Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. júlí 2000 Fréttir 15 Frjálsar: Góður árangur krakka úr Óðni á Gogga galvaska Frá Sundfélaginu: AMÍ 2000 TrySSvi 03 Berglind Björk Goggameistarar Miklar framfarir Yuri þjálfari með nokkrum keppendum frá Eyjum á aldurs- flokkamótinu. Meistaramót Gogga galvaska var haldið að Varmá í Mosfellssbæ dagana 23. til 25. júní og voru keppendur frá Oðni fjölmennir á mótinu. Tryggvi Hjaltason kom heim sem tvöfaldur Goggameistari og Berglind Björk Þorvaldsdóttir átta ára sem þarna var á sínu fyrsta móti varð einnig meistari. Margir krakkar úr Óðni bættu persónu- legan árangur sinn. Tryggvi Hjaltason (5 fr.v. efri röð) varð tvöfaldur Goggameistari. Hann hlaut fyrstu verðlaun í hástökki, en hann stökk 1.60 m og jafnaði Vest- mannaeyjamet Óttars Jónssonar. Hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í kúluvarpi, en hann kastaði 12,25 m. Einnig varð hann 3. í langstökki með atrennu, eða 4,77 m. Hann komst í úrslit í 100 m hlaupi og lenti í fjórða sæti með tímann 13,43 sek. í spjót- kasti varð hann í fjórða sæti, en hann kastaði 31,42 m. Hildur Jónsdóttir (3. fr.v. efri röð) varð önnur í spjótkasti og kastaði 27,41 m og setti Vestmannaeyjamet og sló þar með út tíu ára gamalt met þjálfara síns, Karenar Ólafsdóttur, frá 1990 sem var 28,51 m. Einnig var Hildur í sjötta sæti í kúlukasti.en hún kastaði 8,13 m. Kristjana Jónsdóttir (2. fr.v. efri röð) náði þriðja sæti í kúlukasti og náði að kasta kúlunni 8.63 m sem er nýtt Vestmannaeyjamet, en eldra metið bætti hún um 1 metra. Kristjana náði fjórða sæti í spjótkasti og þeytti spjótinu 23,55 m. Þessir krakkar ásamt fleirum eru nýkomnir úr æfingabúðum í Svíþjóð. Arangur þeirra hefur ekki látið á sér standa og þó að allir hafi ekki náð á verðlaunapall þá voru þau að bæta persónuleg met sín. Yngri krakkamir Berglind Björg Þorvaldsdóttir (2. fr.v. neðri röð) vann boltakastið, en hún kastaði boltanum 24,86 m sem er Vestmannaeyjamet, en næsti maður kastaði um 17 m. Berglind varð einnig í 3. sæti í 60 m hlaupi á tím- anum 10,48 sek. Berglind Björk, sem er átta ára og á sínu fyrsta móti, setti Goggamet. Er hún þriðji Eyjamað- urinn sem nær þessum árangri og fetar í fótspor Ama Óla Ólafssonar og Gunnars Heiðars bróður síns og Margrétar Láru Viðarsdóttur.. Eyrún Eva Eyþórsdóttir varð í 6. sæti í boltakasti og kastaði bolatanum 14,53 m og Andri Már Jónsson varð í 5. sæti í boltakasti, en hann kastaði 32,61 m, einnig varð hann í 7. sæti í 60 m hlaupi á 10,42 sek. Alls tóku 10 sundmenn frá Sundfélagi ÍBV þátt í Aldurs- flokkameistaramóti Islands í sundi sem fram fór á Akureyri 23.-25. júní. Mótið stóð yfir í þrjá daga og synt var frá morgni til kvölds í nýrri sex brauta sundlaug þeirra norðanmanna. Til keppni mættu yfir 200 sund- menn frá 18 félögum. Sundfólkið í ÍBV hefur verið duglegt að æfa og náðu 11 þeirra lágmörkum íyrir AMl (ná þarf lágmörkum til að synda í einstaklingsgreinum en ekki í boð- sundi). Sumir þeirra sáu sér ekki færl að fara á mótið, en engu að síður var liðið sterkara en við höfum átt í yfir áratug. AMÍ er stigamót og syntu okkar sundmenn í 32 greinum og höluðu inn 213 stig. Öll sund em mikilvæg þar sem aðeins 12 bestu tímamir í hverri grein gefa súg. í fyrra fékk hðið 90 súg og árið þar á undan 1 stig. Af þessu má sjá að Sundfélagið er á mikilli siglingu og margir dugmiklir sundmenn í hðinu em að ná árangri með markvissri þjálfun. Flest stig íyrir ÍBV fengu Georg Sankovich 34 stig og A-meyjasveit ÍBV 36, stig (Sigrún Halldórsdóttir, Eva Ösp Ómólfsdóttir, Irena Lilja Haraldsdóttir, Sigríður Sunna Atla- dóttir og Þórdís Gyða Magnúsdótúr). Alls vom 18 persónulegar bæúngar á tímum hjá sundfólkinu og sett vom 2 ný Vestmannaeyjamet í aldurs- hópnum 11-12 ára: Daði Guðjónsson í 100 metra skriðsundi á tfmanum 1:08.94 og A-meyjasveit ÍBV (Sigrún, Eva Ösp, Irena Lilja og Sigriður Sunna) sem synú 4x1 OOm skriðsund á 5:07.41 og bættu þar með 15 ára gamalt met. A-meyjasveitin fékk silfur í þremur greinum í 4x50m flórsundi, 4x50m skriðsundi og 4xl00m skriðsundi. Aðeins meyja- sveit Sundfélags Hafnarfjarðar stóð sig betur, en SH er sterkasta sund- félagið á íslandi. Keppnistímabilið hjá sundfólkinu er langt og strangt, 14. júlí fara allir í sumarfrí, en þá um kvöldið verður síðasta sundmótið sem sundfólkið nefnir „Yuri mót“ í höfuðið á þjálfara sínum. Allir sem stunda æfingar hjá Sundfélagi IBV taka þátt í mótinu og velur sundfólkið sjálft þær greinar sem það syndir. Yngstu þátttak- endumir koma til með að synda 25 metra með frjálsri aðferð og fá þeir verðlaunapening. Bæjarbúar eru hér með boðnir velkomnir á mótið. Þess má geta að sundfólkið í ÍB V er á aldrinum 7-19 ára. Markviss upp- bygging hefur átt sér stað hjá Sundfélaginu síðastliðin tvö ár og er það heldur betur að skila sér í bættum árangri. Með sama áframhaldi eigum við eftir að heyra enn frekar af af- rekum sundfólksins á komandi árum. Málið er að gera alltaf sitt besta og þá uppsker fólk í samræmi við það. Sundæfingar byrja aftur hjá aðal- liðinu 21. ágúst en þá hefst undir- búningur fyrir Bikarkeppni Sundsam- bandsins í nóvember og möguleiki er á góðu sæú í 2. deildinni. Fyrsta móúð sem sundfólkið tekur þátt í á næsta úmabili er þó Sprettsundmót ÍBV sem haldið verðu í þriðja sinn. I fyrra voru yfir 100 keppendur á mótinu frá 6 félögum. Einungis er synt í 50 og 100 metra greinum og er mótið hin besta skemmtun. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður skrifar: Pungaprófsfár Hamfarir og blaðamennska í síðasta tölublaði Frétta var um- fjöllun um svokallað pungapróf og fór þar hamförum miklum fyrr- verandi skólastjóri Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum, Friðrik Asmundsson, og fann embætúsfærslu undirritaðs flest til foráttu. Ekki var að heyra á þeim blaðamanni sem hringdi til mín í síðustu viku að umljöllunin væri eitthvað í þeim dúr, sem raun bar vitni eða eitthvað væri þar sem ég hugsanlega gæti þurft að svara. Einungis var spurt um afstöðu embættisins til námskeiðs Smábáta- skólans og erindis samgönguráðu- neyúsins. Þetta tel ég ekki vera góða blaðamennsku. Af ofangreindum sökum vil ég koma að hér nokkrum skýringum mínum. Ekkert nýtt að þessi námskeið séu tekin gild Ókunnugir gætu helst skilið af lestri Frétta í síðustu viku að sýslu- maðurinn í Vestmannaeyjum væri einn um það og hefði nýlega fundið upp á því að viðurkenna önnur nám- skeið en þau sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík eða ákveðnir fram- haldsskólar halda til skipstjómar- réttinda á skipum í innanlands- siglingum sem eru 30 rúmlestir eða minni, svonefnt „pungapróf.“ Þetta er alrangt, bæði námskeið Smábátaskólans og námskeið á vegum annara einstaklinga hefur ávallt verið tekið gilt, að uppfylltum venjulegum skilyrðum, bæði hér í Vestmannaeyjum og hjá öðrum embættum sem undirritaður hefur aflað sér upplýsinga hjá. Lagaákvæðið sem fjallar um skil- yrði til útgáfu atvinnuskírteinis í þessum flokki er heldur ekkert nýtt, því var síðast breytt fyrir fimm árum og þá er einnig vert að upplýsa að samkvæmt ákvæðinu eins og það var upphaflega árið 1984, þá hafði Menntamálaráðuneytið yfirumsjón með þessum prófum eða gat fahð það ákveðnum skólum, t.d. Stýrimanna- skólanum í Reykjavík eða í Vestmannaeyjum. Það er því afar fróðlegt að bera saman þessa laga- þróun og moldviðrið sem nú er uppi um gildi námskeiða sem ekki eru á vegum tiltekinna skóla. Einhverra hluta vegna var þessu breytt í ákvæðinu. Mergurinn málsins Mergurinn málsins er auðvitað sá að Menntamálaráðuneytið hefur ekki farið eftir tilmælum þeirra félaga, Friðriks og Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar skólameistara Stýri- mannaskólans í Reykjavík um að veita ákveðnum skólum einkarétt á kennslu úl þessara réttinda eða breyta lögum á annan þann hátt sem yrði úl þess að útrýma samkeppni um nemendur til pungaprófs. Ég get tekið undir það að auðvitað er nauðsynlegt að nám eins og þetta sé vel úr garði gert, í höndum hæfra manna og að eftirlit sé með prófkröfum og kennslu. Ef til vill þarf að gera hér einhvetja bragarbót á lagaákvæðum um þessi námskeið eða setja um þau fyllri reglur. En ef menn eru óánægðir með lögin eins og þau eru verða þeir einfaldlega að vinna að því að fá þeim breytt, en ekki lemja höfðinu við steininn í fjölmiðlum. Ég hef svarað Samgönguráðu- neytinu á þann hátt sem ég nefndi í fyrri umfjöllun blaðsins. Þannig hef ég fengið svör frá Smábátaskólanum og þeir sent mér ljósrit skipunarbréfs ráðuneytisins á tilgreindum próf- dómara. Það er misskilningur hjá Friðriki að það sé í mínum verkahring að endurskoða tilskipanir ráðu- neytisins og tel ég að ráðuneyúð sé fullfært um að skipa prófdómara eftir 7. grein laganna án minnar hjálpar. Þarf meira en bara námskeið til að fá skírteinið Þá má benda á það að ekki er gert ráð fyrir því að aumir landkrabbar fái útgefið fyrmefnt atvinnuskírteini heldur þurfa menn að sýna fram á 18 mánaða siglingatíma og nægir þar hvorki sigling um ólgusjó embættis- færslu eða á vegum guðs. Að auki þarf viðkomandi að hafa náð 20 ára aldri og framvísa læknisvottorði. Að lokum vil ég benda mönnum á að samkvæmt heimasíðu Stýrimanna- skólans í Reykjavík er unnt að taka þessi námskeið í bréfaskóla og ættu áhugasamir að fara á slóðina http://styrimarmaskolinn.ismennt.is/. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Karl Gauti Hjaltason.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.