Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 6. júlí 2000 Fyrir þann sem er strákur á aldrinum átta til tíu ára og hefur áhuga á að spila fótbolta hlýtur þátttaka í SHELL-mótinu í Vestmannaeyjum að vera hápunkturinn. Góð skipulagning mótsins er fyrir löngu þckkt, aðstaða til að halda slík mót er góð í Eyjum ásamt því að fjöldi fólks er alltaf tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til að allt fari sem best fram. Að þessu er hægt að ganga sem vísu á hverju móti en þegar veðurguðirnir leggjast á sveif með mannfólkinu verður útkoman frábær eins og sannaðist á SHELL-mótinu 2000 sem lauk á sunnudagskvöldið. Reyndar var veður ekki sem skyldi á miðvikudeginum, röskun varð á flugi og fresta varð setningu fram á flmmtudagskvöld. Sjálft mótið hófst samkvæmt áætlun á fimmtudagsmorgni enda komið besta veður sem hélst fram á sunnudagskvöld þegar vcrðlaunaafliendingin fór fram í Iþróttamiðstöðinni. SHELL-mótið 2000 er hið 17. frá upphafl og voru kcppendur rúmlega 1100 frá 24 félögum. Auk þess fylgdi liðunum a.m.k. annar eins fjöldi þjálfara, fararstjóra og foreldra þannig að í allt hafa hátt í 2500 manns verið í Eyjum í tengslum við mótið. Foreldrar hafa aldrei verið fleiri enda líta margir á SHELL-mótið sem fjölskylduskemmtun fyrst og fremst þó að knattspyrnan sé það sem dregur fólkið hingað. Dagskráin var hefðbundin. Mótssetningin hefst með skrúðgöngu sem nær óslitið frá Barnaskólanum inn á Týsvöll þar sem mótið er sett. Þar voru mættir kraftakarlar, Stjörnulið Ómars Ragnarssonar sem mætti fararstjórum enska liðsins Elloughton sem voru meðal gestaliða á móti. Ræður fluttu bæjarstjóri, fulltrúi Shell og Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV- íþróttafélags setti mótið. Auk knattspyrnunnar, bæði utan- og innanbúss var farið í leiki og þrautir, efnt var til kvöldvöku, landslið og pressulið SHELL- mótsins áttust við, keppendur fóru í bátsferð og séð var til þess að stóra fólkið skemmti sér líka. Var þeim boðið upp á hið fræga fararstjóraball auk siglingar með PH-Viking. Það var sama við hvern var rætt, allir voru mjög ánægðir með alla framkvæmd mótsins sem rennur í gegn eins og smurð vél. Keppendur gistu í öllum skólunum, Framhaldsskólanum, Barnaskólanum og Hamarsskóla. Þar var þeim borinn morgunverður og í Kiwanishúsinu var ein máltíð á dag. Eins og áður er getið hefur fjöldi foreldra aldrei verið meiri og mátti heyra á gestum að jarðskjálftarnir hafi haft sitt að segja því fólk hafi viljað vera til staðar ef jörðin tæki STRAKARNIR sem léku fyrir hönd ÍBV á Shellmótinu ásamt Kára Þorleifssyni þjálfara. ÍBV komst ekki á verðlaunapall að þessu sinni. að titra á ný. Jarðskjálftarnir urðu líka til þess að tjaldstæðið í Herjóllsdal var lokað og í staðinn skaut upp tjaldbúðum vítt og breitt um bæinn. Stærstar voru þær við Iþróttamiðstöðina og Þórsheimilið þar sem Þróttarar voru með sameiginlegt eldhús og veitingatjald. Sunnudagurinn er eðlilega stærsti dagur mótsins en þá fara úrslitaleikirnir fram og þar er úrslitaleikur A-liða hápunkturinn því þar takast tvö bestu liðin á um Shellmótsmeistaratitilinn. Vfldngar stóðu uppi sem sigurvegarar að þessu sinni eftir sigur á Breiðabliki. Eins og alltaf var úrslitaleikur A-liða stórkostleg skemmtun þar sem drengirnir sýna stórkostlega knattspyrnu og agaða. Fyrir þá er þetta ekki síðra en úrslitaleikur í Evrópukeppninni eða jafnvel Heimsmeistarakeppni. Um kvöldið standa þeir svo á palli sem ótvíræðir sigurvegarar fyrir framan mörg hundruð jafnaldra sína og fullorðna þegar verðlaunin eru afhent í á lokahátíðinni. Hvað fer í gegnum huga þeirra er erfítt að segja til um en örugglega eru þeir að upplifa eina af stóru stundunum í Iífinu og sama verður hvað langt þeir ná í knattspyrnuíþróttinni, að standa á verðlaunapalli á Shellmóti í Eyjum verður ein af stóru stundum á ferlinum. RANNVEIG og Sævar Ingi kunnu vel við sig á mótinu. Tók Shellmótið fram yfir Kristnihótíð Foreldrar á Shellmóti hafa aldrei verið fleiri en í ár. Ríkir mikil stemmning átjaldsvæðum Fréttir hittu eina mömmuna sem fylgdi drengnum sínum til Eyja. Rannveig Gunnarsdóttir sat í blíð- unni á sunnudaginn og var að fylgjast með úrslitaleik B-liða á Hásteinsvelli. „Ég kom strax á miðvikudeginum þannig að ég er búin að fylgjast nokkuð vel með mótinu. Strákurinn minn, Sævar Ingi, er í ÍR og við erum nokkuð ánægð með gengi þeirra, en hann er í C-liði. Mótið er náttúrulega alveg einstakt og öll skipulagsvinna er í góðum höndum. Tímasetningar standast nánast undantekningarlaust og ég get ekki annað en verið mjög sátt.“ Það hefur ekkert kitlað þig að fara á Kristnihátíðina frekar en að koma á Shellmótið? „Nei, það var sko mjög auðvelt val þar á milli. Það kom reyndar aldrei annað til greina en að koma á Shellmótið enda er strákurinn að keppa." Shellmótið 2000 fórfram í einmuna blíðu: Foreldrar hafa aldrei verið fleiri Víkingur stóð uppi sem Shellmótsmeistari - Hlutur IBV heldur slakur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.