Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 18
18
Fróttir
Fimmtudagur 6. júlí 2000
Að loknu Myndlistarvori íslandsbanka í Eyjum 2000:
Myndlistarvorið og
ímynd Vestmannaeyja
Það er stundum sagt að myndlist sé
bara fyrir fáa sérvitringa og að hún
hugnist einungis letingjum, iðju-
leysingjum og að myndlistarmenn
hafi fátt annað að leiðarljósi en gera
gys að saklausu fólki. Einn góður
maður nefndi þetta við mig á
dögunum í tengslum við Mynd-
listarvor íslandsbanka í Eyjum sem
nú hefur verið haldið tvisvar
sinnum, í fyrravor og nú á nýliðnu
vori. Mátti merkja nokkurn fegin-
leika í sálu þcssa góða manns að því
væri nú loksins lokið og
skikkanlegir Eyjamenn gætu nú
farið að snúa sér að merkilegri og
að ekki sé sagt arðbærari verk-
efnum fyrir bæjarfélagið.
Fleiri en ein hlið á hveiju máli
Vissulega má greina í þessum orðum
hroka hins óupplýsta og kann honum
að vera nokkur vorkunn, eins og búið
er að sjónlistum í þessu annars ágæta
landi sem við byggjum. Hann hefur
því trúlega nokkuð til síns máls, en
víst eru tvær hliðar á hverju máli ef
ekki fleiri. Þegar ég benti honum á
það játaði hann að vissulega þyrftu
sérvitringamir líka að njóta sann-
mælis, en þrátt fyrir það væri óþarfi að
draga sæmilega vel gefið fólk inn í
þann hóp. Vildi hann meina að Vest-
mannaeyingar kærðu sig ekkert um
sjónlistir, enda væri samfélag Eyjanna
„íþróttasamfélag" og á því skyldi
byggja ímynd Eyjanna út á við og
þannig vildu Eyjamenn hafa það. Svo
mörg voru þau orð og mér varð
hugsað til ágætis texta við lag eftir
Jimi Hendrix hvar segir: „Hei Jói!
hvert ertu að vaða með byssuna þína.“
og leggi hver og einn sína merkingu í
þann texta.
Til móts við sérvitringana
En ef tekið er mið af þeim mikla
fjölda Eyjamanna sem komið hafa á
sýningar Myndlistarvorsins þau tvö ár
sem þau hafa verið haldin, þá held ég
að full þörf hafi verið á því að koma til
móts við þennan sérvitringahóp, sem
hinn góði maður nefndi svo. Þegar
farið var af stað með Vorið var lagt
upp með að fá til Eyja myndlistar-
menn ofan af fastalandinu. Eyjamenn
eru nokkuð vel upplýstir um það sem
innaneyjamyndlistarmenn hafa verið
að fást við í sinni myndlist og þess
vegna engan akur þar í að sá. Þó hafa
tveir Eyjalistamenn tekið þátt í vorinu
og stóðu vel fyrir sínu. Hinsvegarer
því ekki að neita, eins og segir í fom-
um bókum um þann sem ekki leitar út
fyrir sitt nánasta umhverfi, að hann
muni að lokum einangrast og verða
kannski það viðundur sem við-
mælandi minn sagði um mynd-
listarmenn og þá sem telja það
fyllingu í lífi sínu og sjálfsögð réttindi
að njóta þeirrar listar sem listamenn
þjóðarinnar eru að skapa í dag.
Þannig var því einnig opnaður
útsýnisgluggi fyrir myndlistarmenn í
Eyjum og þeirra listunnenda í Eyjum
sem segja að engin ástæða sé til þess
að sækja listina upp á land, heldur
sjálfsagt að listamenn þjóðarinnar
sinni dreifðum byggðum landsins og
komi með listina til Eyja. I annan stað
var lögð áhersla á að listamennimir
kæmu með ný verk, sem ekki hefðu
verið á sýningum áður. Var þá miðað
við að sýningamar myndu vekja meiri
athygli og eiga greiðari aðgang að
ljölmiðlum, ekki síður en heima-
mönnum og að heimamenn yrðu ekki
metnir sem einhvers konar „annars
flokks“ listneytendur, sem óhætt væri
að láta fá einhvem pakka sem „fyrsti
flokkur" væri búinn að innbyrða á
Stórreykjavíkursvæðinu, eins og oft er
raunin þegar landsbyggðin er annars
vegar. Á þann hátt var reynt að vega
upp á móti minnimáttarkennd þeirra
sem finnst þeir ekki metnir að verð-
leikum og fólk með jafn sjálfsagðar
þarfir og aðrir landsmenn.
Ekki hægt að gera öllum til
hæfis
Að sjálfsögðu er með myndhst eins og
margt annað í þessum heimi að ekki er
hægt að gera öllum til hæfis að
minnsta kosú ekki öllum sama daginn.
Þar af leiðandi hafa ekki allir kunnað
að meta þá listamenn og þau verk sem
þeir hafa komið með til Eyja á
Myndlistarvorið. Það tel ég hins
vegar að sé af hinu góða, því að
myndlist sem ekki vekur nein
viðbrögð, hvort heldur góð eða slæm,
er að margra mati vond myndlist og á
ekkert erindi. Olík viðbrögð fólks
benda því úl þess að ágæús breidd hafi
verið í vali þeirra myndlistarmanna
sem hingað hafa komið. Þó er rétt að
geta þess að einmitt þess vegna hefur
Vorið verið gagnrýnt íyrir að ekki hafi
verið mörkuð ákveðnari stefiia um val
listamanna. Eg hef svarað því til að í
slíku kynningarstarfi sem er enn þá á
bamsaldri verði að ríkja nokkuð
skipuleg óreiða og má færa þau rök
fyrir því að slík óreiða sé einmitt það
ástand sem einkenni menningu þjóða
nú á þúsaldarmótum. Hins vegar er
málum einfaldlega þannig farið að það
verður ekki deilt um smekk, enda er
hann eins margur og mennimir em,
jafnvel þó að smekkur geti líka verið
mótaður af tískusveiflum hvetju sinni.
Annað sem vakti fyrir mér var að
gera Myndlistarvorið sýnilegt á
landsvísu með því að vekja athygli á
því í íjölmiðlum, þannig að þeir sem
áhuga hafa og vilja fylgjast með því
sem er að gerast á myndlistarvettvangi
séu sæmilega upplýstir um slíka
gjöminga á landinu. Einhvem veginn
hef ég það á úlfinningunni að Vest-
mannaeyjar eigi að geta orðið
gósenland myndlistarmanna ekki
síður en íþróttamanna svo vitnað sé úl
vinar míns hér í upphafi máls. Enda er
svo að mörg bæjarfélög víða um
landið hafa gert sér grein fyrir þeim
möguleikum sem felast í eflingu
menningarlífs jafnvel með „aðkomu-
athafnasemi". Á það jafnt við um
tónlist og myndlist. Tónlisthefurekki
átt erfitt uppdráttar í Eyjum, og má í
því sambandi vísa til öflugs starfs
Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Hins
vegar verður því ekki móti mælt að
myndhst hefur verið skammarlega illa
sinnt í Eyjum og vísast þá aftur til
þeirra orða sem höfð eru uppi hér í
upphafi greinar. En það má hins
vegar og í skoplegu og kvikindislegu
samhengi til sanns vegar færa að
lúðrasveitir og íþróttir eigi ágæta
samleið.
Þegar talað er um að koma
gjömingi sem Myndlistarvorinu til
kynningar í fjölmiðlum, hefur ekki
alltaf verið á vísan að róa. Lesmiðlar
eins og Morgunblaðið hafa sinnt
Myndlistarvorinu mjög myndarlega -
sem ég vil reyndar meina að sé skylda
þeirra- af mikilli kostgæfni og áhuga,
einnig Dagur og Fréttir hér í Eyjum.
Útvarpið hefur einnig gert því nokkur
skil og ber að þakka áhuga þessara
ijölmiðla á slíku kynningarstarfi. Hitt
er svo miklu meira umhugsunarefni
að sjónvarpið hefur ekki séð ástæðu úl
þess að greina frá Vorinu hvorki á
þessu ári né í fyrra. Skyldi maður þó
ætla að þar ætti helst að vera
vettvangur slíkra kynninga og
umfjöllunar, þar sem sjónvarpið er
fyrst og fremst myndmiðill. Þrátt fyrir
að leitað væri eftir slfku kynningar- og
samstarfi við sjónvarpsmiðla, með
góðum fyrirvara og fengin munnleg
loforð þar um varð ekkert úr fram-
kvæmdum af þeirra hálfu. Um
ástæður þess skal ekkert fullyrt héma
en óneitanlega hvarflar að manni að
þar ráði sú skoðun að úti á landi sé
ekkert markvert að ske í menn-
ingarmálum sem erindi gæti átt við
fleiri en bara heimamenn. Vísa ég
slflcum þankagangi og skoðunum aftur
til þeirra sem rækta með sér slíkan
þanka með von um að þeir hinir sömu
gefi jákvæðari og víðsýnni hugsunum
pláss í hugskotum sínum.
Tónlist sem krydd á
myndlistina
Á nýliðnu Myndlistarvori var ákveðið
að gera tónlist nokkur skil jafnframt
myndlistinni og kom til Eyja í tvígang
tónlistarfólk af fastalandinu, sem flutti
tónlist á tveimur opnunum, auk þess
sem á einni opnun var flutt tónlist af
geisladiskum eftir íslenskt tónskáld.
Var þetta hugsað sem dálítið krydd á
opnunum og alveg óháð myndlisúnni
sem slíkri, en alveg örugglega ágæús
tilbreyting í tónlistarflómna í Eyjum.
Að lokum þetta: Eg tel að Mynd-
listarvor Islandsbanka í Eyjum hafi
vissulega náð úlgangi sínum í mörgu
úlliti og ekki síður auðgað menn-
ingarh'f Vestmannaeyja og ef svo er þá
held ég að allir geti vel við unað, líka
þeir sem telja myndlist ekki merkilegt
þing. Allt um það er öllum þeim sem
lagt hafa Myndlistarvorinu lið þakkað
það afheilum hug. Börkur Grímsson
bankastjóri Islandsbanka í Eyjum
hefur stutt við bakið á vorinu af
miklum myndarskap og þó að fleiri
aðilar hafi að komið að með margs
kyns velvilja þá er engum gleymt þó
þeir séu ekki allir taldir upp hér. Þó er
rétt að geta þess að auk Islandsbanka
þá styrktu Myndlistarvorið í Eyjum
2000; Eyjaprent/Frétúr, Vestmanna-
eyjabær, HSH-flutningar og Apótek
Vestmannaeyja. Allt um slíkar upp-
talningar þá ber fyrst og fremst að
þakka þeim fjölda manna sem komið
hafa á sýningar Myndlistarvorsins og
hafa talið sig getað sótt þangað
einhveija þá andlegu næringu sem
nauðsynleg er hveijum manni, jafnvel
Eyjamanni. Ef ekki væru listamenn
að skapa list og fólkið að meðtaka
hana til lofs eða lasts þá væri engin
list. Með von um að framhald geti
orðið á Myndlistarvorum í Eyjum og
að með því megi ímynd Vestmanna-
eyja eflast sem samfélag víðsýni.
Benedikt Gestsson