Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 6. júlí 2000
Bókvltig,^
Langar að dreifa mykju
Ég þakka Óskari vini mínum
kærlega fyrir áskorunina. Það er alltof
sjaldan að maður fær að láta ljós sitt
skína og sérstaklega finnst mér vanta
mikið í Fréttir eftir að ég hætti að
dreifa mykju í orðsporinu. Ég vil nú
byija á að móðga þjóðina á einu bretti
með því að lýsa því yfir að íslending-
ar eru engin bókaþjóð. Flestir sem í
þessum þætti hafa neyðst til að láta
uppi hvað þeir læsu, lesa ekki neitt.
Lásu soldið í skóla en hættu því strax
og þeir voru ekki lengur tilneyddir.
Andrés önd og símaskráin sjálfsagt
mest lesin og bóksölunni haldið uppi
með bókum sem keyptar eru handa
öðrum sem ekki heldur nenna að lesa.
Enda ræða íslendingar ekki um
bækur sín á milli. Þeir hafa hreinlega
ekki skoðun.
Þá er mun skárra að tala um
fótbolta, þar eru flestir á heimavelli.
Nema náttúmlega ÍBV í Evrópu-
keppninni, en það er önnur saga.
Annars er ég svosem ekki að lesa
neinar fagurbókmenntir og þykist
hvorki skárri né verri en þeir sem
Iiggja í vídeóinu allar nætur. Mér
finnst bókin bara svo mikið skemmti-
legri miðill. Maður þarf til dæmis
ekíd að lesa aðra bók en maður ætlaði
af því að fjölskyldan vill aðra frekar.
Ef maður sofnar út frá bókinni þarf
maður ekki að spóla til baka. Ef
maður tekur bók á bókasafni þarf
maður ekki að skila henni daginn
eftir. Og maður getur lesið áfram þó
rafmagnið fari. Maður getur haldið
áfram að lesa þó maður þurfi á
klósettið, í Herjólf, í bað, í flugvél, á
þjóðhátíð, upp í sumarbústað eða til
útlanda.
Svo þykir mér ekki verra að styðja
við bakið á prentiðnaðinum eins og
Guðmundur Eyjólfsson er
bókaunnandi vikunnar
kostur er, þó prentkostnaður sé innan
við 20% af verði bókarinnar. Sumir
íslenskir höfundar em góðir en
montsögur fólks á miðjum aldri og
allt niður fyrir þrítugt, þykja mér
slæmar bókmenntir. Einstaka
höfundar em í uppáhaldi og Einar
Kárason finnst mér sérstaklega
skemmtilegur höfundur og les bækur
hans aftur og aftur. Einnig á Ólafur
Haukur skemmtilega spretti í
bókunum „Gauragangur" og „Enn
meiri gauragangur." Erlendar
skáldsögur em þó í uppáhaldi enda
finnast úti í heimi þjóðir sem enn lesa
bækur og þarafleiðandi menn sem
leggja það á sig að skrifa bókmenntir
sem hafa má gaman af.
Sænsku glæpasögumar eftir Sjö-
wall og Wahlöö em frábærar og þær
les ég reglulega. Þær em svo
þunglyndislegar að maður getur ekki
annað en lifnað við við slíkan lestur.
Stephen King hefur lengi verið í
uppáhaldi og er sjálfsagt einhver
albesti sögumaður sem ég hef komist
í tæri við. Hann hefur einnig þann
kost að vera ákaflega afkastamikill
þannig að maður þarf ekki að bíða
lengi eftir næstu bók. Bækur hans
hafa sáralítið komið út á íslensku
enda yfirleitt um og yftr 1000
blaðsíður með smáu letri og þéttum
línubilum. Aftur á móti hafa íslensk
forlög í metnaðarleysi sínu gefið út
eina og eina smásögu og selt sem
bækur. Þar em spássíumar þvílíkar og
línubilin að maður gerir ekki annað
en að fletta.
John Grisham hef ég nýlega
uppgötvað, en hann er amerískur lög-
fræðingur sem skrifar stórskemmti-
lega lögfræðisakamálareyfara. Amer-
ískir höfundar virðast yfirleitt skrifa
langar bækur sem mér finnst kostur.
Þær er líka hægt að kaupa í
fríhöfninni á innan við 1000 kall og
yfirleitt endast þær mér út fríið. Það er
líka kostur. Þá eru náttúmlega ótalin
tímarit og dagblöð sem á vegi mínum
verða en ég gafst fljótlega upp á að
vera áskrifandi að dagblöðum eftir að
ég flutti til Eyja. Það er nefnilega fátt
eins gamalt og moggi sem kemur að
kvöldlagi.
Ég ætla nú að halda þessu innan
Svarta Gengisins enn um sinn og
skora á Eðvald Sigurðarson sem
næsta bókaorm. Hann var ömgglega
byrjaður að lesa löngu fyrir landnám
því hann man eftir gosinu í Helgafelli.
Hann hlýtur að lesa heilan helling.
Hvað annað er hægt að gera þama um
borð í þjóðveginum siglandi?
Munum slá út Þingvelli
I dag eru aðeins 28 dagar í þjóðhátið og
ekki seinna vænna en fara að huga að
þeim hlutum sem hafa þarfá hreinu fyrir
þá gósentíð. Fyrirhyggjumenn eru þegar
farnir að huga að tjaldi og súlum og rétt
að minna hina á að hafa ekki allt á
siðasta snúningi. Til að undirstrika það
enn frekar er Eyjamaður vikunnar fram-
kvæmdastjóriþjóðhátíðarnefndar.
Fulltnafn? ÓlafurTýr Guðjónsson.
Fæðingardagur og ár? 25. september
1963.
Fæðingarstaður? Landsspítalinn í
Reykjavík.
Fjölskylduhagir? Kvæntur Jóhönnu
Alfreðsdóttur og við eigum tvo syni, þá
Bjart Tý og Ólaf Frey auk þess sem ég á
dótturina Evu í Reykjavik.
Menntun og starf? Kennari frá Khli og
starfa sem slíkur við Framhaldsskólann í
Vestm.
Laun? Já.
Bifreið? Mazda 323
skutbíll.
Helsti galli? Ég er frekjuhundur.
Helsti kostur? Ég held að ég sé
nokkuð sanngjarn.
Uppáhaidsmatur? Hamborgara-
hryggur. Fýll er líka góður.
Versti matur? Allt súrmeti.
Uppáhaldsdrykkur? Léttmjólk.
Rauðvín þegarþað á við.
Uppáhaldstónlist? Oddgeirslögin
eru í uppáhaldi.
Hvað erþað skemmtilegasta sem
þú gerir? Að veiða lunda og vera í
góðum félagsskap í söngpartíi í hvitu
tjöldunum á þjóðhátíð.
Hvað erþað leiðinlegasta sem þú
gerir? Að hlusta á ónefndan hafnar-
stjóra lýsa eigin ágæti í bridge.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir
milljón í happdrætti? Fara með
Olafur Týr
Guðjónsson er
Eyjamaður
vikunnar
fjölskylduna í gott frí.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Davíð er minn
maður.
Uppáhaldsíþróttamaður? Ég hefgaman afPrins-
inum i boxinu og ÍBV liðinu á góðum degi.
Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Veiði-
félagi Suðureyjar, Akóges og Samkór Vestmannaeyja
og svo að sjálfsögðu IBV.
Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir og spennu-
myndir.
Uppáhaldsbók? Bjartur í Sumarhúsum er minn
maður.
Hvað metur þú mest í fari annarra? Að fólk kunni
að segja sína meiningu umbúðalaust og kunni að
hlusta á meiningu annarra.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Hroki og heimskulegar sagnir í bridge.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Útsýnið
úr Suðurey tekur öllu fram. En Herjólfsdalur er
rómantískasti staðurinn.
Hvernig gengur að undirbúa
þjóðhátíð? í alla staði vel, allt á
fljúgandi fart.
Hvert verður aðaltrompið í ár?
Óhætt er að segja að Stebbi Hilmars
trekki mest að en eins og undanfarin
ár þá verður það stemmningin í
hústjöldunum sem lifirlengst.
Verður eitthvað dregið úr flug-
eldabombum vegna hættu á
hruni? Nei, við færum flugelda-
sýninguna út úr Dalnum og á þann
hátt reynum við að minnka hættuna á
hruni úr Blátindi.
Viltu spá um aðsókn? Hún verður
góð. Heildarfjöldi væntanlega meiri
en á Kristnihátíð á Þingvöllum. Við
munum telja hvern dag fyrir sig og
leggja svo saman, eins og gert var
þar!!!
Eitthvað að lokum? Verum ó-
hrædd og ánægð i Dalnum.
NýJæddfc
estmannaeyingar
9cf
Þann 17. maí eignuðust Ásta Sigrún Gunnarsdóttir og Regin Jacobsen
son. Hann vó 14 merkur og var 51 cm að lengd. Hann hefur fengið
nafnið Andri Steinn Jacobsen. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir.
Þann 2,júní eignuðust Hildur J. Gísladóttir og Sigurpáll Scheving son.
Hann vó 15 merkur og var 52 cm að lengd. Hann hefur verið skírður
Egill Breki Scheving og er fæddur í Utrecht í Hollandi hvar fjölskydan
er einnig búsett.
Á döfinni 4*
06. júlí Colfævintýrið 6 fullu
07.- 09. júlí Volcano Open 2000, stórmót í golfi
08. júlí Hótíð í bæ. Skemmti- og menningardagskró í Skvísusundi og Bórustíg. Hefst kl. 15.30 og lýkur undir morgun.
09. júlí Safnadagurinn ó Byggðasafni Vestmanna eyja. Frítt ó Byggðasafnið og allir að mæta til að kynna sér stórmerkilega sögu Vest mannaeyja að fomu og nýju
10. -15 júlí Meistaramót Vestmannaeyja í golfi, unglingar og öldungar ó mónudag og þriðjudag, allir hinir miðvikudag til laugardags.
20. júlí Stódeikur IBV - lAí Landssímadeildinni. IBV sigur og ekkert annað
22. júlí Sumarstúlkukeppni í Eyjum haldin ó Höfðanum
30. júlí Konungur Noregs afhendir Davíð Oddssyni forsætisróðherra Stafkirkjuna, sem afhendir hana biskupi Islands Kadi Sigurbjömssyni til vígslu. Mikið fjör ó Skansinum
4. 5. og 6. ógúst Þjóðhótíð Vestmannaeyja. Ekki gleyma jbví.