Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum ó.júlí 2000 • 27. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 -á’’1 .j 1 'Wr* ' jí® SHELL-mótið fór fram um síðustu helgi og heppnaðist vel. Bls. 16, 17, og22. Fargjaldahækkun Flugfélags íslands: Hlutfallslega mest til Vestmannaeyja Frá og með 1. júlí hækkuðu far- gjöld í áætlunarflugi Flugfélgs ís- lands. Hækkunin nemur að jafnaði 5 til 7 prósentum til allra viðkomu- staða félagsins á Iandinu. Ámi Gunnarsson, sölu- og markaðs- stjóri Flugfélags íslands, sagði hækk- unina mesta til Vestmannaeyja ef litið væri á prósentuna eina og sér, en krónulega hækki allir ákvörðunar- staðir félagsins um sömu upphæð eða 500-800 kr. „Það væri því áfram ódýrast að fljúga til Eyja,“ sagði Ámi. Ámi sagði að ástæður hækkanana væm vegna kostnaðarhækkana og nefndi hann til hækkanir á eldsneyti, óhagstæða gengisþróun og nýgerða kjarasaminga. „Þrátt fyrir aukningu farþega á þeim leiðum sem við fljúgum til, þá breytir það ekki afkomutölum okkar miðað við hækkanir á áðurgreindum kostnaði." Ámi sagði að fimm fargjaldaflokkar væm í notkun hjá Flugfélagi íslands. „Tveir lægstu hækkuðu um 500 krónur og þrír hæstu hækkuðu um 600-800 krónur. Sem dæmi um lægsta flokk get ég nefnt bónussæti, sem kostaði 7230 en hækkar í 7730., þetta er jafnfram lægsta hækkun á fargjaldi hjá okkur. Bónusfargjald er skilyrt, það gildir í einn mánuð, greitt er við bókun, breytingargjald er 1500 og gisting á ákvörðunarstað er lágmark tvær nætur. í hæsta flokki get ég nefnt forgangssæti sem var á 10.330 krónurogferí 11.130 krónur, en þessi sæti em ekki skilyrt, þau gilda til dæmis í eitt ár og veita vildar- punkta til meðlima í vildarklúbbi Flugleiða." Ami sagði að Flugfélagið hafi reynt að bíða með hækkanir sem stöfuðu af kostnaði eins lengi og framast væri unnt. „Við höfum haldið að okkur höndum en eins og þróun mála hefur verið, þar sem eldsneyti heíúr hækkað um helming miðað við sama tíma í fyrra vom þessar hækkanir óum- flýjanlegar. Einnig hefur gengisþróun verið óhagstæð, því við emm til dæmis að leigja vélar í dollumm, og svo vegur hækkun launaliða einnig þungt,“ sagði Árni. Afli og veiðarfæri verða gerð upptæk Lögregla vill minna lundaveiði- menn á að fara varlega við veiðar vegna breytinga sem orðið hafa á fjöllum eftir jarðskjálftana í júní. Myndast hafa spmngur auk þess sem laust grjót er víða. Þá er og ástæða til að benda veiðimönnum á að óheimilt er að stunda lundaveiðar nema hafa gilt veiðikort. Mun lögregla íylgja því eftir í ár, eins og undanfarin ár, að veiðimenn séu með slík kort. Mega þeir sem em að koma úr veiði eiga von á að verða stöðvaðir af lögreglu og inntir eftir korti. Geti menn ekki framvísað veiðikorti eiga þeir á hættu að afli og veiðarfæri verði gerð upptæk, þ.e. lagt verði hald á veiðina og háfinn. Arnar Hjaltalín nýr formaður Verkalýðsfélagsins sem er á leið í eina sæng með Snót Jón hættir eftir 29 ára starf Jón Kjartansson lét af formennsku í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja 2. júní síðastliðnn en þá hafði hann verið formaður félagsins í 29 ár. Við formennsku tók Amar Hjaltalín og mun hann byrja í fullu starfi í ágústmánuði. Ámar sagði í stuttu spjalli að Jón myndi þó verða starfs- maður félagsins enn um hríð, enda væri hann hafsjór þekkingar og fróðleiks um málefni verkalýðsfé- lagsins og því gott að hafa slíkan mann sér við hlið á meðan hann væri að komast inn í málin. Amar sagði að mikið væri á döfinni hjá Verklýðsfélaginu og bæri þar hæst sameiningu Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Snótar. „í haust mun hefjast formlegur undirbúningur að sameiningu félaganna, en það er ljóst að vilji er innan hvom tveggja fé- laganna að ganga í eina sæng frá og með næstu áramótum." Amar sagði að sameiningarhug- myndin hefði verið í deiglunni í mörg ár og að núna fyndist mönnum rétti tíminn og aðstæður til þess að ljúka málinu. „Verkalýðsfélög um landið hafa verið að sameinast og þess vegna fordæmin til staðar. Við munum þess vegna leggja reynslu annarra félaga, sem sameinast hafa, til grundavallar. Nú em einnig samningar að baki að undanteknum samningum við fiski- mjölsverksmiðjur í Eyjum. Það ætti því að vera sæmileg kyrrð á næstunni. Við munum móta stefnu og sameinast um hana. Ég er mjög bjartsýnn um það en að sjálfsögðu verða hugmyndir lagðar fyrir fundi í félögunum tveimur, þar sem hinn almenni félagsmaður mun mun eiga síðasta orðið í atkvæðagreiðslu.“ Arnar sagði að starfið legðist vel í sig, enda starfið bæði skemmtilegt og krefjandi. „Það er hins vegar ekki sjálfgefið að ég verði formaður sam- einaðs félags, en það er held ég nokkuð skýrt að það eru að verða kyn- slóðaskipti í verkalýðshreyfingunni. Hér í Eyjum held ég að ekki verði þó um neina byltingu að ræða. Við viljum sjá félagslega og fjárhagslega sterkt félag, sem þjónað getur félagsmönnum sem best.“ Amar sagði að reyndar hefði verið samstarf milli Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Snótar í nokkurm málum undanfarin ár. „Við höfum til dæmis tekið sameiginlega á orlofs- málunum og höfum rekið sameigin- lega skrifstofu ffá 1. júm' síðastliðnum. Þannig að það má segja að við séum í sambúð, sem hefur gengið mjög vel. En það er ekkert gert í dag sem skuldbindur hvort félag um sig. Nú er vilji til að stíga skrefið til fulls og gera félögin að einni sterkri heild til hagsbóta fyrir félagsmenn." "•r'i-B’1 ■ TM-ÖRYGGI _@L FYRIR ÖRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg'ngamálin - é ailum syidum' . ■. á einfaldan og hagkvæman háu Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferöir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 4$>}Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.