sjá marga kyn- lega kvisti úr ævintýraheimum bam- anna og kannski líka þeirra lúllorðnu. Sumir leituðu einnig fyrirmynda utan ævintýraheimanna og mátti sjá ljós- lifandi komna, þekkta Eyjamenn og minna þekkta, þreyttar húsmæður á greiðslusloppum og vígalega útgerð- arspekúlanta. Verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og viður- kenningar fyrir flotta búninga. I I. sæti varð Kalli kanína, en það var hinn sigursæli Gísli Grímsson til margra ára sem klæddist þeim búningi og hreppti fyrsta sætið. I 2. sæti varð Geimvera með hvítum ljósum og í 3. sæti Blóm. Eftirtaldir búningar fengu viðurkenningu fyrir flottheit. Tweety, Lítil brúður, Golfari, Arni Johnsen, Karíus og Baktus, Lítið ljón, Lítill bangsi, Lítill tannbursti. Tveir búningar fengu verðlaun fyrir fmmleika en það vom Geimvera með rauð ljós og Málverk. Hér á síðunni em svipmyndir frá ballinu og eins sjá má hefur mikil vinna og hugmyndaauðgi ráðið ferðinni í búningahönnuninni. Undanfarin nítján ár hefur Jóhann Friðtinnson, Jói á Hólnum haldið mikla veislu á þrettándanum fyrir vini og vandamenn. Veisluna heldur hann að heimili sínu og varnarþingi, liinum eina og sanna Hóli sem hann og kennir sig við. Jói sagði að hann hefði tekið upp á þessu vegna þess að honum leiddist einveran í sínu stóra húsi og vildi hleypa fleimm þar inn. Bætti hann við að á þessum ámm hefði hátt á annað þúsund manns komið í þrettándakaffi hjá honum I þennan tíma hefur hann tekið fram sparistellið, skenkt kaffi af mikilli elju og reitt fram tertur og annað góðmeti að seðja gesti sína. Veisluna hefur Jói haldið að afloknum skemmtiatriðum og álfadansi á Löngulágarvelli. Jóhann sagði að nú væri þriðji ættliður afkomenda hans að mæta til þessa fagnaðar og að alltaf fjölgaði í hópnum. Blaðamanni Frétta veittist sá heiður að mæta til veislunnar og óhætt að segja að ekkert hafi verið til sparað að gera gestum veisluna eins eftirminnilega og hægt var og hefur blaðamaður varla í einn tíma dmkkið kaffi af jafn dým postulín og notið jafn Ijúfra veitinga í öðmm félagsskap og er þá ekki á neinn hallað. Hér á síðunni má sjá svipmyndir frá veislunni og eins og sjá má em allir í hátíðarskapi og gera sér gott af veitingunum. Grímuball Eyverja á þrettándanum Fj ölskrúðugur ævintýraheimur Fv. Laufey Grétarsdóttir, Lára Dís Davíðsdóttir, Inger og Davíð Jóhannsson. Fv. Sigríður Jóna Kristinsdóttir, Ragnheiður Hjaltadóttir, Guðbjörg Matthíasdóttir og Margrét Matthíasdóttir. Sigurgeir Jónsson Af flugeldum og aðstoð við fátaeka Skrifari hefur gegnum tíðina verið einkar jákvæður fyrir ráðgjöf hvers konar. Hann hefur enda þegið mörg góð ráð frá sér vísari mönnum og konum, verið þakklátur fyrir og um margt vísari eftir. Aftur á móti hefur honum ævinlega leiðst yfirgangur sem birtist í því þegar einhverjir sjálfskipaðir aðilar vilja ráða hvemig aðrir haga sér í daglegu lífi. Af slíku fólki er nóg til á Islandi og hefur alltaf verið. Sérstaklega kemur þetta fram í því að hinir alvísu vilja hafa hönd í bagga með hvemig aðrir verja fé sínu. Til að mynda vill skrifari vera frjáls að því hvemig hann ver þeim auram sem afgangs eru þegar hann hefur greitt sína reikninga og skatta og skyldur. Langi hann til að verja þeim til flugeldakaupa vill hann fá að gera það. Vilji hann eyða þeim sér til skemmtunar hér á landi eða ytra, nú ellegar að kaupa sér nýjan bíl, þá vill hann sömuleiðis fá að gera það án íhlutunar í kringum áramót kemur ævinlega fram á sjónarsviðið nokkur hópur sjálfskipaðra ráðgjafa sem vill hafa hönd í bagga með hvemig fólk ráðstafar aurunum sínum. Sérstaklega er þeim ráðgjöfum illa við að fólk sólundi fé í flugelda. Nú em Islendingar með fádæmum flugeldaglöð þjóð og skjóta um hver áramót upp slflcum eldum fyrir nokkur hundmð milljóna. Síðustu áramót slógu svo öll fyrri met í þeim efnum þar sem margir tóku forskot á sæluna og fögnuðu þá aldamótum sem em raunar ekki fyrr en eftir tæpt ár. Fróðir menn segja að um áramótin síðustu hafi verið skotið upp flugeldum fyrir milljarða. Þetta hefur fjármálaráðgjöfunum þótt hreinasta ósvinna. Hafa þeir bent á fjölmargt annað og hyggilegra sem unnt hefði verið að gera fyrir þessa aura. Meðal þess em hin stórlega vanbúnu sjúkrahús landsmanna og fátæklingar bæði hér á landi og erlendis. Nú reiknar skrifari fastlega með því að þessir hinir sömu ráðgjafar láti um hver áramót vænar fúlgur íjár renna í fyrrgreind málefni í stað þess að puðra þeim út í loftið í líki flugelda. Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli. Skrifari er sjálfur lítill flugeldamaður og ver litlu fé til slíkra kaupa. Þeir aurar hrykkju skammt til tækja- kaupa fyrir sjúkrahús eða til framfæris fátækra. Aftur á móti þykir honum einkar gaman að horfa á flugelda og þætti áramót að mun risminni ef það húllumhæ væri ekki til staðar. Hann veit líka að fjöldi fólks hefur af því einstaka ánægju að skjóta flugeldum og þykir hið sjálfsagðasta mál að það fólk fái að skemmta sér og öðmm á þann hátt. Jafnvel þótt það kosti eitthvað enda fáar skemmtanir ókeypis nú á dögum. Rétt eftir áramót las skrifari greinarkom eftir einn af vandlæturanum þar sem fram kom að flugeldaskothríð samræmdist ekki kristnum sjónarmiðum, þ.e.a.s. féð sem til hennar væri varið, og væri það betur komið hjá fátækum. Það varð til þess að upp rifjaðist fyrir skrifara sagan af því þegar María smurði fætur frelsarans með dýrindis nardussmyrslum. Einn úr hópi lærisveinanna sá ofsjónum yfir því og benti á að unnt hefði verið að selja smyrslin fyrir góða upphæð og verja því fé til fátækra. Því svaraði frelsarinn eitthvað á þessa leið: „Fátæka hafið þér ávallt hjá yður; mig ekki.“ Skrifari er enda þeirra skoðunar að sjúkrahús landsmanna haldi áfram að vera vanbúin þó svo að menn hætti að skjóta upp flugeldum. Hann telur líka að fátækt verði ekki útrýmt með því einu að hætta að skjóta upp flugeldum. Og hann telur líka að fólki eigi að vera í sjálfsvald sett hvort það eyðir fé sínu í flugelda, sólarlanda- ferðir, nýja bfla eða aðstoð við sjúkrahús og fátæka. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.