Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 13. júlí 2000 Látnir Myndlistarsýning íVélasalnum: lifa í verkum sínum Síðastliðinn laugardag var haldinn árlegur útivistar og menningardag- ur Sparisjóðs Vestmannaeyja. Var dagurinn haldinn í samvinnu við Vestmannaeyjabæ og bar yfir- skriftina Hátíð í bæ. Sparisjóðs- dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár með Eyjamönnum, enda fjölbreytt dagskrá í boði. Að þessu sinni var var opnuð mynd- listarsýning á vegum Sparisjóðsins í Vélasalnum (Gamla Áhaldahús- inu), fyrrum Gallerí Áhaldahúsinu þar sem sýnd eru málverk og teikningar eftir tómstunda- og atvinnumyndlistarmenn sem búið hafa í Eyjum og eða flutt brott þaðan. Á sýningunni eru myndir eftir 30 listamenn og hefur vel helmingur þeirra listamanna, að því er bestu heimildir segja, aldrei sýnt myndir sýnar opinberlega, en lagt var upp með að sýna að minnsta kosti þrjár myndir eftir hvern listamann, þó ekki hafi það tekist í öllum tilfellum. Elsti listamaðurinn, Baldvin Bjömsson, sem á verk á sýningunni er fæddur árið 1877 en sá yngsti Leifur Vil- hjálmsson er fæddur 1946. Það er skemmst frá því að segja að hug- myndin er frábær og gott til þess að vita að vilji sé til þess hjá málsmetandi listunnendum og forkólfum menn- ingarinnar hér í bæ að gera myndlist Eyjamanna sýnilega með þessum hætti. Það voru þeir heiðursmenn Hermann Einarsson og Róbert Sig- urmundsson sem sáu um sýningar- stjórn, þó að þeim þætti í hógværð siíkur titill helst til stór og töldu handlang hæl'a betur. Einnig aðstoð- aði Jói listó þá tvímenninga við uppsetningu sýningarinnar Sýningu með þessu yfirbragði mun hafa átti að setja upp fyrir ári, en vegna ótímabærs fráfalls Benedikts Ragnarssonar fyrrum Sparisjóðsstjóra var hætt við þá framkvæmd. Undir- búningur hefur því verið rúmur hjá aðstandendum sýningarinnar að gera hana sem veglegasta að þessu sinni og víst er að svo er, utan að sýningarskrá vantaði þar sem gleggri upplýsingar væri að hafa um hvaða ár myndirnar voru gerðar, ef slfkt var fyrir hendi, hverjir væru eigendur og heiti þeirra. Allt um það ef miðað er við þann fjölda karla og kvenna í Eyjum sem lagt hafa stund á myndlist í frítíma sínum, þá er Ijóst að þörfin hefur verið fyrir hendi hjá þessum einstaklingum að tjá umhverfi sitt og hugleiðingar um samtímann í myndum og jafnvel að tjá myndheim sem ekki tengist ásýnd og yfirborði eyjanna sérstak- lega. Erþaðvel. Ekki verður fjallað hér um einstaka listamenn, en vert að benda á hversu hlutur kvenna er sterkur á þessari sýningu og hversu mikil næmni þeirra er fyrir viðfangs- efninu og framsetningu. Það má kannski heita nokkuð ömggt að áhugalistamennirnir í hópnum hafi ekki ætlað sér að myndir þeirra yrðu nokkurn tíma sýndar opinberlega og er það algengt viðhorf slíkra lista- manna. En víst um það eru myndir þessara listamanna arfur sem engin ástæða er til að falli í gleymsku, heldur sjálfsagt að hafa uppivið, sinna með frekari rannsóknavinnu og sýna fullan sóma í hvívetna. Vonandi er þessi sýning upphaf slíkrar viðleitni og að almennri rækt Eyjamanna við myndlistarlega fortíð sína og ekki síður að gera Eyjamönnum Ijóst að enn í dag em myndlistarmenn í Eyjum, bæði áhugamenn og for- framaðir í skólum sem full ástæða er til að njóti sannmælis. Þó að fortíðin sé ágæt í hillingunum, þá er engin ástæða til að gleyma samtímanum. Hlutur þeirra Íistamanna á þessari sýningu sem lögðu listina fyrir sig og gerðu að lifibrauði, er rýr og engan veginn í samræmi við það framlag sem þeir hafa lagt til íslenskrar myndíistarsögu. Þess vegna er kannski rétt að spyrja hvort þeim sé ekki ofaukið á þessari sýningu og að betur hefði farið á því að sleppa þeim og viðra betur við annað tækifæri? Þeirri spumingu verður þó ekki svarað hér, heldur rétt að hvetja vini menningarinnar í Eyjum til þess að halda áfram að efla veg mynd- listarinnar með þeirri andgift sem þeim er tiltæk. Rétt er og að ítreka að myndlist er ekki bara tyllidaga- fyrirbæri heldur á að vera síkvik lifandi og sýnileg alla daga, þá fyrst skilar hún þeirri vímu sem hverjum manni er holl. Sýningin er opin um helgarfrákl 14.00 til I8.00ogvirka daga frá kl 16.00 til 18.30 og gert ráð fyrir að hún verði opin til næstu mánaðamóta. Mjög góð mæting var á sýninguna um helgina og láti nú enginn sitt eftir liggja og mæti á sýninguna þá daga sem húri á eftir að verauppi. Það er ekki á hverjum degi sem slíka veislu augans getur að líta í Eyjum. Hér á síðunni má sjá myndir frá opnun sýningarinnar. Benedikt Gestsson • • Ornefni í Eyjum Á útivistardegi Sparisjóðs Vestmannaeyja hélt Olafur Týr Guðjónsson erindi í sal Tónlistarskólans um örnefni í Eyjum. Ólafur Týr hefur haldið námskeið um örnefni í Eyjum, sem hafa verið mjög vel sótt, þar sem meðal annars hefur verið farið í vettvangsferðir og athyglisverðir staðir kynngimagnaðra örnefna verið skoðaðir. Erindi Ólafs Týs var mjög athyglivert og gott til þess að vita að svo lifandi áhugi skuli vera uppi að kynna Eyjamönnum tilurð og sögu örnefna í Eyjum. Benti Ólafur á margt lifandi dæmið um hvernig örnefni geta verið lykill að sögu og lífsháttum fyrr á öldum og hverju hlutverki þau gegna enn í dag, því vissulega yrðu alltaf til ný heiti á náttúrufyrirbærum. Þetta ætti ekki síst við í Eyjum þar sem nýtt land hefði verið í mótun frá því í gosinu 1973 og nefndi hann Urðirnar og Urðavita sem dæmi um það. Erindi Ólafs Týs var ágætlega sótt og góður rómur að ger.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.