Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. janúar 2000 Fréttir 15 liðnum. Samt er eins og það verði meiri samvinna á öllum sviðum og mér finnst skólamálin koma mjög sterkt í gegn. Það er einhver skóli að fara af stað, hvort það verður fjamám eða eitthvað sem tengist tölvuveri og þá á ég ekki bara við eitthvert há- skólanám heldur eitthvað sem hefur víðari skírskotun. Fjármagn í at- vinnulífinu á eftir að aukast, en ekki fyrr en seinni partinn á árinu. Það kemur eitthvert nýtt fjármagn og öll þessi öfund sem ég talaði um áðan er út af auknu fjármagni sem kemur hingað til Eyja til atvinnuuppbygg- ingar og mun eiga sér stað í haust. Það verður mikil tiltekt í atvinnumál- unum, sem skilar sér í miklu farsælla vinnuumhverfi og meiri samvinnu. Þetta fer að skila sér með haustinu. Það verður færra fólk og mikil hreyfing á fólki, en samt er bjart yftr atvinnulífinu, þegar þetta fjármagn kemur og við getum farið að vinna við að byggja upp. Á fyrri hluta ársins verður hins vegar mikil deyfð og svartsýni, en í maí og júní fer að birta yfir.“ Menningin Næst fær Bára Grímsdóttir sér sæti gegnt Matthildi og dregur spil fyrir hönd menningarlífsins. Matthildur segir að skortur sé á víðsýni í menn- ingarlífinu. „Við þurfum aðeins og opna augun fyrir því að það sem einum finnst vera menning finnst öðrum kannski ekki. Það er víðara svið en þær hugmyndir sem örfáir einstaklingar hafa um menninguna. Fólk verður aðeins að opna hugann. Það koma einhvetjar fréttir sem valda vonbrigðum, en til lengri tíma litið skila þær góðu. Og aftur kemur hér upp að fólk þarf að vera víðsýnna. Innan menningargeirans, þarf meiri samvinnu, ekki ólíkt því sem þarf í fótboltanum. Það geta ekki allir verið kóngar. Hlutimir ganga ekki nógu vel. Hér sé ég eins og einhver sýning komi erlendis frá, annað hvort erlendir Iistamenn eða Islendingar sem búa erlendis en það verður einhver seink- un á því og þetta kemur upp fljótlega. Samfara því verða einhver leiðindi. Það kemur upp eitthvert þras um stefnumörkun á menningarsviðinu og þama em einhverjir tveir karlmenn sem em að þrasa og vilja fá að ráða. Þeir em hræddir við að fara nýjar leiðir og vilja halda í það gamla. Það þarf aðeins að stýra þessu og leyfa þeim ekki að ráða, vegna þess að þeir em að stoppa af mikið og vítt svið með fastheldni á breytingar. Það er nauðsynlegt að hafa víðari sjón- deildarhring, vegna þess að menning er miklu meira en þessir menn standa „Það verður tekin einhver erfið ákvörðun sem vinna þarf úr, sem veldur atvinnuleysi, en verður hins vegar mjög tímabundið, var sagt við Davíð. íyrir. Við losnum út úr þessu, en ekki strax og alls ekki átakalaust, en það tekst að byggja upp góða hluti í framhaldinu." Matthildur spyr svo hvað myndi stoppa byggingu menningarhúss í Eyjum og svarar svo spyrjandi: „Oákveðni? Mér finnst vera einhver óákveðni með það, eða eins og allir séu ekki ákveðnir í því að reisa það. Það hangir allt í lausu lofti og eins og ekki sé hægt að negla niður fasta ákvörðun . Þar em líka sérstaklega þessir tveir menn sem takast á um þetta.“ „Getum við ekki skellt skóla- málunum undir menningu og menntun. Fer það ekki saman?“ spyr Matthildur. „Mér finnst eins og einhvers konar handverksmenntun eigi sér stað. Hvort það á sér stað innan listageirans eða í verkmennt í skólunum, en það er einhver slík uppbygging sem á sér stað. Það er eitthvað sem tengist tölvum og tækninámi og líka sem tengist verk- námi. Það verður einhver sýning héma á stómm verkum, en ekkert endilega málverkum. En það verður einhver vítamínsprauta í menningu og Iistum, en samt finnst mörgum þetta ganga of hægt, en þetta er breyting sem gengur í gegn smátt og smátt og skilar sér kannski ekki endilega á þessu ári. En það verða margir hneykslaðir á þessum stóm lista- verkum sem ég var að nefna áðan. En við komum til með að læra mikið á þessu sviði sem kennt er við menn- inguna og mikill lærdómur sem við komum til með að draga af þessu og breytum í framhaldi af því og það skilar árangri, þó að það verði ekki alveg strax.“ Matthildur segir að innan þessa listahóps komi einn sigurvegari og í framhaldi af því hætta nokkrir og vílja ekki vera með. „Þeir fara í fýlu. Það er einhver stefna sem að sigrar sem gerir það að verkum að einhver hluti þeirra sem er innan menningar og listaheims héma í Vestmannaeyjum sem fer í fylu. Þetta er sá hópur sem vill hafa allt í gömlu föstu skorðunum og úr því hann fær ekki að halda sínu er hann bara hættur.“ Handboltinn Næstur dregur Erlingur Richardsson spilin fyrir handboltann. Matthildur spyr strax hvort einhver sé hættur, eða slasaður, þegar hún lítur yfir spilin og Erlingur játar því. „Það er eitthvað slíkt að hrella ykkur. Ykkur átti að ganga miklu betur síðastliðið ár. Það var einhvað sem stoppaði ykkur af, en þið áttuð góða möguleika í upphafi leiktíðarinnar í vetur, en það fór Það kemur upp eitthvert þras um stefnumörkun á menningarsviðinu og þarna eru einhverjir tveir karlmenn sem eru að þrasa og vilja fá að ráða, var sagt við Báru. eitthvað úrskeiðis sem þið eigið að hafa hugfast núna. Þið eruð hræddir við að breyta til og þurfið aðeins að opna augun og ekki svona fastheldnir á það gamla. Þið verðið að taka áhættu. Þið haftð gott lið, en það er eins og þið þorið ekki að nýta ykkur ykkar eigið. Ykkur á ekki beint eftir að ganga ofsalega vel, ekki framan af.“ Og Matthildur spyr hvort þeir séu nokkuð á því að falla? „Mér sýnist ykkur fara hrakandi. Þið verðið að vera bjartsýnni. Þið emð allt of svartsýnir. Á næstu leiktíð farið þið að þora að takast á við sjálfa ykkur og breyta til. Það er eins og þið séuð hræddir við nýja bytjun, en þið þurfið að breyta og spila út frá einhverjum allt öðmm forsendum. Fyrir næsta haust ætti slíkt að skila árangri, vegna þess að þið áttuð það góða möguleika. Þið hafið allt til að bera og ekki seinna vænna að fara að byggja upp framtíðina og vera ekki hræddir við breytingar. Þegar maður ætlar að láta drauma sína rætast, verður maður að muna hliðstæðuna við tunglið. Við sjáum aldrei hina hliðina á því, þess vegna verðum við að taka áhættu, þegar þarf að breyta til. En það er al- veg á hreinu að það verðið þið að gera og það hefst með mikilli vinnu. Fréttir Að lokum leggur Matthildur spilin á borðið fyrir Fréttir og það er Ómar Garðarsson ritstjóri sem dregur í lögnina. „Þaö er einhver kvenmaður sem fer að vinna hjá ykkur, eins og kom líka fram í fyrra reyndar. Svo emð þið ekkert ofsalega ánægðir með fjárhaginn, en það er einhver breyting að eiga sér stað. Síðasta ár reyndist Fréttum ekkert sérstaklega hagkvæmt, en það er tíl lausn og hún felst í ykkur sjálfum. I rauninni eigið þið að geta séð hana, ef þið opnið augun. Þið emð ekkert fast bundnir, eins og þið álítið ykkur vera. Það þarf einhverjar breytingar. Það verður smá hmn núna, eins og hjá öllum núna fyrstu mánuði ársins. Síðan er uppbygging. Það sem mér virðist vera að ske er að allt er að fara í einhvers konar breyt- ingar og endurmat, en þá þarf oft að brjóta þetta gamla niður. En mér finnst það vera að gerast í svo mörgum þáttum samfélagsins, þetta á ekkert síður við um Eyjar og ég held að allir sem em á þessu sviði tali um þetta. Við emm komin inn í ný tímamót og á Fréttum verða teknar ákvarðanir sem eiga eftir að skila sér. Það verður breyting á blaðinu til góðs. Einhver hættir og það verða mannabreytingar. Ykkur átti að ganga miklu betur síðastliðið ár. Það var eitthvað sem stoppaði ykkur af, en þið áttuð góða möguleika í upphafi leiktíðar- innar í vetur, var sagt við Erling. Tarotlesturinn fyrir 1999: Hvernig stóðst spáin frá í fyrra? I Tarotlestri Matthildar fyrir árið 1999 var ákveðið að fá fulltrúa í bænum til þess að draga spilin fyrir ólíka þætti samfélagsins.. Guðjón bæjarstjóri var fenginn til þess að draga spilin fyrir bæjarfélagið, Magnús Kristinsson fyrir útgerðar- menn, Bjarki Brynjarsson þáverandi framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins fyrir atvinnumál og nýsköpun, Jóhannes Ólafsson fyrir fótboltann og Magnús Bragason fyrir hand- boltann. Ef hægt er að draga saman heildamiðurstöðu úr lestri Matthild- ar nefnir hún mjög oft nauðsyn hugarfarsbreytingar, ef vel á að ganga, hvort svo hefúr verið og hugarfarsbreyting orðið með Eyja- mönnum á árinu verður hins vegar hver og einn að huga að með sjálf- um sér. I árslögn íyrir bæinn varð heild- armyndin frekar á neikvæðum nótum, því öll spilin voru frekar „neikvæð og lítt skemmtileg," eins og Matthildur orðaði það Þá átti hún við eiturlyf, sem vissulega sóttu Eyjar heim á síðasta ári og voru mikið í umræðunni, einnig kom fram gæftaleysi, sem sjá mátti í lé- legri sfldar- og loðnuveiði. Matt- hildur talaði um óbreytta stöðu eftír alþingiskosningamar og óhætt að segja að það hafi gengið eftir. Einnig talaði hún um peninga sem eiga að koma frá útlöndum. Matthildur nefnir jaíhvel Keikó í því sambandi en ljóst er að tekjur af Keikó til bæjarfélagsins nema um hundrað og þrjátfu milljónum, auk þess sem fjármagn kom til fram- kvæmda vegna Stafkirkju og mynd- listarverkefnisins Hraun og menn. Einnig má nefna Þróunarsjóð at- vinnulífsins sem kom til ráð- stöfunar í Eyjum, þó það fé sé ekki erlendis frá. Matthildur les ósætti innan meirihlutans, sem eigi að hafa með þessa peninga að gera, sem þó verði óháð pólitík, auk þess sem umræðan verður staðbundin fyrir Eyjar og mikið í fjölmiðlum. Ekki er auðvelt að sjá hvort þetta hefur gengið eftir í lestri Matthildar og látið lesendum eftir að túlka. Bæjar- sjóði var skilað með halla og fólki fækkaði í bænum á árinu, þó sagði Matthildur að Guðjón kæmi heill fram í sínu og nái að sameina fólk. Hins vegar vekur kannski athygli að sameiningaráform ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar virðast ekki koma fram í spilunum, hins vegar sá hún tvö ólík öfl eða fyrirtæki í slflcum hugleiðingum fyrirárið 1998 og spuming hvort hún hafi verið ári á undan áætlun í þeim lestri. Vísir menn túlkuðu þetta hins vegar sem hingaðkomu Keikó. Varðandi lögn Magnúsar Krist- inssonar sögðu spilin að hugarfars- breyting yrði að verða hjá útgerðar- mönnum. Hún talar um gæftaleysi og þörf til þess að líta fram á veginn og vflcka sjóndeildarhringinn. Ef tengja má hlutafjárkaupin í Stoke City sem lið í þessu, þá orkar það trúlega tvímælis í hugum einhverra. Þrátt fyrir gæftaleysi sagði Matt- hildur að fjármálin yrðu jákvæð og að afli yrði minni, en verðmæti hans að sama skapi meira, sem má til sanns vegar færa. Matthildur Ias einnig úr spilunum að Magnúsi yrði ýtt úpp að vegg í Útvegsbænda- félaginu, þar sem hann er formaður og hann yrði að taka á hlutunum og sætta ólík sjónarmið. Ef svo hefur verið hefur það að minnsta kosti ekki fariðháttíumræðunni. Um atvinnumálin og lesturinn úr spilum Bjarka sagði Matthildur að verið væri að vinna að góðum og mikilvægum hlutum varðandi ný at- vinnutækifæri og talaði um „of- boðslega“ bjartsýni, hins vegar væri skortur á íjármagni. Hversu sýnileg þessi nýatvinnusköpun varð á árinu er erfitt að segja til um. Matthildur sagði og að Bjarki og verk hans yrðu umdeild á árinu og það má til sanns vegar færa að hafi ræst. Matthildur las óeiningu úr spilum Magnúsar Bragasonar fulltrúa hand- boltans. Hún sagði og að einhver leikmaður frá fyrri tíð kæmi inn í liðið. Elías Bjamhéðinsson kom inn í liðið á miðri leiktíð, en fékk lítið að spreyta sig og síðastliðið haust kom Erlingur Richardsson í liðið, en hann spilaði með ÍBV á árum áður. Þetta atriði gekk því vel eftir. Hún sagði að liðið myndi ekki ná neinum titlum hvorki í deild né bikar og það gekk eftir. Hún sagði einnig að leiktímabilið sem byrjaði síðastíiðið haust yrði liðinu betra en veturinn á undan, þó eru menn lfldega á því að gengi liðsins haft verið helst til rysjótt. Matthildur lagði einnig áherslu á að liðið ætti að hlusta meira á sjálft sig og spila meira eftir eigin hjarta og að undanfömu hefur liðið verið að sækja í sig veðrið og virðist vera að ná tökum á nýjum leikstfl, eftir því sem sérfræðingar segja nú. Jóhannes Olafsson, fyrmrn for- maður ÍBV knattspymudeildar, dró spilin fyrir fótbollann. Matthildur sá óeiningu úr spilum Jóhannesar og segir hana muni skaða liðið. Þetta gekk eftir og þjálfari liðsins var rekinn eftir sumarið og Hjalti Jóns- son og Rútur Snorrason hættu á miðju tímabilinu. Matthildur las úr spilunum að að minnsta kosti annar titillinn héldist í Eyjum. Ekki gekk það eftir því ÍBV varð titlalaust eftir leiktímabilið. Reyndar las hún ákveðna fortíðarhyggju úr spilunum, sem ekki væri til góðs, en eftir að hafa verið með yfirburðalið á lands- vísu síðustu tvö ár, þá má segja að væntingar áhangenda hafi verið orðnar miklar og liðið ekki staðið undir því. Jóhannes spurði um gengi liðsins í Evrópukeppninni en liðið komst í aðra umferð for- keppninnar. Matthildur sagði þá ekíci komast langt en að liðið yrði þó sátt við sjálft sig, en dró í efa að allir stæðu einhuga að baki liðinu. Eins og fyrrum lagði Matthildur spilin fyrir Fréttir. Hún talaði um fortíðarhyggju sem sé ráðandi á blaðinu, samvinnuleysi og sagði blaðið umdeilt. Úm fortíðar- hyggjuna verður ekki lagt mat á hér, en vissulega er blaðið umdeilt eins og góð blöð eiga að vera, samanber íjöldauppsagnir Samfylkingarsinna á blaðinu í vor, en hafa nú flestir ratað aftur í hlýju áskriftarinnar. Matthildur sagði einnig að kven- maður myndi koma til starfa á blaðinu. Það gekk ekki eftir og þótti sumum miður en öðrum betra. Blaðið héldi þó fullri reisn og óhætt að segja að það hafi gengið eftir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.