Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Page 19
Fimmtudagur 6. júlí 2000 Fréttir 19 -æfingin fórfram í maí og heppnaðist vel. Ekki reyndi ó hana í Suðurlandsskjálftunum ívar Atlason skrifar um neyðaráætlun Vatnsveitu: Æfðu viðbrögð við náttúruhamförum Ef náttúruhamfarir verða á Suðurlandi er Vatnsveita Vest- mannaeyja í hættu. Töluverð vinna hefur verið lögð í forvarnarstarf til að Vatnsveitan verði sem best undirbúin ef til hamfara kemur. Vatnsveitan hefur gert áhættu- greiningu, björgunaráætlun, neyð- aráætlun og Verkfræðistofnun Háskóla Islands hefur rannsakað og greint jarðskjálftaþol vatns- leiðslunnar. Áhættugreining er huglætt mat á áhrifum, afleiðingum, líkum og hvað eigi til bragðs að taka ef eitthvað gerist. Áhættugreining metur einnig forvamir, eftirlit og úrbætur. Það má því segja að áhættugreining snúist um sex hluti: Hvað getur farið úrskeiðis, áhrif og afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis, hverjar em líkumar, hverjar em for- vamimar, hvert er eftirlitið og úrbætur. Neyðaráætlunin gerir ráð fyrir öflun vatns og dælingu til eyja við miklar hamfarir, þ.e.a.s vatnslindir og aðveita verði ónothæf og taki langan tíma að koma í nothæft ástand aftur. Um ijóra km norður frá Bakkaflug- velli er einn af tengipunktum vatns- veitunnar. Þar er vatnsmikil á sem heitir Álar. Á þessum stað áætlar Vatnsveitan að ná í vatn ef til neyðarástands kemur. Heilbrigðis- fulltrúi Vestmannaeyja tók vatnssýni úr Álunum og sendi í ýtarlega rann- sókn og útkoman var sú að vatnið er gott og nothæft í neyðartilfellum. Ákveðið var nú á vordögum að sannprófa neyðaráætlunina. Utvega varð plaströr, þrýstiþolnar slöngur, tengi, dælubfl ofl. Tvær æfmgarvom haldnar 19. og 24. maí og tóku starfsmenn veitunnar úr Eyjum og starfsmaður vatnsveitunnar í landi þátt í henni. Dæla Töluverð undirbúningsvinna fór í að velja rétta dælu. Niðurstaðan var sú að notast við dælu af SIGMUND gerð sem er í öllum Bedford slökkvi- bifreiðum. Aðrar dælur koma einnig til greina en í þessari tilraun var notast við slökkvibifreið af Bedford gerð sem fengin var að láni á Hvolsvelli. Þessir bflar em með drifi á öllum hjólum og hátt undir hásingu svo þeir komast yfír miklar torfæmr og henta sérstaklega vel til þessa verks. Til gaman má geta þess að fyrir milligöngu Bmnamáiastofnunar ríkis- ins voru Bedford slökkvibifreiðar fluttar inn til landsins í tugatali frá Bretlandi á sínum tíma og er einn slíkur hér í Vestmannaeyjum. Vom þeir tveir í gosinu 1973 og vom meðal annars notaðir til hraunkælingarinnar. Mjög góð reynsla er af þessum bflum sem henta sérstaklega vel við íslenskar aðstæður. Bedford slökkvibifreiðar vom ekki hannaðar sem slökkvi- bifreiðar í upphafi, dálítið merkilegt. í seinni heimstyrjöldinni Ientu Bretamir í miklum vandræðum með dreifmgu vatns til íbúanna. Vatns- leiðslur þeirra lágu svo gmnnt að þær urðu undantekningarlaust fyrir tjóni í loftárásum Þjóðveija. Bretamir hönn- uðu þá dælu sem hefði góðan sogkraft og gæti dælt miklu magni. Síðan var dælan sett á fjórhjóladrifinn bfl af NYR hattur á flugturninn bætir vinnuaðstöðu flugumferðarstjóra tii mikilla muna. GAMLA Bedford slökkvibifreiðin reyndist vel. VATNSLEIÐSLAN til Eyja stóðst raunina í jarðskjálftunum. Bedford gerð svo hægt væri að koma dælunni yfir ófæmr að vatnsöflunar- stað. Bretamir vatnsfæddu heilu bæina og borgimar í stríðinu með þessari aðferð eftir bráðabirgða- viðgerðir á dreifikerfmu. Framkvæmd Dælubfl var komið út í fljótið og sogbarkar ásamt síu tengdir við sog- hlið dælu. 30 metrar af þrýsti- slöngum lagðar frá dælu yfir ófæm að rennslismæli og plaströri sem er fest við aðveitu. Lokað var síðan fyrir vatnsrennsli á kaflanum Álar - Bakkaflugvöllur og vatni úr Álunum dælt inn á aðveituna og út um úthlaup við Bakkaflugvöll. Niðurstaða Dælan dældi 51,11 lítmm á sekúndu (184 tonn á klukkutíma) og þrýstingur 6 bar. Þess má geta að heildar- vatnsnotkun í Vestmannaeyjum er 20-30 lítrar á sek., eða um 250 daga á ári. Heildarvatnsnotkun fer sjaldan yfir 50 lítra á sek. Á þessari tilraun sést að neyðardælingin er fyrir ofan mestu notkun. Tekið skal fram að þessi æfmg fór fram við góð skilyrði og áhugavert væri að endurtaka æfmguna við verstu skilyrði þ.e.a.s um hávetur í snjó og frosti og kanna hver dælingin yrði þá. Æfingin tókst mjög vel í alla staði og er vatnsveitan nú betur í stakk búin til að bregðast við ef til hamfara kemur sem vonandi verður aldrei. Einna mest kom á óvart hvað dælan er öflug á Bedfordinum eða 55 I/sek og 6 bar í þrýsting, þetta er mjög mikið vatnsmagn. Lokaorð Eins og komið hefur fram fór þessi æfing fram í maí síðastliðnum, mánuði fyrir Suðurlandsskjálftana. I Suðurlandsskjálftunum varð Vatns- veitan sem betur fer ekki fyrir tjóni og er búið að yfirfara alla þætti hennar og ekki ein einasta bilun fannst. Ivar Atlason tœknifrœðingur Hattur á flugturninn Nýr hattur á flugturninn eykur gólfrýmið á efstu hæðinni úr 15 fermetrum í 25 sem gjörbreytir vinnuaðstöðu flugumferðarstjóra til mikilla muna. Auk þess er verið að klæða og einangra sjálfan turninn og á verkinu að ljúka um miðjan þennan mánuð. Drangur ehf. er aðalverktaki og segir Kristján Eggertsson fram- kvæmdastjóri að jámgrindin í gamla hattinum hafi verið orðin léleg og ekki á vetur setjandi. „Það var því tímabært að skipta um hatt og bæta um leið vinnuaðstöðuna," sagði Kristján. „Glerið í hattinum er svokallað sól- stopp gler sem á að draga úr áhrifum sólarljóss. Auk þess erum við að einangra sjálfan tuminn, klæða og skipta um glugga í honum. Er klæðningin úr áli og ég held að hún eigi eftir að koma vel út.“ Undirverktaki er Skipalyftan sem smíðaði jámgrindina í hattinn, gler kemur frá Glerborg og gluggaverkið frá Álsmiðjunni. Heildarkostnaður verður nálægt 10 milljónum að sögn Kristjáns og verkið er unnið fyrir Flugmálastjóm. Þegar Kristján er spurður að því hvort verkið hafi gengið vel, hlær hann. „Eg held ég geti ekki sagt það. Gleiið í hattinn var sent til Israels í stað íslands og rekkinn undir glerið í sjálfan tuminn týndist þegar til átti að taka. „Þannig að það hefur ýmislegt gengið á en núna sér maður fyrir endann á verkinu og þá held ég að allir geti verið ánægðir,“ sagði Kristján að lokum. BLÁTINDUR lækkaði talsvert í jarðskjálftunum og varðan góða, sem prýddi tindinn, er horfin. Þessi mynd er tekin 1987 og sá sem stendur á vörðunni er Sigurður Jónsson Vestmannabraut 73.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.