Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Síða 21
Fimmtudagur 6. júlí 2000
Fréttir
21
Jordan Parkhurst, 17 ára bandarískur skiptinemi segir frá ársdvöl sinni í Eyjum:
Tvö eldfjöll í garðinum
JORDAN með Helgafell í baksýn. -Ég segi við fólkið heima að það séu tvö eldfjöll í garðinum þar sem ég
bý og þeim flnnst það mjög skrítið.
JORDAN með fjölskyldu sinni, f.v. Cathie móðir hans, Kate systir hans, Jordan og Dave faðir hans.
Jordan Parkhurst er 17 ára
Bandaríkjamaður sem hefur
dvalið í Eyjum frá því í ágúst
á síðasta ári. Hann kom til
Eyja sem skiptinemi og var
að ljúka ársdvöl sinni í
Eyjum í síðustu viku, en
hann hefur búið hjá Agli
Egilssyni og Emu
Jóhannesdóttur Jordan er
frá bænum Boothay
Harbour sem er um
klukkutíma akstur frá
Boston í Mainfylki. I
Boothay Harbour búa að
jafnaði um fjögur þúsund
manns á vetuma, en á
sumrin fjölgar íbúunum í allt
að tíu þúsund. Fréttir báðu
Jordan um að segja frá
upplifun sinni á Eyjum og
hvemig það kom til af öllum
stöðum á jörðinni að koma til
Vestmannaeyja.
Langaði að komast til Eyja
Jordan segir að mjög gott hafi verið að
alast upp í Boothay Harbour.
„Vetumir em kaldir og mikill snjór, en
sumrin em aftur á móti mjög heit og
mild. Boothay er ftskimannaþorp, en
má muna fífil sinn fegurri hvað útgerð
varðar. Nú er ferðamannaiðnaður
stærsta atvinnugreinin og þessi fjölgun
íbúanna á staðnum helgast aðallega af
því að margir brottfluttir búa þar á
sumrin.“
Móðir Jordans er kennari, faðir
hans er líffræðingur að mennt en
starfar sem framkvæmdastjóri einka-
fyrirtækis sem hefur svipaða starfsemi
með höndum og Landmælingar
Islands. Jordan hefur lengi átt sér
þann draum um gerast skiptinemi, en
var ekki viss um hvert hann vildi fara,
þó að það hafi nú blundað með honum
að koma til Vestmannaeyja. „Ema,
mamma mín í Eyjum, var skiptinemi í
Bandaríkjunum árið 1968 og bjó hjá
ömmu minni og afa. Síðan hafa alltaf
verið tengsl og vinátta milli fjöl-
skyldnanna. Amma og afi komu til
Vestmanneyja fyrir sjö árum og þegar
afi minn dó fyrir fjórum árum átti
hann sér þann draum að fá að hvfla í
Eyjum vegna þess að honum þóttí svo
fallegt héma. Og eftir að hann dó var
ösku hans dreift upp á Helgafelli."
Skrýtið að upplifa
jarðskjálfta
Hefurðu gengið á Helgafell?
, Já ég gerði það í síðustu viku með
vini minum sem er skiptinemi, en
hann kom í stutta heimsókn til Eyja.
Eg segi við fólkið heima að það séu
tvö eldfjöll í garðinum þar sem ég bý
og þeim finnst það mjög skrítið. Svo
var mjög skrítið að upplifa jarð-
skjálftann um daginn. Eg var inni í
Dal og heyrði eitthvert hljóð eins og í
flugvél og gerði mér enga grein fyrir
því sem var að ske. Þó varð ég ekki
hræddur, þegar ég fattaði hvað um var
að vera, heldur miklu ffekar mglaður,
en ég fann að þeim sem upplifðu
eldgosið 1973 stóð ekki á sama. En
fyrir mig var þetta meira eins og
bónus, því á meðan ég hef verið á
Islandi er líka búið að vera eldgos í
Heklu.“
Er ekki óvenjulegt að geta valið
fjölskyldu til þess að vera hjá sem
skiptinemi?
,Jú það er satt. Krakkamir geta í
mesta falli valið sér Iand til þess að
dvelja í en ekki farið til ákveðinna
Ijölskyldna. En ég var búinn að segja
Emu og Agli að ég hefði áhuga á því
að koma til íslands og þau leituðu til
AFS- skiptinemasamtakanna og
spurðu hvort það væri mögulegt og
við fengum jákvætt svar við því.“
Fyrstu mánuðumir erfíðir
Og hvemig hefur þér líkað í Eyjum?
„Mjög vel og þetta hefur verið gott
ár. Fyrstu mánuðimir vom að vísu
dálítíð erfiðir á meðan ég var að kynn-
ast fólki og komast inn í íslenskuna,
en eftir að þeir erfiðleikar vom
yfirstignir var mjög gaman. Fólk var
líka kannski hrætt við að tala við mig
ensku, sem var svo sem allt í lagi, því
ég vildi heldur læra íslenskuna. Eftir
jól var ég farinn að skilja fólk og þá
gekk allt miklu betur. Eg var í Fram-
haldsskólanum í Vestmannaeyjum og
lærði þar íslensku fyrir útlendinga, en
að öðm leyti var ég í því námi sem
íslensku krakkamir vom í. Vest-
mannaeyingar em mjög opnir, en það
em kannski svona hópar eða klíkur í
gangi, sem manni er ekki hleypt inn í
alveg strax. En mér leið ágætlega og
fflaði mig fljótlega eins og Vest-
mannaeying."
Jordan mun klára framhaldskóla í
Bandaríkjunum á næsta ári og segist
hafa áhuga á framhaldsnámi. „Ég er
að hugsa um að læra eitthvað um
alþjóðleg samskipti, en ég hef líka
verið að spá í blaðamennsku. Ég hef
lært þýsku og spænsku og finnst mjög
skemmtílegt að læra tungumál, en eftir
að ég fór að læra íslensku hefur verið
erfiðara að halda spænskunni og
þýskunni við. Það er ekki skylda að
læra önnur mngumál í Bandarikjunum
en ensku, en margir Bandaríkjamenn
eiga spænsku sem sitt móðurmál og
þess vegna er boðið upp á
spænskunám sem val.“
Kynntist fískvinnu
Varsm að vinna eitthvað í Eyjum?
„Já ég vann aðeins í Vinnslu-
stöðinni eftir að skólanum lauk. Það
er gott að gera eitthvað og leiðinlegt
að hanga bara heima og horfa á
sjónvarpið þegar allir aðrir eru í vinnu.
Hins vegar held ég að ég hefði ekki
áhuga á því að vinna í fiski alla ævi,
en það er mjög gott að kynnast þessu
starfi líka og vita um hvað það snýst.
Svo er líka gott að fá einhvem pening
líka.“
Hvað ferðu svo að gera þegar þú
kemur heim?
„Ég fer beint að vinna á þjóð-
hátíðardaginn 4. júlí, sem þjónn og ég
leigi einnig út bfla til fínna
veitingahúsa. En það er mikið að gera
á þjóðhátíðardaginn og góðir
tekjumöguleikar. En þó að ég sé að
fara núna, þá kem ég til með að sakna
eyjanna og vina minna hér, hins vegar
er ég viss um að ég á eftir að koma
aftur til Eyja einhvem daginn í
heimsókn, það er engin spuming. Ég
á nefnilega alveg eftir að fara á
Þjóðhátíð en langar mikið til þess því
að krakkamir í Eyjum tala mjög mikið
um Þjóðhátíðina og eins og þeir segja
frá henni þá er hún örugglega meiri
hátta upplifun.“
Jordan segir að hann hafi tekið
miklu ástfóstri við Eyjar og þess
vegna spyr ég hann hvort hann eigi
eftir að láta deifa ösku sinni yfir
Helgafell þegar hann er allur?
„Mér finnst það góð hugmynd.
Vestmanneyjar em orðnar hluti af mér
og lífi mínu og það er aldrei að vita
hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði
Jordan. Hann vildi að lokum kom
kæm þakklæti til allra sem hann hefur
kynnst í Eyjum. „Þetta hefur verið
dásamlegt ár og ég kem til með að
sakna margs héðan."
Spurt er????
(Spurt a Golfævintýri)
Haraldur Pálsson, Golfklúbhi
Vestmannaeyja:
„Ég er búinn að æfa
golf í þijú ár. Ég
hef gaman af því."
Marías Skúlason, Gollklúbbn-
um Leyni Akranesi:
„Ég er líka búinn að
æfa í þrjú ár og ntér
finnst þetta skemmti-
leg íþrótt."
Tobías Sveinbjörnsson, farar-
stjóri, Gollklúbbi Grindavíkur:
-Af því að ég hef
^“ K gaman al því.“
Sigrún Bjarnadóttir, Golfklúbbi
Vestmannaeyja:
■ "^§3 „Ég hef áhuga á því
Hr 1 og er búin að æfa í
1 þrjú ár.“
Sveinbjiirg A Karlsdóttir, Golf-
klúbbi Sandgerðis:
„Af því að mér
tí^\) * finnst það svo
gaman."
Örn Ævar Hjartarson, lands-
liðsmaður, Gollklúbbi Suður-
„Af því að ég hef
svo gaman al’ að
koma kúlunni í
holuna og gcngur
það bara ágætlega
þessa dagana."
Bjarki Atlason, Gollklúbbi
Kópavogs og Garðabæjar:
r~ w „Það er gaman."
Ólafur Kristinsson, GV:
„Aðallega núorðið
til að fá hreyfingu.
En það er líka
gaman þegar mér
gengur betur en
sumum ónefndum