Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Side 2
2
Frcttir
Fimmtudagur 6. júlí 2000
fréttir
Hækkunum
mótmælt
Flugfélag íslands hefur nú hækkað
flugfargjöld innanlands og nemur
hækkun á fargjaldi til Eyja um 7
prósentum. A fundi bæjarráðs á
þriðjudag var þessum hækkunum
harðlega mótmælt og var bæjar-
stjóra falið að ræða við forráða-
menn Flugfélagsins.
12 milljónirfyrir
hönnun og ráðgjöf
Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá bréf
frá forystumönnum íþróttahreyf-
ingarinnar í Eyjutn. Þar er lýst yfir
mikilli ánægju með þá ákvörðun
bæjarstjórnar að byggja nýjan
tvöfaldan íþróttasal. Þá lá einnig
fyrir samningur við Teiknistofu
Páls Zóphóníassonar um hönnun og
ráðgjöf vegna viðbyggingar við
fþróttamiðstöð.
Samningsupphæðin er að upp-
hæð 12.048.000 kr. og hefur bæjar-
ráð samþykkt samninginn. Á sama
fundi óskaði Þorgerður Jóhanns-
dóttir eftir skriflegum svörum um
hönnunarkostnað á iþróttahúsi
vegna breytinga sem átti að gera en
horfið heftir verið frá að hluta til.
Aukin þjónusta ó
leikskólum
Á síðasta fundi skólamálaráðs lágu
fyrir tillögur fiá leikskólafulltrúa
um breytingar á vistunartíma
Kirkjugerðis og Sóla. Lagt er til að
á Kirkjugerði verði tvær deildir at'
íjórum, eldri og yngri, 4-5 klst.
leikskóladeildir en hinar tvær bjóði
upp á 4-9 klst. vistun. Þá er lagt tii
að vistunartími á Sóla breytist úr 4-
6 klst. f 4-9 klst. A báðum
leikskólunum verður boðið upp á
fullt fæði á kostnaðarverði og
verður matur annaðhvort eldaður á
staðnum eða aðkeyptur. Þessar
breytingar munu taka gildi 1.
september nk.
Búið að opna f/rir
umferð ó ný
Almannavamanefnd hefur sam-
þykkt að grjótskriða sú, sem kom
niður í gömlu grjótnámuna ofan við
Fjósaklett, í jarðskjálftanum 17.
júní, verði fjarlægð sem mest. Þá
hefur einnig verið samþykkt að það
grjót sem kom niður í skjálftunum
tveimur verði hreinsað sem fyrst og
er það starf þegar hafið. Einnig
samþykkti nefndin að sett yrðu upp
viðvömnarmerki um hættu á
gtjóthmni þar sem grjót hefur fallið
á vegi. Nefndin fylgdist með því
þegar „þjóðhátíðarbombur" vom
sprengdar í Heijólfsdal við setningu
Shellmótsins. Ekki varð vart við
neitt hrun í Dalnum vegna þeirra en
almannavarnanefnd beinir því til
þjóðhátíðamefndar að gerðar verði
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
hættu er skapast getur af gijóthmni.
Þá var á fundi nefndarinnar á
mánudag samþykkt að fella úr gildi
þær lokanir sem ákveðnar vom
þann 19. júní og hefur nú verið
opnað fyrir umferð um Heijólfsdal
svo og inn á Eiði.
Aivinnulausum
feekkar enn
I gær vom 18 skráðir atvinnulausir
hjá Atvinnumiðlun. Fyrir viku var
t;úa atvinnulausra í Eyjum 25.
Ógeðsleg eyðilegging átta til tíu unglinga:
Ibúðin í rúst
Hún var ógeðsleg sjónin sem blasti
við Sigtryggi Þrastarsyni þegar
hann leit inn heima hjá sér að Mið-
stræti 28 á mánudaginn. Allt innan-
stokks var á rúi og stúi og stórir og
smáir hlutir lágu eins og hráviði um
alla íbúð. Margt persónulegra
muna er ónýtt og óttast Sigtryggur
að ýmislegt sem hann hélt til haga
handa sonum sínum frá móður
þeirra, sem lést fyrir nokkrum ár-
um, sé glatað. Sigtryggur kom að
fjórum drengjum á aldrinum 12 til
14 ára í íbúðinni en í rannsókn lög-
reglu hefur komið fram að allt að
níu unglingar hafi verið þarna að
verki.
Sigtryggur missti fyrir nokkmm
ámm konu sína frá tveimur ungum
sonum þeirra og hefur hann haldið
þeim heimili síðan að Miðstræti 28
sem er tvíbýlishús. íbúð í vestur-
hlutanum hefur ekki verið nýtt í
einhvern tíma. Þar komust innbrots-
þjófamir inn í húsið og þaðan brutu
þeir sér leið inn í íbúð Sigtryggs með
því að rjúfa trévegg. Undanfarið hefur
Sigtryggur verið í sambandi við konu
og vom þau byrjuð að búa annars
staðar. Hann hafði ekkert hreyft úr
íbúð sinni í Miðstrætinu en kíkti
reglulega við til athuga hvort ekki
væri allt með felldu. „Þarna var alll
mitt og drengjanna minna sem ungir
misstu móður sína. Eg hef eftir mætti
reynt að halda öllu til haga sem hún
átti og því sem tilheyrði lienni á
einhvem hátt svo strákamir hafi
eitthvað í höndunum frá henni þegar
þeir eldast,“ sagði Sigtryggur þegar
hann sýndi blaðamanni ummerkin.
„Eg hef ekki ennþá haft orku til að
fara í gegnum þetta en ég óttast að
mest af þessu sé nú ónýtt.“
Það er erfitt að gera sér grein fyrir
því hvað liggur að baki þegar ungl-
ingar, flestir á aldrinum 12 til 14 ára
svala skemmdarfýsn sinni með
þessum hætti. Þó Sigtryggur hafi lítið
notað íbúðina undanfarið er allt hans
þar inni og allt sem þarf til heimilis.
Það náði ekki að stoppa unglingana
sem fóm um alla íbúð, rifu og tættu út
úr öllum skápum, rifu og brutu allt
sem fyrir þeim varð nema stærstu
húsgögn en þau vom einnig skemmd
og rispuð.
„Þegar ég kom hingað í dag
(mánudag) gómaði ég fjóra drengi og
fór með þá á lögreglustöðina. Nú er
komið í ljós að a.m.k. níu unglingar
hafa verið að verki. Nú veit ég ekki
hvað lögreglan gerir en sjálfur ætla ég
að bjóða foreldrum drengjanna heim
og sýna þeim verksummerki. Það er
kannski of snemmt að fara að tala um
afbrolaunglinga en það þarf að grípa
inn í ef ekki á að fara illa hjá þessum
ungmennum. Virðingarleysið fyrir
eignum annarra er algjört og málið er
sýnu alvarlegra því þama em engir
óvitar á ferð. Sjálfur stend ég frammi
fyrir því að segja drengjunum mínum
að stórt skarð sé höggvið í þá hluti
sem tengjast móður þeirra heitinni.
Það er ekki auðvelt verk og hvemig ég
á að útskýra fyrir þeim að óvið-
komandi hafi ráðist inn á heimilið
okkar og eyðilagt það, hef ég ekki
hugmynd um og lái mér hver sem
vill,“ sagði Sigtryggur að lokum.
fréttir
Sómafólk
AUs vom 182 færslur í dagbók lög-
reglu í sl. viku sem er svipaður
íjöldi og í vikunni á undan. Þrátt
fýrir fjölda gesta í tengslum við
Shellmótið var frekar rólegt hjá
lögreglu og er það álit lögreglu-
manna að mótið hafi farið vel fram
og þeir gestir sem kontu til Eyja á
mótið, haft verið til sóma.
Innbrot í leikskóla
Tilkynnt var til lögreglu að óboðnir
gestir hefðu farið inn í leikskólann
Kirkjugerði urn helgina. Ekki er
vitað hver eða hverjir þar voru á
ferð en hvorki var skemmdir að sjá
né að neinu hefði verið stolið.
Lyfjum stolið
Tveir þjófnaðir vom kærðir til lög-
reglu. I öðm úlvikinu var farið um
borð í Mána GK þar sem skipið lá í
Friðarhöfn og stolið lytjum úr
lyfjttkistu. Er talið að þetta hafi átt
sér stað á tímabilinu 23.- 28. júní og
óskar lögregla eftir upplýsingum
um gransamlegar mannaferðir við
bátinn á því tímabili. Þá var stolið
fánum sem flaggað var á mótssvæði
Shellmótsins en skömmu síðar
tilkynnt að þeint hefði verið skilað.
Skemmdarverk
Þrjú eignaspjöll vom tilkynnt lög-
reglu í vikunni. Alvarlegast þeirra
var að nokkrir drengir lögðu íbúð
nánast í rúst og er nánar tim það
annars staðar í blaðinu. f hinum
tilvikunum vai' um að ræða rúðu-
brot í vinnuskúr við Löngulág og
skemmdir á bifreið við Miðstræti en
bifreiðin hafði verið rispuð. Lög-
regla óskar eftir upplýsingunt um
hugsanlega gerendur í þessum
tveimur dlvikum.
Einn stútur enn
Einn var stöðvaður í vikunni vegna
gruns um ölvun við akstur, einn
fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, tveir
vegna brota á stöðvunarskyldu, sjö
fyrir að leggja ólöglega, fjórir fyrir
vanrækslu á skoðun, fjórir lyrir að
spenna ekki belti og tveir sem höfðu
of marga farþega í bflum sínum. Þá
vom fjögur umferðaróhöpp tilkynnt
til lögreglu en öll minni háttar.
Sumartilboð
á Hörpusilki
Ódýrara en í Reykjavík
101, hvítt og beinhvítt:
stgr.
Gmscii®
VERKEFNISSTJÓRN Vöruþróunar- og markaðsdeildar Nýsköpunarsjóðs kom í heimsókn til Eyja í gær og hélt
fund í Rannsóknasetrinu. Verkefnastjórnin hefur á sinni könnu framlög vegna vöruþróunar- og markaðsaðgerða
og veitingu áhættulána og gerir tillögur þar um til stjórnar Nýsköpunarsjóðs. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem
verkefnastjónin fundar utan Reykjavíkur, en stjórn Nýsköpunarsjóðs hefur haldið nokkra fundi úti á landi. Á
myndinni eru Arnar Sigurmundsson, sem jafnframt er formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs, Davíð Lúðvíksson
og Jón Albert Kristinsson, Úlfar Steindórsson framkvæmdastjóri NSA og Gísli Benediktsson hjá NSA sem annast
málefni deildarinnar.
FRETTIR
Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum
Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.