Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 27. janúar 2000 Háklassa dansmennt: Erótíkin loksins komin til Eyj a Um síðastliðina helgi var boðið upp á „nýbreytni“ í skemmtanaflóru Vestmannaeyja, er hingað komu á vegum veitingastaðarins Lundans nokkrar nektardansmeyjar, hvar þær og köstuðu sínum klæðum gestum til ánægju við fjöruga dillimúsík. Athygli vakti að þær komust af við listræna túlkun sína án þess að halda sér í súlur, né sveigja sig við slíkar. Töldu margir það mikið framafarasnið á dansinum og opinberaði heim nýrrar túlkunar á þessu sviði. Það væru kannski nokkrar ýkjur að segja þetta nýbreytni í skemmtanattóru Eyjanna, því fyrir einhverjum árum var slík dansmennt kynnt Eyja- mönnum, en mun sú tilraun þá hafa kolfallið og ekki hugnast þeim. En nú altént er líklega síðasta vígi þeirra sem ekki hafa kynnst nektardansi í hinum dreifðari byggðum loksins fallið og ekki ósennilegt að fleiri slíkar sýningar eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Er þá ekkert eftir nema að gefa opnunartíma veitingastaða í Eyjum ögn frjálsari en nú er, svo Eyjamenn megi njóta þeirrar sjálfsögðu greinar stjórnarskrárinnar sem fjallar um eitthvað sem heitir jafnræði og öllu er nú snúið upp á, þó að fáir vilji kannski sæta þeirri ábyrgð sem í henni að sjálfsögðu felst, að lögfróðra sögn. En svo er stundum sagt og löngum viðurkennt að sumir eru jafnari en aðrir, hvort sem það á nú við erótískan dans líka. Af tilitssemi við unnendur erótískrar dansmenntar í Eyjum eru andlit áhugamanna um slíkt máð út, svo enginn skaðist nú verulega í öllu frjálslyndinu. I--------------------------------------------------1 Samstarfssamningur __ X_ Vestmannaeyja og FIT: | Peter Máté fyrstur j j til að ríða á vaðið j ■ Menningarmálanefnd Vestmannaeyja hefur gert samstarfs- ■ ■ samning við Félag íslenskra tónlistarmanna, sem með styrk frá ■ . Menntamálaráðuneytinu gengst fyrir tónleikum á landsbyggðinni. ! Samningurinn felur í sér tvenna tónleika á ári og á sunnudaginn kemur, J ■ 30.janúarverðatónleikarvormisserisinshaldniríSafriaðarheimilinuog ' I hefjast þeir kl. 15.15, eða strax að lokinni messu og er aðgangur að þeim I I ókeypis. A tónleikunum leikur Peter Máté, píanóleikari, fjölbreytta I I efnisskrá með verkum eftir þekkta höfunda s.s. Béla Bartok, Franz Liszt I | og Mist Þorkelsdóttur. | ■ Peter Máté er fæddur 1962 í Tékkóslóvakíu. Hann lærði hjá Ludmilu ■ ■ Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna ■ ■ í Prag. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir píanóleik sinn - 1980 í . . Hradec Králové, 1986 í Vercelli, 1989 í Enna -. Peter hefur starfað á ! [ Islandi frá árinu 1990 og er nú kennari við Tónlistarskólann í J ' Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ' I ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum -Tnó I I Reykjavíkur, Tríó Romance og fl,- víða í Evrópu og Bandaríkjunum. I I Menningannálanefnd hvetur bæjarbúa til þess að nýta sér þetta I | einstaka tækifæri og fjölmenna á tónleikana. | I-------------------------------------------------1 Nettilboð flugfélaganna: Þúsundkall milli lands og Eyja Eftir því sem Internetið varð öflugri miðill þeim meir harðna hvers kyns tilboð fyrirtækja á þeirn markaði. Lengi hefur verið hægt að fá hvers kyns ódýrari ferðir hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum á Netinu og nú undanfarna daga hafa Islandsflug og Flugfélag Islands boðið upp á tilboð í innanlands- fluginu og nú síðast milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja. Að sögn starfsmanna Islandsflugs í Vestmannaeyjum hefur félagið boðið upp á ferðir aðra leiðina milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja á aðeins 1.000 kr. Tilboð þetta hefur staðið frá því á mánudaginn og mun tilboðið gilda til sunnudagsins 30. Janúar. Samkvæmt heimildum hjá Islands- flugi hefur tilboðið verið ágætlega nýtt, en líta beri til þess að aðeins er hægt að bóka sig á Netinu og greiða með kreditkorti og einnig er sú kvöð að viðkomandi verður að ganga í netfangaklúbb félagsins, sem þýðir að viðkomandi fer á póstlista hjá flug- félaginu. Einnig er tilboðið bundið við flug seinnipartinn. Engu að síður er kærkomið fyrir þá sem nýtt geta sér þessi tilboð að notfæra sér þau Hjá Flugfélagi Islands hafa verið tilboð í gangi sem þeir kenna við „2000 gleði áfram!“ Að þessu sinni er er boðið upp á flug á milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja, fyrir 2.000 krónur á mann báðar leiðir eða krónur 1.000,- aðra leið án flugvallarskatts. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Flugleiða gildir tilboðið eingöngu í hádegisflug til/frá Vestmannaeyjum og eru viðskiptavinir beðnir um að skrifa hjá sér flugnúmer þar sem tilboðið gildir eingöngu á ákv. flugnúmer og fyrir netklúbbsfélaga Flugfélags Islands eingöngu. Gildis- tími tilboða Flugfélags Islands er frá 24. janúar til 30.janúar. Þess ber að geta að flugvallarskattur er ekki inni í þessum verðum, en hann er 165 kr. Af Fyrr á árum var helsta áhyggjuefni fólks í Vestmannaeyjum hvort vel fískaðist eða ekki. Gott fiskirí þýddi góða afkomu, lélegt fiskirí yfirleitt að herða varð ólina og neita sér um eitt- hvað. Nú em flestir hæltir að hafa slíkar áhyggjur. í dag fiskast bara og menn hafa meiri áhyggjur af því að klára kvótann sinn of snemma, þ.e. fiska of mikið. Og áhyggjur fólks snúast ekki lengur um mikinn eða lítinn afla á vertíð, nú eru þær bundnar því hvort kvóti fer burt úr byggðar- laginu eðaekki. Þessa dagana hefur t.d. umræðan beinst að því hvort ákveðinn bátur verði seldur burt héðan með kvóta. Sá bátur hefur um nokkurn tíma verið til sölu og allnokkrir sýnt því áhuga að kaupa hann, þ.e.a.s. kvótann; í dag hafa sárafáir áhuga á að kaupa báta. Það er nefnilega miklu hagstæðara að eiga kvóta en báta. Bátar eru kostnaðarsöm apparöt sem þurfa hellings viðhald og geta þrátt fyrir það tekið upp á því að bila. Svo eru bátar ekki varanleg eign, verðgildi þeirra minnkar með hverju árinu sem líður, rétt eins og bílar sem hríðfalla í verði með hverju ári sem líður. Aftur á móti er kvóti varanleg eign sem ekki verðfellur heldur hækkar með hverju árinu sem líður. Þess vegna er skiljanlegt að menn vilji frekar fjárfesta í kvóta en bátum. Slík íjárfcsting er á borð við að eiga hlutabréf í Islenskri erfða- greiningu. Skrifari hefur á síðustu vikum talsvert verið að glugga í gömlum bókum sér til fróðleiks, bókum sem einkum tengjast sjávarútvegi og útgerð í Vestmannaeyjum, allt frá upphafi þessarar aldar (bent skal á að skrifari hefur ekki enn fagnað nýjum aldamótum). Skrifari hefur í þeim lestri komist að því að ekki hefur alltaf verið eilífur sældarbúskapur í útgerð og fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum. Þar hafa skipst á skin og skúrir rétt eins og nú til dags. Oftast voru það náttúru- öflin sem voru að gera mönnum lífið leitt en mannanna verk áttu einnig sinn þátt í því. Framan af öldinni var það baráttan við náttúruöflin, á hverju ári fórust bátar með allri áhöfn, þegar á leið vai' það barátta manna við að kreppum og kvóta koma upp hafnarmannvirkjum sem stæðust ágang sjávar. Líklega hefur þó aldrei árað jafnilla hjá sjávarútveginum í Eyjum og á kreppuárunum á 4. áratug aldarinnar. Þau ár riðu mörgum að fullu og í raun makalaust að menn skyldu yfirhöfuð þrauka þau ár af. En svo birti til á ný eins og alltaf hefur gert. Skrifari hefur aldrei verið mikið fyrir að mála skrattann á vegginn þótt eitthvað hafi út af brugðið, hvort sem er hjá honum prívat og persónulega, nú eða þá í málum sem öllum koma við. Hlutimir batna sjaldnast við að velta sér upp úr einhverju svartagallsrausi og gráta yfir því að allt sé að fara til fjandans. A síðasta ári heyrði skrifari óvenjumargar slíkar úrtölu- raddir, án þess þó að þær sömu raddir hefðu nokkuð til málanna að leggja til úrbóta. Hér áður fyrr var sú venjan til sjós ef menn vom að röfla yfir matnum um borð að þeim var boðið upp á að taka við matseldinni og gera betur. Fæstir þekktust það boð en það dugði oft til að venja menn af matvendni. í dag er lenska að bölva kvótakerfmu. Velflestir viðurkenna að hafa verði stjóm á fisk- veiðum og þessi leið var á sínum tíma valin. Hún er langt frá því að vera gallalaus en erfitt hefur verið að benda á aðra leið sem taki henni fram. Og þegar stjómendur annarra þjóða telja þessa leið hvað skásta í stjómun fiskveiða og leita hingað um ráðgjöf, hvað skal þá segja? Skrifari hefur ekki á takteinum neina patentlausn vegna stjómar á fiskveiðum, hvorki við ísland né annars staðar í heiminum. Þess vegna ætlar hann að fara varlega í að gagnrýna kerfið, minnugur þeirra matvöndu til sjós í gamla daga. Hann er þess aftur á móti fullviss að sólin hættir ekki að skína í Vestmannaeyjum þótt illa ári í kvótamálum þessa stundina. Hann er þess líka fullviss að áfram verður haldið að veiða fisk í Vestmannaeyjum, allavega eitthvað fram á næstu öld. Fyrst menn lifðu af kreppuárin, án þess að leggja árar í bát, þá hefur skrifari enga trú á öðm en að við komumst í gegnum kvótaárin líka. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.