Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 6. júlí 2000 Frhttir 17 ÞAÐ hafa ekki oft verið fleiri samankomnir í Iþróttamiðstöðinni en á lokahófi Shellmótsins á sunnudagskvöldið. Þar stigu þeir sem sköruðu fram úr á verðlaunapall og þeirri stund gleyma þeir seint. Anægjuleg heimsókn á æskustöðvarnar Á göngunni um svæðið rákumst við á kunnuglegt andlit í fjöldanum. Þar var stödd Sigurlaug Bjarna- dóttir, brottfluttur Eyjamaður, sem er reyndar nýflutt aftur til Islands eftir áralanga dvöl á Bretlandseyjum. „Við entm mjög ánægð með árangurinn hjá Sigvhati syni okkar og félögum hans. Hann hefur verið að spila með Breiðablik C og þeir enduðu í fyrsta sæti þannig að það gerist varla betra. Mótið sjálft er nátt- úrulega frábært, góðar tímasetningar og nóg íyrir strákana að gera. Veðrið hefur svo auðvitað verið alveg ffábært og það gerir þetta ennþá skemmti- legra.“ En er ekki alltaf gott veður í Vest- manneyjum? Eftír smá þögn „Nei ekki alveg alltaf. Minningin er allavega ekki á þann veginn, kannski er maður bara farinn að kalka, hver veit.“ SIGURLAUG og Sighvatur en hann varð nieistari með Blikunum í flokki C-liða. Okkar maður í Pressuliðinu Á hverju Shell-móti er valið landslið og pressulið sem síðan etja kappi í leik sem er liður í kvöldvökunni á föstudagskvöldinu. Það þykir mikill heiður að vera valinn í annað hvort liðið og í þetta sinn var Eiður Aron Sigurbjömsson frá IBV í Pressuliðinu en hann er sonur Sigurbjöms Ófeigs Hallgríms- sonar og Ásdísar Sveinjónsdóttur. Eiður Aron er tíu ára og er því á seinna ári í 6. flokki og leikur með A- liðinu. Hann varð Shellmótsmeistari með ÍBV í fyrra en núna lenti A-liðið í 5. til 8. sæti en hann er ekki ósáttur. Hann var líka markahæstur í sínum riðli með 12 mörk. „Það var mjög gaman á Shell- mótinu og mest gaman var þegar við komumst upp úr riðlinum með því að vinna Gróttu 10 - 0 en svo töpuðum við fyrir Víkingi 7 - 0 í átta liða úrslitunum sem var ekki skemmti- Iegt,“ segir Eiður Aron unt mótið. Hann segist hafa orðið hissa á að vera valinn í Pressuliðið en það var mjög gaman þó landsliðið hafi unnið 4-3. Eiður Aron heldur með Liverpool í enska boltanum en heldur samt að United verði líka meistari næsta ár. Á EM hélt hann með Portúgal og svo með Italíu en sættir sig við Frakka sem Evrópumeistara. En hvað ætlar hann sér í boltanum? „Ég ætla að halda áfram að æfa og stefhi að því að komast í meistaraflokk og kannski í atvinnumennsku." Eiður Aron Sigurbjörnsson frá ÍBV var valinn í Pressuliðið og hann var líka markahæstur í sínum riðli. Sá besti stefnir á atvinnumennsku Oft koma fram á sjónarsviðið ungir knattspyrnumenn sem eiga alla möguleika á að ná iangt í knatt- spyrnu ef rétt er haldið á spilunum. Einn slíkur vakti óskipta athygli þeirra sem fylgdust með Shellmótinu og höfðu ensku gestimir á orði að ef þessi ungi maður væri á Englandi fengi hann ekki að ganga laus, eins og þeir segja. Hér er átt við Kolbein Sigþórsson úr Víkingi, en bróðir hans Ándri er leikmaður með KR. Kolbeinn var í lok móts útnefndur sem besti leik- maður mótsins og kom það fáum á óvart. Hann varð einnig markahæstur þriðja árið í röð. Hvemig leið þér þegar þú heyrðir nafnið þitt kallað í hátalarakerfmu? „Mér leið bara mjög vel og er mjög ánægður með þetta.“ Sástu einhverja aðra sem þér fannst koma til greina sem bestu leik- mennimir? „Ég veit það ekki en það em margir góðir strákar héma.“ Þú ert búinn að vera markahæstur núna þrjú Shellmót í röð og núna valinn bestur, ertu svona rosalega góður? „Ég get eiginlega ekki svarað því. Ég æfi bara vel þannig að ég er vel undirbúinn." Nú á Ándri bróðir þinn markametið á mótinu, sett 1987, ætlaðir þú að slá metið? „Ég veit það ekki en ég ætlaði að verða markahæstur í ár og halda markakóngstitlinum." Hver eru uppáhalds liðin þín í enska og íslenska boltanum? „Manchester United og KR.“ Og hverjir verða íslandsmeistarar? „ KR.“ Nú hefur þeim ekkert gengið neitt sérstaklega að undanfömu, hvemig heldurðu að hægt sé að bæta gengið hjá þeim? „Ég veit það ekki, kannski þarf ég bara að taka bróður minn í smá kennslustund." Hvert af þessum 25 mörkum þínum er svo eftirminnilegast? „Þegar ég skoraði í úrslitaleiknum og kom Víking í 1-0 og við unnum svoleikinn 3-1.“ Stefhirðu á atvinnumennskuna þegar þú verður eldri? ,Já, með Manchester United.“ Góður árangur Breiðabliks Breiðablik náði mjög góðum árangri á mótinu, komst í fjögurra Iiða úrslit í öllum liðum og vann tvenn gullverðlaun. Ulfar Hinriksson er þjálfari Breiðabliks og við spurðum hann hvort hann væri ekki ánægður með þennann góða árangur. } Jú það er óhætt að segja það. Eg kvarta alla vega ekki.“ En hvernig stendur á þessum góða árangri? „Við erum með stóran árgang núna og það er vel staðið að öllum málum í kringum félagið.“ En hvernig fannst þér mótið takast? „Þetta er búið að vera rosalega fínt, maður er bara ofsalega þreyttur. Þetta tekur á og síðasti dagurinn er eiginlega bara spurningin um úthald en ekki knattspyrnulega getu. En þetta er bara eins og þjóðhátíð, maður mætir alltaf aftur.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.