Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 6. júlí 2000 Bandarískir mormónar af íslenskum uppruna efla tengslin við ísland: Tilfinningaþrungin athöfn -þegar minnisvarðinn Sendiboðinn var afhjúpaður við Mormónapoll ó Torfmýri Á fostudaginn var afhjúpaður minnisvarði í Torf'mvrinni til minningar um þá 410 Islendinga sem frá miðri 19. öld fram á 20. öldina tóku Mormónatrú og héldu til fyrirheitna landsins í Utah í Bandaríkjunum. Af þeim komu 109 frá Vestmannaeyjum. Viðstaddir voru gestir frá Utah, sendiherra íslands í Bandaríkjunum auk bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og fjölda gesta sem fylgdist með athöfninni sem var mjög hátíðleg. Greinilegt var að hinum erlendu gestum var þetta mikið tilfinninga- mál því sumir tárfelldu við at- höfnina. Minnisvarðanum var valinn staður á Torfmýrinni gegnt Mormónapolli sem er í klöppinni fyrir neðan. Undirstaða minnisvarðans er úr graníti og í hann eru höggvin nöfn þeirra 410 útflytjenda sem fóru frá Islandi til Utah á árunum 1845 til 1914 eftir að hafa tekið Mormónatrú. Ofan á henni er styttan Boðberinn eftir Gary Price frá Springville í Utah sem hannaði minnismerkið. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri byrjaði á að bjóða gesti velkomna og sagði að allir viðstaddir ættu sam- eiginlegar rætur í íslenskum uppmna. Þá sagði hann að staðurinn væri vel við hæfi því auk þess að minna á tengslin við mormónana sem héðan fóru, stæði hann móti hafinu þangað sem Islendingar hafa sótt lífsbjörgina frá upphafi. Athöfnin var í bland trúarleg með bænum, sálmasöng og ávörpum. Gary Price sem hannaði minnismerkið ávarpaði samkomuna, auk Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra og J. Brent Haymond heiðurskonsúls íslands í Utah. Allir lögðu þeir áherslu á sterk tengsl fólks af íslenskum uppmna í Utah við land forfeðranna. William Rolfe Kerr, forseti norð- austursvæðis Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu í Evrópu helgaði minnisvarðann sem David Ashby, for- maður Islendingafélagsins í Utah, afhenti Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, forseta bæjarstjómar, til varðveislu. Lokabæn flutti svo Richard Johnson. Tónlist var nokkuð áberandi við athöfnina. David Art Sigurðsson söng einsöng við undirleik Védísar Guð- mundsdóttur flautuleikara. David var forsöngvari í sálmasöng sem allir hinir erlendu gestir tóku undir af mikilli innlifun. Athöfnin var mjög tilfinn- ingaþmngin og var greinilegt að DAVID Ashby formaður íslendingafélagsins í Utah afhenti Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur forseta bæjarstjórnar minnisvarðann til varðveislu. BOÐBERINN vísar í vestur en þangað lá leið þeirra 109 Vestmannaeyinga sem héldu til fyrirheitna landsins í Utah. gesúmir frá Utah em stoltir af uppmna sínum og vilja rækta sambandið við Islendinga. Það var í fyrra að íslendingafélagið í Utah samþykkti tillögu stjómar að reisa minnisvarða til að heiðra minn- ingu vesturfaranna 410 en 109 þeirra komu frá Vestmannaeyjum. Segir að þar hafi verið hið endurreista fagn- aðarerindi Jesú Krists, ætlunin hafi verið að byggja upp samfélag hinna hjartahreinu. Fram kom að Islendingafélagið hafi átt gott samstarf við bæjarstjóm Vestmannaeyja og hún veitt leyfí sitt til að minnisvarðinn yrði reistur í Torfmýri þar sem er að finna einn af þremur Mormónapollum sem finna mátti á Heimaey þar sem fólk tók niðurdýfingarskím. Miklar mannraunir Fyrstir Islendinga dl að leggja upp frá Vestmannaeyjum voru Samúel Bjamason, Margrét Gísladóttir kona hans og Helga Jónsdóttir. Þau áttu langa leið fyrir höndum því héðan lá leiðin með seglskipi til Liverpool í desember 1854 þaðan sem siglt var vestur um haf til New Orleans. Siglt var upp Missisippi til St. Louis, gengið og ekið í kerm til Mormon Grove Iowa og þaðan til Salt Lake City þangað sem þau komu 7. september árið 1855. Vegalengdin var nálægt 14.930 km og tók ferðin 300 daga og hefur verið mikil mannraun. Á ámnum eftir 1880 fóru útflytjendur til Liverpool með gufuskipi, þaðan til New York og síðan með lest til Salt Lake City sem tók ekki nema 27 daga. Um minnismerkið sjálft segir að kveikjan að því hafi verið ímynd móðurinnar í huga listamannsins, Gary Price. „Styttan sýnir engil og er tákn ljóss, sannleika, huggunar og alls þess sem vænta má að maðurinn þurfi á að halda á jarðneskri vegferð sinni en þessa þætti þurftu útflytjendumir sér til hjálpar á ferðalagi sínu,“ segir um verkið. íslendingafélagið í Utah gefur íslensku þjóðinni og Vestmanna- eyingum minnisvarðann með kærleika og þökk til minningar um forfeður vesturfaranna sem haldið hafa íslenskri arfleið sinni á lofti. Fleiri konur í golfið Anna Día Erlingsdóttir er íþrótta- kennari í Garðabæ og er stödd á Golfævintýri með dætrum sínum tveimur. Ánna Día er reyndar ekki ókunn Vestmannaeyjum en hún er gift Óskari Svavarssyni (Stein- grímssonar). Anna Día hefur í ár unnið ötullega að því að kynna golfíþróttina meðal kvenna. „Mér hefur alltaf þótt það til vansa hve fáar konur sýna golfinu áhuga, ekki síst þær sem yngri eru. Svo sá ég í Morgunblaðinu að Kvennahlaupssjóðurinn auglýsti styrki til aukningar fyrir íþróttir kvenna og sótti um að kynna golf fyrir „ömmur, mömmur, dætur“ eins og ég orðaði það. Ég fékk styrk til þessa verkefnis og notaði hann til að kaupa áhöld til að stunda golf. Ég var hvött til að prófa þetta í mínum skóla og gerði það í samvinnu við golfkennara og þá sem hafa hrundið af stað svonefndu skólagolfí. Þetta hafa verið golfleikjanámskeið, bæði úti og inni og þetta hefur verið mjög skemmtilegt. „Það hefur verið erfitt fram til þessa að fá unglinga í golfið. Ég á 16 ára dóttur og hún hefur verið ein á báti í þeim aldurshópi í sínum golfklúbb. Þess vegna held ég að árangursríkt sé að byrja með stelpumar meðan þær em yngri, rétt eins og er verið að gera á Golfævintýrinu. Þá koma líka mömmumar frekar með og svo ömmumar," sagði Anna Día og var þar með rokin til að aðstoða við Golfævintýrið. ANNA Día, ásamt dætrum sínum, Þórunni Díu og Eygló Myrru.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.