Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Síða 12
Uppsetning: Jón Helgi - Texti: Benedikt Gestsson • Myndir: Guðmundur Ásmundsson/Fréttir DDDairsGðflföa ^©sGoDDaDQŒiaawfla S®®® Þórey Jóhannsdóttir Lilja Björg Arngrímsdóttir Aðalbjörg Jóhanna Þórey Jóhannsdóttir er fædd 1. nóvember árði 1981 í Vestmannaeyjum. Hún er á náttúrufræðibraut í Framhaldskólanum (Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Jóhann Guðjónsson og Hallgerður Linda Pálmadóttir. Þórey á þrjú systkini, eina eldri systur sem heitir Hrefna og tvo bræður sem heita Pálmi, 26 ára ogjóhann, 13 ára. Þórey á kærasta sem heitir Hafsteinn Oanfel Þorsteinsson, en hann er á náttúrufræðibraut f Framhaldskólanum í Vestmannaeyjum. Helstu áhugamál hennar eru fþróttir, en auk þess hefur hún gaman að því að vera með vinum sfnum og fjölskyldu, og að ferðast. Þórey tók þátt f keppninni um titilinn ungfrú Suðurland í vetur. Þórey segist aðallega hafa tekið þátt (þeirri keppni vegna þess að systir hennar hefði einu sinni tekið þátt í keppni um titilinn ungfrú Vestmannaeyjar. Hún sagði að þetta væri rosalega skemmtilegt, „svo finnst mér gaman að kynnast nýju fólki og maður lærir mjög mikið á þvf að taka þátt í svona keppni." Hvað lærir maður? „Til dæmis samvinnu og framkomu." Nú hafið þið systur báðar tekið þátt í svona keppni, liggur þessi áhugi í blóðinu? „Já ég myndi segja það, því allir ættingjar mfnir eru rosalega myndariegir," segir Þórey og hlær. Þórey segir að ástæða þess að hún tekur þátt núna í Sumarstúlkukeppninni sé vegna þess að hún hafi verið beðin um það. „Ég þurfti nú reyndar aðeins að hugsa mig um vegna þess að í fyrstu átti keppnin að vera um helgi sem ég komst ekki, en svo var þvf breytt, svo ég ákvað að vera með.“ Flamingo Þórey segist ætla í framhaldsnám að loknu stúdentsprófi. „Mig langar að læra erfðafræði eða Kffræði. Mér finnst bara auðveldast að læra Ifffræði og gengur mjög vel í henni. Mér finnst hún líka skemmtilegust og þess vegna ætla ég að fara í líffræði." Nú eru Vestmannaeyjar annálaðar íþróttaeyjar, hefur þú verið virkur þátttakandi f (þróttum? „Jú, ég var alveg helling (fþróttum þegar ég var yngri og þá í frjálsum, fimleikum, dansi og fótbolta en núna æfi ég sund og keppti á mótum, en ég hef ekki keppt mikið undanfarið. Áhugi minn á sundinu er hins vegar þannig til kominn að ég elti eiginlega bestu vinkonu mína. Ég vildi hins vegar alltaf prófa allar íþróttir, en svo gekk mér bara svo vel á æfingum í sundinu og þegar ég vann fyrsta gullið mitt varð ég svo montin að ég hélt áfram." Ertu pólitfsk? „Nei ekki neitt, ég á örugglega eftir að verða það ( framtíðinni, en ég hugsa ekkert um pólitík núna." Hvað er fegurð fyrir þér? „Ég held að fólk sem er fallegt og hefur enga góða innri persónu komist ekki langt. Fegurðin er þvf frekar innri maður." Hefur náðst fullt jafnrétti kynjana að þínu mati? „Mér finnst það allt (lagi, en stundum gengur þetta út í öfgar. Ég held að þetta sé ekkert alvariegt á íslandi en vfða erlendis viðgengst kynjamisrétti. Ég er jafnréttissinnuð, en auðvitað eru mörg störf sem konur eiga erfiðara með að vinna vegna Ifkamsbyggingar og svo framvegis. Mér finnst hins vegar rosalega leiðinlegt þegar alltaf er litið á kvenmenn, eins og þær séu allar eins. En konur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hvers konar samfélag finnst þér Vestmannaeyjar vera? „Mér finnst þetta vera mjög sérstakt samfélag. Til dæmis bara þjóðhátíðin, og eyjalögin. Ég er líka mjög stolt af því að vera Vestmannaeyingur. Ég er líka bjartsýn á framtíð Eyjanna, þó að ég haldi að fólki komi ekki til með að fjölga hérna, heldur standa í stað." Heldurðu að þú gæKr fengið vinnu sem erfðafræðingur í Eyjum að loknu námi? „Það er ekkert óhugsandi að það verði í framtíðinni. Er ekki íslensk erfðagreining að pæla í því að stofna útibú úti á landi, hví gæti það ekki orðið í Vestmannaeyjum. Ég stefni að minnsta kosti að þvf að koma aftur ef ég fæ vinnu." Geturðu lýst persónu þinni? „Ég get nú ekki gefið mér einhverja einkunn. En ég hef rika réttlætiskennd og bý yfir miklum kærieika. Ég er lika oftast í góðu skapi." Lilja Björg Arngrímsdóttir er er fædd 10. júlí árið 1982 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Þóra Hjördís Egilsdóttir, starfsmaður á leikskóla og Arngrímur Magnússon, rafvirki. Hún á tvo bræður, Magnús Arnar og Egil sem eru báðir eldri en hún og dásamar Lilja Björg bræður sína f hástert „Þeir dekra við mig,“ segir hún og brosir sfnu blíðasta. Hún á kærasta sem heitir Gísli Geir Tómasson en hann vinnur í Skipalyftunni og er að læra vélvirkjun í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, sjálf er hún hins vegar að vinna f Toppnum í sumar. Lilja Björg er á hagfræðibraut í Framhaldskólanum í Vestmannaeyjum og hefur lokið tveimur vetrum. Helstu áhugamál hennar eru að ferðast og handbolti, auk þess að skemmta sér í góðra vina hópi. Lilja Björg hefur aldrei áður tekið þátt í keppni sambærilegri sumarstúlkukeppninni í Vestmannaeyjum en segist hlakka til að taka þátt núna. „Ástæða þess að ég tek þátt er nú bara vegna þess að Dagmar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka þátt. Margar vinkonur mínar höfðu tekið þátt f svona keppni og þeim þótti gaman svo ég ákvað að slá til. Hver eru framtíðaráform þín í námi? „Ég stefni á að fara í viskiptafræði eða lögfræði, en hef ekki ákveðið mig enn þá hvort ég vel, en ég stefni að langskólanámi f háskóla." Er samasem merki milli þess og að þú komir ekki aftur til Eyja að loknu námi? „Nei ég kem aftur, ef ég fæ góða vinnu." Hefurðu tekið þátt í íþróttum? „Ég var mikið í handbolta og var lengst af í honum, en ég æfði líka fótbolta og fimleika þegar ég var yngri. Núna er ég hins vegar ekki í iþróttum." Lilja Björg segir að hún hafi ekki neina sérstaka pólitíska afstöðu. „Ég er reyndar í stjóm Eyverja, en aðallega til þess að hafa gaman af. Nú og hafandi upplýst það, þá ferðu nú nærri um það hvaða flokk ég styð.“ Hvað er fegurð fyrir þér? „Allt sem er bjart og jákvætt er fallegt." Lilja Björg segist eiginlega ekki hafa neina skoðun á jafnréttismálum. „Mér finnst konur hafa ágætis jöfnuð á við karia, þannig að fyrir mér er ágætis jafnrétti. Mér finnst enginn hafa meiri rétt en annar. Nú er það menntunin sem gildir og það hafa allir jafna möguleika á því að mennta sig og skiptir ekki máli hvort viðkomandi er karl eða kona. Launamun milli karla og kvenna hef ég hins vegar ekki spáð mikið í." Lilju BjörgfinnstVestmannaeyjarmjöggott og jákvætt samfélg. „Hér er allt til staðar og ekki yfir neinu að kvarta. Varðandi framtfðina þá held ég að ef boðið yrði upp á meira langtímanám í Eyjum, eins og til dæmis iðnnám, þá held ég að Eyjamar eigi eftir að lifa um alla tíð, ef ekki, þá á fólki eftir að fækka hér á næstu 20 til 30 árum og því miður held ég að þróunin verði neikvæð að þessu leyti. Einnig finnst mér þróunin varðandi fíkniefna- og áfengisneyslu ungs fólks neikvæð og all of mikið um að ungt fólk ánetjist þessum efnum. Þetta held ég að sé mesta hættan sem steðjar að ungu fólki í dag. Einnig held ég að samskipti ungs fólks og foreldra almennt séu ekki nógu góð." Geturðu lýst persónuleika þínum? „Já ég held að égsé mjögjákvæð persóna og bjartsýn og kannski nokkuð ákveðin. Sprett úr spori AðalbjörgJóhanna er fædd f Vestmannaeyjum 17. júní 1982 og er því þjóðhátíðarbarn á landsvísu. Hún er dóttir Báru Sveinsdóttur og fósturfaðir hennar erjóhannes Steinólfsson. Aðalbjörg á þrjár systur sem allar eru yngri en hún og heita Þóra Birgit 12 ára , Steinunn Lilja 9 ára og Helga Rut sem er 7 ára. Aðalbjörg hefur lokið tveimur árum á félagsfræðibraut sálfræðilínu við Framhaldskólann í Vestmannaeyjum og aðaláhugamál hennar þessa dagana er leikhúsið, en þar er hún mjög virk, en svo finnst henni að sjálfsögðu gaman að vera með vinum sínum og hafa það gott. Aðalbjörg segist vera ólofuð og hún er spurð að því hvort það standi ekki til bóta. „Horfir það til bóta," segir hún full undrunar, ef ekki hneykslunar og hlær. „Nei ekkert sérstaklega. Mér finnst það ekkert endilega til bóta að eiga kærasta." Þú hefur áður tekið þátt í sambærilegri keppni, sem var keppnin um titilinn Ungfrú Suðuriand í fyrra. Þú hefur því nokkra reynslu umfram keppinauta þína ( Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja. Er þetta ekki ójafn leikur að því leyti og vinningslíkur þínar meiri? „Nei það held ég ekki og á erfitt með að ímynda mér það og svona keppnir eru ekkert sértakt áhugamál hjá mér. Dagmar er bara svo ákveðin og ekki hægt að segja nei við hana þegar hún hringdi og spurði hvort ég vildi ekki taka þátt. Annars er mjög gaman að taka þátt í þessu og maður hefur eitthvað skemmtilegt fyrir stafni á meðan. En þetta er ekkert sem ég ætlað að leggja fyrir mig og ég hef engan sérstakan áhuga á fyrirsætustörfum. Ég hef bara gaman af því að kynnast nýju og skemmtilegu fólki." Ætlarðu að fara í framhaldsnám? „Já ég hef áhuga á því að fara f framhaldnám, en ég hef ekki alveg gert upp við mig hvað það yrði. Kannski sálfræði eða eitthvað tengt félagsgeiranum." Aðalbjörg segist ekki hafa tekið þátt í iþróttum undanfarin ár. _Ég var á fullu í fótboltanum, þegar ég var lítil, eða þangað til ég varð 13 ára, en þá hætti ég alveg eftir að ég meiddist (baki." Ertu pólitísk? „Ég segi það nú ekki, en ég velti samt pólitík fyir mér og myndi aldrei kjósa nema að vel athuguðu máli. Ég er svo sem ekkert að taka þátt f neinu pólitísku starfi. En ég hlakka til að fá að kjósa þegar þar að kemur." Geturðu skilgreint hugtakið fegurð? „Æ, æ,“ segir Aðalbjörg. „Nú verð ég að hugsa mig aðeins um. Það er til tvenns konar fegurð að mfnu áliti. Til dæmis er til fegurð fyrir augað, eins og falleg manneskja, fallegt listaverk, eða landslag. Svo er til betri fegurð sem kemur að innan. Maður hefur lent í því eins og allir aðrir að kynnast einhveijum, stelpu eða strák, sem eru sæt við fýrstu kynni. Sfðan getur það komið upp að manni finnst viðkomandi leiðinlegur, þá verður hann ekki eins fallegur og við fyrstu sýn, þetta getur virkað á hinn veginn líka, að maður kynnist einhvetjum sem er ekkert fýrir augað, en svo er hún bara frábær manneskja og þá frikkar hún fyrir manni. Þannig að fegurðin kemur að miklu leyti að innan. Karakter og skoðanir finnst mér móta fegurð einstaklinga mjög mikið. Fáfræði og fordómar gera fólk ekki eins fallegt." Ertu mjög meðvituð um jafrétti kynjanna? „Já, já, en ég kynni mér það ekkert sérstaklega. Mér finnst konur komnar ágætlega langt áfram og finnst kominn tfmi til að þær hætti að líta alltaf á sig sem konur. Þær eiga bara að líta á sig sem manneskjur. Kannski eru launamálin það sem þær þyrftu að huga betur að, því þær eru verr launaðar en kariar fýrir sömu vinnu.“ Hvernig samfélag eru Vestmannaeyjar? „Þær eru mjög spes. Vestmannaeyingar eru mjög góðir og vilja ofboðslega vel, en þeir eiga það til að horfa of mikið á það sem annað fólk er að gera og því fylgir oft baknag, sem er alltaf mjög Ijótt. En hér er fallegt og margt hægt að gera, já Vestmannaeyjar eru ágætt samfélag, en það er líka ákveðin sérstaða. Og ég held að ímynd þeirra á fastalandinu sé góð, þar er litið á okkur sem svona hresst og skemmtilegt fólk." Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég ætla að læra eitthvað og eitthvað sem ég hef gaman af að gera og stefni að því að ná mér (mann og eignast fjölskyldu. En ég efast um að ég verði f Eyjum, mig langar meira til að búa í útlöndum af þvf að þar eru fleiri tækifæri.” Að lokum smá uppstilling upp við vegg, hvernig karakter telur þú sjálfa þig vera? „Ég? Þetta er vond spurning. Ég er félagsvera og þarf alltaf að hafa mikið fyrir stafni. Ég verð Ifka að fá að vera ein með sjálfri mér. Ég er ákveðin og næ yfirleitt mínu frarn."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.