Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Síða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 6. júlí 2000 Ævintýramenn 6 siglingu um NorSur-Atlantshafið: Skútan valt -en þeir héldu ótrauðir ófram í baróttu við hafís og vond veður í vetur hefur 32 feta skúta staðið uppi í Vesturslippnum. Eigandi skútunnar er Don Weinig, en hann er hagfræðiprófessor við George Town háskólann í Fairfax í Virgi- níufylki í Bandaríkjunum. Skútuna skildi hann eftir í Eyjum síðastliðið haust vegna þess að ekki gaf byr til að halda áfram ferðinni til Færeyja og Noregs. Skútan heitir Aíssa og er skrásett í Norfolk í Banda- ríkjunum, en nafn hennar er eftir aðalsögupersónu úr sögu eftir Joseph Conrad sem heitir Outcast of the Island. Þeir eru þrír í áhöfninni, eigandinn Don Weinig, sem segir sig reyndar háseta, Michael Johnson, skipstjóri og fyrrnm eigandi skútunnar og hásetinn Peter Collins. Ai'ssa er 32 feta cutter rig skúta skrokkurinn er úr trefjaplasti, dekkið úr tekki og mastrið úr áli. Skútan er smíðuð eftir norsku bátslagi sem kallað er colon archer eða double ender, en slíkir bátar voru notaðir sem hafnsögubátar í upphafi aldarinnar í Noregi. Skútan er smíðuð í Kalifomíu á sjöunda áratugnum. Blaðamaður Frétta hitti Don og Michael, þar sem þeir vom að gera skútuna klára fyrir sjósetningu síðast- liðinn fimmtudag, til að fræðast lítil- lega um ferðalag þeirra félaga. Það er skipstjórinn Michael sem verður fyrir svömm þegar spurt er hvemig standi á vem skútunnar í Vestmannaeyjum síðastliðinn vetur. „Við lögðum af stað frá Banda- ríkjunum síðastliðið sumar og héldum til Halifax í á Nova Scotcia og þaðan til Grænlands, um það bil 450 mflur norður fyrir heimskautsbauginn. Við fómm suður með vesturströnd Grænlands og héldum svo til Reykjavíkur, en þá var langt liðið á október og vindur stöðugt úr austri. Við töfðumst dálítið og vomm því á íslandi seinna en við áttum von á. Við biðum byijar í þijár vikur en hann gaf aldrei svo við ákváðum að hafa skútuna í Eyjum yfir veturinn og halda áfram nú í vor.“ Til Færeyja og Noregs Michael sagði að frá Eyjum ætluðu þeir að halda til Færeyja og síðan til Bergen í Noregi, en hvers vegna langaði þá að fara þessa ferð? ,,Ég átti skútuna í 23 ár og fyrir nokkmm ámm seldi ég Don hana. Hann spurði mig svo nokkm síðar hvort ég hefði áhuga á því að sigla með honum yfir Atlantshafið á gömlu skútunni minni, en síðan myndi hann halda ferðinni áfram einn eftir að við væmm komnir til Noregs. Nú, ég var til í það og hafði reyndar alltaf langað til þess að koma til Grænlands og fslands. Ég hef siglt á þessari skútu allt til Afríku og Astralíu, en aldrei komið þetta norðarlega, svo ég ákvað að slá til.“ Hversu margir eru í áhöfninni? „Þegar við lögðum af stað í fyrra frá Chesapeakflóa vomm við þrír, ég og Don ásamt Peter Collins, sem fór af á Nýfundnalandi. Þar fengum við ann- an mann í hans stað, sem sigldi með okkur til Nuuk á Grænlandi, en þaðan sigldum við Don og ég til Vestmanna- eyja. Peter er svo kominn aftur núna og ætlar með okkur yfir til Noregs," sagði Michael. Hafís og vond veður Lentuð þið í einhverjum mannraunum á leiðinni til íslands? „Það var yfirleitt ágætis veður," svaraði Michael. „Þó lentum við í þoku og þegar við komum til Ný- fundnalands lentum við í fyrstu ísjökunum og síðan alla leið með ströndum Grænlands. Við lentum þrisvar sinnum í mjög vondu veðri. Einu sinni á leiðinni til Grænlands, einu sinni við Diskóeyju og svo á milli Grænlands og fslands. f einu óveðrinu valt skútan og það er líklega mesta hættan sem við lentum í vegna veðurs, en í því veðri slasaðist Don á höfði, en sem betur fer fór allt vel að lokum. En það varð að gera að sárinu á sjúkrahúsi á Grænlandi Þetta er lítil skúta en að sama skapi mjög sterk- byggð.“ Don sagði að mest ógnvekjandi í vondum veðrum hafi verið hættan sem stafaði frá ísjökum. „Við erum ekki með neinn radar um borð, svo það gat verið mikil hætta að sigla innan um ísjakana. Það er reyndar 25 hestafla neyðarvél í skútunni, en hún hefði nú lítið að segja ef við hefðum rekist á ísjaka.“ Áhugi á skútum í blóðinu Hveming kviknaði áhugi þinn á skútusiglingum? „Fyrir 25 ámm sá ég skútu af þessari stærð á bátasýningu. Mér leist vel á hana og hún sat alltaf í minni mínu. Fyrir tveimur ámm fór ég að líta í kringum mig eftir svona skútu og hitti þá Michael og keypti skútuna af honum. Ég veit ekki hvers vegna ég fékk áhuga á skútusiglingum. Reyndar hafði ég líka áhuga á flugi, en maður getur sofið í bátum en ekki flugvélum svo ég tók siglingamar fram yfir. Líklega er áhættan ekki ósvipuð, en maður getur heimsótt fleiri staði á bát, heldur en í flugvél. Einnig em forfeður mínir að hluta til sænskir svo hugsanlega er áhuginn einhver staðar í blóðinu. Ég get að minnsta kosti ekki hamið mig þegar skútusiglingar em annars vegar. Mike og Pete hafa líka kennt mér margt um leyndardóma siglinganna." Hvemig fer það saman að kenna hag- fræði í háskóla og stunda skútu- siglingar? Skútan stóðst jarðskjálftann „Það virðist ekki eiga mikla samleið, en auðvitað er þetta spuming um að breyta til. Ég hef mikinn áhuga á útiveru og hef stundað fjallgöngur, fariðíkajakaferðirogslíkt. Þannigað ég er svolítill ævintýramaður í mér og verð að fá einhverja útrás fyrir hann. Einnig kynnist maður mörgum þjóðum og ólíkri menningu og það hefur verið mjög ánægjulegt að kynnast Islendingum. Þeir em skemmtilegir og hafa verið mjög hjálplegir á meðan við höfum dvalið hér. Einnig var athyglisvert að kynnast því að íslendingar skuli halda upp á þjóðhátíðardaginn með því að hafa jarðskjálfta. Ég var um borð í skútunni héma í slippnum þegar jarskjálítinn varð á þjóðhátíðardaginn. Ég varð að halda mér, því ég bjóst við að báturinn færi á hliðina. Sem betur fer stóðst hann skjálftann, en það var hrikalegt að sjá skriðumar sem féllu úr Klifinu.“ Don sagði að þeir áætluðu að ferð þeirra til til Noregs tæki um átta daga og að þeir reiknuðu með að leggja um 100 mflur að baki á sólarhring „Við gemm samt ráð fyrir því stoppa í Færeyjum og skoða okkur eitthvað um. Skútan gengur að meðaltali fimm til sex mflur í góðum byr. í framhaldi af viðkomu í Bergen geri ég ráð fyrir að halda til Svíþjóðar. Hugsanlega skil ég þó skútuna eftir í Bergen og held ekki áfram fyrr en næsta sumar, en áætlunin er að fara frá Svíþjóð til Frakklands. Þannig að ég er með sumur næstu þriggja ára nokkuð skipulögð," sagði Don að lokum. Ef áætlun þeirra og vonir um byr hafa staðist em þeir nú famir frá Vestmannaeyjum og við óskum þeim góðrar ferðar. FRYSTITOGARINN Vestmannaey VE gerði góðan túr á Reykjanesshrygginn sem hún landaði í síðustu viku. Ahöfnin tók sér frí yfir helgina og brugðu sumir sér á Kaffi Tímor’þar sem Mannakorn lék fyrir dansi. Þór í Húsey fékk að fylgja með. ÞÓR í Húsey er mikið dansfífl og hér er hann í léttri sveitfu með eiginkonunni, Ingunni. BIGGI skipstjóri með Kollu sína upp á arminn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.