Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. janúar 2000 Fréttir 11 Hneigðist snemma að listum „Á þessu ári er 60 ára ártíð eins merkasta manns sem Vestmannaeyjar hafa alið fyrr og síðar, Oddgeirs Kristjánssonar hljómsveitarstjóra og tónskálds. Eftir þessu ári hef ég dokað með að láta Blik birta og geyma nokkur minningarorð um þennan sjaldgæfa son Eyjanna, ef mér leyfist að að orða það þannig, án þess að misbjóða metnaðarkenndum annarra „innfæddra" hér í bæ.“ Þannig kemst Þorsteinn Þ. Víglundsson að orði í Blikiárið 1971. " Þó tæp 30 ár séu liðin síðan þetta var skrifað eiga þessi orð fullan rétt á sér, því þátttakendur í leit Frétta að manni og konu 20. aldarinnar, gáfu Oddgeiri flest atkvæði. Er hann því samkvæmt könnuninni Eyjamaður aldarinnar. Þorsteinn Þ.Víglundsson segir þetta í formálsorðum greinar sinnar í Bliki 1971, en þar birtir hann ræðu sr. Þorsteins L. Jónssonar sóknarprests, sem hann flutti við kistu Oddgeirs, og kafla úr minningargreinum Sveins Guðmundssonar og Ástgeirs Ólafs- sonar, Ása í Bæ, um Oddgeir. Oddgeir Kristjánsson hljómsveitar- stjóri og tónskáld fæddist í Vest- mannaeyjum 16. nóvember 1911. Oddgeir ólst upp við þröngan kost. Þó að faðir hans væri eftirsóttur smiður og útgerðarmaður um skeið, var bamahópurinn stór og oft þungur róður hjá fjölskyldunni. Oddgeir hneigðist snemma að fögrum listum og lestri góðra bóka en sérstaklega stóð hugur hans til tónlistarinnar. Oddgeir vann lengst af við verslunarstörf og var lítt hneigður fyrir „slor, útgerð eða sjómennsku, heldur stóð hugur hans til mennta“ eins og Ási í Bæ orðaði það í grein sem hann skrifaði í Eyjablaðið um Oddgeir í mars 1966 en Oddgeir lést 18. febrúar það ár. „Oddgeir Kristjánsson var Vest- mannaeyingur af hug og sál og helgaði þessu bæjarfélagi alla starfs- krafta sína, -ól hér allan sinn aldur að undanskildum þeim árum er hann dvaldist við hljómlistamám í Reykja- vík en hljómlistin átti hug hans allan eins og við þekkjum," segir Þorsteinn Lúter í ræðu sinni. Þegar Oddgeir kom frá námi stofn- aði hann Lúðrasveit Vestmannaeyja og var stjómandi hennar í tæp 30 ár. „Það starf hefur jafnan verið sjálf- boðaliða- og hugsjónastarf hans. 1 þvr starfi felst meira en rétt að koma fram við öll hátíðleg tækifæri hér í bænum og halda hljómleika í Samkomu- húsinu og kirkjunni einu sinni á ári. í þetta starf hefur eyðst mikill tími til raddsetningar laga. Enn meiri tími hefur þó farið eða eyðst til þess að kenna hverjum nýjum byrjanda. Ofan á allt þetta starf bættust lúðrasveitir skólanna en þær þurfti að æfa og þeim varð einnig að kenna,“ segir Þorsteinn Lúter einnig. Ási r Bæ og Oddgeir unnu mikið saman og á Ási ljóðin við sum fall- egustu lög Oddgeirs. I minningargrein Ása segir að útförin hafi verið bæði fjölmenn og blómahafið mikið og hann spyr? „Hver var hann, maðurinn Anna Þorsteinsdóttir er fædd 13. maí 1919 í Laufási, dóttir hjónanna Elín- borgar Gísladóttur og Þorsteins Jónssonar formanns og útgerðar- manns. Hefur Anna alla tíð síðan verið kennd við Laufás. Anna hefur alið allan sinn aldur í Vest- mannaeyjum og mótaðist af því lífi sem hér hefur verið lifað þessa öld. Skólaganga hennar var hefðbundin nema hvað hún fór í Iðnskólann sem var ekki algengt hjá stúlkum þegar hún var að alast upp. Tíu árum áður en Anna fæðist er Kvenfélagið Líkn stofnað og var móðir hennar mjög virk í félaginu. Sjálf hafði Anna sem ung stúlka lítinn áhuga á að ganga í Líkn en kynntist starfmu í gegnum móður sína. Það var þó úr að hún gekk í Líkn sem hefur víða komið við sögu í bæjarfélaginu og oft hafa konumar hlaupið undir bagga þegar eitthvað hefur borið út af. Anna var kosin í stjóm Líknar árið Oddgeir Kristjánsson, sem var slíkur harmdauði samborgumm sínum, að þeir fylgdu honum til hinstu hvílu með dýpri lotningu en flestum mönnum öðmm? Var hann héraðshöfðingi? Eða var hann kannski tákn þess, sem kynslóð hans hefur næstum gengið sér til húðar til að öðlast: Magn ytri gæða í formi hvers konar eigna?“ spyr Ási. Trúlega hefur Ása ekki rennt gmn í að rúmum þremur áratugum seinna væm Vestmannaeyingar enn sama sinnis. Oddgeir var ekki hinn hefð- bundni Eyjapeyi. Hið hefðbundna athafnalíf freistaði hans ekki en í staðinn helgaði hann sig tónlistinni. Ekki náði hann þó að sjá fyrir sér með tónlistinni ef frá em skilin síðustu æviárin, er hann stundaði tónlistar- kennslu í Bamaskóla Vestmannaeyja. En hún átti hug hans allan og tók 1956 og árið 1966 varð hún formaður og var það til ársins 1986. Þó Líkn grípi víða inn í þegar eitthvað bjátar á er það ekki alltaf borið á torg þegar um einstaklinga er að ræða. Oðru máli gegnir um stofnanir sem njóta góðs af starfi Líknarkvenna og er Sjúkrahúsið gleggsta dæmið um það. Þar hefur Líkn verið í forystu félaga í bænum sem gefið hafa nánast allan búnað sem þar er. Þegar Sjúkrahúsið var byggt, þar sem Ráðhús bæjarins er nú til húsa, gaf Líkn 20 þúsund krónur sem var andvirði húseignar á þeim tíma og sama leikinn léku þær þegar nú- verandi Sjúrahús var vígt árið 1974. Þá gáfu þær fimm milljónir króna sem var ríflegt íbúðarverð. I 20 ár var Anna í Laufási í forystu félagsins og þurfti þá oft að bregðast skjótt við þegar til félagsins var leitað. En Anna hefur víðar komið við og sett svip sinn á bæjarlífið á margan hátt. mikið af hans tíma í áratugi. Aífaksturinn af tónlistarstarfi hans var mikill. Fyrir það fyrsta náði hann að skapa hér í Eyjum hefð í tónlist, sem enn eimir af. Hann skildi eftir sig tónlistararf í tugum laga og mörg þeirra urðu, strax og þau voru samin, hluti af bæjarsálinni. Þessi lög munu halda nafni hans á lofti um ókomna framtíð. Þau eru sívinsæl og sífellt er verið að gefa þau út á hljómdiskum af bestu tónlistarmönnum þjóðarinnar, sem segir sína sögu. Eiginkona Oddgeirs er Svava Guðjónsdóttur og eignuðust þau þrjú böm, Hrefnu Guðbjörgu, Hildi Kristjönu og Kristján sem lést aðeins tæplega níu ára gamall. Ennfremur ólust upp á heimili þeirra þrjú dótturböm þeirra. Hún hefur kynnst harðneskju lífsins en mótlætinu hefur hún mætt með æðmleysi. Hún ólst upp á sjómanns- heimili og hefur sjórinn tengst henni alla tíð síðan. Faðir hennar var út- gerðarmaður og formaður og saman hafa Anna og hennar íjölskylda staðið að útgerð Gullbergs VE. Anna stendur föstum fótum í tilverunni, hefur látið til sín taka á mörgum sviðum, er Vestmannaeyingur í húð og hár og fulltrúi hinna gömlu góðu gilda. Hún er lika verðugur fulltrúi vest- manneyskra kvenna og saman gerir þetta hana að konu aldarinnar í Vestmanneyjum. Eiginmaður Önnu var Jón Guð- leifur Ólafsson, ævinlega nefndur Leifi í Laufási, og eignuðust þau fjögur böm, Elínborgu, Olaf, Þorstein og Jóhann. Búa þau öll og starfa í Vestmannaeyjum nema Þorsteinn sem býr á Hvolsvelli og rekur þar veitingahús. Þessi fengu atkvæði í könnuninni í vali fólks á konu aldarinnar voru tvær konur sem sköruðu fram úr, þær Anna Þorsteinsdóttir frá Laufási og Unnur Guðjónsdóttir leikkona en forysta Önnu var af- gerandi. Aðrar konur sem tilnefndar vom em: Ingibjörg Johnsen, Margrét Jónsdóttir frá Skuld, Sigrún Þorsteinsdóttir, Selma Guðjónsdóttir, Bára Grímsdóttir, vestmanneyska sjómannskonan, Margrét Sigurþórsdóttir, Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, hin almenna fiskverkunarkona, Ásdís Johnsen, Anna Gunnlaugsson, Þuríður Sigurð- ardóttir Reynistað, Ámý Heið- arsdóttir, Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteina Jóhannsdóttir frá Þingholti, Sigríður frá Höfn, Kristjana Óladóttir Þrúðvangi, Minna Thorberg, Ingi- björg Tómasdóttir versluninni Framtíð, Anna Pálsdóttir ljósmóðir, Kristjana Þorfinnsdóttir, Ósk Snorra- dóttir, Oddný Benediktsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Elínborg Gísladóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir Vatnsdal. Hjá körlunum stóð slagurinn á milli Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds og Þorsteins Þ. Víglundssonar, skólastjóra Gagnfræðaskólans og sparisjóðsstjóra. Oddgeir hafði betur en litlu munaði og er hann því Eyjamaður aldarinnar að mati fólks sem tók þátt í könnuninni. Aðrir sem tilnefndir vom em: Guðlaugur Gíslason, Magnús H. Magnússon, Benóný Friðriksson, Páll Þobjömsson, Gísli J. Johnsen, Friðrik Jesson, vestmanneyski sjómaðurinn, Einar Sigurðsson, Ársæll Sveinsson, Einar Guttormsson, Sigmund Jóhannsson, Sigurður Einarsson, Sighvatur Bjamason ogÞorbjöm Sigurgeirsson sem varla telst Eyjamaður en framlag hans í gosinu gerir það að verkum að nafn hans komst á listann. Tekið skal fram að flestir höfðu skilað seðlum í desember sem m.a. getur hvers vegna nafn manns eins og t.d. Helga Benediktssonar er ekki að finna í könnuninni. Anna er verðugur fulltrúi Eyjakvenna Margt athyglisvert kom fram í rökstuðningi fólks Boðið var upp á að fólk léti fylgja með röksemdir fyrir vali sínu og em þessar helstar: Oddgeir Kristjánsson hefur samið frábær lög sem hafa tengt Eyjamenn saman og hafa skapað nokkurs konar þjóðareiningu meðal bæjarbúa. Friðrik Jesson átti sinn þátt í stofnun ýmissa félaga fyrr á öldinni. Var frábær íþrótta- frömuður og á stærsta þáttinn í stofnun hins stórmerkilega Náttúmripasafns. Benóný Friðriksson er þekktasti aflamaður Vestmannaeyja, farsæll skipstjóri og á mikinn Qölda afkomenda í Eyjum. Ingibjörg Ólafsdóttir var mikil baráttukona fyrir bættum kjömm kvenna. Eftirminnilegur verkstjóri þar sem hún leiðbeindi ungum stúlkum og kenndi gott handbragð. Þórsteina Jóhannsdóttir varð ung ekkja með 13 böm. Hún barðist áfram af einskæmm dugnaði og kom öllum bömunum til manns. Á gífurlega stóran hóp afkomenda í Eyjum. Ingibjörg Johnsen er stórbrotinn persónuleiki sem setur mikinn svip á bæjarlífið. Baráttumál hennar fara ekki fram hjá neinum og svo er hún móðir Áma Johnsen sem er einn litríkasti persónuleiki Eyjanna. Einn valdi Ársæl Sveinsson, Einar Sigurðsson og Sighvat Bjarnason og um þá sagði hann: „Þetta vom mestu sómamenn, hugsuðu vel um bæjarfélagið sitt og var annt um starfsfólk sitt. Þeim hélst líka vel á fólki og það bar virðingu fyrir þeim enda ekki hægt annað.“ Sami nefndi Kristjönu Óladóttur, Minnu Thorberg og Ingibjörgu Tómasdóttur. Um þær var sagt: „Þetta voru harðduglegar konur sem settu svip sinn á bæjarfélagið um leið og þær vom mjög gamansamar. Kristjana var bæjarritari, Minna var mjög glæsileg kona og var mikið í Leikfélaginu. Það var alltaf gaman að koma í verslunina Framtíðina til Ingibjargar Tómasdóttur. Hún var dálítið gamansöm en ómissandi fyrir bæjarfélagið. Einn valdi þá Gísla J. Johnsen, Þorstein Þ. Víglundsson og Oddgeir Kristjánsson en bætir svo við: „Og svo get ég ekki sleppt þeim Friðriki Jessyni, Binna í Gröf, Einari ríka, Hannesi lóðs og marga aðra mætti upp telja en ég er hættur." Einn þátttakandi sagði að Oddgeir hefði samið ódauðleg lög sem koma til með að lifa okkur öll. Einar Guttormsson lækni setti sá sami í 2. sætið fyrir störf hans að heilbrigðismálum en hann var yfirlæknir og skurðlæknir í Eyjum í áratugi. Þorsteinn Víglundsson sagði hann að hefði komið við sögu í skólamálum og verið brautryðjandi í ýmsum menningarmálum. Um konumar sagði að Helga Rafnsdóttir hefði verið mikil baráttukona í verkalýðsmálum og jafnréttismálum. Júlíana Sveinsdóttir lenti í öðm sæti fyrir myndlist og Unnur Guð- jónsdóttir í því 3. fyrir leiklist en hún skapaði margar ódauðlega persónur á leiksviði. Einn setti vestmanneyska sjómanninn í 1., 2. og 3. sætið og það sama gerði hann við sjómannskonuna, setti hana í öll þrjú sætin. Með fylgdi heillöng greinargerð: „í upphafi aldarinnar var hér nánast ekkert miðað við það sem við nú þekkjum. Með línuveiðunum, sem hófust hér rétt eftir síðustu aldamót, varð mikil bylting til hins betra. Síðar með tilkomu vél- bátanna í upphafi aldarinnar urðu ótrúlega miklar breytingar til batnaðar. Vestmannaeyjar urðu stærsta verstöð landsins, óumdeilanlega lungann úr öldinni með langflestu bátana, stærstu fiskvinnslustöðvamar og mestu gjald- eyristekjumar á hvem íbúa. Hvergi kom meiri afli á land, hvergi afköstuðu jafnfáir jafnmiklu og engir þurftu að leggja sig eins fram og sjómenn í vinnu, vökum og vosbúð við erfiðar aðstæður. Þess vegna búum við við margfalt betri aðstæður en almenningur við síðustu aldamót. Alltof margir sjómenn hafa látið lífið við hættuleg störf á sjónum í kringum Eyjar á þessari öld. Margfalt fleiri en í öðmm störfum. Þess vegna heiðra ég minningu þeirra og tilnefni þá alla sem einn mann aldarinnar í Vest- mannaeyjum." Um vestmanneysku sjómannskonuna segir: „Störf þeirra allra hafa verið mikilvægust kvennastarfa. Vegna fjarvista eiginmanna á sjónum hafa þær einar þurft að stómm hluta að annast heimilið og uppvöxt bamanna. Þær hafa alla tíð tekið mikinn þátt í verkun aflans eins og þau störf hafa verið á hverjum tíma. Miklvægi þeirra hefur verið mikið því ekki hefur verið nóg að afla fiskjarins, einnig hefur þurft að gera úr honum verðmæti. Alltof margar hafa orðið ekkjur vegna tíðra sjóslysa, sérstaklega á fyrri hluta aldarinnar. Allir geta ímyndað sér hve þung byrði hefur verið þær lögð þegar þær urðu einar að annast uppeldi og framfærslu heimilis og bama. Engin stétt kvenna hefúr staðið sig eins vel og sjómannskonur Eyjanna á öldinni sem er að líða. Þess vegna tilnefni ég þær allar konu aldarinnar í Vestmannaeyjum. Einn segir Önnu Þorsteinsdóttur hafa verið fulltrúa fómfúsra kvenfélagskvenna. Annar setur Oddgeir í 1. sæti fýrir tónlistarstörf, Gísla J. Johnsen í 2. sætið sem mikinn at- hafnamann sem sýnt hafi Eyjamönnum mikinn höfðingskap og Binna í Gröf í 3. sæti sem mesta aflamann aldarinnar sem hugsaði eins og þorskurinn að eigin sögn. Þessi setur Unni Guðjónsdóttur í 1. sæti fyrir leiklist og menningarstarf, Sigrúnu Þor- steinsdóttur fyrir frumlegheit og mikla athyglisþörf og Selmu Guðjónsdóttur hjúkr- unarforstjóra í 3. sæti fyrir fómfúst og óeigingjamt starf á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja í 40 ár, oft við erfiðar aðstæður. Samantekt Ó.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.