Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Qupperneq 17
Fimmtudagur 27. janúar 2000
Fréttir
17
Þorgerður Jóhannsdóttir skirfar:
Til að leysa vandamálið
þarf að viðurkenna það
Samdráttur í
atvinnumálum
okkar Eyja-
manna er stað-
reynd. Sam-
hliða fólks-
fækkun sbr.
tölur Hagstofu
Islands þá
voru fbúar hér
4.814 þann 1.
des. 1989 en
4.585 þann 1. des. 1999, eða fækkað
um 5%. A sama tíma hefur íbúum á
Selfossi fjölgað úr3.847 i.des. 1989
í 4.466 þann 1. des. 1999 eða fjölgun
um 8,6%, (sameinuðu hrepparnir eru
ekki taldir með þ.e.a.s. Arborgar-
svæðið). A síðasta ári fækkaði íbúum
hér um 9 en atvinnuleysið jókst jafnt
og þétt úr 11 í janúar og endaði í 45 í
desember. A sama tíma fækkaði
atvinnulausum á Selfossi úr 106 frá
því í janúar niður í 58 í desember,
íbúum fjölgaði hins vegar um 127 frá
l.des 1998 til l.des. 1999.
Við bæjarfulltrúar Vestmannaeyja-
listans lögðum fram tillögu þann 30.
desember sl. þar sem bæjarstjóm
samþykkti að koma á fundi með
Svæðisvinnumiðlun Suðurlands og
bæjarstjóm þar sem farið yrði fram á
að fá átaksverkefni eða önnur úrræði
sem henta þykja fyrir atvinnuleitendur
í Vestmannaeyjum. Svæðisvinnu-
miðlun hel'ur skv. reglugerð heimild
til átaksverkefna og annarra úrræða
fyrir atvinnuleitendur, styrkhæf verk-
efni em m.a. tímabundið verkefni
umfram venjuleg umsvif, verkefni
fyrir námsmenn og fólk með skerta
starfsorku, styrkir til atvinnulausra
einstaklinga til eigin reksturs. varanleg
atvinnusköpun, starfsþjálfun og skipti-
störf. Tillagan var samþykkt sam-
hljóða eftir mikið fundarhlé hjá
sjálfstæðismönnum en síðan tók
bæjarstjóra 18 sólarhringa að koma
samþykktinni á framfæri til réttra aðila
og hef ég staðfest fax þar um.
A fundi í Svæðisvinnumiðlun
Suðurlands þann 5. janúar sl. komu
fram miklar áhyggjur fundarmanna
yfir atvinnuhorfum okkar Eyjamanna
í ljósi þess að talsvert viðvarandi
atvinnuleysi hefur verið hér í allt
haust. Bauð Svæðisvinnumiðlun fram
alla þá aðstoð sem í þeirra valdi væri.
Enn og aftur ætlaði bæjarráð að fela
Guðjóni að ræða við bréfritara en
hunsa samþykkt bæjarstjómar frá 30.
des. sl. og benti Ragnar á fyrri
samþykktir bæjarstjómar, þær stöllur
mínar Elsa og Sigrún Inga vom enn í
leiknum „ekki benda á mig“ og fóm
að benda á Selfoss, en staðreyndimar
tala sínu máli eins og Hagstofutölur
sem að ofan greinir og upplýsingar frá
vinnumálastofnun gefa til kynna.
Eins og ég hef sagt, að ég held á
öðmm hverjum bæjarstjómarfundi
sem ég hef setið síðan ég kom þar inn,
hvort sem atvinnulausir em 1 eða 47
þá er það áhyggjuefni, hver einn er
einum of mikið.
A mánudaginn lögðum við fulltrúar
Vestmannaeyjalistans fram aðra
tillögu sem var samþykkt af bæjarráði
að fela Þróunarfélagi Vestmannaeyja
gerð áætlunar og stefnumótun í
atvinnumálum í Vestmannaeyjum til
næstu ára. Þróunarfélagið leiti eftir
samstaifi við þá aðila er þekkingu og
reynslu hafa á þessu sviði, svo sem
Iðntæknistofnun, Byggðastofnun og
fleiri aðila. Stefnt skal að því að
stefnumótunin verði unnin svo hratt
sem frekast er kostur þannig að unnt
verði að hrinda henni í framkvæmd
sem íyrst. Með tillögunni fylgdi eftir-
farandi greinargerð: Eins og kunnugt
er hefur atvinnulíf okkar Vest-
mannaeyinga verið tiltölulega einhæft
um langt skeið. A síðustu ámm hefur
lítil breyting orðið á og illu heilli hefúr
orðið fólksfækkun í Vestmannaeyjum
svo sem tölur greina. Þá hefur
atvinnuleysi í allt of miklum mæli
verið viðloðandi hér. Við þessar
aðstæður er nauðsynlegt að grípa til
allra þeirra ráða sem snúið geta
þróuninni við að jxssu leyti. Því er hér
lagt til að gerð verði áætlun og
stefnumótun til næstu ára í atvinnu-
málum okkar Vestmannaeyinga.
Eðlilegt er að Þróunarfélagið verði sá
aðili er leiði þessa stefnumótunar-
vinnu en að jafnframt verði leitað til
þeirra aðila sem sérstaka þekkingu
hafa á þessu sviði. I því sambandi er
sérstaklega bent á Iðntæknistofnun
sem nýlega vann gagnmerka skýrslu,
um stefnumótun Isafjarðarbæjar í
atvinnumálum til 2003 undir heitinu
„Framtíðarsýn". Þá má nefna Byggð-
arstofnun í þessu sambandi og
hugsanlegt er að ýmsir aðrir aðilar
gætu komið að málinu. I ljósi þess að
brýna nauðsyn ber til að stórefla
atvinnuuppbyggingu í Vestmanna-
eyjum er ofangreind tillaga flutt.
Það er eins með þennan vanda eins
og öll önnur lífsins vandamál, á
meðan maður viðurkennir ekki
vandamálið þá leysir maður það ekki.
Atvinnulausir eru atvinnulausir af því
að það er engin atvinna fyrir þá, þetta
er eins og gamla flökkusagan sagði
sem almúginn í öllum Evrópulöndum
að minnsta kosti, hafði eftir drottningu
sinni: „Af hverju borðar fólkið ekki
heldur brauð og smjör, heldur en að
deyja úr hungri?“.
Höfundur er bœjarfulltrúi
Vestmannaeyjalistans ogfiilltrúi
BSRB í Svœðisráði Siiðurlands.
Síðastliðinn Fóstudag hélt Kvenfélagið Líkn hinn árlega nýársfagnað
eldri borgara í Akógeshúsinu. Fagnaðurinn var með hefðbundnum
hætti og lögðu Líknarkonur sig í líma að gera eldri borgurum
skemmtunina sem eftirminnilegasta. Vel var veitt í mat og drykk og
boðið upp á hlaðborð fjölbreytts bakkelsis, sem öllu voru gerð góð
skil. Að vanda var boðið upp á skemmtiatriði af ýmsu tagi og má þar
nefna Orra Arnórsson sem lék tvö lög á píanó við góðar undirtektir,
auk þess sem Líknarkonur færðu í leikrænan búning ýmsa áfanga
úr sögu félgsins og var góður rómur að ger, tveir frumsamdir
leikþættir voru fluttir af Líknarkonum, Arni Johnsem mætti á
svæðið og söng ásamt gestum og séra Bára Friðriksdóttir flutti
hugvekju. Að því loknu var stiginn dans með miklum tilþrifum
fram eftir kvöldi undir dyggum tónlistarflutningi Eymanna.
Helgi Bragason skrifar:
Sumarstörf
fyrir námsfólk
Vestmannaeyja-
bær hefur á-
kveðið að styrkja
tvo námsmenn
vegna nýsköp-
unarverkefna
árið2000. Styrk-
imir em ætlaðir
sem mótframlag
við styrki sem
veittir em ár hvert
námsmanna.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
gefur námsmönnum kost á því að
vinna yfir sumarmánuðina að rann-
sóknum sem byggja á þeirra eigin
hugmyndum og tengjast Háskóla
íslands, öðmm háskóla og rann-
sóknastofnunum og/eða fyrirtækjum.
Markmiðið með framlagi Vestmanna-
eyjabæjar er að stuðla að nýsköpun
jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði
og skapa um leið tvö sumarstörf fyrir
námsfólk. Það er skilyrði fyrir styrk-
veitingu að umsækjandi stundi nám á
háskólastigi. Verkefni þarf annars
vegar að reyna á hæfni námsmanns og
sjálfstæði í vinnubrögðum og hins
vegar að hafa hagnýtt nýsköpunargildi
fyrir atvinnulíf eða stuðla að
fræðilegri nýsköpun í viðkomandi
fræðigrein.
Eg skora á námsfólk frá Vest-
mannaeyjum sem vill vinna við fagið
sitt í Vestmannaeyjum í sumar að
sækja um framangreinda styrki.
Verkefni þarf að vinna undir leiðsögn
kennara eða annars umsjónarmanns
sem getur verið forsvarsmaður stofn-
unar eða einhver úr atvinnulífinu.
Nánari upplýsingar um umsóknir og
skilyrði fyrir styrkveitingu má fá hjá
Þróunarfélagi Vestmannaeyja í síma
4812692 og á heimasíðu Nýsköp-
unarsjóðs námsmanna http://www.
hi.is/pub/nyskopun www.hi.is/pub
/nyskopun). Til em dæmi jxss að góð
nýsköpunarverkefni hafi verið gmnn-
urinn að framtíðaratvinnu þeirra sem
þau hafa unnið. Virkið hugann og
skapið ykkur atvinnu í leiðinni.
Helgi Bragason
úr nýsköpunarsjóði
Vorverk á þorra
I vorblíðunni sem var um sunnanvert landið í síðustu
viku gripu starfsmenn Vestmannaeyjabæjar tæki-
færið og skelltu sér í ýmis útiverk sem að jafnaði eru
unnin yfir sumarmánuðina.
Frágangur nýju umferðarljósana á mótum Heiðarvegar
og Strandvegar hefur beðið vegna veðurs í nokkum tíma.
A myndinni til hægri má sjá Ola Þór Alfreðsson að
störfum við frágangsvinnuna.
Inni í Heijólfsdal var Sigurður Jónsson verkstjóri ásamt
Heiðari Magnússyni og Astþóri Agústssyni við jarðvinnu
á bflastæði í nágrenni við Kaplagjótu. Félagamir voru í
óðaönn að hlaða grjótvegg sem á að umlykja bflastæðið
sem þama er. Kaplagjóta er vinsæll skoðunarstaður
ferðamanna og því vel gert að prýða aðkomu og afmarka
bflaumferð að staðnum.