Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Side 24
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 • Fax 481-1293
Hátíð í bæ
Þjóðhátíðarlagið 2000
Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið
2000 hefur verið valið og gefið út á
geisladiski. Höfundur lagsins og
textans er Heimir Eyvindarson
hljómborðsleikari hljómsveitar-
innar A móti sól og segir hann lagið
í hefðbundnum þjóðhátíðarstfl og
heitir I Vestmannaeyjum.
„Ég sendi þetta lag reyndar í
keppnina 1995, en þá var það með
nokkuð öðru sniði. Það má segja að
lagið sé hefðbundið í texta og reynt að
ná upp stemmningu, þannig að allir
eiga að geta sungið það og spilað í
tjöldunum. 1995 útgáfa lagsins var
meira í suðrænum stfl og mikið um
framandi hljóðfæri.“
Heimir sagði að lagið hefði verið
frumflutt á föstudaginn var á útvarps-
stöðinni Mónó og hann vissi tíl að það
hefði einnig fengið nokkra spilun í
Útvarpi Suðurlands. Heimir sagði að
fleiri hefðu komið að flutningi lagsins
en meðlimir hljómsveitarinnar A móti
sól. „Við fengum Eyjólf Kristjánsson
til þess að radda með okkur en hann er
gagnkunnugur þjóðhátíðarstemmn-
ingu í Eyjum og við sendum lagið í
keppnina undir heitinu Magni og
félagar. A mótí sól mun svo
frumflytja lagið á Þjóðhátíð á
föstudagskvöldinu," sagði Heimir. A
móti sól mun svo einnig skemmta á
laugardeginum og sunnudeginum á
þjóðhátíð.
Golf:
Kalli í Evrópukeppni
á St. Andrews
Kylfingurinn efnilegi frá Vest-
mannaeyjum, Karl Harajdsson,
hefur verið valinn fyrir Islands
hönd til að keppa á St. Andrews
golfvellinum í Skotlandi um næstu
helgi.
Þama er um að ræða Evrópukeppni
16 ára og yngri, tveggja daga mót, og
aðeins einn keppandi frá hveiju landi.
Þama mæta til leiks þeir kylfingar í
Evrópu af yngri kynslóðinni sem
taldir em efnilegastir. Ljóst er að
Karl, sem í sumar hefur starfað sem
leiðbeinandi hjá Golfskólanum í
Vestmannaeyjum, á erfiða helgi í
vændum en jafnframt er þetta mikill
heiður fyrir hann og Golfklúbb
Vestmannaeyja. Við munum greina
nánar frá mótinu í næsta blaði.
Volcano Open um helgina
Eitt stærsta golfmót ársins í Vest-
mannaeyjum, Volcano Open, hefst á
morgun. Fjöldi þátttakenda hefur
sífellt verið að aukast með hverju ári
og nú em á annað hundrað keppendur
bókaðir í mótið.
Mótið hefst annað kvöld með setn-
ingu og léttu næturgolfi en sjálf aðal-
keppnin hefst á laugardag og lýkur á
sunnudag með verðlaunaafhendingu.
A laugardagskvöld er sameiginlegur
kvöldverður. Mótið er punktamót og
keppt í þremur forgjafarflokkum, 0-
12,13-24 og 25-36.
Næstkomandi laugardag verður
haldin skemmti- og menningar-
dagskrá í Skvísusundi og Bárustíg,
sem ber yfirskriftina HÁTÍÐ í BÆ.
Það em Vestmannaeyjabær, Spari-
sjóður Vestmannaeyja, Kaffi Tímor
og Pizza 67 sem standa að þessari
menningarveislu, sem er öðmm þræði
goslokahátíð. Hátíðin hefst með úti-
vistardegi Sparisjóðsins á Bámstíg kl.
15.30. Þar verða ýmsar uppákomur
fyrir yngri kynslóðina, götuleikhús,
grillveisla og krakkahlaup 8 til 12 ára
bama.
Klukkan 17.00 verður opnuð mynd-
listarsýning í Vélasalnum í Lista-
skólanum á verkum lærðra og leikra
látinna listamanna í Eyjum. Klukkan
20.30 hefst svo kvöldstemmning í
Skvísusundi þar sem margt verður til
skemmtumar. Fólk er hvatt til þess að
hafa með sér hljóðfæri og troða upp
þá um kvöldið gestum og gangandi og
ekki síst sjálfum sér til ánægju.
Kona beit konu
Ein líkamsárás var kærð til lög-
reglu eftir helgina og átti hún sér
stað á veitingastaðnum Lundanum.
Þar höfðu ást við tvær konur og
enduðu þau átök með því að önnur
þeirra beit hina í handlegg. Kærði sú
sem fýrir bitinu varð þann verknað en
áverkar munu ekki hafa verið al-
varlegir.
69,- áí
ÍSLENSKT MEPIÆ^^ HF
tdAÍSSTÖHGLAl
^aöggsoónir og djupfrystir
Vik‘$UWeýJ.Uuva,s
LukexPims
129,- áður151,-
Lu kex le petit,
ecolier, le truffle
139,- áður 169,-
Skólajógúrt
45,- áður 52,-
MINNISVARÐINN Sendiboðinn, sem er gjöf mormóna í Bandaríkjunum til íslendinga, var afhentur á
föstudaginn. Bls. 6.
Prince kex - 2 saman
159,- áður189,-
Club orange kex
136,- áður 168,-
ísl. Meðlæti sveppir 1/2 dós
59,- áður75,-
Takiðþáttí Lu leiknum. Þú einfaldlega kaupirpakka afíu kexi ogþú getur
unntö kolagrill eða íu kexkörfu.
Isl. Meðlæti maís 1/2 dós /$/ Meðlæti stönglar 4 stk.
49,- áður 51,- 169,- álur 253,-
Rútuferðir - Bus tours
Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa
ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM
0)481 1909-896 6810-fax 481 1927
Sendibílaakstur
________- innanhæjar
Vilhjálmur Bergsteinsson
tr 481-2943
* 897-1178
sewBipe«M»iLi
Daglegor
f ferðir milli
J lands og Eyja
'/ Landffutningar
JJ