Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 27. janúar 2000
Fjörug nótt í Féló
Krakkarnir í Féló gera sér ýmislegt
til dundurs og er það sem þau kalla
Nótt í Féló meðal fastra liða í
dagskránni.
Skömmu fyrir áramót var hóað til
Nætur í Féló sem heppnaðist mjög
vel. Alls komu 60 krakkar á Nóttina
og gerðu sér margt til skemmtunar.
Húsið var opnað kl. 9 um kvöldið en
klukkan 11 var öllu lokað og eyddu
krakkamir saman nóttinni við leiki og
skemmtan.
Sigurlaug Lára Ingimundardóttir,
starfsmaður Féló, segir að dagskráin
haft byrjað með diskóteki sem Músík-
klúbburinn sá um. „Um eittleytið sá
unglingaráð um leiki sem voru mjög
skemmtilegir og vom vegleg verðlaun
í boði,“ segir Sigurlaug. Verðlaunin
voru m.a. klipping frá Hárhúsinu,
snyrtiveski með Clinique vömm frá
Anítu og úr frá Smart.
„Þá tók við tískusýning sem
Clueless-hópurinn sá um. Þær stelpur
sýndu sjálfar og fengu fjóra stráka í lið
með sér og sýndu þau lopafatnað frá
Gallerí Heimalist, sportfatnað frá Axel
O og Eðalsport og tískufatnað frá Jazz
og Smart. Hápunkturinn var svo þegar
Kjartan Örn Óskarsson og Agnes Yr
Stefánsdóttir komu inn í fatnaði frá
Smart, hann í jakkafötum og hún í
síðum kjól. Fyrr um daginn hafði
Kjartan Örn farið í klippingu hjá
Nönnu Leifs sem rekur hársnyrti-
stofuna EnnEll. Stelpumar l'engu hann
í lið með sér þar sem drengurinn hafði
verið með sömu klippinguna síðan
hann var 11 ára og alltaf með sömu
húfuna. Nanna lét ekki á sér standa og
vom krakkarnir öfga ánægð með
breytinguna.“
Sigurlaug segir að næst hafi farið
fram karaókí-keppni þar sem Thelma
Rós Tómasdóttir bar sigur úr býtum.
„Hún söng lagið The Rose með mikl-
um glæsibrag og hlaut að launum
fataúttekt í Flamingó."
Þá tók við diskótek sem stóð til að
verða hálf íjögur um nóttina en þá
gerðu krakkarnir sig klár í að horfa á
bíómynd af myndbandi. „Horft var á
tvær myndir og sofnuðu flesúr um leið
og þeir lögðust út af en sumir hörkuðu
af sér og vöktu alla nóttina. Klukkan
hálf átta um morguninn var mann-
skapurinn vakinn og reyndist sumum
erfitt að vakna en það tókst og þegar
klukkuna vantaði korter í átta vom
allir famir út, sáttir og glaðir.
5j0£pg)n
í>ú soró um
afgioiðslurui
í d.ig
ÓFEIGUR Lýðsson mesta fíflið og Arndís Bára Ingimarsdóttir
mesta pæjan.
BERGLIND Björk Viðarsdóttir og Lovísa Clarke í draumaheimi.
SVONA leit Kjartan Örn Ósk-
arsson út fyrir skveringuna.
ÁSTA Sigríður Guðjónsdóttir í
unglingaráði við uppvaskið.
KJARTAN Örn og Agnes
Stefánsdóttir herra og ungfrú
nótt í Féló.
Tími þorrablótanna stendur nú sem hæst og stór hópur fólks
sem ekki má til þess hugsa að slcppa slíkri skemmtun. Um
síðustu helgi blótuðu Kiwanismenn og gestir þeirra. Og eins og
venjulega var Kiwanishúsið smekkfullt. M.a. komu um 20
Kiwanismenn úr Hafnarfirði, gagngert til að taka þátt í
blótinu. Mikið var lagt í skreytingar á húsinu og hcimatillniin
skemmtiatriði af bestu gerð.
Gísli Magnússon og Lilja Garðarsdóttir bíða róleg eftir að
dansinn hefjist.
„Að lífið sé skjálfandi lítið gras,“ sungu þau Svava og Óli
skólameistari, Erna í Gerði og Óli Veigu., og rugguðu sér í takt.
Goggi í Klöpp horfir hinsvegar agndofa á.
Arnór bakari, Guðrún Helga prestsmaddama og sr. Kristján í
góðum gír
1 ( n Ki ~ * 1 m r 4é • •
mE Am
■ 8 1 ~~ -1
<1 m > í
í Æ ig/ ^fl
M ,